Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 * UMRÆÐAN SKOÐUN „Vísindin efla alla dáð“ ÞEGAR ég snéri til vinnu úr sumarfríi beið mín tilboð sem mörgum þætti freist- andi. Tilboð um auka- vinnu sem ég ynni í vinnutímanum, þyrfti ekki að hafa mikið fyrir en fengi dável greidda. Með þessu (gæti ég hámarkað tekjur mínar eins og það heitir og þykir eftirsóknarvert í dag. Þetta er það sem svokallaðir samstarfs- læknar deCODE (La Roehe) hafa verið að gera undanfarin ár en þeir eru nálega eitt hundrað. Ekki hefur það vafizt fyrir þeim og hafa þeir þó ekki einu sinni skráð sjálf- ir gögnin sem þeir hafa verið að selja og eru í eigu sjúklinga en í vörzlu ríkisspítalanna. Fyrir utan peningagreiðslur hafa þeir fengið hlutabréf í deCODE. Þar hefur verið vel greitt fyrir létt verk. Eg ætla að bíða með að skýra frá ákvörðun minni varðandi gylliboð- ið og hvað í því felst. Enginn getur hins vegar neytt mig til að taka þátt í þeirri vísindastarfsemi sem þar um ræðir. Eg á þó frelsið til að velja, þetta frelsi sem lofað er á tyllidögum. Eða getur Guðmundur Einarsson forstjóri heilsugæzlunn- ar í Reykjavík ef til vill neytt mig til þess? Eða bannað? I Undanfarið hefur mikið verið -fjallað um sýndarviðræður ís- lenzkrar erfðagreiningar og Læknafélags Islands, en í þeim hafa tekið þátt, auk Sigurbjörns Sveinssonar og Kára Stefánssonar, að beiðni íslenzkrar erfðagreining- ar, landlæknir og Vilhjálmur Árna- son prófessor í siðfræði við Há- skóla íslands og leiðbeinandi í siðfræði við Islenzka erfðagrein- ingu um tveggja ára skeið. Þeir síðarnefndu hafa væntanlega verið viðstaddir þegar viðræðum aðila var slitið 11. ágúst sl. og það skjal- fest með undirskrift. Skjal sem Kári Stefánsson var búinn að þýða frjálslega, vægast sagt, á ensku og birta á Nasdaq með undirskrift •Sigurbjörns Sveinssonar formanns Læknafélagsins örfáum klukku- stundum síðar! Hvar halda menn að Sigurbjörn og Læknafélagið lægju í dag ef hann hefði komið svona fram við Kára? Ég hef rakið það í Morgunblaðs- grein að viðræður Læknafélags ís- lands og íslenzkrar erfðagreining- ar eru markleysa. Um hvað er verið að semja? Nýjan Helsinki- sáttmála eða nýjan mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna? Lögin um réttindi sjúklinga gera kröfu um upplýst samþykki og vísa í alþjóðasamþykktir, m.a. Helsinkisamþykkt Alþjóða lækna- samtakanna. Læknafélag Islands _ þer að standa vörð um það. Gagna- grunnslögin leyfa hins vegar deCODE að sniðganga þessar reglur. Um þetta er deilt og ef menn þverskallast við að skilja það og breyta ekki lögunum mun engin niðurstaða fást nema fyrir dóm- stólum. Þangað stefnir málið óð- fluga. II Ég hef marglýst því yfir að ég muni aldrei láta færa sjúkraskrár sem ég skrái sem minnispunkta - glósur í gagnagrunn til að nota í -ísvísindalegum“ tilgangi. Þann heiður minn mun ég verja og frek- ar láta reka mig úr starfi en beygja mig fyrir slíku ofbeldi. Slík gögn geta ekki talizt vera vísinda- gögn. Það eru engin vísindi að hrúga saman glósum frá þúsund- um lækna og ætla að fá eitthvað vitrænt út úr því. Tölvuvinnsla hreytir engu þar um. Ekki einu sinni þótt notaðar séu ofurtölvur og -forrit. Að kalla slíkt vísindi er svo fáranlegt að vart tekur tali. Stuðn- ingur landlæknis við slíka „vísindastarf- semi“ er honum til vansæmdar. Ég ætla ekki að taka þátt í að búa til þann vanskapnað sem gagnagrunnurinn verður. Raunar er með ólíkindum að Læknafélag íslands skuli aldrei hafa rætt þessa hlið málsins og aðeins haldið einn al- mennan fund um málið (þá gagna- grunnsfrumvarp) á tveimur og hálfu ári. Þá vekur hitt ekki síður furðu að læknadeild Háskóla ís- lands skuli ekki hafa fjallað um Sjúkraskrár ✓ Eg ætla ekki að taka þátt í að búa til þann vanskapnað, segir Jóhann Tómasson, sem gagnagrunnurinn verður. þessa „vísindastarfsemi“ opinber- lega. Allir læknar sem stunda klíniska læknisfræði og hafa eðlilega greind vita að í erli dagsins er ekki verið að búa til vísindagögn á læknastofum, heilsugæzlustöðvum og sjúkrahúsum. Þau vísindastörf sem þó eru unnin þar verða hins vegar að fylgja nákvæmri skil- greindri áætlun og krefjast skrán- ingar í samræmi við það. Eðli máls samkvæmt eru þau mjög tímafrek. Vel má vera að beztu klínisku læknarnir skrái lítið en vandi þeim mun meira verk sín og ákvarðanir. Kannski halda þeir tvöfalt bókhald - sjúklinganna vegna. Trúir því annars nokkur maður í alvöru að læknar, sem eyða öllum sínum tíma til að sjá og annast sjúklinga og helga sig því eingöngu, séu á móti framförum og þekkingu? Haldnir þekkingar- ótta(!) eins og einn penni Kára orðaði það í Morgunblaðinu. Hafa menn farið inn á vef deCODE (deCODE.is) og skoðað hvers kon- ar þekkingu er hægt að verða sér út um þar? Áróðursbréf Kára Stefánssonar og viðtöl við hann í fjölmiðlum og tímaritum, t.d. í New Scientist magazine 15. júlí sl., benda til þess að reynsla hans í klínískri hvers- dags læknisfræði mætti vera meiri. Hitt er alvarlegra að pró- fessorar í læknadeild Háskóla ís- lands, sem ættu að sjá augljósa vísindalega vankanta gagna- grunnsins, skuli ganga fram fyrir skjöldu vegna þessarar „vísinda- starfsemi“. Fyrir utan það sem þeir hafa gert á bak við tjöldin í þágu Kára og La Roche. Núverandi forseti læknadeildar og a.m.k. tveir fyrr- verandi forsetar deildarinnar styðja þessa makalausu „vísinda- starfsemi". Tveir prófessorar í læknadeild sitja í vísindaráði ís- lenzkrar efðagreiningar og bera hér fulla ábyrgð. Hvers á Háskóli íslands að gjalda? Og hvers á Jónas Hall- grímsson, listaskáldið góða og vís- indamaðurinn gagnrýni, að gjalda? Hann sem á orðin frægu sem Há- skóli Islands hefur að einkunnar- orðum sínum og eru fyrirsögn þessarar greinar? Höfundur er læknir. Jóhann Tómasson RITSTJORANN SKORT- IR MANNDÓM TIL AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR VIÐBROGÐ DV við nýlegri grein undirrit- aðs í Morgunblaðinu koma síst á óvart. Hvergi er vikið að kjarna _ gagnrýni minnar. í stað þess er reynt að varpa ryki í augu lesenda og „al- mennar ritstjórnar- reglur“ blaðsins tíundaðar. Slíkt kem- ur engum við. Ef ég geri, að fenginni reynslu og af ærnu tilefni, sérsamning við umsjónarmann helg- arblaðs um að texti á forsíðu sé háður mínu samþykki, ber að sjálfsögðu að standa við slíkan samning. Annað flokkast undir samnings- brot. Það er sú tegund óheiðar- leika í samskiptum sem ekki er viðunandi. Svo vill til að í rafpósti til undirritaðs hefur Páll Ásgeir Ásgeirsson þegar tekið ábyrgð á að hafa sjálfur ákveðið að víkja frá gerðu samkomulagi. „Annað gekk hreinlega ekki“ segir í skeytinu og „mér þykir það leitt“. En í stað þess að viðurkenna brot sitt nú reyna bæði ritstjórar og umrædd- ur blaðamaður að drepa á dreif því sem málið snýst um. Tökum sem dæmi: Ef DV falast eftir viðtali við Kristján Jóhanns- son óperusöngvara gegn því að kosta ferð hans til Islands fellur slíkt væntanlega utan „almennra ritstjórnarreglna" DV. Blaðinu ber hins vegar að standa straum af kostnaðinum ef um það er samið. Allt annað eru samningsrof, hvort sem um er að ræða munnlegt eða skriflegt samkomulag. Annað dæmi: Ef Páll Ásgeir gerir samkomulag um að fá lánaða tiltekna fjárupphæð gegn skilvísri endurgreiðslu er hæpið að hann komist upp með að víkja frá gerðu samkomulagi með skýringum eins og þeim sem fyrir mig voru lagðar „að þetta gangi hreinlega ekki“ og að sér „þyki þetta leitt“. Fyrr eða síðar kemur að skulda- dögum. Orð skulu standa. Samn- ingar skulu halda. Það er allt og sumt. Grundvallarreglur í samfélaginu Rétt er að taka fram að ég gerði engar athugasemdir við umrætt viðtal enda snýst þetta mál ekki um eitt tiltekið viðtal eða mig persónulega. Það snýst um grund- vallarreglur í samfélaginu. Það snýst um siðferðið í íslenskum fjölmiðlum, siðferðið í samskiptum fólks á þessu landi. Ég kaus að lýsa samskiptum mínum við blaða- mann DV í smáatriðum, öðrum til varnaðar, en jafnframt til að hefja löngu tímabæra umræðu um þenn- an málaflokk sem af einhverjum orsökum hefur ekki fengið mikið rými á síðum íslenskra dagblaða að undanförnu, a.m. k ekki í DV. Hvers vegna þegja menn þunnu hljóði? Undirritaður gerði sér ljósa grein fyrir hugsanlegum eftirmál- um greinarinnar fyrrnefndu í Morgunblaðinu áður en í hana var ráðist. Fyrir því eru augljósar ástæður að einstaklingar veigra sér við því að ganga fram fyrir skjöldu og mótmæla vinnubrögðum öflugs fjölmiðils á borð við DV. Ljóst er að viðkomandi verður látinn gjalda þess á síðum DV og möguleikar hans til að verja sig eða gera athugasemd- ir í blaðinu verða takmarkaðir. Hvoru- tveggja hefur þegar sýnt sig í því tilfelli sem hér um ræðir. Veiðileyfi . hefur þegar verið gefið út á undirritaðan eins og væntanlega mun koma enn betur í ljós á næstu misserum. Þá ber og að nefna að til þessa dags hafa dóm- stólar landsins ekki tekið þannig á málum af þessu tagi að hugs- anlegur málarekstur svari peningalegum útgjöldum þegar upp er staðið. Drengskapur og æra sett að veði Ritstjórar DV reyna að halda hlífiskildi yfir blaðamanni sínum með því að fullyrða að orð mín eigi ekkert skylt við sannleikann. At- Þá get ég líka fullyrt að hér er ómaklega vegið að ágætu fólki, segír Jakob Frímann Magnússon. Enginn af áðurnefndum palladóm- um fær staðist. Af þess- um skrifum öllum stafar súr og andstyggilegur fnykur, mengun sem er löngu tímabært að stemma stigu við. hugasemdir mínar við þær fullyrð- ingar virðir blaðið síðan að vettugi og neitar að birta. Með þessu vill DV bæta Jakobi Frímanni í hóp sem það hefur sjálft valið og útnefnt, hrakmenna á borð við Skúrkinn í Valhöll og Hórkarlinn í miðbænum. Nú er það sumsé : Lygarinn í Stuðmönn- um! Við ritstjóra DV segi ég þetta: Ég stend við hvert orð í grein minni og legg drengskap minn og æru að veði. Versta mengunin Þó kveikjan að skrifum mínum sé meðferð sú af hálfu DV sem ég og fleiri einstaklingar hafa mátt sæta að undanförnu, er alllangt síðan ég gerði mér grein fyrir þeirri óheillavænlegu þróun á rit- stjórn og vinnubrögðum sem gerð er að umræðuefni í fyrrnefndri grein. Hið raunverulega tilefni skrifanna er sú skoðun mín að það að láta skrif og vinnubrögð af þessu tagi óátalin, skapi í raun einn alvarlegasta mengunarvanda nútímans á Islandi. Skilaboðin sem börnin okkar fá eru þar með þessi: Það er allt í lagi að rægja náung- ann og kalla hann öllum illum nöfnum. Það þarf enginn að óttast að vera dreginn til ábyrgðar fyrir slíkt. Illkvittni er í tísku. Það er „svalt“ að viðhafa niðurlægjandi ummæli um annað fólk, ummæli á borð við: „Ingvav er að verða göm- ul lumma og löngu búinn að spila öllu frá sér“ (DV. 28.1. 2000) „Dóra ...er engu síður eitt mest óþolandi „concept“ sem hefur fengið að viðgangast hér á landi. Hún... er orsök þess að vitleysing- urinn Svavar Orn fær að vaða uppi“ (DV 4.8. 2000) „Bjarni er skólabókardæmi um... gæja sem skilur ekki hvar mörk hans liggja. Hann byrjaði sem massaleiðin- legur Bylgjugaur.“ (DV 4.8. 2000) „Vilhjálmur er stimplaður sem súkkulaðigæi af verstu gerð. Þá er hann útbrunninn, vitlaus og húm- orslaus“ (DV 29.1. 2000). Viljum við þetta virkilega? Ég held að svo sé alls ekki. Og þar sem svo vill til að ég þekki alla þá persónulega sem í þessum skrifum hafa verið til nefndir, þá get ég líka fullyrt að hér er ómaklega vegið að ágætu fólki. Enginn af áðurnefndum palla- dómum fær staðist. Af þessum skrifum öllum stafar súr og and- styggilegur fnykur, mengun sem er löngu tímabært að stemma stigu við. Páll Ásgeir Ásgeirsson blaða- maður reynir í svargrein sinni í Mbl. 7.9. sl. að draga athygli les- enda frá raunverulegu broti sínu og halda því fram að Jakob Frí- mann hljóti að vera voðalega sár og sjá eftir því að hafa veitt DV viðtal. Svo er alls ekki. Þennan sama punkt lepur Óli Björn Kára- son ritstjóri upp eftir honum og gerir að megininntaki vandræða- legs DV-leiðara sama dag, en aul- ast síðan til að viðurkenna að það hafi verið mistök að nefna Jón Ragnarsson Skúrkinn í Valhöll. Ritstjórann skortir hins vegar manndóm til að biðjast afsökunar. Skúrkurinn, Hórkarlinn og nú Lygarinn bíða átekta Mér ofbauð forsíðuuppslátturinn „Skúrkurinn í Valhöll". Ég ákvað þá loks að stinga niður penna og beina m.a. kastljósum að blíðmálga blaðamanni DV sem nálgast við- fangsefni sitt á nótum „gagn- kvæms trausts og trúnaðar", byggt á traustum grunni fóst- bræðralags og drengskapar, leyfir viðmælandanum að vera sáttur við sjálft viðtalið, en tekur hann síðan „aftan frá“ með forsíðuuppslættin- um eða fyrirsögninni. Hinar ná- kvæmu og raunsönnu lýsingar mínar vogar ritstjóri DV sér að af- greiða sem hreinan uppspuna „persónuníð", „dylgjur" og „svæsnar árásir" á nafngreindan blaðamann DV. Ritstjórum og ábyrgðarmönnum DV hefur verið gefinn kostur á að draga ummæli sín um Lygarann, Hórkarlinn og Skúrkinn til baka og biðja fjölskyldur þeirra forláts með sérstöku bréfi. Fátt bendir til þess að blaðið muni ætla sér slíkt. Það væri að líkindum hollast fyrir samfélagið, ekki síst blaðamennina sjálfa, að fá dómstóla til að skera úr um hvar mörkin liggja þegar vegið er að æru þjóðþekktra jafnt sem óþekktra íslendinga. Hvað næst? Gengur t.a.m. fyrirsögnin „Kyn- villingurinn á Alþingi"? Hvað með „Barnaníðingurinn í lögreglunni!“, „Skækjan í stjórnarráðinu" eða „Mannorðsmorðinginn á DV“? Allt hljómar þetta krassandi og kæmi vafalaust til með að selja fleiri blöð. Hagnað af slíkri sölu- mennsku er hins vegar ekki hægt að flokka undir annað en illa feng- ið fé. Og þeir sem ábyrgðina bera þurfa að gera sér ljósa grein fyrir því að athæfi þeirra flokkast undir alvarlegustu tegund mengunar í samfélagi okkar. Mengun hugar- farsins. Höfundur varfv. blaöamaður en er það vfst ekki lengur. Jakob Frímann Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.