Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN List - Áhersla verður m.a lögð á tölvunámskeið sem tengjast myndvinnslu á öðru starfsári Opna listaháskólans. María Hrönn Gunnarsdóttir hitti Sólveigu Eggertsdóttur að máli og varð margs vísari um þennan nýja ✓ skóla, sem rekinn er innan vébanda Listaháskóla Islands. N ámskeið sem kveikj a nýj ar hug- myndir • Endurmenntunarnámskeið fyrir listamenn auk ýmissa nám- skeiða fyrir áhugafólk • Hlutverk skólans er að auka þekkingu og skilning áhugafólks og listamanna á samtímalist Morgunblaðið/Ásdís „Opni listaháskólinn er ákjósanlegur vettvangur fyrir fræðslustarf á sviði lista,“ segir Sólveig Eggertsdóttir. Morgunblaðið/Ásdls Grafíkmynd verður til í Opna listaháskólanum. NÁMSKEIÐ í leiklist, ann- ars vegar ætluð leikurum til endurmenntunar og hins vegar sniðin að þörfum al- mennings eru meðal nýjunga sem boðið er upp á í vetur hjá Opna listaháskólanum. Skóhnn er rek- inn innan vébanda Listaháskóla Islands og er markmiðið að gefa áhugafólki og listamönnum tæki- færi til þjálfunar og fræðslu í list- sköpun. „Nútímalist tekur svo örum framförum, m.a. vegna tæknifram- fara, að erfítt getur reynst fyrir áhugafólk að fylgjast með. Eitt af hlutverkum okkar er að halda námskeið og fyrirlestra til að auka þekkingu á listum samtímans meðal listamanna og áhugafólks," segir Sólveig „Til að það megi tak- ast verður starf Opna listaháskól- ans að sjálfsögðu að vera fjöl- breytilegt. Við leggjum mikla áherslu á að vera með áhugaverð og metnaðarfull námskeið þannig að fólk fari héðan ánægt,“ segir hún og bætir við að þess sé gætt að þátttakendur séu hæfilega margir á námskeiðunum til að hver og einn fái notið sín. í vetur verður boðið upp á rúm; lega 30 námskeið hjá skólanum. I boði eru endurmenntunarnám- skeið fyrir myndlistarmenn, hönn- uði, myndlistarkennara, leikara og annað leikhúsfólk. Einnig er boðið upp á námskeið fyrir áhugafólk um listir. Ýmiskonar tölvunámskeið „Opni listaháskólinn er ákjósan- legur vettvangur fyrir öflugt og framsækið fræðslustarf á sviði lista,“ segir Sólveig. „Við leggjum áherslu á að nýta þá sérstöðu sem skólinn hefur bæði hvað varðar aðstöðu og kennara." Kennarar á námskeiðum skóþans starfa flestir við Listaháskóla íslands. „Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með framboð á námskeiðum og leitað eftir hugmyndum m.a. frá fagfélögum listamanna. I vetur leggjum við sérstaka áherslu á tölvunámskeið sem tengjast myndvinnslu. Auðvitað er það eft- irspumin sem á að ráða framboði námskeiða," segir Sólveig. Fyrsta starfsár Opna listahá- skólans var í fyrra. „Þótt það taki tíma að kynna sig gekk nám- skeiðahald okkar mjög vel í fyrra- vetur og þörfín var augljós frá byrjun. I vetur höfum við reynt að bregðast við þeirri þörf fyrir nám- skeið af þessu tagi sem við fund- um í fyrra með því að auka enn framboð og fjölbreytni námskeið- anna hjá okkur. Við höfum sér- stöðu á þessu sviði og eram komin til að vera,“ segir Sólveig. Auk námskeiðanna eru fyiúr- lestrar af ýmsu tagi skipulagðir hjá Opna hstaháskólanum og Listaháskóla Islands. Fyrirlestr- amir, sem eru öllum opnir, eru haldnir tvisvar í viku, á mánudög- um kl. 15 og miðvikudögum kl. 12.45. Einnig er það á döfinni að halda tvo fyrirlestra um lífsstarf Harðar Ágústssonar, íyrrverandi skólastjóra Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands og ætlar hann sjálfur að taka þátt í umræðum. Sólveig segist vonast til að í framtíðinni muni fagfélög í aukn- um mæli taka þátt í námskostnaði þátttakenda og að stjómendur fyrirtækja gefi starfsfólki kost á að sækja hin fjölbreyttu námskeið skólans. „Við höfum séð að undan- fömu að fyrirtæki hafa áhuga á að taka þátt í að greiða götu menn- ingar og því þá ekki að gera það með því að bjóða starfsfólki að sækja námskeið af þessu tagi. Námskeið í listsköpun kveikja ör- ugglega nýjar hugmyndir og þjóð- félagið þarf sífellt á nýjum hug- myndum að halda á öllum sviðum," segir Sólveig. Friðar- mínútan í dag í DAG, 19. september, er í nafni Sameinuðu þjóðanna alþjóðadagur friðar. Mælst hefur verið til þess víða um heim að þess verði minnst í grunnskólum með einnar minútu íhugun um betri heim. Tillaga hefur verið gerð um að haga athöfninni á eftirfarandi hátt: Klukkan 12 á hádegi kunngerir val- inn ncmandi f bekknum cða kcnnari: „Við munum núna / nafni Sameinuðu þjóðanna leggja okkar af mörkuni á friðardegi aldamótanna, með þvf að sjá fagra veröld í hljóðri mfnútu; heim frið- ar og sældar öllum til handa.“ Þegar mfnútan er liðin munum við segja saman orðin: „Megi friður rfkja á jörðinni." Nýjar bækur • Ut er komin hjá MáU og menn- ingu kennslubókin Félagsfræði 2 - kenningar og samfélag sem er skrifuð fyrir annan áfanga í félags- fræði í framhaldsskólum. Höfundur bókarinnar, Garðar Gfslason fé- lagsfræðingur og menntaskóla- kennari. Bókin skiptist í sjö kafla: Félags- fræði, sjónarhom og aðferðir, Fé- lagsfræðilegar kenningar, Sam- skipti, Frávik og afbrot, Félagsleg lagskipting, Fjölmiðlar og kynhlut- verk. í lok hvers kafla er samantekt efnisins, listi yfir helstu hugtök, fjöl- breytt verkefni og spurningar og skrá yfir ýmsar vefslóðir sem tengj- ast efninu. Bókin er440 bls., prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápugerði Krístín Ragna Gunnarsdóttir. Jean- Pierre Biard útbjó kort í bókina og auglýsingastofan Næst hannaði töEur.yerð bókarinnar er4.490 kr. • Út er komin hjá Máli og menn- ingu kennslubókin Landafræði - maðurinn, auðlindirnar og um- hverfið eftir Peter Östman (aðal- höf.), Olof Barrefors, Kalju Luks- epp, Lenu Molin og Sture Öberg. Bókin er ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi. Jónas Helga- son, kennari við Menntaskólann á Akureyri, þýddi og staðfærði bók- ina. Bókin skiptist í tólf kafla. Fjallað er m.a. um kortagerð, lýðfræði, berggrann jarðar, vatnsbúskap, loftslag, gróðurfar, landbúnað, þétt- býlisskipulag og þróunarlönd. Lýst er hvemig ólík svæði heims era háð hvert öðru í viðskiptum, samgöng- um og öðrum samskiptum. í rasta- greinum era tekin fyrir sérstök málefni og tekin dæmi til að skýra efnið frekar. Margar ljósmyndir, kort, töflur og skýringarmyndii- era í bókinni. Við lok hvers kafla er um- fjöllunum íslenska hlið viðkomandi efnis. Ásamt Jónasi Helgasyni skrifuðu um íslensk efni sérfræð- ingarnir: Áshildur Linnet, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Edward Huijb- ens, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafs- dótth-, Helgi Torfason, Karl Bene- diktsson, Matthildur Elmarsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Öm Sig- urðsson. Fyrirhugað að setja upp verkefnabanka í tengslum við bók- ina á vefslóð Máls og menningar, www.malogmenning.is. Bókin er373 bls., prentvinnsla varíprentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Verð bókarinnar er 4.990 kr. Evrópustyrkur til að þróa ferðaþjónustu í dreifbýli RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskéla íslands og Rit ehf. hafa undirritað samstarfs- samning við Evrópusamband- ið. Verkefnið sem hefst nú í haust nefnist VMART og snýst það um markaðssetn- ingu og þróun á ferðaþjón- ustu í dreifbýli á evrópskum grundvelli. Verkefnið er undir islenskri verkefnastjórn og verður að stórum hluta unnið á íslandi. Auk fslenskra þátttakenda taka þátt í verkefninu aðilar frá Finnlandi, Englandi, Lithá- en, Spáni og Þýskalandi. Ráðgert er að verkefnið taki tvö ár og kosti um 80 milljónir króna. Þar af greiðir Evrópu- sambandið um 54 miljónir. Styrkurinn kemur frá Upp- lýsingatækniáætlun Evrópu- sambandsins. Áætlunin er ein fjögurra þemaáætlana innan fimmtu rammaáætlunar ESB, seni kveður á um forgangs- verkefni er varða rannsóknir og tækniþróun í Evrópu. fsland er fullgildur aðili að áætluninni. Hluti verkefnisins verður að búa til evrópskt fyrirtæki - VMART - sem verður á íslandi en með starfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Fyrirtækið mun þjóna ferða- þjónustu í dreifbýli með tölvu- tengdum lausnum sem eiga að stækka og styrkja markaðinn fyrir þessa tegund ferðaþjón- ustu. Eitt grundvallaratriði í rekstrinum er að miklar gæða- kröfur verða gerðar til þeirra upplýsinga, sem kerfið hefur að geyma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.