Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
List - Áhersla verður m.a lögð á tölvunámskeið sem tengjast myndvinnslu á öðru starfsári Opna listaháskólans.
María Hrönn Gunnarsdóttir hitti Sólveigu Eggertsdóttur að máli og varð margs vísari um þennan nýja
✓
skóla, sem rekinn er innan vébanda Listaháskóla Islands.
N ámskeið
sem kveikj a
nýj ar hug-
myndir
• Endurmenntunarnámskeið fyrir
listamenn auk ýmissa nám-
skeiða fyrir áhugafólk
• Hlutverk skólans er að auka
þekkingu og skilning áhugafólks
og listamanna á samtímalist
Morgunblaðið/Ásdís
„Opni listaháskólinn er ákjósanlegur vettvangur fyrir fræðslustarf á sviði lista,“ segir Sólveig Eggertsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdls
Grafíkmynd verður til í Opna listaháskólanum.
NÁMSKEIÐ í leiklist, ann-
ars vegar ætluð leikurum
til endurmenntunar og
hins vegar sniðin að þörfum al-
mennings eru meðal nýjunga sem
boðið er upp á í vetur hjá Opna
listaháskólanum. Skóhnn er rek-
inn innan vébanda Listaháskóla
Islands og er markmiðið að gefa
áhugafólki og listamönnum tæki-
færi til þjálfunar og fræðslu í list-
sköpun.
„Nútímalist tekur svo örum
framförum, m.a. vegna tæknifram-
fara, að erfítt getur reynst fyrir
áhugafólk að fylgjast með. Eitt af
hlutverkum okkar er að halda
námskeið og fyrirlestra til að auka
þekkingu á listum samtímans
meðal listamanna og áhugafólks,"
segir Sólveig „Til að það megi tak-
ast verður starf Opna listaháskól-
ans að sjálfsögðu að vera fjöl-
breytilegt. Við leggjum mikla
áherslu á að vera með áhugaverð
og metnaðarfull námskeið þannig
að fólk fari héðan ánægt,“ segir
hún og bætir við að þess sé gætt
að þátttakendur séu hæfilega
margir á námskeiðunum til að
hver og einn fái notið sín.
í vetur verður boðið upp á rúm;
lega 30 námskeið hjá skólanum. I
boði eru endurmenntunarnám-
skeið fyrir myndlistarmenn, hönn-
uði, myndlistarkennara, leikara og
annað leikhúsfólk. Einnig er boðið
upp á námskeið fyrir áhugafólk
um listir.
Ýmiskonar tölvunámskeið
„Opni listaháskólinn er ákjósan-
legur vettvangur fyrir öflugt og
framsækið fræðslustarf á sviði
lista,“ segir Sólveig. „Við leggjum
áherslu á að nýta þá sérstöðu sem
skólinn hefur bæði hvað varðar
aðstöðu og kennara." Kennarar á
námskeiðum skóþans starfa flestir
við Listaháskóla íslands.
„Við höfum verið að þreifa fyrir
okkur með framboð á námskeiðum
og leitað eftir hugmyndum m.a.
frá fagfélögum listamanna. I vetur
leggjum við sérstaka áherslu á
tölvunámskeið sem tengjast
myndvinnslu. Auðvitað er það eft-
irspumin sem á að ráða framboði
námskeiða," segir Sólveig.
Fyrsta starfsár Opna listahá-
skólans var í fyrra. „Þótt það taki
tíma að kynna sig gekk nám-
skeiðahald okkar mjög vel í fyrra-
vetur og þörfín var augljós frá
byrjun. I vetur höfum við reynt að
bregðast við þeirri þörf fyrir nám-
skeið af þessu tagi sem við fund-
um í fyrra með því að auka enn
framboð og fjölbreytni námskeið-
anna hjá okkur. Við höfum sér-
stöðu á þessu sviði og eram komin
til að vera,“ segir Sólveig.
Auk námskeiðanna eru fyiúr-
lestrar af ýmsu tagi skipulagðir
hjá Opna hstaháskólanum og
Listaháskóla Islands. Fyrirlestr-
amir, sem eru öllum opnir, eru
haldnir tvisvar í viku, á mánudög-
um kl. 15 og miðvikudögum kl.
12.45. Einnig er það á döfinni að
halda tvo fyrirlestra um lífsstarf
Harðar Ágústssonar, íyrrverandi
skólastjóra Myndlistar- og hand-
íðaskóla íslands og ætlar hann
sjálfur að taka þátt í umræðum.
Sólveig segist vonast til að í
framtíðinni muni fagfélög í aukn-
um mæli taka þátt í námskostnaði
þátttakenda og að stjómendur
fyrirtækja gefi starfsfólki kost á
að sækja hin fjölbreyttu námskeið
skólans. „Við höfum séð að undan-
fömu að fyrirtæki hafa áhuga á að
taka þátt í að greiða götu menn-
ingar og því þá ekki að gera það
með því að bjóða starfsfólki að
sækja námskeið af þessu tagi.
Námskeið í listsköpun kveikja ör-
ugglega nýjar hugmyndir og þjóð-
félagið þarf sífellt á nýjum hug-
myndum að halda á öllum
sviðum," segir Sólveig.
Friðar-
mínútan
í dag
í DAG, 19. september, er í
nafni Sameinuðu þjóðanna
alþjóðadagur friðar. Mælst
hefur verið til þess víða um
heim að þess verði minnst í
grunnskólum með einnar
minútu íhugun um betri
heim.
Tillaga hefur verið gerð
um að haga athöfninni á
eftirfarandi hátt: Klukkan
12 á hádegi kunngerir val-
inn ncmandi f bekknum cða
kcnnari: „Við munum núna
/ nafni Sameinuðu þjóðanna
leggja okkar af mörkuni á
friðardegi aldamótanna,
með þvf að sjá fagra veröld
í hljóðri mfnútu; heim frið-
ar og sældar öllum til
handa.“
Þegar mfnútan er liðin
munum við segja saman
orðin: „Megi friður rfkja á
jörðinni."
Nýjar bækur
• Ut er komin hjá MáU og menn-
ingu kennslubókin Félagsfræði 2 -
kenningar og samfélag sem er
skrifuð fyrir annan áfanga í félags-
fræði í framhaldsskólum. Höfundur
bókarinnar, Garðar Gfslason fé-
lagsfræðingur og menntaskóla-
kennari.
Bókin skiptist í sjö kafla: Félags-
fræði, sjónarhom og aðferðir, Fé-
lagsfræðilegar kenningar, Sam-
skipti, Frávik og afbrot, Félagsleg
lagskipting, Fjölmiðlar og kynhlut-
verk.
í lok hvers kafla er samantekt
efnisins, listi yfir helstu hugtök, fjöl-
breytt verkefni og spurningar og
skrá yfir ýmsar vefslóðir sem tengj-
ast efninu.
Bókin er440 bls., prentuð í
prentsmiðjunni Odda hf. Kápugerði
Krístín Ragna Gunnarsdóttir. Jean-
Pierre Biard útbjó kort í bókina og
auglýsingastofan Næst hannaði
töEur.yerð bókarinnar er4.490 kr.
• Út er komin hjá Máli og menn-
ingu kennslubókin Landafræði -
maðurinn, auðlindirnar og um-
hverfið eftir Peter Östman (aðal-
höf.), Olof Barrefors, Kalju Luks-
epp, Lenu Molin og Sture Öberg.
Bókin er ætluð til kennslu á
framhaldsskólastigi. Jónas Helga-
son, kennari við Menntaskólann á
Akureyri, þýddi og staðfærði bók-
ina.
Bókin skiptist í tólf kafla. Fjallað
er m.a. um kortagerð, lýðfræði,
berggrann jarðar, vatnsbúskap,
loftslag, gróðurfar, landbúnað, þétt-
býlisskipulag og þróunarlönd. Lýst
er hvemig ólík svæði heims era háð
hvert öðru í viðskiptum, samgöng-
um og öðrum samskiptum. í rasta-
greinum era tekin fyrir sérstök
málefni og tekin dæmi til að skýra
efnið frekar. Margar ljósmyndir,
kort, töflur og skýringarmyndii- era
í bókinni. Við lok hvers kafla er um-
fjöllunum íslenska hlið viðkomandi
efnis. Ásamt Jónasi Helgasyni
skrifuðu um íslensk efni sérfræð-
ingarnir: Áshildur Linnet, Áskell
Heiðar Ásgeirsson, Edward Huijb-
ens, Guðrún Gísladóttir, Guðrún
Halla Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafs-
dótth-, Helgi Torfason, Karl Bene-
diktsson, Matthildur Elmarsdóttir,
Þórdís Sigurðardóttir og Öm Sig-
urðsson. Fyrirhugað að setja upp
verkefnabanka í tengslum við bók-
ina á vefslóð Máls og menningar,
www.malogmenning.is.
Bókin er373 bls., prentvinnsla
varíprentsmiðjunni Odda hf. Kápu
gerði Margrét E. Laxness. Verð
bókarinnar er 4.990 kr.
Evrópustyrkur til að þróa
ferðaþjónustu í dreifbýli
RANNSÓKNAÞJÓNUSTA
Háskéla íslands og Rit ehf.
hafa undirritað samstarfs-
samning við Evrópusamband-
ið. Verkefnið sem hefst nú í
haust nefnist VMART og
snýst það um markaðssetn-
ingu og þróun á ferðaþjón-
ustu í dreifbýli á evrópskum
grundvelli.
Verkefnið er undir islenskri
verkefnastjórn og verður að
stórum hluta unnið á íslandi.
Auk fslenskra þátttakenda
taka þátt í verkefninu aðilar
frá Finnlandi, Englandi, Lithá-
en, Spáni og Þýskalandi.
Ráðgert er að verkefnið taki
tvö ár og kosti um 80 milljónir
króna. Þar af greiðir Evrópu-
sambandið um 54 miljónir.
Styrkurinn kemur frá Upp-
lýsingatækniáætlun Evrópu-
sambandsins. Áætlunin er ein
fjögurra þemaáætlana innan
fimmtu rammaáætlunar ESB,
seni kveður á um forgangs-
verkefni er varða rannsóknir
og tækniþróun í Evrópu. fsland
er fullgildur aðili að áætluninni.
Hluti verkefnisins verður að
búa til evrópskt fyrirtæki -
VMART - sem verður á íslandi
en með starfsemi á evrópska
efnahagssvæðinu.
Fyrirtækið mun þjóna ferða-
þjónustu í dreifbýli með tölvu-
tengdum lausnum sem eiga að
stækka og styrkja markaðinn
fyrir þessa tegund ferðaþjón-
ustu. Eitt grundvallaratriði í
rekstrinum er að miklar gæða-
kröfur verða gerðar til þeirra
upplýsinga, sem kerfið hefur að
geyma.