Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 44
t4 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Afsakanir
til sölu
„Þetta erstórtfyrirtæki sem níðist á
börnunum mínum. “
Diane Gramley, fimm barna móðir í Bandaríkjunum.
Norður-amerískir
neytendur láta
ekki bjóða sér
hvað sem er, og
væri óskandi að
íslenskir neytendur tækju þá
sér til fyrirmyndar. Banda-
ríkjamaðurinn James Goodwin
kom nýlega fram í sjónvarps-
auglýsingu og baðst afsökunar.
Það sama gerði landi hans
Jacques Nasser, og Kanada-
mennirnir John Cleghorn og
Robert Milton.
Þessir menn eiga það sameig-
inlegt að vera æðstu yfirmenn
stórfyrirtækja sem hafa ekki
komið sérlega vel fram við við-
skiptavini sína undanfarið.
Goodwin er aðalframkvæmda-
stjóri bandaríska flugfélagsins
United Airlines sem hefur átt í
vandræðum undanfarið og orðið
að aflýsa mörg hundruð flug-
viounnr ferðum og
* ™nUlir seinkun hefur
„ , ... _ orðið á öðr-
Eftir Kristjan G.
Arngrímsson
um eins
fjölda.
Ástæðan er sú, að flugmenn
sem starfa hjá félaginu hafa
staðið gallharðir á kröfum um
bætt kjör og gripið til aðgerða
til að leggja áherslu á þær.
Þetta hefur auðvitað bitnað
helst á þeim sem síst skyldi,
það er að segja viðskiptavinun-
um sem kaupa flugmiða og
fljúga með félaginu.
Þeir sem fást við almanna-
tengsl segja að með þessu móti
vilji fyrirtækið gera allt sem
það getur til að sýna við-
skiptavinum sínum að málið sé
tekið alvarlega og að þeir skipti
máli fyrir fyrirtækið. Óskandi
að þeir sem stjórna Flugleiðum
og Flugfélagi Islands tækju
þetta til athugunar.
„Við ráðleggjum fólki, þegar
það hefur gert mistök, að viður-
kenna mistökin og biðjast af-
sökunar á þeim, leiðrétta þau
og halda svo áfram. Sannleikur-
inn er öruggasta skálkaskjólið,"
hefur kanadíska blaðið Toronto
Star eftir David Israelson, yfir-
manni hjá almannatengslafyrir-
tækinu Media Profile í Toronto.
En virkar þetta? Leggja við-
skiptavinir trúnað á þessar af-
sökunarbeiðnir, eða eru þeir svo
kaldranalegir að líta bara á
þetta sem enn eitt sölutrikkið?
Yfirmenn að reyna að kjafta sig
,út úr klúðri?
„Neytendur eru ekki heimsk-
ir,“ er haft eftir Alan Middle-
ton, fyrrverandi auglýsinga-
stjóra og núverandi prófessor í
markaðsfræðum við Yorkhá-
skóla í Toronto. „Þeir van-
treysta nú þegar öllum sem eru
í yfirmannsstöðum. Þeir vita að
orð eru ódýr. Þetta virkar bara
ef eitthvað er í raun og veru
gert í málunum.“
Eri kannski er þetta ekki
bara auglýsingatrikk. Að
minnsta kosti þótti afsökunar-
beiðni yfirmanns United Air-
lines það merkileg að ein af
stærstu sjónvarpsstöðvum
Bandaríkjanna, CBS, sá ástæðu
til þess, fyrir nokkru, að greina
frá henni í aðalfréttatíma sín-
um, og meira að segja sem
fyrstu frétt.
Aðurnefndur Nasser er aðal-
framkvæmdastjóri Ford-
bílaverksmiðjanna; Cleghorn er
æðsti yfirmaður Royal-bankans
í Kanada og Milton aðalforstjóri
kanadiska flugfélagins Air Can-
ada. Kannski er óvæntur sjón-
varpsframi þeirra til marks um
að þeir séu meðvitaðir um það
sem virðist vera útkoman úr
nýlegri könnun sem greint er
frá í viðskiptatímaritinu Busin-
ess Week fyrir skömmu.
Þar kemur meðal annars
fram að mikill meirihluti
Bandaríkjamanna (72%) telur
að stórfyrirtæki þar í landi -
sjálfu heimalandi stórfyrirtækj-
anna - ráði orðið of miklu á of
mörgum sviðum í þjóðfélaginu.
Þessi sami meirihluti álítur líka
að æðstu yfirmenn þessara fyr-
irtækja hafi alltof há laun.
Engu að síður telja flestir að
mörg stórfyrirtæki framleiði
góðar vörur, og það sem virðist
angra fólk er því kannski frem-
ur framkoma fyrirtækjanna og
síngirni stjórnenda þeirra.
Reyndar fá líka mörg fyrirtæki
afskaplega slæma einkunn fyrir
þjónustu við viðskiptavini sína,
ekki síst sjúkratryggingafélög,
sígarettuframleiðendur og olíu-
félög.
Og það eru ekki bara ein-
hverjir hippar og uppreisnar-
gjarnir unglingar sem láta í
ljósi þessa andúð á ægivaldi
stórfyrirtækjanna, að því er
fram kemur í Business Week.
Þetta munu vera Banda-
ríkjamenn af öllum stærðum og
gerðum, samanber fimm barna
mömmuna sem vitnað er til hér
að ofan. Einna harðasta gagn-
rýnin komi reyndar frá for-
eldrum sem eru óánægðir með
að fyrirtæki fái að auglýsa í
skólum sem reknir eru af hinu
opinbera.
Undanfarna tvo áratugi hafi
markaðshöftum og reglugerðum
stórlega fækkað, og aukin sam-
keppni hafi oft leitt til verð-
lækkunar. En nú kunni að vera
svo komið að neytendum sé nóg
boðið af óheftum kapítalisma,
og pendúllinn fari að sveiflast í
hina áttina. Það er athyglisvert,
að á íslandi er pendúllinn enn á
fullri ferð - og kannski bara
rétt lagður af stað - í þá átt
sem Bandaríkjamenn eru búnir
að fá nóg af.
Það er einmitt til marks um
þetta viðhorf bandarískra neyt-
enda, að A1 Gore, frambjóðandi
Demókrataflökksins í komandi
forsetakosningum, hefur nælt
sér í fjölda atkvæða með því að
gera stórfyrirtæki að skotspæni
sínum og lofa kjósendum því, að
verði hann forseti muni hann
láta til skarar skríða gegn ægi-
valdi þessara fyrirtækja, ekki
síst gegn sígarettuframleiðend-
um og lyfjafyrirtækjum. Það er
víst ekki sérlega líklegt að ís-
lenskir ráðamenn taki þetta til
athugunar.
í könnun Business Week
kemur líka fram, að einungis
fjögur prósent Bandaríkja-
manna telja að eina hlutverk
fyrirtækja sé að skila sem
mestum hagnaði til hluthafanna,
og að til lengri tíma litið muni
slíkt koma öllum til góða. Níu-
tíu og fimm af hundraði telja að
fyrirtæki hafi líka skyldum að
gegna við starfsmenn sína og
það samfélag sem þau starfa í.
Fyrirtækjum beri stundum að
fórna hagnaði til þess að geta
staðið við þessar skyldur.
Rekstur heil-
brigðisþj ónustu
FRÓÐLEG umræða
hefur farið fram um
rekstur heilbrigðis-
þjónustu að undan-
fömu. Fara sumir þar
mikinn og þá einna
fremstur í flokki þeirra
sem engar breytingar
vilja sjá Ögmundur
Jónasson, alþingismað-
ur. Hann telur ástand
mála hjá okkur gott og
engin ástæða til breyt-
inga, allra síst að taka
upp aukinn einkarekst-
ur eins og reynst hefur
svo vel á öðrum sviðum
þjóðlífsins. Höfuðrök-
semd þingmannsins er
sú að heilbriðgðisþjónusta í Banda-
ríkjunum sé mjög dýr og þar sem hún
er einkarekin að mestu sé það víti til
vamaðar.
Einn höfuðgallinn við þessa um-
ræðu er sú að menn eru ekki alltaf að
tala um réttu hlutina. Þar er mjög
blandað saman annars vegar velferð-
arkerfinu, þ.e. tryggingaþættinum
sem kaupir þjónustuna fyrir skjól-
stæðinga sína, og rekstrarþættinum
sem veitir þjónustuna eða selur hana.
I nágrannalöndum okkar og víðar
hafa menn talið mjög nauðsynlegt að
greina vel á milli þessara þátta og
koma upp kerfi þar sem þessir aðilar
em aðskildir og annar kaupir en hinn
selur og það jafnt þó báðir séu reknir
af hinu opinbera. Til þess að þetta
geti orðið þarf að greina þann kostn-
að sem til fellur við hin ýmsu form
þjónustunnar því að ákvarðanir um
hagræðingu í rekstri hljóta að þurfa
að byggjast á vitneskju um það
hvernig kostnaðurinn verður til.
Rekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki
að neinu leyti frábmgðinn öðram
rekstri hvað þessa einföldu staðreynd
varðar. Öll hljótum við að hafa það að
markmiði að sem mest fáist fyrir það
fé sem veitt er til rekstursins.
Heilbrigðiskerfíð á íslandi
Hér á íslandi höfum við gjaman
stært okkur af því að hafa yfir að ráða
góðu heilbrigðiskerfi. Því er hins veg-
ar ekki að leyna að margar blikur era
á lofti víða í kerfinu, m.a. vegna niður-
skurðar á fjárframlögum til þess mið-
að við þá þjónustu sem veita þarf. Öll
vitum við hvað er framundan, meðal-
aldur þjóðarinnar fer hækkandi og
kallar það á vaxandi þjónustu kerfis-
ins. Við búum hinsvegar við fjár-
mögnunarkerfi, þ.e. föst fjárlög, fyrir
stærstan hluta rekstursins sem er
beinlínis skaðlegt fyrir
þau markmið sem sett
hafa verið. Þessi fjár-
mögnunarleið hefur alls
staðar í nálægum lönd-
um verið lögð af, einnig
í löndum A-Evrópu sem
reynt hafa aðferðir sós-
íalismans við rekstur
þjóðfélaga sinna með
alþekktum afleiðingum.
Heilbrigðiskerfið
í Bandaríkjunum
Víkjum þá aftur að
umræðunni að undan-
fömu. Undirritaður
stundaði framhaldsnám
í Bandaríkjunm í sex ár
á sjöunda áratugnum og hefur fylgst
með málum þar í landi síðan. Banda-
ríkjamönnum hefur mistekist að
koma upp velferðarkerfi fyrir þegna
Einkavæðing
✓
Aður en hægt er að
ganga lengra í að einka-
væða rekstrarþáttinn,
segir Ólafur Örn
Arnarson, þarf að
gjörbreyta allri hugsun
við fjármögnun.
sína eins og Ögmundur hefur rétti-
lega bent á. Clinton forseti hefur bar-
ist fyrir slíku en andstæðingar hans í
þinginu hafa komið í veg fyrir það.
Þetta er vandamál Bandaríkjamanna
sem hefur í mörgum tilfellum komið
sér skelfilega fyrir stóran hluta þjóð-
arinnar.
Þegar kemur að rekstri þeirra
stofnana sem veita þjónustuna er allt
annað uppi á teningnum. Þar hafa
Bandaríkjamenn verið í forystu og
verið langt á undan öðram með að
skilja nauðsyn þess að beita svipuð-
um aðferðum við rekstur heilbrigðis-
stofnana og annarra fyrirtækja. Þar
er alls staðar notað svokallað DRG-
kerfi sem notað er til að flokka sjúkl-
inga í hópa með tilliti til vandamála
þeirra og finna út réttan kostnað við
meðhöndlun. Þetta kerfi var búið til
við Yale-háskólann upp úr 1970 og
hefur breiðst út um allan heim síðan.
Það var tekið upp á Norðurlöndum á
síðasta áratug, alls staðar nema á ís-
landi. Þetta kerfi hefur leitt í ljós þær
aðferðir sem til þarf til að nýta fjár-
magnið sem best, t.d. með mikilli
aukningu í dagþjónustu en þar erum
við langt á eftir. Rétt er einnig að
minna á að Bandaríkjamenn hafa lagt
langmest allra til rannsókna í læknis-
fræði og vísindamenn frá Asíu og
Evrópu hafa flykkst þangað vegna
þess að þar var þeim búin viðunandi
starfsaðstaða. Minna má á að um 80-
90% Nóbelsverðlauna í læknisfræði
hafa farið til þeirra.
Einkavæðing ekki tímabær
Umræða um einkavæðingu er að
mínu mati einfaldlega ekki tímabær.
Aður en að því kemur er mjög nauð-
synlegt fyrir okkur að taka bæði
tryggingaþáttinn og rekstrarþáttinn
til gagngerrar endurskoðunar.
Tryggingaþáttinn er engan veginn
tímabært að einkavæða á þessu stigi.
Það sem þarf að gera er að breyta nú-
verandi kerfi úr því að vera greiðslur
úr ríkissjóði með föstum framlögum í
eiginlegt sjálfstætt tryggingakerfi á
vegum þess opinbera þannig að jafn-
rétti sé tryggt. Nauðsynlegt er hins-
vegar fyrir alla aðila að skilgreina það
sem þegnamir era tryggðir fyiir og
hvaða þjónustu þeir geta fengið. Með
iðgjöldum sínum væra þegnarnir að
tryggja sér ákveðinn rétt, sem ekki
yrði aftur tekinn. Þátttaka okkar í
Evrópusamstarfi hefur tryggt okkur
slíkan rétt að nokkru. Síðan verði
heimilt að tryggingafélög bjóði
tryggingar þar til viðbótar handa
þeim sem það kjósa. Það getur ekki
gengið að ríkið ákveði einhliða að
hætta að greiða einhvem hluta kostn-
aðar við þjónustuna eða neita að veita
hana, ef menn vilja ná einhverri
ákveðinni niðurstöðu í fjárlögum!
Aður en hægt er að ganga lengra í
að einkavæða rekstrarþáttinn þarf að
gjörbreyta allri hugsun við fjármögn-
un. Eina þjónustan sem hefur verið
kostnaðargreind er vinna sér-
fræðinga við ferlisjúklinga. Slík
greining hefur ekki farið fram í
heilsugæslunni og ekki nema að mjög
takmörkuðu leyti á sjúkrahúsum. Sú
vinna sem er framundan mun taka
nokkurn tíma. Síðan þarf að aðskilja
þær stofnanir sem kaupa þjónustu og
þær sem selja hana. Skiptir þá ekki
máli þó að þær séu allar reknar af rík-
inu í fyrstu. Aðeins að þessu loknu er
tímabært að ræða einkavæðingu á
rekstri heilbrigðisþjónustu í meira en
þeim litla mæli sem nú er.
Höfundur er læknir.
Ólafur Örn
Arnarson
Mál - lestur
TALMÁLIÐ er
helsta tjáskiptatæki
mannsins. Það gerir
honum kleift að setja
hugsanir sínar í orð og
eiga samskipti við aðra.
Við getum sagt að mál-
ið sé verkfæri fyrir
hugsunina. Okkar
menningarheimur ger-
ir kröfur um að við get-
um tjáð okkur og aflað
nauðsynlegra upplýs-
inga sem eru birtar í
rituðu formi. Það er
þess vegna afar mikil-
vægt að foreldrar og
aðrir uppalendur leggi
áherslu á að stuðla að
góðum málþroska og meiri lestrar-
færni.
Eðlileg máltaka er undirstaða fyr-
ir lestrarnám. I lestrarnámi fæst
barnið við allt í senn, umskráningu á
hljóðum í tákn, tæknilega færni og
málskilning. Góð lestrargeta er sam-
spil allra þessara þátta. Það hefur
því mikið að segja að gera sér grein
fyrir málþroska barnsins við upphaf
skólagöngu. Greining á málþroska-
röskunum og snemmtæk íhlutun,
sbr. ráðgjöf og þjálfun sem allra
fyrst, skiptir miklu
máli. Það er mikilvægt
að talþjálfun byggist á
nákvæmri greiningar-
vinnu, samvinnu og
eðlilegri málþróun.
Undirstöðuþættir fyrir
mál og málskilningur
þurfa að vera til staðar
áður en eiginleg lestr-
arkennsla hefst.
Allt of oft hefur það
átt sér stað þegar for-
eldrar tjá áhyggjur sín-
ar af þroska barna
sinna að þeim er sagt
að bíða og sjá til. Tím-
inn er dýrmætur þegar
börnin okkar eiga í
hlut. Það ber að leggja áherslu á að
finna böm með málþroskafrávik sem
allra fyrst til þess að vinna markvisst
að því að efla málþroska hjá þeim og
draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir
lestrarörðugleika síðar meir. Marg-
ar rannsóknir sýna að þjálfun á for-
skólaaldri þar sem börnum er kennt
að leika sér með málið getur dregið
úr hættu á lestrarörðugleikum.
Margar fatlanir og þroskafrávik
eins og einhverfa, Downs-heilkenni,
misþroski, ofvirkni, greindarskerð-
Ásthildur Bj.
Snorradóttir
Mál
Þjálfun á forskólaaldri
þar sem börnum er
kennt að leika sér með
málið, segir Ásthildur
Bj. Snorradóttir,
getur dregið úr hættu
á lestrarörðugleikum.
ing, heyrnarskerðing o.s.frv. geta
haft í för með sér málhömlun og
lestrarörðugleika. Málhömlunin get-
ur verið mismikil, ýmist að barnið
kunni ekki að hlusta, segi ekki orð,
tjái sig í ófullkomnum setningum, sé
með framburðargalla eða kunni ekki
viðeigandi boðskipti. Það sem skiptir
meginmáli er að öll börn eiga rétt á
kennslu við hæfi. Til þess að stuðla
að kennslu við hæfi er m.a. mikil-
vægt að vita hvernig börn þroskast
og hvað þau þurfa að læra til þess að
geta tjáð sig og hvort hægt er ná tök-
um á lestri. Bætt tjáning og lestrar-
færni stuðla síðan að meiri félags-
færni og auknum lífsgæðum.
Höfundur er talmeinafræðingur
hjá Talþjálfun Reykjavíkur.