Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 41 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSÓKN FORSETA FINNLANDS OPINBER heimsókn Törju Hal- onen, forseta Finnlands, hefst í dag en hún mun m.a. eiga fundi með forseta og forsætisráðherra Islands á meðan á dvöl hennar stend- ur. Halonen er fyrsta konan sem gegnir embætti Finnlandsforseta. Hún náði kjöri í byrjun þessa árs, eftir harða baráttu við Esko Aho, forsetaefni Mið- flokksins, en áður hafði Halonen, sem er jafnaðarmaður, gegnt embætti ut- anríkisráðherra í fimm ár. Tengsl Islands og Finnlands hafa lengi verið mikil og því er sérstakt ánægjuefni að ísland skuli vera þriðja ríkið er Halonen heimsækir opinber- lega eftir að hún tók við embætti. Aður hefur hún heimsótt næstu nágranna Finnlands, Svíþjóð og Eistland. Hal- onen lýsir tengslum sínum við ísland á eftirfarandi hátt í viðtali er birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku: „Eg var á þingi Evrópuráðsins í Strassborg og eignaðist þar íslenska vini, sem ég hef verið í sambandi við og norræna fjölskyldan er Finnum mjög mikilvæg. Þessi lönd eiga í góðu sambandi og hafa góða reynslu af sam- starfi sínu. Islendingar og Finnar eru kannski ekki ræðnustu fulltrúarnir á þingum Norðurlandaráðs, það eru fremur fulltrúar Svíþjóðar, Danmerk- ur og Noregs, en við erum starfsöm og trú norrænni samvinnu. Þessar tvær þjóðir eru jaðarþjóðir og eru mikil- vægar. Löndin eiga einnig náið sam- starf á öðrum vettvangi, til dæmis í Evrópuráðinu, þar sem íslendingar hafa unnið gott starf. Finnar eru í Evrópusambandinu og Islendingar í Atlantshafsbandalaginu, sem eru báð- ar mikilvægar stofnanir í Evrópu og gerir samstarf landanna einnig áhuga- vert.“ Einnig er athyglisvert að sjá hvern- ig hún metur stöðu kvenna í stjórn- málum: „Þær eiga erfítt með að ná há- um stöðum. Þær geta orðið þingmenn, en síður ráðherrar, en þegar þær ná háum stöðum er eftir því tekið, til dæmis á leiðtogafundum Sameinuðu þjóðanna. Kjör Vigdísar til forseta Is- lands hvatti Ira til að kjósa konu og þetta hefur haft áhrif á finnskar kon- ur.“ Forseti Finnlands tekur fram að norræna fjölskyldan sé henni mikil- væg og undir það geta líklega flestir Islendingar tekið. Líklega hefur Norðurlandasamstarfið verið hvað mikilvægast fyrir Island og Finnland, sem líkt og Halonen bendir á eru jað- arþjóðir í norræna hópnum, að minnsta kosti landfræðilega. Mikilvægt er að þær breytingar sem orðið hafa með aðild Svíþjóðar og Finnlands að Evrópusambandinu verði ekki til að grafa undan hinni góðu samvinnu norrænu ríkjanna. Fátt bendir raunar til að hætta sé á því. Að sjálfsögðu breytast áherslur í samskiptum ríkjanna, eftir því sem þungamiðjan í erlendum samskiptum þeirra færist nær miðju álfunnar. Þau menningarlegu tengsl og sú vinátta sem staðið hefur að baki Norðurlanda- samstarfinu standa aftur á móti óhögguð. Að mörgu leyti eru tengsl Norður- landanna einstök og samstaða þeirra hefur oft orðið til að á þau er frekar hlustað en þegar þau reyna að koma málum á framfæri ein síns liðs. Þessi samstaða ein og sér getur jafnvel orð- ið til að vekja áhuga á þeim líkt og sjá má á þeirri athygli er hin sameigin- lega sendiráðsbygging Norðurland- anna í Berlín hefur vakið. Auðvitað fara skoðanir og hagsmun- ir Norðurlandanna ekki ávallt saman. Það hefur hins vegar aldrei valdið neinum vandkvæðum í samskiptum þeirra. Þrjú þeirra, Island, Noregur og Danmörk, hafa átt aðild að Atlants- hafsbandalaginu en Svíþjóð og Finn- land kosið hlutleysi. Nú eiga þrjú ríkj- anna aðild að ESB en tvö hafa ákveðið að standa fyrir utan. I Norðurlanda- hópnum innan ESB stefna Finnar og Danir á að taka upp hinn sameiginlega gjaldmiðil evruna en sænsk stjórnvöld eru tvístígandi. Þetta veldur þó engri spennu í samskiptum ríkjanna. Það er ekki síst þessi gagnkvæma virðing og skilningur á hagsmunum vinaþjóð- anna er gert hefur Norðurlanda- samstarfið einstakt. OLYMPIULEIKARNIR HAFNIR OLYMPÍULEIKARNIR í Sydn- ey eru hafnir og framundan er eitthvert mesta sjónarspil, sem hægt er að hugsa sér sem jafnvel einstaklingar er alla jafna sýna íþróttum lítinn sem engan áhuga láta ekki fram hjá sér fara. Um tveggja vikna skeið beinast augu heimsbyggðarinnar að Sydney í Astralíu þar sem um ellefu þúsund keppendur frá tvö hundruð ríkjum, bestu íþróttamenn heimsins, etja kappi hver við annan. Heims-, ólympíu- og landsmet verða sett, einstaklingar munu vinna afrek er lengi verða í minnum höfð. Islendingar hafa sent fríðan hóp íþróttamanna á leikana sem þjóðin fylgist með af athygli. Auðvitað get- um við ekki búist við því líkt og stærstu þjóðirnar að keppendur okkar eigi nær vísan sess á verð- launapallinum. Við erum þrátt fyrir það ekki síður stolt af okkar fulltrú- um er lagt hafa á sig gífurlega vinnu til að ná þeim árangri að fá að keppa á Olympíuleikunum. Það æv- intýri að fá að keppa á þeim vett- vangi er sigur í sjálfu sér. Ólympíuleikarnar eiga sér skuggahliðar. Itrekaðar ásakanir um mútustarfsemi til þess að tryggja rétt til þess að halda leik- ana, sem einhver efnisleg rök virð- ast vera fyrir, skaða ímynd þeirra. Lyfjapróf, sem sýna, að hópar íþróttamanna reyna að efla styrk sinn og getu með því að taka lyf, sem óheimilt er að gera og er vísað frá leikunum af þeim sökum skaða ímynd íþróttamannanna, sem sækj- ast eftir þátttöku. Iþróttasamtökin þurfa að vinna gegn þessari neikvæðu þróun. Bygging annars áfanga álvers Norðuráls á Grundartanga á áætlun Morgunblaðið/RAX Framkvæmdum vegna stækkunar álversins miðar vel og er áætlað að byggingarframkvæmdum ljúki um áramót. Fimmtíu starfsmenn ráðnir eftir áramót Framkvæmdir standa nú sem hæst við annan áfanga álvers Norður- áls á Grundartanga. Björn Ingi Hrafnsson sótti álversmenn heim í rokinu í Hvalfírðinum í gær, en byggingar- framkvæmdum á að ljúka um áramót og starfsemi að hefjast næsta vor. Þá verður framleiðslugeta álvers- ins 90.000 tonn. Undirbúningsvinna á lóð Norðuráls á Grundar- tanga hófst 29. maí 1997 og á næstu mánuðum tók umhverfi Grundartanga stakka- skiptum. Þar sem áður var bithagi fyrir hross varð í skyndingu vett- vangur gríðarlegra verklegra fram- kvæmda sem enn sér ekki fyrir end- ann á. Er enda um að ræða mestu fjárfestingar í íslenskum iðnaði í þrjá áratugi og á byggingartímanum höfðu um 500 manns með einum eða öðrum hætti atvinnu af uppbygg- ingu hins nýja álvers. Aðeins fjórtán mánuðum eftir að íyrstu jarðvinnuvélamar komu til Grundartanga hófst framleiðsla áls í fyrsta kerinu. Nú er framleiðslugeta Norðuráls 60.000 tonn á ári, en þeg- ar annar áfangi verður tekinn í notk- un næsta vor fer framleiðslugetan upp í 90.000 tonn. Líklegt má hins vegar telja að ekki verði látið staðar numið þar, því í febrúar 1996 sam- þykkti skipulagsstjóri ríkisins mat á umhverfisáhrifum vegna 180.000 tonna álvers. Engar ákvarðanir hafa þó verið Morgunblaðið/RAX Ragnar Guðmundsson og Tómas Sigurðsson hjá Norðuráli og Birgir Karlsson staðarverkfræðingur í nýja kerskálanum sem er óðum að taka á sig mynd. teknar um að hefja framkvæmdir við svo mikla stækkun - þriðja áfang- ann - en þó hafa forsvarsmenn Norðuráls formlega farið fram á við- ræður við Landsvirkjun, en Ijóst er að ef stækka á álverið upp í 180.000 tonn, mun Landsvirkjun ekki geta útvegað því raforku öðru vísi en að virkja meira. Störf auglýst strax eftir áramótin Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að fram- kvæmdir við stækkun álversins séu á áætlun og stefnt sé að því að auglýsa eftir starfsfólki upp úr ára- mótum. Starfsmenn álversins eru nú 170 talsins, en gert er ráð fyrir að ráða þurfi 50 til viðbótar vegna stækkunarinnar. „Við höfum reynt að ráða sem Morgunblaðið/RAX Um 150 manns vinna nú í álveri Norðuráls en 50 munu bætast við eftir áramót vegna stækkunar þess. Skaut fjarlægt úr keri í kerskáia. Skautfestingarnar má endurnýta í skautverksmiðjum. mest af starfsfólki héðan af Vestur- landi og það hefur gengið býsna vel. Eftir að reksturinn komst á fulla ferð hefur okkur haldist mjög vel á starfsfólki og það hefur skilað sér í auknum gæðum í framleiðslunni," segir Ragnar, en flestir starfsmenn fyrirtækisins vinna á tólf tíma vökt- um og hafa svo oft góð frí inni á milli. NorðuráJ bryddaði upp á ýmsum nýmælum í samningum sínum við starfsmenn, t.d. um greiðslur í sér- eignasjóði svo starfsmenn fari á eft- irlaun við 62 ára aldur og einnig ár- angurstengt launakerfi sem tekur beint mið af rekstrarafkomu fyrir- tækisins. , Atvinnusvæðið hér á Vesturlandi er um margt einstakt,“ segii- Tómas Sigurðsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs. „Svæðið tekur til nágrennisins hér í Hval- firði, en einnig Akraness, Borgar- ness og uppsveita Borgarfjarðar. A þessu svæði öllu er boðið upp á alls kyns störf, m.a. við stórt sjúkrahús, ýmsa skóla og þrjár stóriðjur, álver, járnblendi og sementsverksmiðju. Því er margt í boði og atvinnuleysi því sem næst óþekkt, ólíkt því sem var fyrir aðeins örfáum árum.“ Norðurál heldur uppi áætlunar- ferðum fyrir starfsmenn sína og ganga bílar milli íyrh’tækisins og Akraness og Borgarness. Þetta nýta starfsmenn sér óspart, enda um nokkra vegalengd að ræða og því er ekki ýkja algengt að starfsmenn komi á einkabílum til vinnu sinnar, helst að þeir geri það sem búa á höf- uðborgarsvæðinu. Hundrað manns starfa við byggingarframkvæmdir Framkvæmdir við stækkun ál- versins hófust um síðustu áramót og segir Birgir Karlsson staðaverk- fræðingur að nálega hundrað marms starfi að framkvæmdunum með ein- um eða öðrum hætti. Hann á von á að sú tala hækki nokkuð, jafnvel um nokkra tugi manna, þegar uppsetn- ing tækja og búnaðar. Istak hf. er stærsti verktakinn við byggingaframkvæmdimar, en einn- ig kemur Kjölur hf. að þeim fram- kvæmdum. Auk þess kemur fjöldi innlendra og erlendra aðila að upp- setningu búnaðar. „Við öðluðumst geysilega þekk- ingu á framkvæmdum sem þessum við gerð fyrsta áfangans og það nýt- ist okkur nú,“ segir Birgir og Ragn- ar bætir við: „Við fyrsta áfangann voru íslensku verkfræðingamir und- irverktakar erlendra fyrirtækja, en nú er framkvæmdin að mestu leyti í höndum íslenskra verkfræðinga og það fyrirkomulag hefur verið sam- þykkt af þeim fjármálastofnunum sem fjármagna verkið. Það segir okkur að eftir framkvæmdimai' stendur þekking sem er mjög verð- mæt í sjálfu sér og á væntanlega eft- ir að nýtast við stórframkvæmdir af þessu tagi um ókomin ár.“ Kostnaður við stækkun um sjö miiyarðar kr. Kostnaður við stækkun álversins nemur alls um sjö milljörðum króna, þar af er einn milljarður vegna byggingarframkvæmdanna. Unnið er að fleiri framkvæmdum á at- hafnasvæðinu á Grandartanga, þannig er vinna nú hafin við grann nýs vélaverkstæðis og nýtt húsnæði íyrir starfsmenn verður tekið í notk- un í næsta mánuði. Tómas bendir á að nú sé fram- leiðslan unnin í 120 kerjum og í hana fari árlega 120.000 tonn af súráli sem flutt er inn til landsins. „Þá era not- uð 30.000 tonn af rafskautum sem framleidd era í verksmiðjunni og notuð í frafgreiningu hlaðsins súráls. Við leggjum geysilega mikið upp úr markvissri umhverfisstefnu og vilj- um endui-vinna allt, hvort sem það er rykið sem hér fellur til eða stærri hlutir. Fyrirtæki eins og þetta verð- ur að taka umhverfismálin föstum tökum og það höfum við gert.“ „Uppbygging hér á svæðinu hefur verið gríðarlega mikil undanfarin ár og sér ekki fyrir endann á henni enn. Rekstur fyrirtækisins hefur farið vel af stað og frá því fyrirtækið komst í fullan gang í fyrravor hefur það ver- ið rekið með hagnaði. Það er mjög jákvæð niðurstaða miðað við 60.000 tonna framleiðslugetu og þá mögu- leika sem felast í stækkun álversins. Við eram því fullir bjartsýni,“ segir Ragnar Guðmundsson. Minnisvarði um starf St. Jósefssystra vlð Landakotskirkju Morgunblaðið/Golli Minnisvarðinn um starf Sankti Jdsefssystra er eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarmann. yið líknarstörf á Islandi í rúma öld Sankti Jósefssystur störfuðu að heilbrigð- ismálum á Islandi, stofnuðu þrjú sjúkra- hús og þrjá skóla. Alls komu hingað 140 syst- ur af ellefu þjóðernum, MINNISVARÐI um starf Sankti Jósefssystra á íslandi var afhjúpaður við Kristskirkju í Landakoti á sunnudag. Fyrstu syst- urnar komu hingað til lands árið 1896 og nú era aðeins þrjár eftir og ráðgera þær að halda héðan uppúr næstu áramótum. Menningarmálanefnd Reylyavík- ur hafði framkvæði að gerð minnis- varðans, meðal annars fyrir hvatn- ingu Guðrúnar Einarsdóttur, hjúkranarfræðings á Landakots- spítala, að því er Guðrún Jónsdóttir tjáði Morgunblaðinu en hún flutti ávarp við athöfnina á sunnudag. Nefndin naut einnig fjárhagsaðstoð- ar kristnihátíðamefndar og var ákveðið að leita til Steinunnar Þór- arinsdóttur myndlistarmanns um gerð minnisvarðans. Heitir hann „Köllun“ og á skildi við hann segir að hann sé reistur til minningar um kærleiksríkt starf St. Jósefssystra hérlendis. Verkið er mynd af konu, gert úr pottjámi og gleri og segir Steinunn grannhug- myndina þá að signingin, sem sé sterkt tákn í kaþólskunni, gangi gegnum verkið. Gler myndar kross sem nær í gegnum verkið og þannig getur sólin skinið gegnum glerið og minnt á þá birtu sem hún segir að hafi einkennt störf systranna. Einn- ig segist Steinunn hafa leitast við að hafa verkið hógvært og látlaust eins og störf þeirra hafi jafnan verið. Lyftu grettistaki Athöfnin fór fram að lokinni messu í dómkirkju Krists konungs, sem hlaut fyrr á árinu viðurkenning- arheitið basilíka, og meðal gesta vora forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sem flutti ávarp. Minntist hún starfs systranna og sagði borgina hafa verið talsvert öðravísi útlits er þær settust hér að og sagði þær hafa lyft grettistaki með þjónustu sinni í líknar- og heil- Allmargir gestir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðans við Landakotskirkju á sunnudaginn. brigðismálum með byggingu þriggja spítala hérlendis. Einnig vora viðstaddir kaþólskir biskupar á Norðurlöndunum sem héldu fund sinn hérlendis en þeir hittast að jafnaði tvisvar á ári svo og nokkrir fyrrverandi og núverandi starfs- menn Landakotsspítala. í samtali við Morgunblaðið sagði systir Emmanuelle að nú væra syst- umar aðeins þrjár eftir hér og byggju á Bárugötu. Síðustu árin hafa þær smám saman látið af störf- um fyrir aldurs sakir og nokkrar þehra hafa flutt til Danmerkur og búa nú á dvalarheimili við Strand- vejen í Kaupmannahöfn. Fjórar ís- lenskar konur gengu í regluna og störfuðu þær allar hérlendis hluta af ferli sínum. Vonast eftir endurnýjun Systir Ansgarína, sem veitir reglu St. Jósefssystra í Danmörku for- stöðu og afhjúpaði minnisvarðann, var spurð hvemig gengi að fá konur til liðs við regluna í dag. „Við vonumst alltaf til að fá nýjar systur og höfum ekki gefið upp þá von að einhveijar finni sig knúnar til að taka að sér þessa köllun,“ segir hún en segir að í bili sé starfi St. Jós- efssystra á íslandi lokið og framtíðin verði að leiða í Ijós hvort þær geti snúið aftur hingað einn góðan veður- dag. „Hópurinn er að eldast og við bú- um við gott atlæti á dvalarheimilinu í Kaupmannahöfn,“ segir systir Ansgarína en þær era nú um 100 sem tilheyra reglunni í Danmörku. Undir hennar svæði falla ísland, Svíþjóð, þar sem enn starfa fimm systur, og Þýskaland, en þar era þær sex, og í þessum löndum starfa þær einkum við rekstur barnaheim- ila og skóla. Systir Ansgarína segir regluna vilja styðja konur sem vilja helga sig kærleiksþjónustu og hafa þörf fyrir að vinna með konum að andlegum málefnum og leita eftir þeim verðmætum sem trúin og sam- félagið við Guð og aðrar systur geti gefið. Sankti Jósefsreglan var stofnuð í Frakklandi árið 1650 til að starfa að samfélagsþjónustu út á við. Systir Ansgarína segir að það hafi í fyrst- unni verið í óþökk kaþólsku kirkj- unnar því nunnur störfuðu þá aðeins í lokuðum klaustram en ekki úti meðal fólks. Reglan hafi þó fengið viðurkenningu kirkjunnar eftir tvo til þrjá áratugi. Voru alls um 140 í bókinni St. Jósefssystur á ís- landi 1896-1996 eftir Óláf H. Torfa- son kemur fram að flestar hafi syst- umar verið hérlendis um 50 talsins og að alls hafi um 140 konur úr reglunni starfað hér. Þær voru -áW ellefu þjóðemum og öðluðust 34 þeirra íslenskan ríkisborgararétt. „Margar systranna vörðu nær allri starfsævi sinni á íslandi. Þær skiluðu alls um 2.300 mannáram í sjálfboðavinnu fyrir íslenska þjóð,“ segir m.a. í bókinni en hún er enn fá- anleg í bóksölu kaþólsku kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.