Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 19.09.2000, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Lýsisverksmiðjan við Ánanaust verður rifín imian skamms Ný íbúða- byggð skipu- lögð í Vest- urbænum Vesturbær LÝSISVERKSMIÐJAN við Ananaust verður rifln niður innan skamms og á svæðinu mun rísa íbúða- byggð sem og verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Margrét Þormar hjá borgarskipulagi Reykjavíkur sagði að frumtillaga að skipulagi fyrir svæðið hefði verið kynnt íbúum og hagsmuna- aðilum í sumar og að verið væri að vinna að breyttu deiliskipulagi með hliðsjón af þeim athugasemdum sem borist hefðu. Margrét sagðist vonast til þess að vinnunni við nýtt deiliskipulag lyki á næstu vikum þannig að hægt yrði að auglýsa tillöguna, eins og lög gerðu ráð fyrir, fyrir áramót. Þriggja hæða fjölbýlis- hús með þakhæð Reiturinn, sem gengur undir nafninu Sólvallagötu- reiturinn, afmarkast af Ánanaustum, Sólvallagötu, Framnesvegi og Holtsgötu og er um 2.500 fermetrar. Samkvæmt aðalskipulagi er hluti reitsins íbúðasvæði en hluti athafnasvæði. Mar- grét sagði að hugmyndin væri sú að breyta landnotk- uninni þannig að meirihluti svæðisins yrði íbúðarsvæði en að næst Ananaustum yrði einhver blanda íbúða- og athafnasvæðis. íbúar og hagsmuna- aðilar gerðu ýmsar athugasemdir Samkvæmt tillögunni sem kynnt var í sumar er gert ráð fyrir tæplega 4.400 fermetra fjölbýlishúsi á þremur hæðum með inn- dreginni þakhæð við Sól- vallagötu 80 og sams konar 300 fermetra fjölbýlishúsi við Sólvallagötu 78. Þá er gert ráð fyrir verslunar- og íbúðarhúsnæði á lóðinni við Ananaust. A reitnum er einnig gert ráð fyrir bíla- SOLVAl-LAGOfUREITyRINN Frumtillaga að deiliskipulagf Blandað, íbúðir, skrifstofu og verslunarhúsnæði Sólvallagata 78 og 80: Fjölbýli ( J-. / 'Leiksvæði og 40-50 bílastæði, að hlutaniðurgrafin—----------- kjallara fyrir um 40 til 50 bíla og leiksvæði. Margrét sagði að íbúarn- ir hefðu gert athugasemdir við ýmislegt, m.a. hæð hús- anna en að verktakarnir vildu byggja meira á reitn- um. Hún sagðist gera ráð fyrir því að breytt deili- skipulag myndi að ein- hverju leyti taka tillit til at- hugasemda beggja aðila og sagði hún að t.d. hefði verið rætt við arkitektana og þeir beðnir að skoða skugga- varp frá húsunum með til- liti til núverandi byggðar. Margrét sagði að við gerð frumtillögunnar hefði verið reynt að samræma byggingar á reitnum við nærliggjandi byggingar sem flestar væru á bilinu 2 til 4 hæðir. Hún sagði að nýbyggingarnar myndu að einhverju leyti skyggja á útsýni núverandi byggðar en að íbúarnir hefðu mátt gera ráð fyrir því þar sem lengi hefði staðið til að byggja á reitnum. Verktakafyrirtækið Giss- ur og Pálmi ehf. keypti lóð- ina við Sólvallagötu 80 fyrir ári síðan og sagðist Gissur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, vera ósáttur við það hvað skipu- lagsvinnan hefði tekið lang- an tíma. Hann sagði að engin starfsemi væri á lóð- inni núna, húsin stæðu tóm og að dýrt væri að eiga lóð á þessum stað og geta ekki hafið framkvæmdir. Gissur sagðist enn frem- ur vera mjög ósáttur við frumtillöguna sem kynnt hefði verið í sumar og fyrst og fremst byggingarmagn- ið. Hann sagðist vilja reisa fimm hæða íbúðarhús og einnig vildi hann að hafa grunnflötinn stærri. Samið um starfslok við Smára Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur gengið frá starfsloka- samningi við Smára Ólason, fyrrverandi yfirkennara Tónlistarskólans í Garðabæ. Samningurinn felur í sér að Smári láti af störfum við skólann frá 31. júlí sl. en njóti fastra launa í rannsókn- arleyfi til 30. júní á næsta ári. Jafnframt fái hann greidd- ar 12 yfirvinnustundir á mán- uði, frá 1. desember sl. til 30. nóvember nk., iðgjald í líf- eyrissjóð og hefðbundin launatengd gjöld. Bæjarráð staðfesti á þriðjudag síðastliðinn samn- inginn sem undirritaður er af Smára og Guðjóni E. Frið- rikssyni bæjarritara en í hon- um kemur fram að engar frekari kröfur verði gerðar vegna ágreinings aðilanna um ráðningu í starf skóla- stjóra Tónlistarskóla Garða- bæjar. I desember á síðasta ári réð bæjarstjórn einróma Agnesi Löve skólastjóra Tónlistarskólans úr hópi um- sækjenda og tók hún til starfa um áramót. Skólanefndin mælti með ráðningu Smára, sem var yf- irkennari og hafði stýrt skól- anum í forföllum fráfarandi skólastjóra. I kjölfar ráðn- ingarinnar gengust foreldrar barna í skólanum fyrir undir- skriftasöfnun til stuðnings Smára og fulltrúar í skóla- nefndinni sögðu af sér í mót- mælaskyni. íþróttahús Hauka við Ásvelli var tekið í notkun á miðvikudag. Morgunblaðið/Golli Æfingar eru hafnar í íþróttahúsinu á Asvöllum Hafnarfjörður ÆFINGAR eru hafnar í nýju íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði þó enn sé verið að vinna að ýmsu innanhúss, t.d. þrífa, mála og leggja rafmagn. Fyrstu æfingarnar fóru fram á miðvikudaginn en fyrsti opinberi leikurinn fer fram þann 20. eða 22. september þegar Islands- meistarar Hauka í hand- knattleik mæta bikarmeist- urum Fram í leik um það hverjir eru meistarar mcistaranna. Þann 1. októ- ber leika meistaraflokkar Hauka í handknattleik og körfuknattleik karla og kvenna fyrstu heimaleikina sína í nýja íþróttahúsinu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu handknatt- leiksdeildar Hauka er þessa dagana m.a. verið að setja upp áhorfendabekki, einnig er verið að gera búningsklcfana tilbúna og anddyrið. Haukarnir þurfa sjálfir að fjármagna 20% af kostn- aðinum við byggingu húss- ins en Hafnarfjarðarbær fjármagnar 80%. Til þess að vinna upp í þennan kostnað hafa Hauk- arnir tekið að sér ýmsa verkþætti, t.d. lögðu þeir gólfið og merktu vellina en talið er að um sjö km af límbandi hafi verið notaðir við merkingarnar cn lín- urnar eru samtals um þrír km. Auk framkvæmdanna innanhúss á eftir að gera ýmislegt utanhúss, t.d. klára bflastæðin og leggja hitalagnir í gangstéttir. Allt á að verða orðið klárt þann 12. aprfl á næsta ári en þá á félagið 70 ára af- mæli og þá verður húsið formlega vígt. 12 km af ljósleið- ara á 2 vikum Grafarvogur UM 40 manns vinna nú að því á vegum ístaks að leggja aðal- ljósleiðaranet Línu.Nets um höfuðborgarsvæðið. Undan- farnar tvær vikur hafa verið lagðir 12 km víðs vegar á svæðinu. Um þessar mundir verða margir varir við framkvæmdir sem þessu tengjast við Fjall- konuveg þar sem grafa og dráttarvél eru að störfum við að leggja niður rör sem ljós- leiðarinn er svo dreginn í. Að sögn Aðalsteins Sigþórs- sonar, staðarstjóra hjá Istaki, byggir ljósleiðarakerfið upp á hringjum, þannig að þótt leiðsla rofni á einum stað er kerfið starfhæft engu að síður. Lagður er hringur og leggir út frá honum þannig að ýmis fyrirtæki og stofnanir geti tengst kerfinu, samkvæmt samningum sínum við Línu.- Net eða Íslandssíma. Meðal viðskiptavinanna eru grunn- skólar Reylqavíkurborgar en framkvæmdirnar standa í tengslum við gagnaflutnings- kerfi skólanna sem Landssím- inn og Reykjavíkurborg hafa deilt um vegna þess að verkið var ekki boðið út. Auk þess að vera að störf- um í Grafarvogi eru menn frá Istaki að grafa niður rörin í Vesturbænum, Seltjarnar- nesi, Garðabæ, Kópavogi og Breiðholti. 40-50 manns vinna að verkinu, að sögn Aðal- steins; starfsmenn Istaks og undirverktaka. Stefnt er að því að ljúka þessum áfanga verksins fyrir jól með frágangi en lagðir verða 55 km af Ijósleiðara. Síð- ustu 2 vikur hafa verið lagðir 12 km. Um leið og starfsmenn ís- taks hafa lagt rörin koma vinnuflokkar á vegum Línu.- Nets og draga ljósleiðara- kapalinn inn í þau. Lögð eru tvö rör til þess að eiga til fram- tíðar þurfi að auka flutnings- getuna vegna aukinnar eftir- spurnar eða þarfar. Morgunblaðið/Golli Starfsmenn á vegum fstaks að störfum viö Fjallkonuveg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.