Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ
74 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
Ásgeir og Erlingur
taha áskoruninni!
Fylgist með á næstu mánuðum og sjáið þá umbreytast!
Naf n: Ásgeir Ólafsson Nafn: Erling Ágústsson
,Starf : Sölustjóri Starf : Markaðsráðgjafi
>yngd : 93 kg. Þyngd : 76 kg.
Hæö: 183 cm. Hæð: 172 cm.
Ásgeir ÓLafsson og Erling Ágústsson hafa ákveðið að snúa
vió blaðinu og taka áskorun ADONIS og PUMA.
Á næstu 3 mánuðum mun ADONIS aðstoða þá við að breyta
um LífstíL, grenna sig og bæta á sig vöðvamassa.
Hjátpaðu okkur að styðja við bakið á drengjunum
með því að halda allrí óhollustu frá þeim!
mm
JUÚJIUMLM
ADOnic,
<0
Salatbarinn hjá Elka
VGRSLUN MGÐ
FPEÐUOÓTflRGFNX
Kringlunni - www.adonis.is
FÓLK í FRÉTTUM
Kvikmyndin Englar alheimsins fær verðlaun á kvikmyndahátíð í Hollandi
Sætur s
á Schr
ÍSLENSKAR MYNDIR gera það
ekki endasleppt á erlendum kvik-
myndahátíðum um þessar mundir.
Strax í kjölfar góðs gengis á kvik-
myndahátíðinni í Toronto fór Friðrik
Þór Friðriksson með mynd sína
Engla alheimsins á kvikmyndahátíð-
ina Film By The Sea í Hollandi þar
sem myndin var tilnefnd til verð-
launa sem besta myndin byggð á
bókmenntaverki. Alls 12 myndir
voru tilnefndar í flokki þessum og
því er skemmst frá að segja að Engl-
arnir var valin sú besta í þeim hópi.
Friðrik Þór veitti verðlaununum við-
töku en þau voru 10 þúsund evrur
eða 720 þúsund krónur. Það sem ger-
ir heiður þennan hvað markverða-
stan eru þær myndir sem Englar Al-
heimsins skaut ref fyrir rass. Þar
voru á meðal allstórar myndir á borð
við myndgerð Mary Harron af um-
deildri metsölubók Brett Easton
Ellis American Psycho, Affliction
sem hinn margrómaði handritshöf-
undur og leikstjóri Paul Schrader
gerði eftir sögu Russell Banks en
fyrir leik sinn í henni fékk James
gamli Cobum Óskarsverðlaunin fyrr
á árinu, nýjast mynd Terrence Da-
vies The House Of Mirth eftir bók
Edith Wharton með þeim Gillian
Hollendingar hrifust af Ingvari og Englunum.
Anderson og Dan Aykroyd í aðal-
hlutverkum og Up At The Villa eftir
sögu Somerset Maugham í leikstjórn
Philips Haas, með þeim Sean Penn
og Kristin Scott Thomas. Friðrik
Þór segist að vonum ánægður með
útnefninguna, ekki síst með að hafa
unnið nauman sigur á jaxlinn
Schrader: „í umsögn dómnefndar
kom fram að myndir okkar tveggja
stæðu uppúr en þar sem gera þurfti
upp á milli þeirra þá hefði Englar al-
heimsins á endanum staðið með
pálmann í höndunum.“ Friðrik segir
Schrader karlinn ekkert hafa tekið
þeim lyktum allt of drengilega -
hann hefði strax í kjölfarið yfirgefið
hátíðina í fússi og skráð sig út af hót-
eli sínu: „Það er gaman að hafa unnið
mann sem er ein af ástæðunum fyrir
því að maður fór út í þennan bransa.
Eg ætla þó að vona að hann fari ekk-
ert að erfa ósigurinn við mann.“
Friðrik Þór segist reyndar ekki hafa
mikla trú á því „þar sem vel fór á
með okkur áður en til bráðabanans
blóðuga kom.“ Englar alheimsins
verður tekin til almennra sýninga í
Hollandi í desember.
Næsta hátíð Englanna verður í
Riga og segir Friðrik Þór að sú sé
með allsérstæðu sniði: „Þeir tína til
nokkrar af frambærilegustu mynd-
um hátíðarinnar í einn hatt og veiða
síðan upp úr sigurmyndina. Ég kann
vel að meta slíkan húmor.“
Lestur er undirstaða...
hih^ Allra starfa í nútima þjóðfélagi. Því betrl sem þú ert í lestri, þeim mun
betri möguleika hefur þú á að ná góðum árangri í starfi.
Alls náms. Því betri sem þú ert í lestri, þeim mun betri möguleika hefur
þú á að ná góðum árangri í námi.
Hafðu undirstöðuna í lagi. Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði
fjórfaldast að jafnaði og eftirtekt batnar.
Næsta námskeið hefst 26. september. Við ábyrgjumst árangur.
Sími 565 9500
HRAÐLESTRARSKÖLINN
www.hradlestrarskolinn.is
mbl.is og Síminn-GSM efna til spennandi
getraunaleiks á Formúla-1 vef mbl.is.
Með þátttöku átt þú möguleika á að
vinna GSM-síma frá Símanum-GSM
Skjóttu\^i úrsWtin
FORMÚLAN Á
SfMINN-GSM
£RBA SKRIF8 rOFA^^m
REYKJA VIKUR
mbl.is
MYNDBOND
Samúræi
nútímans
Vofan: Leið Samúræjans
(Ghost Dog: The Way ofthe
Samurai)
Spennuniynd
★★%
Leikstjórn og handrit:
Jim Jarmusch. Aðalhlutverk:
Forest Whitaker, John Tormey.
(111 mín.) Bandaríkin/Þýskaland/
Frakkland, 1999. Bergvík.
Bönnuð innan 16 ára.
NÝJASTA kvikmynd bandaríska
jaðarleikstjórans Jim Jarmusch er
nýstárlegur samhræringur ólíkra
kvikmyndahefða. Myndin fjallar um
leigumorðingja sem kallar sig Vof-
una og býr í dúfna-
kofa uppi á húsþaki
í svertingjahverfi í
New York. Hann er
einrænn og fáskipt-
inn og hefur helgað
sig lífsspeki Sam-
úræjans. En hvað
gerist þegar lífs-
gildi þessarar alda-
gömlu hefðar eru
heimfærð á harða lífsbaráttuna í
glæpahverfum stórborgarinnar?
Mafíuforingi sem bjargaði eitt sinn
lífi Vofunnar verður meistarinn sem
Vofan þjónar skilyrðislaust og er
reiðubúinn að deyja fyrir. Jarmusch
tekst að blanda skemmtilega saman
þráðum úr samúræjahefðinni,
glæponahefðinni og loks gamanhefð-
inni og láta heildarmyndina ganga
ágætlega upp. Líkt og mörg verk
Jarmush er þetta einnig mynd um
stórborgina og ólík menningaráhrif.
Besti vinur Vofunnar er t.d. franskur
íssali sem talar ekki stakt orð í
ensku. Þá birtist mafían sem sam-
safn hálfgerðra karlskrögga sem til-
heyra deyjandi hefð, líkt og samúr-
æinn. Whitaker stendur eins og
klettur í miðju þessa hrærigrauts og
veldur ábyrgðarhlutverki sínu sem
þungamiðja kvikmyndarinnar alger-
lega áreynslulaust. Þetta er áhuga-
verð mynd sem þó lætur dálítið und-
an síga í lokin.
Heiða Jóhannsdóttir