Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ ^66 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 I Hundalíf Smáfólk Já herra. Skólinn byrjar í næstu Góðan penna, nokkra blíanta, Og fullt af láni. viku svo mig vantar ýmislegt. strokleður, glósubók. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Landsfaðir, er það slj órnvitringur ? Frá Steinari Steinssyni: NÚ FER senn að ljúka sauðburð- ar- og heyannaleyfi okkar bles- saðra landsfeðra. Þetta er afar strembið tímabil, að þeirra sögn. I leyfinu hafa þeir lært frasa eins og „krónan er sterk“ (þótt hún þurfi hækjur) og „við viljum ráðdeild og sparnað" (ekki þó hvað viðkemur hagsmunm þeirra). Nefnum nokkur smáatriði í bruðli Landsfeðranna: Landsmönnum er það ljóst að mikil atvinnubótavinna fyrir þing- menn og ráðherra er viðhöfð. Ef Landsfeðurnir slepptu hagsmuna- potinu gætu þeir bætt hér um, t.d. fækkað þingmönnum í 48 og ráð- herrum í 8. Við það sparaðist fé sem gæti t.d. bætt hag 500 öryrkja og ellilífeyrisþega um 10.000 kr á mánuði (hér á eftir er miðað við þessa upphæð). Auk þess sparast verulegur annar kostnaðar. Yfir-Landsfaðirinn taldi fyrir nokkru mikla þörf á að bæta við „supper“ bankastjóra í Seðlabank- ann því ábyrgðarþunginn væri slig- andi. Svo var að skilja að bankast- jórnin og sérfræðingarnir væru heldur slakir ábyrgðarmenn. Bank- inn er trúlega ofmannaður og mætti að skaðlausu losa bankann við stjórnina og eitthvað af sér- fræðingunum. Þá eru bankar og fjármálastofnanir komin með spá- sveitir svo það rignir yfir lýðinn afkomuspám. Það hlýtur að vera hægt að fækka líka í Þjóðhags- stofnun. Líklega mætti færa hér aura yfir í öryrkjakerfið er bætti hag 400 einstaklinga. A svonefndri kristnihátíð var minnst undirlægjuháttar íslenskra ráðamanna við erlendar þjóðir sem síðar þróaðist til missis sjálfstæðis. Ekki er laust við að sagan sé að endurtaka sig. Af forvitni opnaði ég sjónvarpið sem þá stundina var að sýna göngu Landsfeðranna nið- ur Almannagjá. Ósköp var þetta fríður hópur og það var augljóst að góðærið hafði komið við á þeirra bæjum. Landsfeðranna stóru hjörtu munaði ekki um að búa sér hér umgjörð, sem í kr. talið hefði getað bætt hag 4000 öryrkja og aldraðra Eitt af fínu gæluverkefnum Landsfeðranna er svonefnt Schengen-viðfangsefni, sem fjallar um sameiginleg landamæri með ríkjum á allt öðru meginlandi. Vegabréfin eru þó ekki úr sögunni því þau þarf til að sanna að þeirra er ekki þörf. Ef miðað er við reynslu verður kostnaður við þetta fina verkefni ekki undir kostnaði við lagfæringu á kjörum 6000 ör- yrkja og ellilífeyrisþega. Hér hefir aðeins verið tæpt á smáum liðum sem sæmilega velvilj- aðir Landsfeður ættu að ráða við. Ef heilsa og líf leyfir mun ég síðar velta upp liðum er varða miljarða. Hæpin er sú fullyrðing að fjármuni skorti til góðra verka, það vantai- aðeins svolítið brjóstvit og vilja. Fyrir nokkru heyrði ég frétt um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að gefa listaverk i kirkju og gladdist mjög. Síðar kom í ljós að Landsfeðurnir ætluðu ekki að gefa neitt, hinsveg- ar höfðu þeir veitt fjármunum úr ríkiskassanum til greiðslu á lista- verkinu. Á sama tíma og þessi menningarlega gleðifrétt barst, birti fréttastofa upplýsingar um aðferðarfræði Landsfeðranna við að skrapa í ríkiskassann. í augum Landsfeðranna hafa ellilífeyrisþeg- ar breið bök. Ef slíkir leyfa sér þá ósvinnu að bæta hag sinn lítillega kemur hin máttuga Landsfeðra- krumla, „86% í skatt væni minn“. Þetta þekkja fleiri en sá sem fréttamaðurinn vitnaði til. Eg biðst afsökunar á þessu nöldri, enda eru Landsfeðurnir góðir sögumenn og þjóðkjörnir. Ég skil nú reyndar ekki dálætið á sög- um Landsfeðranna og skortinn á vilja til að aga þann hagsmunahóp. STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Reykjavík. Tillitssemi vantar í fréttaflutninginn Frá Birnu Ósk Bjömsdóttur: MÁNUDAGINN 7. ágúst varð hryllilegt flugslys við Reykjavíkur- flugvöll með þeim afleiðingum að þrír dóu samstundis, þrír voru milli lífs og dauða og einn þeirra dó þremur dögum síðar. Tveimur dögum seinna, 9. ágúst, létust tveir i bílslysi við Hellu. Ég veit af eigin reynslu að það er ólýsanlegur sársauki, sem aldrei fer, að missa ástvin, þar sem ég missti bróður minn í bílslysi fyrir rúmu ári. En það virðist sem frétta- fólk sé algjörlega tilfinningalaust þar sem bæði i blöðum og sjónvarpi er verið að sýna myndir og mynd- bönd frá slysstað. Ég horfði á í fréttum þegar verið var að draga hálflátnar ef ekki látnar manneskj- ur úr flugvélarflakinu og sá myndir i blöðum þegar verið var að reyna að blása lífi í blessað fólkið. Síðan eru sýndar myndir af bíl, sem er varla þekkjanlegur sem bíll lengur, og verið að flytja fólkið i sjúkrabíl- inn. Er ekki nóg að segja frá því hvað gerðist? Er nauðsynlegt að sýna hlutina? Við sem höfum misst ástvini viljum ekki sjá þessa hluti (ég held að ég tali fyrir alla). Það er nóg að þurfa að lifa með sorginni. Verður kannski gengið enn lengra í framtíðinni. Það virðist ekkert vera til sem heitir tillitssemi hjá fréttamönnum gagnvart aðst- andendum. Heldur snýst frétta- flutningur af þessu tagi aðeins um það að sýna sem mest. Setjið ykkur í okkar spor. Mynduð þið vilja sjá bílflak eða flugvélarhræ sem sonur, dóttir, bróðir, systir, foreldrar eða vinir ykkar hafa látið lífið í? Er ekki nóg að finna fyrir sársaukan- um við það að missa ástvin, þurfum við að sjá hann líka? Fréttamenn og -konur - reynið einu sinni að vera mennsk. BIRNA ÓSK BJÖRNSDÓTTIR, Löngumýri 57, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.