Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ 68 ÞRIÐJUDAGUR 19. SÉPTEMBER 2000 FRÉTTIR ÍDAG V erkstj órnarnám- skeið hjá Iðn- tæknistofnun NÚ stendur yflr skráning á verk- stjórnarnámskeið Iðntæknistofnun- ar. Markmiðin með námskeiðunum eru að veita þátttakendum hagnýta þekkingu á mismunandi þáttum í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nám- skeiðin byggja á raunhæfum verkefn- um og eru ætluð öllum þeim sem stjóma verkum frá degi til dags, seg- ir í fréttatilkynningu. í- Um er að ræða rúmlega 20 náms- þætti eins og t.d. almenn samskipti, hvatning og starfsánægja, að semja með árangri, valdframsal, áætlunar- gerð og stjómun breytinga svo eitt- hvað sé nefnt. 5 til 17 kennarar og ieiðbeinendur koma að þessari fræðslu með menntun, reynslu og þekkingu, víða úr samfélaginu. Venju- lega er boðið upp á tvö námskeið á haustönn og þijú til fjögur á vorönn. Hvert námskeið er samtals níutíu stundir og skiptist í tvo hluta. Hægt er að leita frekari upplýsinga og skrá sig hjá Iðntæknistofnun eða á vefsíðu stofnunarinnar http:/Avww.iti.is. Starfsfolk B. Magnussonar i nýja húsnæðinu. Fyrirtækið B. Magnússon flutt FYRIRTÆKIÐ B. Magnússon hef- ur flutt starfsemi sína í nýtt hús- næði að Austurhrauni 3, Garðabæ. Vegna aukinna umsvifa fyrirtækis- ins var ráðist í kaup á þessu húsnæði ifsem er við Reykjanes/Breiðholts- braut, rétt fyrir innan Kaplakrika (við hliðina á Sorpu í Garðabæ), seg- ir í fréttatilklynningu. B. Magnússon er með pöntunar- listana Kays, Argos og Panduro. Heildsöludeild fyrirtækisins er með umboð fyrir Pinseeker golfvörum, snyrtivöruheildsalan sér um N°7 umboðið auk fjölmargra snyrti- og gjafavara. Fæðubótadeildin selur EAS og PowerBar. Fyrirtækið rek- ur einnig verslun í nýja húsnæðinu með fatnað, gjafavöru o.fl. Tölvuskólinn NTV hefur fest kaup á öllu eldra húsnæði B. Magn- ússon að Hólshrauni 2. Vefur flytur í Kópavog VERSLUNIN Vefur hefur flutt í nýtt húsnæði í Bæjarlind 1 Kópavogi - bláu húsin -. Vefur hefur sérhæft sig í að versla með gluggatjalda- og áklæðisefni, auk sérstakrar gjafavöm fyrir heim- ili. Verslunin er tvískipt. Heimilis- ^leild og hótel- og stofnanadeild. Annars vegar era silki-, bómullar- og polyestergluggatjöld, og hins vegar gegnofin, eldtefjandi gluggatjalda- efni. Þá hefur Vefur á boðstólum gjafavöra af ýmsu tagi. Verslunin er opin frá kl. 10 til 18 virka daga og frá 10 til 14 á laugar- dögum. Embættismenn í felum eða hvað? MIG langar til þess að láta undrun mína í ljós í sam- bandi við ráðningu á nýjum hæstaréttardómara. Eg er undrandi á því að það skuli ekkert heyrast frá dóms- málaráðherra í sambandi við þessa ráðningu. Einnig er ég undrandi á málum er varðar Barnahúsið, þar sem forsvarsmenn þess eru augljóslega að hugsa um velferð bamanna, skuli ekkert heyrast í umboðs- manni barna. Eru þessir embættismenn í felum eða hvað? I.H. Tapad/fundið Orðsending til foreldra LAUGARDAGINN 2. september sl. fór átta ára drengur með pabba sínum til þess að sjá landsleik Dana og íslendinga í knattspyrnu. Hann tók Manchester United-bókina sína með sér til þess að fá eiginhandaráritun í hana. Bókin er grá með Man- chester United-merkinu VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags framan á. Hann var búinn að fá áritun hjá Brynjari Birni og Ebbe Sand í bók- ina og var að fá þá þriðju hjá Peter Schmeichel markmanni, en áður en hann fékk bókina var hún tekin úr hendi Peters Schmeichel og hlaupið á brott með hana. Það vill svo til að faðir. drengsins tók þetta upp á vídeó. Nú eru það tilmæli til þess sem tók bókina að skila henni, að öðrum kosti verður myndin birt. Það eru mörg tár sem hafa fallið yfir missi bókarinnar því Peter Schmeichel er hans fyrir- mynd. Foreldrar, athugið hvort börnin ykkar eru með svona bók með þessum eig- inhandaráritunum í. Bók- inni má skila á Laugalæk 18 í Reykjavík eða hringja í síma 568-9628 eða 895- 6396 og hún verður sótt. skilríki. Ef einhver kann- ast við málið vinsamlegast hafið samband í síma 698- 2693 eða 561-5751. Sólgleraugu fundust SÓLGLERAUGU í rauðri umgjörð fundust í Heið- mörk laugardaginn 26. ágúst sl. Upplýsingar í síma 866-3516. Kvenúr fannst í Garðabæ KVENÚR fannst í Kjarr- móum í Garðabæ fimmtu- daginn 14. september sl. Upplýsingar í síma 565- 6113. Dýrahald Hvert fóru mánaðarlaunin? UM síðustu mánaðamót varð ung stúlka fyrir því óláni að tapa seðlaveskinu sínu við Suðurver eða þar í kring. I veskinu voru mán- aðarlaunin hennar og öll Högni og læða fást gefins RÚMLEGA eins árs fress og tæplega ársgömul læða fást gefins á góð heimili vegna flutnings. Upplýs- ingar í síma 565-3256. Dísarfugl flaug að heiman GULUR dísarfugi flaug út um gluggann í norðurbæn- um í Hafnarfirði fimmtu- daginn 14. september sl. Það rikir mikil sorg á heimilinu. Ef einhver hefur orðið var við fuglinn, vinsamlegast hafið sam- band við Guðrúnu Önnu í síma 565-3009 eða 565- 1484. Kamilla hvarf að heiman KAMILLA hvarf frá Hjallavegi í Reykjavík að kvöldi 12. september si. þriggja ára, grá- bröndótt, með hvítt andlit, loppur og maga. Hún var með rauða ól þegar hún slapp út, merkt Kamiila Fálkagötu 11, sem er íyrra heimilisfang. Kamilla er inniköttur, sem aldrei hef- ur farið út og er því áreið- anlega mjög hrædd. Henn- ar er sárt saknað. Þeir sem vita eitthvað um ferðir hennar, vinsamlegast hringið í síma 588-3315, 553-5203 eða 869-5642. Á gæsluvelli við Freyjugötu. Morgunblaðið/Ásdís Yíkverji skrifar... á er íslandsmótinu í knatt- spyrnu lokið og stendur KR uppi sem sigurvegari annað árið í röð. Víkverji óskar KR-ingum til hamingju með árangurinn og era þeir vafalítið vel að titlinum komnir enda var þessum úrslitum spáð af mörgum. Liðin sem vora í öðra og þriðja sæti era hins vegar að mati Víkverja þau sem mest komu á óvart og má jafnvel ganga svo langt að segja það hafi verið Iið þessa móts. Það hvarflaði líklega að fáum að Fylkir kæmi beint upp úr fyrstu deild og væri á toppi deildarinnar lengst af móts en yrði að lokum að sætta sig við annnað sætið. Þessi árangur Fylkis er glæsilegur og er greinilega vel að verki staðið í Ár- bænum. Arbæingar hafa byggt upp mjög skemmtilegt lið að mestu á heimamönnum og geta þeir vel við unað að ná bezta árangri í sögu fé- lagsins. Sömu sögu er að segja af Grindavík sem átti sitt bezta ár í knattspyrnu frá upphafi. Deildar- meistaratitill og þriðja sætið á ís- landsmótinu er góður árangur og ekki dregur það úr gleði Grindvík- inga að verða fyrstir til þess að vinna ÍBV í Vestmannaeyjum í nærri þrjú ár. Bæði Fylkir og Grindavík léku góða knattspyrnu í sumar og verðskulduðu árangurinn fyllilega. xxx Víkverja þykir það dálítið skrítið að verið sé að kæra Mýrdæl- inga fyrir að veiða sér fýl í soðið eins og þeir hafa gert öldum sam- an. Svo virðist sem veiðimenn þurfi að hafa veiðikort til að taka fýlinn og vissulega er það rétt að gefa upp hve mikið veiðist af fýln- um. Hann er hins vegar hvergi í útrýmingarhættu og er einn stærsti fuglastofn á Islandi. Mýr- dælingar veiða fýlinn sér til matar og gera það á sama hátt og lengi hefur tíðkazt. Hann er rotaður með priki. Það er unginn sem þannig er tekinn en fýllinn verpir í klettum og björgum oft nokkuð langt frá sjó. Það verður svo hlut- skipti margra unganna að komast ekki alla leið til sjávar þegar þeir yfirgefa bjargið feitir og pattara- legir. Lendi þeir á jörðinni er dauðinn oftast hlutskipti þeirra því þeir komast ekki á loft aftur. Sé það ekki mannskepnan sem bindur enda á líf hans koma aðrar skepnur til; refur, minnkur, skúm- ur og svartbakur svo dæmi séu nefnd. Að dauðrota fýlinn með priki er því kannski það illskásta fyrir hann í stöðunni. xxx Víkveija finnst það einkennilegt framferði laxveiðimanna að leika sér að bráðinni. Það færist í vöxt að laxinum sé sleppt eftir að búið er að veiða hann og mæla og vega. Slíkt getur varla flokkast und- ir góða meðferð á dýram auk þess sem manni var alltaf sagt að maður ætti ekki að leika sér að matnum. Víkveija finnst það sitthvað að veiða sér til matar og níðast á skynlausum skepnum sér til skemmtunar. Þetta er svipað og þegar kötturinn leikur sér að músinni. Kannski finnast ein- hverjum þetta vera vistvænar veið- ar, má þá eldd segja á brottkastið á sjó úti sé það líka. Að öllu gamni slepptu er náttúra- og dýravernd nauðsynleg en hún má ekki ganga út í öfgar. Við verðum að virða náttúrana og lifa í sátt og sam- lyndi við hana en auðvitað verðum við líka að nýta hana okkur til viður- væris, bæði með því að stunda veið- ar og njóta þess annars sem hún hefur upp á að bjóða. Ferðmennskan er ört vaxandi þáttur í efnahagslífi okkar Islendinga og þar skiptir mestu hin stórbrotna náttúra okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.