Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Fimm sveitarfélög í samstarf með Landvernd í langtíma umhverfisátaki
Fjölskyldum býðst að til-
einka sér vistvænan lífsstíl
Fimm sveitarfélög hafa ákveðið að ganga í sam-
starf með Landvernd 1 langtíma umhverfisátakinu
Vistvernd í verki. Hrönn Indriðadóttir komst að
því að í Reykjavík verður fyrst í stað lögð áhersla á
þrjú hverfí; Kjalarnes, Grafarvog og Breiðholt, en
öllum er þó heimilt að skrá sig.
Morgunblaðið/Golli
Forsvarsmenn Reykjavikurborgar og Landvemdar vora í gær með
kynningarfund á verkefninu Vistvernd í verki í höfuðborginni.
VERKEFNIÐ Vistvernd í verki
snýst um hvernig kenna má fólki,
með ýmsum einföldum breytingum
í daglegu lífi, að gera lífsstíl sinn
vistvænni án þess að draga úr lífs-
gæðum.
Verkefnið er hluti af GAP-verk-
efninu „Global Action Plan“ sem á
rætur að rekja til alþjóðlegs sam-
starfs sem hófst árið 1989 en það
hefur nú náð fótfestu í fimmtán
ríkjum.
Hér á Islandi hefur Landvernd,
Landgræðslu- og náttúruverndar-
samtök Islands, umsjón með verk-
efninu og nú hafa fimm sveitarfélög
ákveðið að vera í samstarfi en það
era Reykjavík, Akureyri, Reykja-
nes, Hafnarfjörður og Hveragerði.
„Þessi sveitarfélög leggja okkur
fjárhagslega lið til að halda utan
um verkefnið, þau hjálpa við mark-
aðssetningu og tilnefna staðbund-
inn stjórnanda sem á að fylgja
verkefninu eftir. Hann mun meðal
annars sjá um að vera í sambandi
við leiðbeinendur sem era yfir
hverjum visthópi," segir Ti-yggvi
Felixson, framkvæmdastjóri Land-
vemdar. „í Reykjavík verður fyrst
í stað lögð áhersla á þrjú hverfi;
Kjalarnes, Grafarvog og Breiðholt.
Öllum er engu að síður heimilt að
skrá sig en við verðum með sér-
staka aðstöðu í þessum hverfum.
Þá mun verkefnið verða auglýst í
þessum þremur hverfum.“
Að sögn Tryggva snýst verkefn-
ið ekki um miklar fórnir heldur val
um hvernig megi leggja grunn að
nýjum venjum og stuðla jafnframt
að betra umhverfi.
Sérstök handbók gefin út
Hér á landi byrjaði Iðntækni-
stofnun að leggja grann að verk-
efninu fyrir nokkrum áram. „Einn
af frumkvöðlum verkefnisins, Jón
Jóel Einarsson, hafði frétt af þessu
í Svíþjóð og í framhaldi af því var
stpfnaður lítill visthópur.“
í fyrrahaust vora 18 fjölskyldur
hluti af þróunarverkefninu hér
heima og þá var lagður grunnur að
handbókinni „Handbók um vist-
vernd í verki“, en ritstjóri hennar
er Þuríður Þorbjarnardóttir líf-
fræðingur.
„Bókin er ekki seld í verslunum
heldur er hún hluti af námskeiðinu.
Búið er að gefa út svo margar bæk-
ur um umhverfismál og þær liggja
öragglega flestar lítið lesnar uppi í
hillum. Við viljum að fólk ákveði
fyrst að taka þátt í verkefninu og
kaupi síðan bókina. Þá sest það nið-
ur ásamt fólki sem hefur áhuga á
því sama og veltir umhverfismálun-
um fyrir sér. Þannig verður þetta
miklu árangursríkara, en þess má
geta að félagslegt afl er stór þáttur
í verkefninu."
Umhverfismat heimilisins
Fimm til átta fjölskyldur mynda
einn visthóp og hittast sjö sinnum á
tveggja mánaða tímabili. Þátttak-
endur nota handbókina og þeim er
kennt hvernig koma má á vistvænu
heimilishaldi. „I fyrsta tímanum er
námskeiðið skipulagt í heild og
dreift svokölluðum mælingablöð-
um sem nefnast Umhverfismat
heimilisins, þar sem hver fjöl-
skylda metur stöðuna á heimili sínu
Rekstur heimilisins breyttist
Otrúlegt magn
umbúða eftir
eina búðarferð
RANNVEIG Anna Jónsdóttir,
sjálfstætt starfandi menningar-
fræðingur, og eiginmaður hennar
Þorvaldur Halldór Gunnarsson,
forstöðumaður Sjóminjasafns Eyr-
arbakka, tóku þátt í verkefninu
Vistvemd í verki fyrr á þessu ári.
„Einskær áhugi hvatti okkur til
að taka þátt í verkefninu en við
höfum bæði mikinn áhuga á um-
hverfismálum,“ segir Rannveig
Anna. „Okkur langaði til að Ieggja
okkar af mörkum og fóram yfir-
leitt bæði á fundina.“
Það sem kom þeim hjónum mest
á óvart var hve lífrænn úrgangur
er stór hluti sorpsins. Þá kom það
þeim líka á óvart hve bflar eyða
miklu þegar þeir eru kaldir. Til
eru sérstakir hitarar sem eru sett-
ir í rafmagn sem borgar sig að
kaupa að þeirra mati en þeir hita
Haustvörurnar komnar
'&bG&
Verðdæmi:
Jakkar frá kr. 4.900
Stuttir jakkar frá kr. 5.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 1.690
Bolir frá kr. 1.500
Stuttbuxur frá kr. 2.500
Kvartbuxur frá kr. 1.900
Pils - Kjólar
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fjölskyldan Rannveig Anna, Þorvaldur Halldór og dæturnar Halldóra Guðlaug og Hallgerður Freyja í
kartöflugarðinum sínum en þar er enginn tilbúinn áburður notaður.
bflinn og vélina upp.
„Fyrsta vikan fór í að vigta allt
rusl og það var síðan gert aftur í
lok námskeiðsins. Þá kom í ljós
mikill munur, mig minnir að það
hafi munað 15 kílóum á viku hjá
okkur. Það var gott að hafa töl-
uraar beint fyrir framan sig en
þær koma fólki í skilning um
hversu mikið við íþyngjum náttúr-
unni og um leið hve mikið við get-
um lagt af mörkum til að létta á
henni. Þetta geta allir gert.
Þá mældum við einnig hvað við
notuðum íbensín, rafmagn, hita
og vatn svo dæmi séu tekin.“
Á næstu fimm fundum var síðan
eitt sérstakt málefni tekið fyrir í
hverri viku en umfjöllunarefnin
voru sorp, orka, samgöngur, inn-
kaup og vatn.
Reynum að vera ekki
lengi í sturtu
Heimilisreksturinn hefur breyst
þó nokkuð eftir þátttökuna að
sögn Rannveigar Onnu. „Við
flokkuðum reyndar ávallt fernur,
gler og pappír áður og höfum gert
það frá því að við hófum sambúð.
Nú erum við einnig meðal ann-
ars farin að flokka lífrænan úr-
gang, spilliefni og málma.
Við vöskum ekki lengur upp
undir rennandi vatni og reynum
að vera ekki lengi í sturtu. Hvað
varðar rafmagnið þá fórum við að
passa Ijósin betur, þ.e.a.s. að
slökkva oftar á þeim,“ segir Rann-
veig Anna og bætir við að þá hafi
orðið nokkur lækkun á rafmagni
hjá þeim, sem er til hagsbóta fyrir
umhverfið og sparar um leið
rekstrarkostnað heimilisins.
í vikunni þar sem innkaup vora
til umræðu var hópurinn í upphafi
látinn telja þær vörur sem keyptar
voru og hvað þær kostuðu.
Síðan var meðal annars reynt að
fækka vörunum. „Það gekk vel en
það sem angraði alla í hópnum,
sérstaklega í ljósi þess hve lítið við
gátum gert í því, eru allar þessar
umbúðir sem era utanum vörur.
Það er ótrúlegt hve mikið magn
við flytjum inn af umbúðum heim
til okkar eftir aðeins eina inn-
kaupaferð.
Á námskeiðinu fengum við með-
al annars að vita að í Þýskalandi
er hægt að fara með kælibox í
verslanir og kaupa hakk í eitt box,
fisk í annað og svo framvegis.
Þetta er ekki hægt hér heima og
stífar reglur liggja að baki þess.“
Með kælibox í búðina
„Ég veit til þess að Tupper-
ware-fyrirtækið hefur gert kæli-
tösku sem ætluð er fyrir svona
innkaup og vonandi verður þetta
að veruleika hér á landi fljótlega.
Við geram mataráætlun fyrir
tvær til þijár vikur í senn til þess
að geta gert hagkvæmari innkaup
og til þess að nýtnin verði meiri.
Einnig reynum við að kaupa líf-
rænt ræktað en úrvalið er bara
svo lítið og erfitt er að nálgast vör-
urnar.“
Öll fjölskyldan tekur þátt í um-
hverfismálum. Dæturnar tvær,
tæplega tveggja og rúmlega Ijög-