Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 35
Fordómar ása í garð jötna
Edda.ris eða Skírnismál
að nýju eftir Svein Ein-
arsson verða frumsýnd í
kvöld, 19. september, á
Smíðaverkstæðinu. Það
er leikhópurinn Banda-
menn sem sýnir 1 sam-
starfí við Þjóðleikhúsið,
EDDA.RIS er þriðja verkefni leik-
hópsins Bandamanna á átta árum.
Fyrsta frumsýningin var á Listahá-
tíð 1992, á Bandamannasögu sem
sýnd var í Norræna húsinu og fór síð-
an víða um heim og vakti mikla at-
hygli hvarvetna. Leikhópurinn dró
nafn sitt af þessari fyrstu sýningu en
fylgdi henni síðan eftir með Amlóða-
sögu 1996 og nú fjórum árum síðar
birtist Edda.ris, byggð á Skímismál-
um Eddukvæða. Höfuðpaur Banda-
manna og hugmyndasmiður er
Sveinn Einai-sson. Hann hefur skrif-
að handrit sýninganna og átt frum-
kvæði að vali viðfangsefna; markað
leikhópnum þá sérstöðu sem raun
ber vitni. „Markmið okkar hefur ver-
ið frá upphafi að færa áhorfendum
okkar bókmennta- og menningararf
þjóðarinnar í aðgengilegu leikhús-
formi,“ segir Sveinn.
Sonur fræðimannsins
I leikskrá Edda.ris stendur m.a.:
„Þegar Bandamannaflokkurinn var
stofnaður 1992, lá ekki að baki annar
metnaður en að minna á okkar menn-
ingararf - bókmenntalegan, tónlist-
arlegan, leikrænan og danslegan - og
halda honum í lifandi og fersku formi
að nútímaáhorfendum. Þetta mark-
mið hefur ekkert breyst í þau átta ár
sem leikflokkurinn hefur starfað og
Edda.ris er í þeim anda.“
Sveinn segir að Sveinn Haralds-
son, gagnrýnandi Morgunblaðsins,
hafi hitt naglann á höfuðið í umsögn
sinni um leikrit Sveins Dóttur skálds-
ins sem frumsýnt var á dögunum, að
þar væri greinilega höfundurinn son-
ur fræðimannsins. Faðir Sveins var
Einar Olafur Sveinsson norrænu-
fræðingur og einn helsti fomsagna-
fræðingur okkar á 20. öld. „Hann á
sinn þátt í þessu vali okkar Banda-
manna á viðfangsefnum. Eg minnist
þess að hann hafi eitt sinn sagt við
mig að líklega mætti gera skemmti-
lega leiksýningu upp úr Banda-
mannasögu. Þar væru öll hráefni til
staðar. Ungur maður sem hefst til
valda og eigna af sjálfum sér. Valda-
stéttin sem fyrir er vill koma honum
á kné og beitir til þess öllum tiltæk-
um ráðum, lagakrókum og fólsku-
brögðum ýmiss konar. A þeim tíma
sem við æfðum þessa sýningu hafði
ég sökkt mér ofan í rannsóknarvinnu
og fræðimennsku um hríð vegna
vinnu minnar við fyrsta bindi ís-
lenskrar leiklistarsögu. Þar uppgötv-
aði ég ýmislegt um leiklist til forna
eins og Háuþóruleiki og vikivaka sem
við nýttum okkur í sýningunni. Sýn-
ingin kom mörgum á óvart þar sem
hún þótti skemmtileg en margir
höfðu þá hugmynd að fomsögumar
væm ekki skemmtiefni og alls ekki
fallið til leiks á sviði. Það sem kom
okkur hins vegar á óvart var hversu
lítill áhugi skólayfirvalda var á að
nýta sér sýninguna til kennslu ungl-
inga og kynna fyrir þeim bókmennta-
arfinn á þennan hátt. Mér er minnis-
stætt að aðeins einn skóli, Mennta-
skólinn í Kópavogi, sendi hóp
nemenda á sýningu til okkar; þau
komu með hangandi haus en fóm
skellihlæjandi og stórhrifin. Síðan
hafa aðrir nýtt sér fomsögurnar með
góðum árangri, Ormstunga er gott
dæmi um velheppnaða úrvinnslu og
einnig mætti nefna nýlega sýningu
Möguleikhússins á Völuspá."
Æsir haldnir
kynþáttafordómum
Leikhópur Bandamanna var í upp-
hafi skipaður þeim Borgari Garðars-
syni, Felix Bergssyni, Jakobi Þór
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Leikhópurinn Bandamenn: Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarsson, Felix Bergsson, Stefán Sturla Sigurjóns-
son, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sveinn Einarsson, Helga Björnsson og Katrín Þorvaldsdóttir. Fjarverandi
er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
koma sér niður á efni og ræða það
lauslega. Síðan þegar það er fundið
tekur við lestur og öflun heimilda af
ýmsu tagi. Á þessu stigi byijum við
einnig að henda á milli okkar hug-
myndum, spinnum og gemm alls
kyns grannæfingar sem nýtast okk-
ur í vinnunni. Við höfum notfært okk-
ur aðferðir úr japönsku suzuki-leik-
húsi ásamt öðra sem okkur hefur
lagst til. Þriðja þrepið er að skrifa
handrit að sýningunni og það hefur
verið mitt verk. I fjórða og síðasta
lagi tekur æfingatíminn við og þá er
stefnt á framsýningu. Þessi tími er
einna hefðbundnastur hvað vinnulag
snertir en þó hefur hópurinn alltaf
eitthvað til málanna að leggja og sýn-
ingin og verkið taka breytingum all-
an æfingatímann. Við höfum einnig
notið góðs af því að þegar við eram að
sýna erlendis þá er hver sýning eins
og framsýning. Einbeitingin er því
fullkomin í nær hvert einasta sinn,
sýningin dettur aldrei í rútínu og
þegar best hefur tekist til þá rennur
þetta í gegn eins og tónverk, hver
nóta skýrt mótuð og leikararnir eins
og samstillt hljóðfæri."
Edda.ris er samstarfsverkefni
Bandamanna við Þjóðleihúsið að því
leyti að sýnt er á Smíðaverkstæðinu.
„Við höfum fengið þama inni og er-
um afskaplega þakklát fyrir það.
Fjármögnun sýninga er ávallt erfið-
leikum bundin og öll aðstoð og fyrir-
greiðsla er þegin með þökkum. Sýn-
ingin nýtur styrks frá Reykjavík -
menningarborg Evrópu 2000 og
einnig fengum við styrk frá velgjörð-
armanni okkar erlendis sem hefur
séð sýningar hópsins og hreifst af.
Við börðumst lengi við að fá styrk frá
leiklistarráði og fengum loks styrk á
þessu ári til þessarar sýningar. Okk-
ur þótti mál til komið,“ segir Sveinn
sem horfir glaðbeittur fram til
frumsýningar í kvöld.
Skírnir í jötnahöndum. Morgunblaaið/Ami Sæberg
Leikarar og
listrænir
stjórnendur
Edda.ris eftir Svein Einars-
son.
Leikarar: Stefán Sturla Sigur-
jónsson, Þórunn Magnea, Jak-
ob Þór Einarsson, Felix Bergs-
son, Borgar Garðarsson og
Steinunn Ólina Þorsteinsdótt-
ir.
Tónlist: Guðni Franzson
Búningar: Helga Björnsson
Leikmynd: Stefán Sturla Sig-
urjónsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson
Hreyfingar: Lára Stefánsdótt-
ir
Grímur: Katrín Þorvaldsdóttir
Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Einarssyni, Stefáni Sturlu Sigur-
jónssyni, Ragnheiði Elfu Arnardótt-
ur, Þóranni Magneu Magnúsdóttir,
Guðna Franzsyni og Sveini Einars-
syni. „Það hafa engar breytingar orð-
ið á hópnum í átta ár aðrar en þær að
núna er Ragnheiður Elfa ekki með
vegna þess að hún stundar nám í vet-
ur við Háskóla íslands. í hennar stað
hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
komið til liðs við okkur. Þá eru þær
Katrín Þorvaldsdóttir grímugerðar-
kona og Helga Bjömsson búninga-
hönnuður nýir liðsmenn hópsins. Þar
sem sýningar okkar era gerðar til að
ferðast með þær þá höfum við lítið
lagt upp úr leikmynd sem slíkri; aðal-
áherslan hefur verið á búninga og
lýsingu,“ segir Sveinn.
Titill verksins, Edda.ris, segir
Sveinn að sé samsettur úr tveimur
hugmyndum. „Annars vegar að nú-
tíminn er undirlagður af tölvuhugs-
uninni en einnig að kenningar era
uppi um að Skírnismál hafi verið
frjósemisleikur og því er við hæfi að
nota orðið ris sem minnir kannski á
eitthvað í því samhengi!"
I Skírnismálum segir frá því er ás-
inn Njörður verður yfir sig hrifinn af
jötnameyjunni Gerði Gýmisdóttur og
sendir skósvein sinn Skírni til að
biðja hennar. Það reynist ekki eins
auðsótt og æsir töldu og greinilegt að
hrifning jötna á ásum er ekki jafn
sjálfgefin og þeir hafa talið. Sveinn
segir að úr norrænu goðafræðinni
megi lesa kynþáttafordóma af verstu
gerð; fordómar ása í garð jötna séu
ekkert annað en kynþáttafordómar.
„Það blasir líka við þegar nánar er að
gáð að æsir leita ekki til jötna nema
til að hafa eitthvað gott af þeim,
aldrei kemur fyrir að jötnar hafi gott
af ásum. Hins vegar bendir ást
Njarðar á Gerði til þess að jötnar h'ti
ekki sem verst út, kannski era þeir
fallegri en æsir, hugsanlega öðravísi
útlits. Kannski hafa þeir annan hör-
undslit.Við leikum okkur með þá
hugmynd að þegar jötnar fregna að
æsir séu á leið til þeirra þá fara þeir í
ákveðin hlutverk. Leika jötna eins og
æsirviljasjáþá.
Hver kynslóð les í goðsögnum
speglun á sínum eigin tíma og hver
maður skynjar ákveðinn boðskap í
verkinu. í Skírnismálum má ef til vill
fyrst og fremst sjá árekstur ólíkra
menninga, kynjaárekstur, skilnings-
leysi, losta og græðgi, fremur en goð-
sögn um ást. Bandamenn leitast við
að segja söguna frá nýju sjónarhomi,
samviskan kallar á okkur að freista
þess.“
Fjögur þrep vinnunnar
Leikhópurinn er greinilega þaul-
kunnugur efniviðnum sem unnið er
úr enda segir Sveinn að vinnuferlinu
við sýningar hópsins megi skipta upp
í fjögur þrep. „Fyrsta þrepið er að
Viðskipta-
félaginn frá
Samsonite
“toppurinn í töskum”
#A
METRO
TÖSKU- OG SKÖVIÐGERÐIR
Skeifan 7 - Sfmí 525 0800