Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskulegur eiginmaður minn,
GfSLI TEITSSON,
andaðist í Brussel laugardaginn 16. september.
Þóra Stefánsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi okkar
SIGURÐUR ÁRNASON
fyrrv. bóndi
á Vestur-Sámsstöðum
í Fljótshlíð,
verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju
fimmtudaginn 21. september kl. 14.00.
Hildur Árnason,
Unnur Sigurðardóttir, Alfred Rohloff,
Valborg Sigurðardóttir,
Sara H. Sigurðardóttir,
Árni Þ. Sigurðsson,
Þórunn B. Sigurðardóttir,
Hrafnhildur I. Sigurðardóttir, Óskar Magnússon,
Þórdís A. Sigurðardóttir, Gunnar B. Dungal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gunnar Ólafsson,
Aagot Emilsdóttir,
Árni M. Emilsson,
'rir.
t
Hjartkaer eiginmaður minn, faðir okkar, teng-
dafaðir og afi,
BERGUR TÓMASSON
fyrrv. borgarendurskoðandi,
Álfheimum 70,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 21. september kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnst hans, er vinsamlegast
bent á Landssamtökin Þroskahjálp.
Margrét Stefánsdóttir,
Stefán Bergsson, Jenný Magnúsdóttir,
Tómas Bergsson, Nína Magnúsdóttir,
Bergljót Bergsdóttir, Steinn Öfjörð,
Birna Bergsdóttir, Ólafur Njáll Sigurðsson
og afabörn.
t
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARGRÉT LÁRA RÖGNVALDSDÓTTIR,
Gullsmára 10,
áður Álfheimum 48,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 20. september kl. 15.00.
Sigurður Sveinsson,
Rögnvaldur Guðmundsson, Helga Björg Stefánsdóttir,
Áslaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Sölvi Ásgeirsson,
Sigríður Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
áður Lönguhlíð 23,
sem andaðist laugardaginn 16. september
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 27. september kl. 13.30.
Kristinn S. Jónsson, Ólöf H. Friðriksdóttir,
Sigríður G. Kristinsdóttir,
Sesselja M. Kristinsdóttir,
t
Látin er á Selfossi móðir mín,
KRISTÍN G. VIGFÚSDÓTTIR
frá Hrísnesi,
og verður útför hennar gerð frá Árbæjarkirkju miðvikudag 20. september
kl. 13.30.
Glúmur Gylfason.
JÓN
SIGURGEIRSSON
+ Jón Sigurgeirs-
son frá Helluvaði
fæddist á Helluvaði í
Mývatnssveit hinn
14. apríl 1909. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Seli á Ak-
ureyri hinn 11. sept-
eptember síðast-
liðinn á 92. aldursári.
Foreldrar hans voru
Sigurgeir Jónsson,
bóndi á Helluvaði, og
Sólveig Sigurðar-
dóttir húsfreyja. Jón
var yngstur fimm
systkina, sem nú eru
öll látin. Elst var Guðrún, ljósmóð-
ir og bóndi á Helluvaði, f. 1900;
Jónas, bóndi á Helluvaði, f. 1901;
Sigríður, húsfreyja á Helluvaði, f.
1904; og Anna, húsfreyja á Akur-
eyri, f. 1906.
Framan af ævi stundaði Jón ým-
is störf í Mývatnssveit, einkum þó
húsasmíðar. Árið 1940 fluttist
hann til Akureyrar og starfaði þar
sem lögregluþjónn næstu 13 árin.
Árið 1954 gerðist Jón umsjónar-
maður á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri þegar það flutti í nýja
byggingu á Eyrarlandsholtinu. Því
starfí gegndi hann þar til hann fór
á eftirlaun.
Kæri Jón. Héðan frá sjúkrabeð
mínum langar mig að kveðja þig
með örfáum línum til að þakka þér
yndislegar samverustundir. Þegar
ég horfi til baka og hugsa um
mannkosti þína verður þú mér eins
konar tákn fyrir það besta í ís-
lensku þjóðinni. Þú varst hógvær,
lítillátur, æðrulaus. Þér féll vel að
miðla af brunni þekkingar þinnar
og reynslu. Hvar sem drepið var
niður var þér jafn auðvelt að ræða
um íslenskar bókmenntir, sögu,
Ijóð eða náttúrufræði.
Aldrei féll þér verk úr hendi og
víst er að þú hafðir aldrei meir að
gera en eftir að þú lést af störfum
fyrir aldurs sakir.
Svo var það tónlistin. Þú varst
sjálfmenntaður á píanó, harmón-
íum og orgel og varst um skeið
organisti í Hrísey hjá séra Kára,
vini þínum. Mér skilst að þú hafir
einnig spilað á básúnu og harmón-
iku og þú varst söngmaður góður.
Tónlistin var eins og hljómfagur
strengur milli okkar. I hverri heim-
sókn minni norður var það fastur
liður að við spiluðum saman söng-
lög, sem þú valdir. Þannig gafst þú
mér innsýn í sönghefðina með því
að benda á hvar átti að draga tón-
inn og teygja. Þetta voru ógleym-
anlegar ánægjustundir - og helst
hefði ég óskað þess að fá að kveðja
þig með tónlist.
Þín verður sárt saknað, en eins
og sonarsonur þinn fimm ára sagði;
„Afí er dáinn, en hann lifir í minn-
ingunni.“
Hlíf.
Með Jóni Sigurgeirssyni er horf-
inn enn einn liðsmaður úr þeirri
vösku sveit fólks sem fæddist á
fyrstu árum þessarar aldar sem nú
er á enda eftir fáeina mánuði. Óð-
um fækkar nú í hópnum er áorkaði
meiri breytingum en nokkur önnur
kynslóð á landi hér, með verkum
huga og handar hóf hún ísland frá
því að vera fátækt þróunarland til
þess að vera hópi ríkustu landa
heims og bjóða þegnum sínum ein
bestu lífskjör í veröld allri. Á
langri starfsævi lagði Jón sinn
skerf til þessarar þróunar enda,
eins og síðar kemur fram, mörgum
hæfileikum gæddur. Eftir að hann
lét af störfum og aldur færðist yfir
gerðist hann þó gagnrýninn á ýmsa
þá þróun þar sem honum sýndist
manneskjunni ýtt til hliðar í krafti
tækni og auðmagns.
Foreldrar Jóns bjuggu allan sinn
búskap á Helluvaði. Sólveig var
kona Ijúflynd og listfeng á ýmsa
grein. Sigurgeir helgaði búskapn-
um alla krafta sína og gat sér
landsfrægð fyrir árangur af kyn-
Árið 1952 kvæntist
Jón eftirlifandi eigin-
konu sinni, Ragnhildi
Jónsdóttur, f. 1926,
frá Gautlöndum í Mý-
vatnssveit. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jón Gauti Pétursson
og Anna Jakobsdóttir.
Jón og Ragnhildur
bjuggu allan sinn bú-
skap á Akureyri,
lengst af á Spítalavegi
13. Börn þeirra eru: 1)
Jón Gauti, f. 1952,
landfræðingur og
kennari. Kona hans er
Helga Pálína Brynjólfsdóttir text-
ílhönnuður. Sonur Jóns Gauta og
Jennýjar K. Steinþórsdóttur er
Eiríkur Gauti; og synir hans og
fyrri konu, Lilju Ásgeirsdóttur,
eru Jón Ásgeir og Guðmundur
Karl. 2) Geirfinnur, f. 1955, jarð-
eðlisfræðingur. Kona hans er Hlíf
Siguijónsdóttir fiðluleikari. Synir
þeirra eru Jón og Böðvar Ingi. 3)
Sólveig Anna, f. 1959, píanóleikari
og kennari. Hennar maður er
Edward Frederiksen, básúnuleik-
ari og kennari. 4) Herdís, f. 1962,
víóluleikari. Maður hennar er
Steef van Oosterhout slagverks-
leikari. Sonur þeirra er Jakob.
bótum sauðfjár síns. Eldri bróðir-
inn, Jónas, sem tók við búi af föður
sínum, hélt því starfi áfram en hug-
ur Jóns stóð ekki til þess né ann-
arra búskaparumsvifa. I því efni
sem og fleiru virtist hann sækja
fleira til móður sinnar en föður. Er
honum óx aldur þroski kom í ljós
að honum voru margir hlutir vel
gefnir. Hann var mikill vexti og vel
að sér ger um íþróttir sem helst
voru stundaðar í heimabyggð hans
á þessum tíma. Voru það bæði þær
sem að gagni komu í daglegri önn
eins og skautaferðir á ísi Mývatns
og skíðaferðir í snjóþungri sveit
sem og íslenska glíman sem reyndi
á afl manna og snerpu. Merki
hennar hafa Mývetningar löngum
haldið á lofti engu síður en aðrir
landsmenn.
Afi Jóns í föðurætt var Jón skáld
Hinriksson, bóndi á Helluvaði og
víðar.
Hann á sér nú orðið stóran hóp
afkomenda og meðal þeirra virðist
áberandi hneigð og gáfa til söngs
og annarrar iðkunar tónlistar. Svo
nefnd séu nokkur meira eða minna
þjóðkunn nöfn skulu tilgreindir
organistarnir Jón Stefánsson og
Reynir Jónasson, söngfólk eins og
Margrét Bóasdóttir og Rangár-
bræður, Baldur og Baldvin Krist-
inn Baldurssynir og enn aðrir
bræður, Jónas og Jón Múli Árna-
synir. Jón Sigurgeirsson naut sem
ungur maður tilsagnar í orgelleik
hjá tónlistar- og skáldkonunni
Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum.
Til vitnisburðar um þá tónlistar-
gáfu sem honum varð eðlislæg er,
að einu virtist gilda hvaða hljóðfæri
hann snerti, öll hlýddu þau hand-
tökum hans. Þannig var hann um
áratugaskeið liðsmaður í Lúðra-
sveit Akureyrar og á efri árum
gegndi hann um árabil organista-
störfum við kirkjuna í Hrísey og
þjálfaði söngfólk. Auk þess kom
hann um skamman tíma að því
starfi við þrjár aðrar kirkjur hér
við Eyjafjörð, nyrstu kirkju lands-
ins í Grímsey, að Hólum og í Lauf-
ási. Honum var einnig gefin ágæt
söngrödd og því eftirsóttur liðs-
maður í kórum. Karlakór Mý-
vatnssveitar naut þess meðan hann
dvaldi í heimabyggð og hér á Akur-
eyri tók hann um árabil þátt í
starfi kirkjukórs, Kantötukórs Ak-
ureyrar og í Karlakórnum Geysi.
Annar hæfileiki sem honum var
gefinn í ríkum mæli var hagleikur.
Eru ekki miklar ýkjur að segja að
vart hafi fundist svo illa bilaður og
úr sér genginn hlutur að hann
kæmist ekki í samt lag ef Jón fór
um hann smiðshöndum sínum.
Á þriðja áratug þessarar aldar
þegar Jón komst á fullorðinsár fór
Jón var ætíð mikill áhugamaður
um ferðalög og var í hópi frum-
kvöðla í könnun óbyggða Islands á
öðrum Qórðungi 20. aldar. Hann
lagði víða hönd á plóg við að gera
fólki hálendið aðgengilegt og
áhugavert, m.a. með þátttöku í
skálabyggingum og vegbótum auk
þess að hafa frumkvæði að könnun
nýrra leiða og brúarsmíðum.
Vegna víðtækrar þekkingar sinn-
ar á hálendi Norðurlands tók Jón
þátt í fjölmörgum björgunar-
leiðöngrum. Ferðafélag Akureyr-
ar gerði hann að heiðursfélaga sín-
um á 85 ára afmæli hans. Þá sinnti
Jón tónlistargyðjunni ætíð af mikl-
um áhuga. Hann söng í fjölmörg-
um kórum frá unga aldri, lék með
Lúðrasveit Akureyrar og var um
margra ára skeið organisti í Hrís-
eyjarkirkju. I hjáverkum lagði Jón
stund á bókband og ýmiss konar
smíðar og varla var til sá hlutur
sem ekki fékk bót meina sinna eft-
ir að Jón hafði farið um hann hönd-
um. Eftir að Jón var sestur í helg-
an stein sneri hann sér æ meir að
fræða- og ritstörfum. Um áttrætt
eignaðist hann tölvu og eftir það
dvaldi hann löngum fyrir framan
skjáinn og sló inn fjölmargt er á
daga hans hafði drifið og margan
fróðleik um náttúrufar og mannlif
í Þingeyjarsýslu. Sumt af þessu
efni hefur birst í norðlenskum og
austfirskum timaritum.
Jón verður jarðsunginn frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
að gæta í sveitum nokkurrar efna-
legrar velmegunar er tilkomin var
bæði vegna félagslegra átaka
bænda er hófust að miklu leyti í
Suður-Þingeyjarsýslu svo og
tæknibyltingar við sjávarsíðuna.
Unglingur sem ekki hneigðist til
hefðbundinna bústarfa átti því
fleiri kosta völ en áður þótt hyrfi
ekki úr sinni heimasveit. Óld stein-
steypunnar í húsagerð hélt innreið
sína og þar varð vettvangur fyrir
hagleik hans, útsjónarsemi og karl-
mennsku. Hann mun ekki hafa ver-
ið nema 15 ára þegar hann hélt
fyrst að heiman til þess vinna við
byggingu íbúðarhúss á jörð í ná-
grenninu. Næsta hálfan annan ára-
tuginn lagði hann hönd að bygg-
ingu margra íbúðarhúsa í
heimasveit og nágrannabyggðum.
Enn má nefna í því sambandi
byggingu brennisteinsverksmiðju í
Bjarnarflagi 1938-1939. Þar gerð-
ist hann verktaki ásamt einum
sveitunga sínum og byggðu þeir
verksmiðjuna raunar tvisvar sinn-
um því hin upphaflega bygging
brann fljótlega en var svo endur-
reist.
Með verkum sínum skóp hann
sér tiltrú sveitunga sinna og fleiri
er til þekktu á hæfileikum hans til
að leysa margvísleg tæknileg við-
fangsefni.
Tvö dæmi um það skulu nefnd
hér.
Skömmu eftir 1930 mynduðu
Mývetningar með sér félagsskap
um að leggja síma inn á öll heimili í
sveitinni. Af því tilefni var Jón
sendur til Reykjavíkur á námskeið
í rafeindatækni hjá Ríkisútvarpinu
til þess að hann gæti annast við-
hald símakerfisins og útvarpstækja
sem þá voru að ryðja sér til rúms á
heimilum fólks.
Hitt dæmið er að sveitungar
hans fólu honum alfarið árið 1934
að hanna og standa fyrir byggingu
stórrar fjárréttar sem enn er í
notkun hjá Baldursheimi í Mý-
vatnssveit.
Vafalítið hefur frumkvæði hans
ráðið því að 1930 var byggð vatns-
aflsstöð heima á Helluvaði er sá
heimilum þar fyrir rafmagni til
Ijósa og eldamennsku um áratuga-
skeið.
I rúm hundrað ár hefur
Mývatnssveit verið sótt heim af
mönnum frá ýmsum löndum er
leggja stund á náttúruvísindi. Eitt
af því sem augu þeirra beinast að
er Laxá með fjölbreyttu fuglalífi
sínu þar sem hún streymir við tún-
fótinn á Helluvaði. Af kynnum Jóns
við enska náttúrufræðinga mun
það hafa sprottið að 1937-1938
dvaldi hann vetrarlangt í Englandi.
Sú dvöl dró síðar þann slóða að