Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Lýsisverksmiðjan við Ánanaust verður rifín imian skamms Ný íbúða- byggð skipu- lögð í Vest- urbænum Vesturbær LÝSISVERKSMIÐJAN við Ananaust verður rifln niður innan skamms og á svæðinu mun rísa íbúða- byggð sem og verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Margrét Þormar hjá borgarskipulagi Reykjavíkur sagði að frumtillaga að skipulagi fyrir svæðið hefði verið kynnt íbúum og hagsmuna- aðilum í sumar og að verið væri að vinna að breyttu deiliskipulagi með hliðsjón af þeim athugasemdum sem borist hefðu. Margrét sagðist vonast til þess að vinnunni við nýtt deiliskipulag lyki á næstu vikum þannig að hægt yrði að auglýsa tillöguna, eins og lög gerðu ráð fyrir, fyrir áramót. Þriggja hæða fjölbýlis- hús með þakhæð Reiturinn, sem gengur undir nafninu Sólvallagötu- reiturinn, afmarkast af Ánanaustum, Sólvallagötu, Framnesvegi og Holtsgötu og er um 2.500 fermetrar. Samkvæmt aðalskipulagi er hluti reitsins íbúðasvæði en hluti athafnasvæði. Mar- grét sagði að hugmyndin væri sú að breyta landnotk- uninni þannig að meirihluti svæðisins yrði íbúðarsvæði en að næst Ananaustum yrði einhver blanda íbúða- og athafnasvæðis. íbúar og hagsmuna- aðilar gerðu ýmsar athugasemdir Samkvæmt tillögunni sem kynnt var í sumar er gert ráð fyrir tæplega 4.400 fermetra fjölbýlishúsi á þremur hæðum með inn- dreginni þakhæð við Sól- vallagötu 80 og sams konar 300 fermetra fjölbýlishúsi við Sólvallagötu 78. Þá er gert ráð fyrir verslunar- og íbúðarhúsnæði á lóðinni við Ananaust. A reitnum er einnig gert ráð fyrir bíla- SOLVAl-LAGOfUREITyRINN Frumtillaga að deiliskipulagf Blandað, íbúðir, skrifstofu og verslunarhúsnæði Sólvallagata 78 og 80: Fjölbýli ( J-. / 'Leiksvæði og 40-50 bílastæði, að hlutaniðurgrafin—----------- kjallara fyrir um 40 til 50 bíla og leiksvæði. Margrét sagði að íbúarn- ir hefðu gert athugasemdir við ýmislegt, m.a. hæð hús- anna en að verktakarnir vildu byggja meira á reitn- um. Hún sagðist gera ráð fyrir því að breytt deili- skipulag myndi að ein- hverju leyti taka tillit til at- hugasemda beggja aðila og sagði hún að t.d. hefði verið rætt við arkitektana og þeir beðnir að skoða skugga- varp frá húsunum með til- liti til núverandi byggðar. Margrét sagði að við gerð frumtillögunnar hefði verið reynt að samræma byggingar á reitnum við nærliggjandi byggingar sem flestar væru á bilinu 2 til 4 hæðir. Hún sagði að nýbyggingarnar myndu að einhverju leyti skyggja á útsýni núverandi byggðar en að íbúarnir hefðu mátt gera ráð fyrir því þar sem lengi hefði staðið til að byggja á reitnum. Verktakafyrirtækið Giss- ur og Pálmi ehf. keypti lóð- ina við Sólvallagötu 80 fyrir ári síðan og sagðist Gissur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, vera ósáttur við það hvað skipu- lagsvinnan hefði tekið lang- an tíma. Hann sagði að engin starfsemi væri á lóð- inni núna, húsin stæðu tóm og að dýrt væri að eiga lóð á þessum stað og geta ekki hafið framkvæmdir. Gissur sagðist enn frem- ur vera mjög ósáttur við frumtillöguna sem kynnt hefði verið í sumar og fyrst og fremst byggingarmagn- ið. Hann sagðist vilja reisa fimm hæða íbúðarhús og einnig vildi hann að hafa grunnflötinn stærri. Samið um starfslok við Smára Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur gengið frá starfsloka- samningi við Smára Ólason, fyrrverandi yfirkennara Tónlistarskólans í Garðabæ. Samningurinn felur í sér að Smári láti af störfum við skólann frá 31. júlí sl. en njóti fastra launa í rannsókn- arleyfi til 30. júní á næsta ári. Jafnframt fái hann greidd- ar 12 yfirvinnustundir á mán- uði, frá 1. desember sl. til 30. nóvember nk., iðgjald í líf- eyrissjóð og hefðbundin launatengd gjöld. Bæjarráð staðfesti á þriðjudag síðastliðinn samn- inginn sem undirritaður er af Smára og Guðjóni E. Frið- rikssyni bæjarritara en í hon- um kemur fram að engar frekari kröfur verði gerðar vegna ágreinings aðilanna um ráðningu í starf skóla- stjóra Tónlistarskóla Garða- bæjar. I desember á síðasta ári réð bæjarstjórn einróma Agnesi Löve skólastjóra Tónlistarskólans úr hópi um- sækjenda og tók hún til starfa um áramót. Skólanefndin mælti með ráðningu Smára, sem var yf- irkennari og hafði stýrt skól- anum í forföllum fráfarandi skólastjóra. I kjölfar ráðn- ingarinnar gengust foreldrar barna í skólanum fyrir undir- skriftasöfnun til stuðnings Smára og fulltrúar í skóla- nefndinni sögðu af sér í mót- mælaskyni. íþróttahús Hauka við Ásvelli var tekið í notkun á miðvikudag. Morgunblaðið/Golli Æfingar eru hafnar í íþróttahúsinu á Asvöllum Hafnarfjörður ÆFINGAR eru hafnar í nýju íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði þó enn sé verið að vinna að ýmsu innanhúss, t.d. þrífa, mála og leggja rafmagn. Fyrstu æfingarnar fóru fram á miðvikudaginn en fyrsti opinberi leikurinn fer fram þann 20. eða 22. september þegar Islands- meistarar Hauka í hand- knattleik mæta bikarmeist- urum Fram í leik um það hverjir eru meistarar mcistaranna. Þann 1. októ- ber leika meistaraflokkar Hauka í handknattleik og körfuknattleik karla og kvenna fyrstu heimaleikina sína í nýja íþróttahúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu handknatt- leiksdeildar Hauka er þessa dagana m.a. verið að setja upp áhorfendabekki, einnig er verið að gera búningsklcfana tilbúna og anddyrið. Haukarnir þurfa sjálfir að fjármagna 20% af kostn- aðinum við byggingu húss- ins en Hafnarfjarðarbær fjármagnar 80%. Til þess að vinna upp í þennan kostnað hafa Hauk- arnir tekið að sér ýmsa verkþætti, t.d. lögðu þeir gólfið og merktu vellina en talið er að um sjö km af límbandi hafi verið notaðir við merkingarnar cn lín- urnar eru samtals um þrír km. Auk framkvæmdanna innanhúss á eftir að gera ýmislegt utanhúss, t.d. klára bflastæðin og leggja hitalagnir í gangstéttir. Allt á að verða orðið klárt þann 12. aprfl á næsta ári en þá á félagið 70 ára af- mæli og þá verður húsið formlega vígt. 12 km af ljósleið- ara á 2 vikum Grafarvogur UM 40 manns vinna nú að því á vegum ístaks að leggja aðal- ljósleiðaranet Línu.Nets um höfuðborgarsvæðið. Undan- farnar tvær vikur hafa verið lagðir 12 km víðs vegar á svæðinu. Um þessar mundir verða margir varir við framkvæmdir sem þessu tengjast við Fjall- konuveg þar sem grafa og dráttarvél eru að störfum við að leggja niður rör sem ljós- leiðarinn er svo dreginn í. Að sögn Aðalsteins Sigþórs- sonar, staðarstjóra hjá Istaki, byggir ljósleiðarakerfið upp á hringjum, þannig að þótt leiðsla rofni á einum stað er kerfið starfhæft engu að síður. Lagður er hringur og leggir út frá honum þannig að ýmis fyrirtæki og stofnanir geti tengst kerfinu, samkvæmt samningum sínum við Línu.- Net eða Íslandssíma. Meðal viðskiptavinanna eru grunn- skólar Reylqavíkurborgar en framkvæmdirnar standa í tengslum við gagnaflutnings- kerfi skólanna sem Landssím- inn og Reykjavíkurborg hafa deilt um vegna þess að verkið var ekki boðið út. Auk þess að vera að störf- um í Grafarvogi eru menn frá Istaki að grafa niður rörin í Vesturbænum, Seltjarnar- nesi, Garðabæ, Kópavogi og Breiðholti. 40-50 manns vinna að verkinu, að sögn Aðal- steins; starfsmenn Istaks og undirverktaka. Stefnt er að því að ljúka þessum áfanga verksins fyrir jól með frágangi en lagðir verða 55 km af Ijósleiðara. Síð- ustu 2 vikur hafa verið lagðir 12 km. Um leið og starfsmenn ís- taks hafa lagt rörin koma vinnuflokkar á vegum Línu.- Nets og draga ljósleiðara- kapalinn inn í þau. Lögð eru tvö rör til þess að eiga til fram- tíðar þurfi að auka flutnings- getuna vegna aukinnar eftir- spurnar eða þarfar. Morgunblaðið/Golli Starfsmenn á vegum fstaks að störfum viö Fjallkonuveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.