Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
____________________________ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 55
MINNINGAR -
1940 var sótt eftir því við hann að
gerast lögreglumaður á Akureyri.
Þá var breskt hernám í landi sem
færði löggæslumönnum að höndum
ný og áður óþekkt viðfangsefni.
Frá þeim tíma var lögheimili
hans hér í bæ en alla tíð var hann
bundinn bernskusveit sinni sterk-
um tilfinningaböridum og hugur
hans leitaði þangað.
Sem dæmi þess skal nefnt að á
morgni þess dags þegar hann and-
aðist sat bróðurdóttir hans hjá
honum góða stund. Þá var hann
með fullu ráði og rænu, ræddi við
hana um atburði liðinna daga í
heimahögum og minntist þess með-
al annars að það hefði verið sólskin
daginn sem hún fæddist, 1. júní
1930.
Starf lögreglumannsins mun
ekki hafa fallið honum að öllu leyti
vel í geð.
I því komst hann í kynni við
ýmsar skuggahliðar mannlífsins
næsta ólíkar því sem hann hafði
kynnst og alist upp við í Mývatns-
sveit. Því var honum áreiðanlega
mjög að skapi er hann 1954 átti
þess kost að gerast umsjónarmað-
ur Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri er sinna skyldi viðgerðum
húss og tækja. Þar fengu hæfileik-
ar hans sem áður hafa verið kynnt-
ir að njóta sín á verðugan hátt. Því
starfi sinnti hann svo þar til honum
var skyldugt að hverfa frá er hann
náði sjötugsaldri.
Aður er fram komið að Jón hafði
í æsku ekki mikinn áhuga á hefð-
bundnum bústörfum. Á einu sviði
þeirra hygg ég þó að honum hafi
ekki verið þvert um geð að leggja
fram liðsinni sitt. Þar á ég við
göngur og fjárgeymslu á hinum
víðáttumiklu afréttum sem liggja
að Mývatnssveit en hann mun hafa
verið settur í starf gangnamanns
þegar innan við fermingu. Þannig
hafði hann sem fullorðinn maður
öðlast þekkingu á verulegum hluta
þess svæðis sem Ólafur Jónsson,
ráðunautur hér á Akureyri, fjallar
um í ritverki sínu er ber nafnið
Ódáðahraun. Því hefur það varla
verið tilviljun að Ólafur valdi hann
sem fylgdarmann sinn í síðustu
könnunarferðum sínum til undiiy
búnings ritunar bókarinnar. í
henni gefur Ólafur honum þessa
einkunn sem samferðamanni: „Get
ég ekki kosið mér betri ferðafé-
laga, því Jón er röskleikamaður,
ósérhlífinn, fjölhæfur og verður
aldrei ráðafátt.“ Undir þessi orð
veit ég að margir ferðafélaga Jóns
fyrr og síðar geta tekið.
Við lok síðari heimsstyrjaldar
hóf Ferðafélag Akureyrar könnun
á öræfaleiðum hér norðaustanlands
er færar væru hinum nýju farar-
tækjum, jeppum og stærri fjór-
hjóladrifnum bifreiðum. Starf þetta
fór að verulegu leyti fram á þeim
svæðum eru Jóni voru kunnug frá
barnæsku. Því kom það e.t.v. nokk-
uð af sjálfu sér að hann gerðist öt-
ull liðsmaður félagsins, sat í stjórn
þess um árabil og var fararstjóri
og leiðsögumaður í fjölda ferða á
vegum þess.
Nokkru eftir 1960 skildi leiðir
hans og félagsins af sérstöku tilefni
sem ekki verður tíundað hér. Eftir
það var hann ekki virkur félagi en
engu að síður var framlag hans svo
mikils metið að síðar var hann
gerður að heiðursfélaga þess.
Ekki lagði Jón öræfaferðir á hill-
una eftir áðurnefndan skilnað við
FFA. Hann efndi til ferða að eigin
frumkvæði með fólki sem þekkti til
hans. Þannig stóð hann fyrir mörg-
um leiðöngrum á árabili kringum
1980 til könnunar á fornum ferða-
leiðum, einkum leið Skálholtsbisk-
upa yfir Ódáðahraun í vísitasíu-
ferðum til Austurlands svo og
flutningsleiðum brennisteins frá
Fremrinámum sunnan Mývatns-
sveitar til hafnar á Húsavík.
Full viðurkenning á árangri í
fyrrnefnda verkefninu hlýtur að
teljast messa sú sem biskup Is-
lands söng á fornum áningarstað í
Suðurárbotnum síðsumars 1999 og
þar auðnaðist Jóni að vera við-
staddur.
Margoft var Jón til kvaddur þeg-
ar gera þurfti út leiðangra til sér-
legra verkefna á öræfum uppi, leit-
ar og björgunar á fólki eða fé. Skal
þar aðeins minnst á björgunarleið-
angurinn vegna Geysisslyssins
1950 sem rifjað var upp fyrir alþjóð
í sjónvarpsþætti hinn 10. þessa
mánaðar. Sjálfur var hann á ýmsan
hátt ósáttur við hvernig þá var að
málum staðið og birti þær skoðanir
sínar í grein í FERÐUM, blaði
Ferðafélags Akureyrar 1990. Við
lestur hennar ber þó að hafa í huga
að á þeim tíma skorti allsendis þá
kunnáttu, skipulag, mannafla og
tækni sem nú er til staðar ef sam-
svarandi slys ber að höndum.
Fyrir allmörgum árum kenndi
Jón hjartabilunar og ágerðist hún
eftir eftir því sem árin liðu. Með
tilkomu sjúkdómsins lagði hann
ferðalög og útivist að mestu á hill-
una. Honum hafa sennilega þótt
gönguferðir hér innanbæjar til-
gangs- og tilkomulitlar samanborið
við þær sem hann hafði áður farið
á öræfum. Okkur sem höfum gert
heilsueflingu og holla útivist að
eins konar trúarbrögðum fannst að
hann hefði mátt sinna betur um
heilbrigði sína. En hann var af
annarri kynslóð og smátt og smátt
herti sjúkdómurinn tök sín á hon-
um. Við sem nærri honum stóðum
höfum hin síðustu misseri oft haft
ástæðu til undrast hvernig ásköpuð
hreysti hans stóðst margar atlögur
sjúkdómsins sem að sjálfsögðu
hafði þó betur að lokum.
Ekki kann ég skýringu á því
hvers vegna dróst svo lengi að Jón
staðfesti ráð sitt. Þegar að því kom
valdi hann að lífsförunaut sveit-
unga sinn, konu sem alin var upp í
sama umhverfi og hann og deildi
með honum lífsviðhorfi og skoðun-
um í mörgum greinum. Ragnhildur
er greind kona, félagslynd og lætur
sér fátt mannlegt óviðkomandi.
Bæði nutu þau hjón félagsskapar
fólks, voru gestrisin og samvalin í
að halda í heiðri það viðhorf
greiðasemi og aðstoðar við náunga
sinn sem um aldir hefur verið eitt
einkenni hins gamla íslenska
bændaþjóðfélags. Þannig varð
heimili þeirra hér á Akureyri að
segja má allsherjar fyrirgreiðslu-
stofnun, bæði hótel og ferðaskrif-
stofa, fyrir sveitunga þeirra og
fjölda annarra Þingeyinga sem er-
indi hafa átt hingað til bæjarins.
Spöruðu þau bæði hvorki góðgerð-
ir, tíma sinn né fyrirhöfn í þjónustu
þessari.
Kynni okkar Jóns spruttu af
þeirri orsök að fyrir hartnær hálfri
öld kvæntist ég bróðurdóttur hans.
Nokkurra ára dvöl mín í Suður-
Þingeyjarsýslu hafði kveikt áhuga
minn fyrir því að kynnast öræfum
þeim sem að baki byggðinni lágu.
Þeirri löngun varð fyrst svalað í
ferð Ferðafélags Akureyrar um
Ódáðahraun í júlí 1957 þar sem
hann var fararstjóri. Sú ferð er um
margt ógleymanleg en þó fyrst og
fremst hinn sólbjarti dagur þegar
ég leit í fyrsta sinn yfir Oskju.
Lagðist þar allt á eitt, veðurblíðan,
mikilleiki landslagsins og sú dulúð
sem hvíldi yfir staðnum, mögnuð af
vitneskjunni um hin sorglegu örlög
Knebels og Rudloffs réttri hálfri
öld áður. Næstu tvo áratugi átti ég
svo ótaldar ferðir um öræfaslóðir í
félagsskap Jóns og undir leiðsögn
hans.
Eftir að við hjónin fluttum bú-
ferlum til Akureyrar kom af sjálfu
sér að við þau Jón og Ragnhildi
höfðum nánust og mest samskipti.
í þeim ríkti óskrifað samkomulag
um gagnkvæma aðstoð og liðsinni
hvenær sem þörfin kallaði. Fyrir
það skulu nú Ragnhildi og börnum
þeirra hjóna færðar hugheilar
þakkir og vottuð innileg samúð
okkar hjóna á sorgarstundu. Jafn-
framt verður í huga okkar minning
um ógleymanlegan mann sem
gæddur var svo mörgum eiginleik-
um sem hvern mann mega framast
prýða.
Guðmundur Gunnarsson.
„Þar bíða vinir í varpa, sem von
er á gesti“ - síðustu hendingar í
ljóði skáldsins frá Fagraskógi: Til
móður minnar.
Þá hefur einn af mínum bestu
vinum á lífsleiðinni, Jón Sigur-
geirsson frá Helluvaði, kvatt og
haldið á vit feðra sinna. Ekki þarf
að efa, að þar hafa vinir beðið í
varpa, þegar Jón bar að garði, sá
vinsæli maður og mikli öðlingur.
Ég kynntist Jóni, er við unnum
fyrst saman á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri, ég á röntgendeild
sjúkrahússins, hann sem „alt
muligmand" á þeirri stofnun. Síðar
var ég þar sem hjúkrunarnemi og
um 10 ára bil sem hjúkrunarfor-
stjóri sjúkrahússins. Alltaf sam-
starfsmaður Jóns. Okkur varð
fljótt vel til vina. í raun og veru
var Jón vinur allra þeirra er hann
stafaði með. Hann leysti hvers
manns vanda, hvort heldur um var
að ræða sjúklinga eða starfsmenn
og ekki taldi hann yfirvinnutíma,
þótt margir væna.
Mig langar til að minnast nokk-
urra þátta í samskiptum okkar
Jóns, þau varpa sýn á nokkra af
hans mörgu góðu eiginleikum, þó
aðeins fáa. Hann var afar fjölhæfur
maður og það virtist allt leika í
höndum hans. Ef verkfæri, oft
mjög dýrmæt, biluðu á skurðstofu
eða annars staðar á deildum var
alltaf viðkvæðið: Hvar er Jón? Og
Jón kom, gerði við og það brást
ekki, áhaldið var í lagi. Þar var völ-
undur að verki.
Ég minnist aðfangadaga á
sjúkrahúsinu. Klukkan fjögur
komu þeir Jón, með litla orgelið
sitt, og Sverrir Pálsson, skólastjóri
Gagnfræðaskóla Akureyi-ar, og
sungu og spiluðu jólasálma á deild-
um sjúkrahússins. Færðu sig af
einni deild á aðra. Þá héldu jólin
innreið sína. Klukkan sjö komu
starfsfólk og sjúklingar saman á
lyflækningadeild og gengið var í
kring um jólatré. Jón Iék á orgelið
og okkar ágæti söngvari Jóhann
Konráðsson stjórnaði söng. Jóhann
var deildarstjóri á geðdeild sjúkra-
hússins og þegar þeir, snillingarn-
ir, Jón og Jóhann, stilltu saman
strengi sína, var gaman að taka
undir eða bara hlusta og njóta.
Ég minnist Jóns sem eins mín
besta ferðafélaga. Margan föstu-
daginn leit Jón inn á skrifstofu
mína og sagði: „Við erum að hugsa
um að skreppa inn í Herðubreiðar-
lindir eða Hvannalindir og það er
alltaf pláss í jeppanum hjá okkur
Ragnhildi, ef þú hefur tíma.“ Kona
Jóns var Ragnhildur Jónsdóttir frá
Gautlöndum. Oftast nær hafði ég
tíma eða gat fengið einhvern af
mínum ágætu hjúkrunarfræðingum
til að taka helgarvaktina. Þetta
voru ógleymanlegar ævintýraferð-
ir. Jón var sjóður af fróðleik -
kunni feiknin öll af vísum og söng-
lögum, ömefnum og draugasögum
og mér eru minnisstæðar sögur
hans af Fjalla-Bensa, hinum mikla
fjallagarpi og fjárleitarmanni.
Eitt sinn fórum við nokkur frá
Akureyi’i og Húsavík upp að Jök-
ulsá á Fjöllum til að leggja brú yfir
ána og freista þess að komast yfir
á jeppum. Karlmennirnir höfðu
smíðað brúna undir stjórn Hauks
Árnasonar, tæknifræðings á Akur-
eyri, og nú skyldi reyna gripinn.
Þetta var mikil dirfska. Brúin, sem
var nokkrir plankar var reist upp,
einhverjir fóru yfir ána í gúmmíbát
með Jóni og tóku þar á móti vírum
og brúin var lögð yfir. Ýmsar fleiri
tilfæringar voru gerðar en of langt
mál að tíunda það hér. Síðan var
farið yfir brúna, sem ekki var
breiðari en svo að hjólbarðarnir
námu við ystu brúnir. Sumir héldu
sér fast í jeppana, horfðu ekki nið-
ur í straumþungann og allt gekk
vel. Farið var inn öræfi og komið
til baka um kvöldið. Þegar draga
átti brúna yfir kallaði Jón: „Bíðið
aðeins, hér eru hjólför, sem til-
heyra ekki okkar bílum." Þai’na
hafði Jón grandskoðað för í jarð-
veginum, athugað síðan hjólbarða
jeppanna okkar og séð að innan um
för eftir þá, voru ókunn för og því
hlaut einhver að hafa farið yfir á
eftir okkur. Við biðum góða stund,
nokkrir orðnir óþolinmóðir, en Jón
réð ferðinni. Skyndilega birtist
jeppi, sem renndi beint til okkar,
þar var kominn læknakandídat af
sjúkrahúsinu. Hann var kampakát-
ur yfir sinni ferð og sagði hinn ró-
legasti: „Jæja, drengir, eigum við
ekki að leggja í hann yfir.“ Þetta
litla atvik sýnir athygli Jóns, skýra
hugsun og ábyrgðartilfinningu.
Þeir, sem lögðu brúna, báru
ábyrgð á því að enginn færi yfir,
sem ekki kæmist til baka til
byggða.
Annað atvik kemur upp í hug-
ann, er sýnir hæfni og kunnáttu
Jóns til fjallaferða og að glíma við
tvísýnu í þeim férðum. Þegar Geys-
isslysið varð á Vatnajökli, eins og
fyrir stuttu var sýnt í sjónvarpinu,
var það Jón Sigurgeirsson, sem
einn leiðangursmanna, er lagði upp
frá Akureyri, lagði til að menn
reyttu upp hvannir til að merkja
leið sína til baka. Sú ákvörðun átti
eftir að reynast árangursrík, því að
fljótt fennir í gengin spor.
Stundum fannst mér að Jón væri
ekki á réttri hillu í lífinu, þessi
snillingur hefði getað lagt fyrir sig
fínt og vandasamt handverk og
orðið meira sjálfs sín ráðandi. En -
honum var trúlega ætlað að leggja
sitt af mörkum til lækninga og að
létta þeim lífið, er áttu um sárt að
binda. Marga stundina sat hann
hjá sjúklingum, sagði frá ferðalög-
um sínum um fjöll og firnindi, og
vakti endurminningar og glampa í
mörgu döpru auga.
Jón var sannur Þingeyingur,
greindur, fróðleiksfús, frásagnar-
glaður, ljóðelskur og söngvinn, laus
við mont og yfirborðsmennsku -
Þingeyingur - eins og ég hefi
þekkt þá besta. Ég þakka honum
samfylgd á liðnum árum og sendi
Ragnhildi og börnum hennar hlýjar
kveðjur.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir.
Himinblíða haustkyrrð,
mín hugarfró.
Berðu mig á mildum,
mjúkum örmum.
Veit mér hvíld sem vetur
ei vinnur á
Hvíld, svo vakinn vorhug
ég vori fagni.
(Sigurður Jónsson.)
Á þiminblíðum haustdegi kveður
Jón frændi minn, gangan orðin
löng og hann nokkuð göngulúinn.
Eg ætla ekki að telja hér upp
eða tíunda hans mörgu og merku
ævistörf, það gera aðrir mér fær-
ari.
Frá því ég man fyrst eftir mér
var Jönni eins og við kölluðum
hann, alveg sérstakur frændi og
engum öðrum líkur. Faðir minn og
hann voru alla tíð mjög nánir og á
áratuga vináttu þeirra bar ekki
skugga. Fyrir það vill faðir minn
þakka, nú þegar leiðir skilja.
Mér er Jönni minnisstæður fyrir
svo margt. Allar ferðirnar með
honum í blæjujeppanum, þar sem
hann kenndi okkur krökkunum svo
margt um náttúruna og umhverfið.
Hátíðarstundir á Helluvaði, söngur
og Jönni að spila undir. Jönni við
píanóið í stofunni á Spítalavegi og
við stöndum á bak við hann stelp-
urnar og syngjum og syngjum
„Þeir kalla mig Sveinka káta...“ og
margt margt fleira.
Ferðir út í Hrísey, þar sem hann
spilar í kirkjunni við messur.
Heimsóknirnar til okkar á Þóris-
stöðum og heimssóknir okkar til
hans í kjallarann, þær eru okkur
ómetanlegar.
Það var gæfa að fá að vera sam-
vistum við hann Jönna og læra af
honum. Það var mér líka afar lær-
dómsríkt að verða vitni að um-
hyggju Ragnhildar fyrir Jönna og
sjá hversu vel hún annaðist hann
þegar heilsu hans fór að hraka og
ávallt.
Mikið þótti mér gott að fá að
koma tO Jönna sunnudaginn 10.
september á hjúkrunarheimilið Sel,
þar sem hann var vafinn ást og
umhyggju, jafnt aðstandenda sem
starfsfólks. Það var ljúf stund, -
því þrátt fyrir það að ég væri að
kveðja hann , þá veit ég að við
kveðjum aldrei þá sem skilja eftir
sig jafn ljúfar og góðar minningar
og hann og lifa áfram í verkum sín-
um og afkomendum um ókomna
tíð.
Inga Margrét Árnadóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja föðurbróður minn, Jón
frá Helluvaði eða Jönna eins og
hann var alltaf kallaður hér. Hann
ólst upp á Helluvaði við venjuleg
sveitastörf og þó ekki venjuleg, því
snemma fór að bera á því að hann
væri fljótur að finna nýjar leiðir,
og þá hagkvæmari til að skila síniN-;.
verki og að smíða verkfæri og
áhöld í því skyni.
Hann fór ungur að vinna við
smíðar í sveitinni og vann til dæm-
is við byggingu fleiri íbúðarhúsa,
Baldursheimsréttar,
Brennisteinsverksmiðju og þá oft
sem yfirsmiður.
I stríðsbyrjun var lítið að gera
hér heima og þá flutti Jönni til Ak-
ureyrar, þar sem hann síðar hóf
búskap með Ragnhildi Jónsdóttur
frá Gautlöndum. Fyrst var hann
þar í lögreglunni og síðan á
Sjúkrahúsinu við viðhald og við4F
gerðir og þar kom sér oft vel hvað
hann var hugmyndaríkur.
Eitthvert mesta áhugamál Jönna
voru öræfi landsins. Hann ferðaðist
mikið gangandi með Ólafi Jónssyni
og síðar er farið var að fara á bíl-
um var hann einn af frumkvöðlum
um að opna nýjar leiðir, þar á með-
al að brúa Jökulsá á Fjöllum við
Upptyppinga svo komist yrði í
Hvannalindir og Kverkfjöll.
Ég hygg að fáir hafi þekkt betur
svæðið milli Skjálfandafljóts og
Jökulsár en Jönni, enda var hann
sjálfsagður til að fara með geim-
fara og jarðvísindamenn um svæð-
ið. Þannig valdi Sigurður Þórarins-
son jarðfræðingur hann sem sinnv’
fylgdarmann á þessum slóðum og
urðu þeir miklir vinir og samstarfs-
menn.
Óteljandi dagsverk fóru í að leita
Biskupaleiðar frá Kiðagili í Möðru-
dal. Það var því ánægjulegt að vera
með Jönna í Suðurárbotnum í
ágúst 1999 þegar biskup íslands
var þar með helgistund. Einnig að
leita leiða sem brennisteinn var
fluttur frá Námaskarði og Fremri-
Námum til sjávar, en á þessum
ferðum naut hann aðstoðar margra
en þó fyrst og fremst barna sinná >
og Sigurgeirs B. Þórðarsonar.
En að kveikja áhuga á Öræfun-
um og náttúrunni á ég honum mest
að þakka, og hygg ég að svo geti
margir fleiri sagt, því alltaf var
hann tilbúin að taka með sér alla
sem áhuga höfðu og þegar Jönni
kom í Helluvað var alltaf sjálfsagt
að taka börnin með hvort sem var
upp á Belgjarfjall, út í Stökkul eða
hvert sem var, til að sýna þeim og
uppfræða þau um það sem hann
var að fást við í það skiptið.
Oftast þegar Jönni kom í Hellu-
vað settist hann við orgelið í Gamla
húsi og spilaði upp úr Ærbókinni
og allir komu saman og sungu, og
þar sem ekki var til orgel hjá okk-C'
ur þá hafði hann með sér ferðaorg-
el, sem hann ferðaðist með víða,
jafnvel upp á fjöll.
Á seinni árum fór hann að safna
og skrifa niður ýmislegt og sér-
staklega það sem tilheyrði Mý-
vatnssveit og er það ómetanlegur
fjársjóður sem vonandi á eftir að
koma á framfæri.
Það var mjög sérstakt þegar ég
fór að fara til Akureyrar og þegar
það spurðist að ég væri frá Hellu-
vaði, þá opnuðust allar dyr, allir
þekktu Jón frá Helluvaði og naut
ég þess. Og alltaf var gott að koma
á Spítalaveg til Jönna og Rænku,
skreppa í kjallarann, og ræða síðan
um heimsmálin yfir kaffibolla. •. ■*>
Hann sagði við mig fyrir nokkr-
um árum að hann væri orðinn
spenntur fyi’ir því að deyja Það
væri svo forvitnilegt að vita hvað
tæki við. Þetta er Jón Sigurgeirs-
son, hann þurfti alltaf að vita
hvernig hlutirnir virkuðu, eins og
þegar hann ungur drengur reif
klukkuna í sundur og sem fullorð-
inn maður reif lyklaborðið á tölv-
unni til að sjá hvernig það virkaði.
Ég vil þakka Jönna fyrir allt
sem hann var mér og minni fjöl-
skyldu, og kveðja hann eins og s
hann kvaddi oft „Það tekur þ\V
ekki að kveðjast vandlega, það er
svo stutt þangað til við sjáumst
næst“.
Ingólfur á Helluvaði.
• Fleirí minningargruinnr um Jón
Sigurgeirsson bíða biriingar og
munu birtast íblaðinu næstu daga.