Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 11 FRÉTTIR Umhverfísmat á stórframkvæmd- um oft unnið undir þrýstingi Skipulagsstofnun og Nordregio, norræna skipulags- og byggðamálastofnunin, stóðu fyrir málþingi í gær þar sem rætt var um mat á umhverfisáhrifum stórframkvæmda. INNAN vébanda Nordregio er starfrækt net um mat á umhverfis- áhrifum sem er vettvangur skoð- anaskipta og rannsókna á um- hverfismati sem öll Norðurlöndin eiga aðild að. Hólmfríður Bjarna- dóttir skipulagsfræðingur er annar tveggja starfsmenna netsins og segir hún málþinginu m.a. vera ætlað að skapa umræðu um mat á umhverfisáhrifum. „Okkur fannst tilvalið að halda það hér á landi vegna þess að hér hefur verið mikil umræða um um- hverfrsmat. Það getur líka verið mjög gott fyrir Islendinga að víkka út umræðuna, þannig að hún einskorðist ekki eingöngu við Is- land. Við getum lært mikið af hinum Norðurlöndunum, auk þess sem írski fyrirlesarinn, Conor Skehan, gefur okkur aðra sýn á málin.“ Hólmfríður segir að á málþingi sem haldið var sl. janúar hafi verið tekin sú ákvörðun að taka fyrir eina stórframkvæmd í hverju Norðurland- anna fyrir sig og rannsaka hvernig um- hverfismat hefði verið framkvæmt í tengslum við framkvæmdina. „Það er enn það stutt síðari lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett að segja má að vissir byrjunarörðug- leikar einkenni matið en öll Norðurlöndin voru komin með lög um umhverfismat árið 1993.“ Að sögn Hólmfríðar verður unnið upp úr skýrslunum sem kynntar voru á ráðstefnunni og niðurstöðurnar gefnar út þannig að unnt verði fyr- ir sem flesta að draga lærdóm af því sem farið hefur úrskeiðis í umhverf- ismati og hvað hafi verið vel gert. „í fljótu bragði sýnist mér að það sem einkennir um- hverfismat á þeim stórframkvæmdum sem fjallað er um að þær eru undir tíma- pressu og pólitískum þrýstingi sem getur leitt til þess að um- hverfismatið er ekki nægilega vel gert. Það bendir líka margt til þess að kerfið sem unnið er eftir þegar umhverfismat er fram- kvæmt sé ekki hannað fyrir stórar framkvæmdir.“ Hólmfríður Bjarnadóttir Gafst ekki tími til að spyrja réttu spurninganna „ÞAÐ er ljóst að í gegnum allt ferlið var mikill þrýsting- ur á að fá þær niður- stöður sem stjóm- málamenn vildu fá,“ segir Morten Sten- stadsvold í samtali við Morgunblaðið. Morten annaðist rannsókn á mati á umhverfisáhrifum sem gert var vegna framkvæmda við Gardemoen-flug- völlinn í nágrenni Óslóar sem mjög hefur verið umdeild- ur síðan hann var tekinn í notkun. Morten bendir á að flugvöllur- inn hafí verið svo ótifilega viða- mikil framkvæmd, kostnaðurinn við verkefnið 20 milljai'ðar norskra króna og mikill pólitískm- þrýst- ingur af hálfu stjómarflokka á að ljúka því. Þess vegna hafi tíma- rammi umhverfismatsins verið mjög stífur með þeim afleiðingum að það var ekki nægilega vel gert. „Það gafst hreinlega ekki tími til að spyrja réttu spuminganna," segir hann. I niðurstöðum Mortens segir að mat á umhverfisáhrifum Garde- moen-flugvallarins sé dæmi um þegar kerfið sem unnið er eftir við umhverfis- mat springur. Samsetn- ing pólitísks þrýstings, tíma, kostnaðar og um- fangs framkvæmdanna hafi einfaldlega gert það að verkum að um- hverfismatið virkaði ekki sem skyldi. „Ef umhverfismat- inu hefði verið gefinn lengri tími þá gæti mjög vel verið að það hefði haft miklu meiri áhrif á endanlegu framkvæmdina," segir Morten. Hann vill þó ekki halda fram að af- leiðingin hefði getað orðið sú að hann hefði ekki verið byggður. j.Hann hefði kannski verið byggð- ui' þannig að færri vandamál hefðu fylgt honum.“ Morten segir að það sé hins vegar mikilvægt að muna að umhverfismat sé liður í að opna stjórnkerfið og gera það lýðræðis- legra með því að bjóða fólki að gera athugasemdir við skipulag. „Lýðræðið er tímafrekt í fram- kvæmd og það gafst t.d. ekki tími til að fara nægilega vel yfir þær ábendingar sem bárust, þannig að frá sjónarhomi lýðræðisins var umhverfismatið í þessu tilfelli ekki nægilega gott,“ segir Morten. Morten Stenstadvold Allar fram- kvæmdir hafa áhrif á umhverfið AÐ mati Conors Skehans, sem vinnur hjá írsku miðstöðinni um framkvæmd um- hverfismats, má ekki oftúlka erfið- leikana sem spruttu upp í kringum Garde- moe-flugvöllinn. „Það verður að hafa í huga að þetta var svo ótrú- lega stór fram- kvæmd og auðvit- að var margt sem Conor gekk upp.“ Conor Skehan hefur mikla reynslú af umhverfismati sem hann hefur sinnt í mörg ár. Hann segir ísland og Irland e.t.v að mörgu leyti vera í svip- aðri stöðu að því leyti að efna- hagur ríkjanna tveggja hafi eflst svo mikið á undanförnum árum og því sé sú hætta fyrir hendi á báðum stöðum að fram- kvæmt sé áður en hlutirnir hafi verið hugsaðir til enda. „Við höfum verið að reisa risastórar verksmiðjur í Irlandi undanfar- in ár þar sem tölvukubbar eru framleiddir. Vegna þess hve hraðinn í tölvuiðnaðinum er mikill hefur orðið að hafa snör handtök, þ.ám. í um- hverfismati," segir Conor. Hann segir að enn sem komið er hafi ekki gerst umhverfis- legt stórslys þrátt fyr- ir mikla uppbyggingu. „Við leysum þetta að- eins öðruvísi í Irlandi en mér sýnist að sé gert á Norðurlöndum. Við tökum hverja framkvæmd fyrir sig og skoðum hana út frá sínum forsendum. A Norðurlöndum virðist mér sem unnið sé eft- ir fyrirfram gefnu kerfi.“ Conor segir að báðar að- ferðir hafi sína kosti og galla en það verði hins vegar að hafa í huga hvað sé tilgangurinn með umhverfismati. „Umhverfismat er tæki til að ákveða kosti og galla fram- kvæmda. Við verðum að líta á framkæmdirnar og hvaða fórnir fylgja þeim og svo sjá hvort að það er þess virði að ráðast í þær. Það versta er þegar fólk held- ur því fram að hægt sé að ráð- ast í einhverjar framkvæmdir án þess að þær hafi áhrif á um- hverfið." Fóðurverksmiðja starfrækt í Landeyjum Kornbændur leggja um- framfram- leiðsluna inn ÍSLENSKT korn er þurrkað í verksmiðju Akrafóðurs ehf. í Austur-Landeyjum og fóðurverksmiðjan Fóðurkorn ehf. sem er í sama húsnæði notar kornið í kúafóður- blöndur. Kornbændur í Landeyjum stofnuðu Akrafóður til að þurrka eigið korn og settu siðan á fót fóðurverksmiðjuna í sam- vinnu við Arndísi Pétursdóttur og fleiri aðila. Akrafóður þurrkar fóðrið fyrir kornbændur sem flestir taka það heim, valsa það og búa til úr því kjarnfóður til að gefa eigin kúm. Kornbændur leggja Morgunblaðið/Helgi Bjarnason íslenskt korn er notað í kjarnfóðurblöndur hjá Fóður- korni ehf. í Landeyjum. Hér er Halldór Óskarsson, starfsmaður Akrafóðurs, að vinna með bygg sem er tilbúið til blöndunar. umframframleiðsluna inn í Fóðurkorn ehf. og sumir leggja alla framleiðsluna inn og taka út fóðurblöndur á móti. íslenska kornið notað með Guðjón Halldórsson verksmiðjustjóri hjá Fóðurkorni segir að fyrirtækið flytji inn hráefnin en noti íslenska kornið með því það dugi ekki til að halda verksmiðjunni gangandi allt árið. Fóðurkorn er lítið fyrirtæki á hörðum markaði. Guðjón segir að smæð verk- smiðjunnar skapi henni sérstöðu, hún geti lagað sig að þörfum hvers og eins, nánast blandað fóðrið eftir. óskum hvers og eins bónda. Flestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru í Rangárvallasýslu en einnig nokkrir í Árnessýslu. Þá segir Guðjón að búrekstr- ardeild KÁ kaupi töluvert fóður. Kornuppskera hefur verið yfir meðallagi á Suðurlandi undanfarin ár og er ljóst að svo verður einnig í haust. Er því töluvert að gera í þurrkuninni hjá Akrafóðri um þessar mundir. Blaðamannafélagið ritar bréf vegna heimsóknar Li Peng Kallar eftir svörum frá lögreglu og Alþingi BLAÐAMANNAFÉLAG íslands hefur sent bréf til lögreglustjórans í Reykjavík og forsætisnefndar Al- þingis þar sem óskað er eftir skýr- ingum á ýmsu því sem kom upp á í samskiptum fjölmiðla og lögreglu í tengslum við heimsókn Li Pengs, forseta kínverska þjóðþingsins, ný- lega. í bréfunum, sem birt eru á heimasíðu Blaðamannafélagsins, er jafnframt farið fram á að beðist verði afsökunar á þeirri framkomu sem einstakir fjölmiðlamenn urðu að þola. í bréfinu til lögreglustjórans er m.a. spurt hvaða heimildir lögreglan teldi sig hafa til að hindra myndatök- ur og hljóðupptökur með þeim hætti, sem gert var annars vegar við Gyðu- fell og hins vegar á Nesjavöllum, þar sem fréttamenn Stöðvar 2 áttu í hlut. Einnig hvort lögreglan telji fullt til- efni hafa verið til þess að láta hendur skipta með þeim hætti sem átti sér stað við Gyðufell, þar sem lögreglu- menn lögðu hendur á bæði frétta- og myndatökumann Stöðvar 2, og á Nesjavöllum, þar sem beinlínis hafi verið ráðist að fréttamanninum. Þá er spurt að hve miklu leyti starfsmenn Alþingis beri ábyrgð á fyrrgreindum aðgerðum lögreglunn- ar og hvort þeir hafi gefið lögreglu fyrirskipanir um að láta til skarar skríða gegn fréttamönnum. Spurt um afskipti Alþingis í bréfinu til Alþingis er m.a. spurt hvers vegna lögreglan hafi mismun- að fjölmiðlum, erlendum og innlend- um, og veitt sumum greiðari aðgang að dagskráratriðum varðandi heim- sókn kínverska þingforsetans en öðrum. Spurt er hvort það hafi verið gert samkvæmt fyrirmælum starfs- manna Alþingis eða ef til vill gest- anna og að hve miklu leyti starfs- menn Alþingis beri ábyrgð á aðgerðum lögreglunnar. Einnig er spurt hvort Alþingi hafi tekið það upp hjá sjálfu sér að synja blaða- og fréttamönnum um viðtöl við hinn erlenda gest - eða hvaða skýring liggi að baki því að fjölmiðlar fengu upplýsingar um það hjá Al- þingi að Li Peng hvorki veitti viðtöl né efndi til blaðamannafundar en kínverska sendiráðið segi hins vegar að engar beiðnir hafi borist um viðtal við Li Peng. Samfylkingin á Austurlandi Vilja fjarlægja olíu úr E1 Grillo AÐALFUNDUR Samfylking- arinnar á Austurlandi, sem haldinn var á laugardag, átelur það ábyrgðarleysi í umhverfis- málum sem stjórnvöld hafa sýnt varðandi olíumengun á Seyðisfirði úr flaki E1 Grillo. Segir í ályktun fundarins að fyrir liggi að mengun vegna olí- unnar úr flakinu geti stóraukist og að þær litlu aðgerðir sem stjórnvöld hafi þegar gripið til hafi hvergi dugað. „Fundurinn skorar á stjórnvöld að þau hefji nú þegar undirbúning að að- gerðum til að fjarlægja alla olíu úr skipsflakinu og veiti til þess nægt fé.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.