Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ____________UMRÆÐAN___ Fyrir hverja er borgaraleg ferming? UNDANFARIN tólf ár hefur íslenskum ungmennum staðið til boða að fermast borg- aralega. Um fimmtíu ungmenni hafa valið þennan kost á hverju ári undanfarin fjögur ár. Allnokkur umræða hefur farið fram um ágæti og réttmæti borgaralegrar ferm- ingar og hefur sú um- ræða iðulega snúist um hvort rétt sé að kalla viðburð þennan ferm- ingu eður ei. Minna hefur hinsvegar verið rætt um það sem mestu máli skiptir þ.e. fyrir hverja borgaraleg ferming er og hvað er gert á undirbúningsnámskeiðunum. Það sem hefur verið ánægjulegt að sjá á þeim fjórum árum sem ég hef verið leiðbeinandi á námskeiðum fyrir borgaralega fermingu er hversu fjölbreyttur hópur ung- menna að lífsstíl og lífsskoðunum hefur valið þennan kost. Til okkar sem að þessu stöndum hafa komið einstaklingar sem enn hafa ekki gert upp hug sinn til trúmála og vilja fá frekari tíma til að hugsa sig um. Þar á meðal hafa verið einstaklingar sem telja sig trúlausa, eru meðlimir í þjóðkirkjunni en vilja af einhverjum ástæðum ekki fermast kirkjulegri fermingu. Mikið hefur verið um ung- menni sem eru í söfnuðum sem ekki eru stórir hér á landi og man ég eftir búddistum, vottum jehóva, meðlim- um í ásatrúarfélaginu svo aðeins örfá dæmi séu tekin. Án efa hafa einstaklingar úr öðrum söfnuðum einn- ig verið á meðal þátt- takenda án þess að ég viti, enda er engum gert að segja hvort við- komandi aðhyllist trúarbrögð eður ei. Skiptir máli hvaðan gott kemur? Meginmarkmið nám- skeiðsins er að þátttak- endurnir leitist við að verða góðar og ábyrgar manneskjur. Litið er svo á að allir geti orðið að heilsteyptum og góðum manneskjum án tillits til trúar eða lífsskoðana. Þátttakendur rækta með sér ábyrgðarkennd á eig- in velferð sem og samborgara sinna. Ekki veitir af að leggja áherslu á þennan þátt í fari fólks á tímum þar sem of mikð er af fréttum af slæmri umgengni í samskiptum fólks, of- beldi og fíkniefnanotkun. Þessir þættir eru ræddir á námskeiðinu ásamt fjölmörgum öðrum svo sem: mismunandi lífsskoðanir fólks, hvað gefur lífi okkar gildi, í hverju felst hamingjan, trúarheimspeki, mann- réttindi, skaðsemi vímuefna, einelti, samskipti kynjanna og að bera virð- ingu fyrir umhverfi sínu. Síðastliðinn vetur var tekið upp nýtt efni sem fjallar um það að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi og mæltist það vel fyrir hjá þátttakend- um enda margir undir þrýstingi að láta sitt ekki eftir liggja í lífsgæða- Siðmennt Litið er svo á að allir geti orðið að heilsteypt- um o g góðum manneskj- um, segir Jóhann Björnsson, án tillits til trúar eða lífsskoðana. kapphlaupinu. Einn tími undir lok námskeiðsins fer fram með virkri þátttöku foreldra eða forráðamanna og er þá rætt um samskipti unglinga og fullorðinna. Ymislegt fleira er að sjálfsögðu gert á námskeiðinu sem ekki verður taUð upp hér. Heiðarleikinn umfram allt A námskeiði sem þessu þar sem margir mjög ólíkir einstaklingar koma saman er gengið út frá tveimur meginreglum sem öllum ber að virða: Annarsvegar má vera öðruvísi Jóhann Björnsson ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 47 --------------------y og hinsvegar ber ávallt að segja satt. Það sem átt er við með að mega vera öðruvísi felst í því að þátttakendur hafa allir sinn rétt á að skera sig úr fjöldanum ef þeim svo sýnist; þeir mega hafa mismunandi skoðanir, líta öðruvísi út og klæða sig eftir eigin höfði svo dæmi séu tekin. Hin reglan um að ávallt beri að segja satt er mjög mikilvæg enda grundvallarforsenda heiðarlegra samskipta. Þó verður að taka fram að þó svo að samræður séu algengar á námskeiðinu þá er engum skylt að segja neitt enda felst virk þátttaka ekki síður í virkri hlustun. Þeim sem vilja kynna sér málin frekar er bent á heimasíðu siðmennt- ar www.sidmennt.is. Höfundur er MA íheimspeki og leið- beinandi hjá Siðmennt, félagi áhuga- fólks um borgaralegar athafnir. Myndsaumur Hellisgata 17,220 Hafnarfjörður, sími 565 0122, fax 565 0488. Netverslun: www.ntyndsaumur.is Full búð af nýjum bútasaumseínum ' M.a. jólaefni, handlituð efni, Thimbleberries- ejhi og efhi fird Debbie Mumm. VIRKA Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. lau8ard- frá L sePr--31' maí, frá kl. 10-14. C/5 > TOlVUnflmiKEIÐ 9000 í þ í n a þ á g u o o © Þ e k k i n g © Tölvu9runnur Ef þú hefur enga þekkingu á tölvum þá byrjar þú á þessu námskeiði. 4 kennslustundir Uiindoui/ 98 Nauðsynlcgt gmnnnámskeið um stýrikerfið og tölvuna. 9 kennslustundir Intornotió Frábært námskeið fyrir þá sem vilja læra á Intemetið og nota tölvupóst. 9 kennslustundir Ulindoui/. Ulord 09 EkcoI Námskeið fyrir þá sem vilja gott námskeið um helstu forritin og stýrikerfi tölva, allt í einum pakka. 22 kennslustundir Ulord ritvinn/lo Yfirgripsmikið námskeið fyrir bytjendur og lengra komna. Við komum þér á óvart. 22 kennslustundir EkcoI tölflureiknirinn Vandað og gott námskeið fýrir alla sem vinna við tölur. Yfirgripsmikið og gagnlegt, lika fyrir þá sem þegar nota Excel. 22 kennslustundir flcco// 909no9runnurinn Námskeið fyrir alla sem vilja smíða gagnagrunna til þess að halda utan um upplýsingar og vinna úr þeim. 22 kennslustundir PouierPoint Gagnlegt og skemmtilegt námskeið fyrir þá sem þuifa að útbúa kynningarefhi, kenna eða halda fyrirlestra. 13 kennslustundir Ulord II - fyrir reyn/lumiklo Námskeið fyrir notendur með mikla reynslu af ritvinnslu sem hafa lokið Word námskeiði. 18 kennslustundír EHcel II - fyrir reyn/lumiklo Námskeið sem aðeins er ætlað þeim sem kunna mikið í Excel og hafa unnið lengi við hann eða lokið Excel námskeiði okkar. 18 kennslustundir ÉHcel vid fjórmólo/tjórn Mjög gagnlegt námskeið fyrir þá sem vinna við flármál, stjómun og áætlanagerð. 18 kennslustundir EhcoI tölfrœói Námskeiðið spannar margs konar tölfiæðivinnslur með Excel. 18 kennslustundir EHcel fjölvor 09 forritun Námskeið fyrir þá sem kunna allt í Excel, nema að forrita hann. 31 kennslustund flcce// forritun Þegar þú kannt að smíða gagnagrunna þá er þetta næsta skref. Yfirgripsmikið framhaldsnámskeið fynr reynda notendur. 36 kennslustundir Project verkefno/tjórnun Grundvallaratriði góðrar verkefnastjómunar og hvemig má nota tölvu til aðstoðar. ítarlegt og vandað námskeið. 18 kennslustundir Yef/íóugeró I - frontPo9e Eitt vinsælasta námskeiðið um vefsíðugerð. Allt sem þarf til að komast á vefinn. 22 kennsiustundir Yef/íóugeró II - ProntPoge Námskeið sem byggir á reynslunni og bætir mörgum skemmtilegum atriðum í þeklangarbrunninn. 22 kennslustundir Vef/íóu9eró III Tengingar við gagnagrunna, hópvinnukerfi og margs konar sjálfvirkni á vefsíðum. 13 kennslustundir Publi/her út9ófo bœklingo Útgáfa alls konar bæklinga og kynningarefiiis verður leikur einn með þessu forriti. 18 kennsiustundir Klicro/oft Yi/io 9000 vió/kipto- 09 tcekniteiknun Fjölbreytt teikningagerð í viðskiptum og tækni. Mjög fjölhæft og þægilcgt forrit. 22 kennslustundir Ulindoui/ 9000 netum/jón Frábært íslenskt námskeið um þetta nýja netstýrikerfi sem er að ryðja sér til rúms. 36 kennslustundir Ulindoui/ (1T netum/jón Margreynt og gott námskeið um netstýrikerfi fyrir þá sem vilja hafa allt á hreinu. 36 kennslustundir fletum/jón í nútímorek/tri ítarlegt námskeið um allt sem viðkemur netrekstri í fyrirtækjum og stofhunum. Verðmæt þekking á góðu námskeiði. 121 kennslustund Tölvuum/jón í nútímorek/tri Fyrir þá sem vilja verða mjög góðir tölvunotendur og hæfir til þess að aðstoða aðra. 148 kennslustundir Kerfi/froeói TV Námskeið sem hcfur slegið í gegn. Fyrir alla sem vilja vinna við tölvur. 400 kennslustundir Þú ávinnur þér afslátt með fleiri námskciðunt: 1. námskeið..............5% stgr. afsl. 2. og3. námskeið.........10%stgr. afsl. 4. og siðari námskeið...15% stgr. afsl. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is Gronuáavogl 16 108 Roykjavlk Síml: 520 9000 Fax: 520 9009 Notfang: tvOtv.ia pöntunarsími tVnt golt er ttómiina' PgH[ KI Raðgreiðslulán til allt að 36 mánaða. aaSBulLli^J Hagstæð námslán hjá Sparísjóði Hafnarfjarðar. ö e r ae o g ö i þjónustan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.