Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 ' 33
Kúlt eða
klassík?
Pallborðsumræður fóru fram um kúlt eða
klassík á bókmenntahátíð í síðustu viku.
Skafti Þ. Halldórsson fór í Norræna húsið
o g fylgdist með umræðunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Gestir á Bókmenntaumræöunum Kúlt eða klassík? í Norræna húsinu.
Huldar Breiöfjörð, Ingo Schulze, Úlfhildur Dagsddttir og Erlend Loe
ræða Kúlt eða klassík.
Bókmenntaheimurinn er
fjölski-úðugur og í honum
eru mörg skúmaskot. í
jöðrum þeirrar veraldar
verða oft til ögrandi bókmenntir sem
stundum mæta fálæti en kunna við
og við að vekja athygli. Þær veita
okkur oft sýn í nýja heima og draga
til sín fólk, oft unga lesendur, sem á
sinn hátt hefja höfundinn og téð
bókmenntaverk til skýjanna. Þær
verða þannig tískubókmenntir í viss-
um samfélagshópum, ekki síst meðal
ungs fólks. Enska hugtakið cult
tengist þessu fyrirbæri. Því miður er
ekkert handhægt orð til um það á ís-
lensku svo að hér verður notast við
íslenskaða mynd hins enska orðs,
kúlt. Orðið er reyndar hálfgert
skrípi svo að vert væri að hagir orða-
smiðir settustu niður við orðasmíð.
Ekkert er mönnum óviðkomandi á
bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Því
voru þrír höfundar í yngri kantinum,
þeir Ingo Schulze, Erlend Loe og
Huldar Breiðfjörð fengnir til að taka
þátt í pallborðsumræðum á föstu-
daginn í Norræna húsinu undir yfir-
skriftinni: Kúlt eða klassík? Ungir
evrópskir höfundar ræða verk sín.
Ulfhildur Dagsdóttir opnaði um-
ræðuna á dálítið ögrandi hátt með
því að benda á að á bókmenntahátíð-
inni væru fyrst og fremst kynntar
bókmenntir sem væru viðurkenndar
sem hámenning. Þær væru úrvals-
bókmenntir, elítubókmenntir en
ekki alþýðubókmenntir. Þannig hafi
t. d. myndabækur verið útilokaðar
og fátt væri á hátíðinni sem beinlínis
sparkaði í heiminn. Vissulega væri
oft erfitt að segja hvaða bókmenntir
væru jaðarbókmenntir eða kúltbók-
menntir enda væri það oft svo að
„hluthafar í bókmenntaheiminum",
eins og hún nefndi þá, þeir sem mót-
uðu viðhorf til bókmennta á líðandi
stund tækju slíka höfunda upp á
arma sína og þar með yrðu verk
þeirra klassísk. Þannig yrðu þeir
hluti bókmenntastofnunarinnar. í
framhaldi af þessu lagði hún þá
spurningu fyrir höfundana hvort
þeir teldu bækur sínar kúlt eða
klassík, jaðar- og tískubókmenntir
eða sígildar bókmenntir.
Erlend Loe kvað í sjálfu sér enga
höfunda vera fyrirfram kúlthöfunda.
Það byggðist miklu fremur á því
hvemig viðbrögð lesenda þeirra
væru. Sjálfur hefði hann verið orð-
aður við það að vera slíkur
jaðarhöfundur og tískuhöfundur.
Saga hans Naiv Super væri einföld
saga af manni sem stokkar upp líf
sitt og endurskilgreinir það. Höf-
undurinn hefði verið í nokkrum
vanda í framsetningu á býsna djúp-
um hugleiðingum aðalpersónunnar
en valið að lokum einfalda leið og að-
gengilega sem auðsjáanlega hefði
hitt í mark því að hægt og hægt
hefði sagan unnið alþýðuhylli. Svo
vinsæl væri hún raunar að ýmsir
kölluðu hana kúltsögu. Þar sem
aldrei stóð til að stofna til slíks væri
honum fyrirmunað að átta sig ná-
kvæmlega á því hvað í fyrirbærinu
væri fólgið. Hann benti á að það
þýddi lítið að reyna að skrifa kúlt-
verk. Slíkt væri ávísun á misheppn-
að verk.
Ingo Schulze fjallaði um hina hlið
spurningarinnar, hvort verk hans
væru klassísk og taldi raunar að
spurningin væri röng. Enginn sett-
ist niður til að semja klassískt bók-
menntaverk. Þegar rithöfundar
hæfu skriftir væri efst í huga þeirra
að skrifa góða bók. En við gætum
aldrei vitað hvort hún yrói klassísk.
Raunar kepptu allar nýjar bækur
við klassískar bókmenntir sem væru
oftar en ekki höfundaverk látinna
manna. I heimi bókmenntanna hefðu
verk hinna gengnu höfunda oft
sterkari stöðu en hinna lifandi.
Schulze sagðist hafa upplifað ein-
hvers konar kúlt í Austur-Þýska-
landi áður en múrinn féll. Rithöfund-
ar voru þar mikilsvirt afl, jafnvel
andófsafl, elskaðir af alþýðu en litnir
hornauga af yfirvöldum.
Huldar Breiðfjörð velti fyrir sér
hvernig skilgreina mætti orðið kúlt
og kvaðst hreint ekki viss um merk-
ingu þess. Hins vegar fyndist sér
það feia í sér ögrun. Þeir höfundar
sem kenndir væru við kúlt væru oft
höfundar jaðarbókmennta og tiltók
hann m. a. William Burroughs og
beat-skáldin amerísku sem dæmi
um slíka höfunda. Sjáfur sagðist
hann viss um að sín bók væri ekki
kúlt bók. Til hans hefðu komið hálf-
áttræðar konur og þakkað honum
sérstaklega fyiir verkið. Bækur sem
höfðuðu til þeirra væru varla mjög
ögrandi. Annars bætti hann við að
orðið væri núorðið fremur notað í
einhvers konar sölustarfsemi. Það
væri markaðsvænn stimpill á bók.
Þegar svo væri komið væri hugtakið
orðið óljóst og hefði ekki lengur að-
dráttarafl.
Hámenning eða alþýðulist?
Næst velti stjórnandi því fyrir sér
hvort hinar hefðbundnu bókmenntir
væru of einangraðar frá alþýðunni
og alþýðulist. Hún beindi þeirri
spurningu ekki síst til Loe og
Schulze sem komið hafa nálægt
kvikmyndagerð, alþýðlegustu list-
greininni.
Loe kvaðst ekki hugsa þannig um
bókmenntir. Hann skrifaði af því að
hann gæti það. Hann væri hvorki
dansari, söngvari né leikari. Hann
væri sögumaður og sögurnar væru
honum mikilvægar. Hann taldi af og
frá að bókmenntaheimurinn væri el-
ítuheimur.
Undir þetta tók Huldar Breið-
fjörð. Flestir sem hann þekkti læsu
eitthvað. Hans kunningjahópur væri
alltaf að lesa og þeir kíktu líka á bók-
menntasíður dagblaðanna sem væru
að vísu auðþekktar á því hversu illa
þær væru upp settar. Það væru yfir-
leitt Ijótustu síður dagblaðanna. Það
væri slæmt því að slíkar síður móta
ímynd bókmenntanna. Ætla mætti
af þeim að illa gengi í bókmennta-
heiminum og fáir hefðu áhuga á hon-
um. Það væri raunar öðru nær. Þeg-
ar hann talaði við fólk um
bókmenntir kæmi í Ijós að hér væri
allt í góðu gengi.
Schulze kvað ekki geta verið án
bóka sem lesandi. Hann liti jafnvel á
bókmenntir sem andstæðu elítisma.
Þær brytu niðu veggi milli manna. í
því sambandi varð honum tíðrætt
um Þjóðarbókhlöðuna sem hann líkti
við kastala meðsíki í kringum og
vindubrú. Hann velti því fyrir sér
hvort slíkt tákn bókmenntanna væri
ekki óheppilegt því að þær ættu ekki
að vera í þess háttar virki heldur að-
gengilegar öllum. Hann taldi að hver
saga væri góð út af fyrir sig. Þó væri
slíkt ekki nóg til að gera góðar bók-
menntir eða til að halda alþýðuhylli.
Hann hefði alist upp í þjóðfélagi þar
sem rithöfundar urðu hetjur - voru
elskaðir af fólki en hataðir af yfir-
völdum. Við sameiningu Þýskalands
hefði það aftur á móti gerst að þetta
kúlt hefði hætt að skipta máli. Bók-
menntirnar voru allt í einu á röngum
tíma og stað. Árið 1985 höfðu bók-
menntirnar í Austur-Evrópu mikil-
vægu hlutverki að gegna en eftir
1989 breyttist allt. Fáir fóru í leik-
hús og fáir lásu bækur. Höfundarnir
sem allir töluðu um fyrir sameiningu
féllu í gleymsku. Ahuginn á bók-
menntunum varð enginn. Menn
vildu helst lesa ferðabækur og bæk-
ur sem fjalla um það hvernig menn
geta orðið ríkir.
Eiga bókmenntir að vera
ögrandi og pólitískar?
í framhaldi af orðum Huldars og
Schultze lagði stjómandinn fram þá
spurningu hvort bókmenntirnar
þyrftu að vera ögrandi og pólitískar
til að ná til fólks.
Huldar taldi að mörgum fyndist
að bækur ættu ekki að ögra. Ýmsir
þeirra leituðu inn í ljóðheiminn sem
ekki væri sérlega ögrandi. Hann
taldi raunar að nú á dögum vildi
unga fólkið ekkert sérstaklega ögr-
andi bókmenntir. Þær væru raunar
almennt minna ögrandi og ópólitísk-
ari en oft áður, jafnvel minimaliskar
og einfaldar.
Erlend Loe sagði að ekki væri
hægt að ásaka fólk sem ekki vildi
lesa ögrandi bækur. Raunar taldi
hann að pólitíkin og ögrunin væri
ekki það sem fældi frá slíkum bók-
um heldur næðu slíkir höfundar af
einhverjum ástæðum ekki til fólks.
Hans verk væru þess eðlis að þau
næðu til fólks án þess að stuða það
eða ögra því. Af þeim sökum hefði
hann verið ásakaður fyrir að skrifa
beinlínis með markaðinn í huga. Það
væri ekki rétt. Þetta væri hans rit-
háttur.
Schultze varaði menn við því að
líta einungis á söguna í bókinni.
Merking bókar væri fólgin í svo
mörgu öðm. Jafnvel formgerð verks
gæti verið ögrandi og hlaðin merk-
ingu. Hann hugsaði ekki minna um
það hvernig hann segði hlutina en
hvað hann segði. Formið sprytti að
vísu upp af textanum. í raun gæti
hann aðeins sagt sögu sem einhvers
konar spurningu eða gátu og hann
varpaði þeirri spurningu til Loe
hvort hann skrifaði bækur beinlínis
fyrir lesendur.
Loe sagðist ekki geta horft fram
hjá því vandamáli hvernig hann gæti
byggt brú milli sín og lesenda. í
Naiv. Super hefði hann velt því lengi
fyrir sér hvernig hann ætti að fara
að því að skrifa um flóknar tilvistar-
legar vangaveltur þannig að þær
höfðuðu til fjölda fólks. Hann kvaðst
forðast að nota pathos í verkum sín-
um. Pathos er orð ættað úr grísku
og er sá þáttur listaverks sem vekur
tregablandna samúð og viðkvæmni
þess sem þess nýtur. Jafnaldrar
hans fyrirlitu slíka væmni og því
væri vert að beita öðram brögðum
til að ná til þeirra. Raunar bætti
hann við að oft væri það svo að það
sem hinir yngri upplifðu sem kald-
hæðni og fyndni virkaði stundum á
eldri lesendur sem dapurleiki.
Huldar tók undir þennan þátt og
kvaðst forðast yfirdrifnar tilfinning-
ar. Ungt fólk vildi afslappaðar bæk-
ur og ekki yfirdrifnar.
Höfundurinn og velgengnin
Það var ljóst að nokkur áherslu-
munur var hjá höfundunum varð-
andi afstöðuna til lesenda og mark-
aðarins. Því lagði stjórnandinn fram
þá spurningu hvort vinsældir gætu
verið til vandræða eða hvort þær
væm þeim nauðsynlegar.
Loe sagðist vel geta lifað án þess
að vera þekktur. Hins vegar skipti
það máli fyrir bækur hans. Hann
sagðist ekki sjá neitt nema gott við
kynningu og augulýsingu bóka.
Undir orð hans tók Huldar. Bækur
þyrftu að seljast til að rithöfundar
hefðu í sig og á. Hann bætti við að
stundum væm vondar bækur
auglýstar mikið og þær seldust vel.
Það væri þó ekkert slæmt. Því að
um síðir áttuðu menn sig á því hve
lélegar þær væra.
Schulze sagðist hafa orðið glaður
og hissa er önnur bók hans seldist
vel. Hann hefði fagnað vinsældum
hennar og velgengni. Aftur á móti
hefði hann komist að því að margt í
þeim vinsældum hvíldi á veikum
grunni, jafnvel misskilningi. Honum
fyndist t. a. m. sárt þegar menn
kæmu til hans og hrósuðu bókunum
í hans eyra og þegar hann leitaði eft-
ir því hvað þeir fyndu við bókina
svona sérstakt kæmi í ljós að aðdá-
unin hvfldi á misskilningi á verkinu.
Loe benti á það að það væri eðli
bókmennta að fólk skildi þær á mis-
munandi hátt. Með útgáfu bókarinn-
ar afsalaði höfundurinn sér einka-
rétti á túlkun á henni. Það væri
óþarfi að svekkja sig á því.
I lokin voru almennar fyrirspurn-
ir. M. a. var spurt hvort höfundarnir
væra reiðubúnir að skrifa undir
samning við kölska til að öðlast vin-
sældir, hvort hugsanlegt væri að
fyndni skildi að kúlt og klassík og
hvort höfundarnir litu á sig sem
hluta elítu. Ljóst var að enginn höf-
undanna var reiðubúinn til að selja
sig þeim vonda og fyndni skilur ekki
á milli nútíma tískuverka og klass-
ískra. Huldar Breiðfjörð notaði
tækifærið og gagnrýndi inngang
umræðustjórnandans þegar hann
fjallaði um spuminguna um það
hvort hann teldi sig hluta af elítu.
Bókmenntimar væra ekki fyrir
þröngan minnihluta heldur alla. Loe
tók undir þetta en lagði áherslu á
hinar bjartari hliðar bókmenntanna
en bætti við að þær mætti þó ekki
skorta alvarleika.
Schultze svaraði þessari seinustu
spurningu með annarri: Hvað er el-
íta?
Við svo búið sleit umræðustjórn-
andi umræðum. Segja má að megin-
niðurstaða þessara umræðna sé sú
að bókmenntir okkar tíma séu ekki
eingöngu hámenning. Þær séu
samdar af venjulegu fólki fyrir al-
menning. Þær væra almennt ekki
ögrandi og lítt pólitískar. Andstæð-
an milli kúlt bókmennta og klass-
ískra væri minni en af væri látið og
mörg dæmi um það að kúltverk yrðu
klassísk.
Og svo fór ég
að hugsa • • •
Og núna versla
ég bara
vítamín,
heilsunnar vegna
Apótekin