Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Utlit fyrir
taplausan
rekstur á
þessu ári
Eindrægni einkenndi kjaramálaráðstefnu Kennarasambands fslands
RÚV rekið með
61,6 milljóna kr. tapi
á síðasta ári
Fjöltnargir kennarar sóttu fundinn á laugardag.
Arangurstengt launa-
kerfi ekki lausnin
RÍKISÚTVARPIÐ var rekið með
61,6 milljóna króna tapi á síðasta ári.
Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri
RÚV, segir að stefnt sé að því að tap-
rekstur verði ekki á stofnuninni á
þessu ári. „Það er ekkert sem bendir
til þess að tap verði á rekstrinum á
þessu ári og stefnt er á núllið. Við
ágústlok benti ekkert til annars en
að reksturinn verði í jafnvægi eins
og fjárhagsáætlun segir til um. Við
erum að vinna núna að gerð áætlana
um rekstur næsta árs,“ sagði Hörð-
ur.
Hann sagði að tap síðasta árs
gengi út yfir eigið fé stofnunarinnar
og það lækkaði sem tapinu næmi.
Eigið fé RÚV er um 950 milljónir
króna. Hörður segir að lítillega hafi
tekist að auka tekjm- RÚV á þessu
ári. Lítilsháttar tekjuaukning hafi
orðið vegna fjölgunar þeirra sem af-
notagjöld greiða. Einnig hafi auglýs-
ingatekjur aukist lítillega. Lítil
breyting er á sértekjum stofnunar-
innar.
Stefnt er að því að áætlun fyrir
næsta ár liggi fjTÍr í lok þessa mán-
aðar.
í samtali við Morgunblaðið sl.
sunnudag sagði Gunnlaugur Sævai’
Gunnlaugsson, formaður útvarps-
ráðs, að stofnunin hefði verið rekin
með tapi og þær áætlanir sem hafa
verið kynntar fyrir næsta ár bendi til
áframhaldandi taps.
ÁRANGURSTENGT launakerfi er
ekki lausnin á vanda skólans, að
mati Arthurs Jarmans, eins af for-
svarsmönnum ensku kennarasam-
takanna (NUT), en hann var sér-
stakur gestur kjaramálaráðstefnu
Kennarasambands íslands sem
haldin var á Grand hóteli í Reykja-
vík á laugardag. Sagði Jarman að
slíkt kerfi hefði í fór með sér illkynja
samkeppni milli kennara sem hefði
síður en svo góð áhrif á skólastarf.
Kennarar fjölmenntu á ráðstefn-
una á laugardag en samningar
þeirra eru lausir nú í haust. Mikil
eindrægni einkenndi ráðstefnuna en
fram kom í máli forystumanna kenn-
arasamtakanna að þeir teldu kenn-
arastarfið ekki hafa verið metið að
verðleikum undanfarin ár og að
óhjákvæmilegt væri að kjör kennara
yrðu bætt verulega, m.a. vegna þess
að það væri í raun hagur alls þjóðfé-
lagsins.
Jarman ræddi á ráðstefnunni um
tilkomu ái-angurstengds launakerfis
í Englandi og varpaði hann fram
þeirri spurningu hvort lausnin á
vanda skólans væri þar fundin.
„Svarið er nei. Það er ekki svarið,
það er ekki lausnin," sagði Jarman
afdráttarlaust. Ekkert hefði valdið
eins mikilli sundrungu meðal kenn-
ara í Bretlandi og nýtt launakerfi,
sem ríkisstjóm Tonys Blairs hefði
reynt að koma á fót.
Staðreyndin væri sú að einkunnir
nemenda byggðust á fleiru en
frammistöðu kennarans einni og sér.
Nefndi Jarman þar t.d. bakgrunn
nemenda og heimilisaðstæður þeirra
en nú væri svo komið að hópi kenn-
ara væri neitað um aukagreiðslur af
því að nemendur þeirra mældust
ekki nægilega háir í prófunum, og
kennararnir teldust þar af leiðandi
ekki hafa staðið sig nógu vel.
Samkeppni af þessum toga taldi
Jarman ekki af hinu góða, það sem
gerðist í kennslustofu væri nefnilega
að upplagi annars vegar samstarfs-
verkefni kennara innbyrðis, og
kennara og nemenda hins vegar.
Rannsóknir sýndu heldur ekki fram
á að þetta launakerfi væri tO bóta,
nema síður væri.
Jónína Benediktsdóttir, forstjóri
Planet Esju heilsulindar, mæltist til
þess í erindi sínu að kennarastarfið
yrði hafið til vegs og virðingar. Sagði
hún að kennarar ættu skilyrðislaust
að fá sanngjarnt endurgjald fyrir
vinnu sína, ófært væri að manneskja
sem væri treyst fyrir framtíð barna
landsmanna hefði verri laun en t.d.
Réttað
í Gljúfur-
árrétt
RÉTTAÐ var í Gljúfurárrétt í
Grýtubakkahreppi sl. laugardag.
Alls voru um 6-7 þúsund fjár í rétt-
inni að þessu sinni en eins og ann-
ars staðar á landinu, hefur sauðfé
verið að fækka í Grýtubakka-
hreppi á undanförnum árum og á
eftir að fækka enn. Smalað var á
Látraströnd og í Fjörðum og stóðu
lengstu göngurnar yfir f þrjá
daga. Mikill fjöldi fólks lagði leið
sína á Gljúfurárrétt og tóku ungir
sem aldnir virkan þátt f réttar-
störfunum. I úrtíningnum vakti
lambhrútur nokkur töluverða at-
hygli en hann var með fjögur horn.
Morgunblaðið/Kristjári
kona sem réði sig í handklæðaþvott
á líkamsræktarstöð.
Sagði Jónína að ráðamenn ræddu
mikið um einsetningu skóla og mikil-
vægi þess að allir skólar hefðu góðan
tölvukost. Tölvur þurrkuðu hins
vegar ekki hor úr nefi lítils barns,
eða hygðu að mannlegum þætti
skólastarfsins að öðru leyti. Hvatti
hún kennara einnig til að hugleiða
betur fjölgun einkaskóla.
Gunnar Kvaran sellóleikari, sem
jafnframt er deildarstjóri strengja-
deildar Tónlistarskólans í Reykja-
vík, ræddi um gildi hefðbundins
tónlistarnáms og sagði hann að nær
undantekningarlaust styrkti það allt
annað nám.
Gunnar vakti athygli á því að tón-
listarkennarar hefðu yfir 20% lægri
laun en grunnskólakennarar. Þeir
hlypu hins vegar ekki í önnur störf
vegna launanna því tónlistina iðkuðu
þeir af hugsjón, ástríðu og hefðu oft
margra ára sérnám á bakinu. „En
nú er mælirinn fullur. Við verðum að
vakna og krefjast eðlilegra launa
fyrir störf okkar,“ sagði Gunnar.
Dásemdir tækninnar leysa
kennarann ekki af hólmi
Ásta Möller alþingismaður gerði
kennurum grein fyrir því hvernig
hjúkrunarfræðingar hefðu á sínum
tíma farið að því að fá kjör sín bætt,
en Ásta var áður formaður Félags
hjúkrunarfræðinga. Fór hún tíu ár
aftur í tímann og rakti hvernig
hjúkrunarfræðingar, sem áður
störfuðu í tveimur fagfélögum, hefðu
tekið höndum saman og farið að
leggja aukna áherslu á fagleg mál-
efni og breytta ímynd stéttarinnar,
auk þess sem þeir hefðu hugsað
samningatækni sína upp á nýtt.
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, sagði
menn slegna blindu af tæknifram-
förum síðustu ára, og það endur-
speglaðist ekki síst í sjónarmiðum
ráðamanna. Dásemdir tækninnar
kæmu hins vegar ekki til með að
leysa kennarann af hólmi. Var það
mat Tryggva að einungis hefðbund-
in skólamenntun væri til þess fallin
að efla börnum víðsýni og almennan
þroska.
Ágúst Einarsson, prófessor við
Háskóla íslands, gerði fjárframlög
til-skólamála að umtalsefni. Reyndi
hann að sýna fram á að framlög til
íslenska menntakerfisins væru alls
ekki sambærileg og í nágrannalönd-
unum, fæm lykju skólagöngu hér en
í öðrum OECD-löndum, launakjör
kennara væru lakari, minna fé væri
varið til rannsókna og þróunar,
námsstyrkir væru varla fyrir hendi
hér á landi og háskólamenntun væri
ekki heldur af sama gæðastuðli.
Grundvallarendurmat á starfi
kennara nauðsynlegi;
Á ráðstefnunni sagði Eiríkur
Jónsson, formaður KÍ, m.a. að bylt-
ingar væri þörf í launamálum kenn-
ara ætti skólastarf á Islandi að geta
þrifist með eðlilegum hætti til fram-
búðar. Ástandið í ráðningarmálum
eitt og sér væri næg sönnun þess að
staðan væri óviðunandi. Ríkið yrði
að sýna meiri metnað, stjórnmála-
menn yrðu að hafa kjark til að
breyta áherslum í úthlutun fjár-
magns svo skólinn yrði samkeppnis-
fær í baráttunni um vinnuaflið.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formað-
ur Félags grunnskólakennara, sagð-
ist iðulega svara því þannig, þegar
hún væri spurð hvort til verkfalls
kennara kæmi í haust, að hún vonaði
ekki. Hún væri að vísu sannfærð um
að slíkt yrði samþykkt í allsherjar-
atkvæðagreiðslu og benti á að kenn-
arar ættu digran vinnudeilusjóð sem
gæti haldið þeim lengi í verkfalli.
„Neyðist grunnskólakennarar í
verkfall er enginn vafi í mínum huga
hvers vegna,“ sagði Guðrún Ebba
því næst. Var hún þar að vísa til
löngunar fulltrúa í launanefnd sveit-
arfélaga, sem hún sagði að mætti
jafna við þráhyggju, til að breyta
vinnutímanum með það að yfirlýstu
markmiði að ná meiri kennslu út úr
kennurum og afnema kennsluaf-
sláttinn.
Kennarar gætu að vísu alveg
hugsað sér breytingar á vinnutíma-
skilgreiningunni en það væri ekki
allt til sölu. „Og því fyrr sem full-
trúar í samninganefnd Launanefnd-
ar sveitarfélaga gera sér grein fyrir
þeirri staðreynd þeim mun árang-
ursríkari verða viðræðurnar."
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara og
varaformaður KÍ, sagði að í hreint
óefni stefndi ef ekkert væri að gert.
Sagði hún ábyrgð yfirvalda mikla.
Borga þyrfti kennurum sómasamleg
laun og hér dygðu engir smáaurar,
alltof lág kennaralaun stefndu virð-
ingu skólastarfsins og námi nem-
enda í hættu. Sagði hún að grund-
vallarendurmat á starfi kennara
þyrfti að fara fram.