Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Ráðstefna um menningartengda ferðaþjdnustu var haldin á Hólum á laugardag. Á myndinni standa (f.v.) Szilvia
Gyimóthy, Anna Maria Di Giovanni, Michael Quinlan, Rögnvaldur Guðmundsson fundarstjóri og Magnús Jóns-
son, sveitarstjóri á Skagaströnd.
Upp skal á kjöl klífa - ráðstefna um
menningartengda ferðaþjónustu
Menning er byggðamál
UPP skal á kjöl klífa, ráðstefna um
menningartengda ferðaþjónustu,
var haldin á Hólum í Hjaltadal sl.
laugardag en ráðstefnan er á dag-
skrá Reykjavíkur - menningar-
borgar. Ráðstefnan tengist
Evrópuverkefninu Guide 2000 en
markmið þess er að efla menning-
artengda ferðaþjónustu með sér-
stakri þjálfun starfsfólks. Auk ís-
lands taka þátt í verkefninu
Danmörk, Irland og Italia en ís-
land stjórnar verkefninu. Rann-
sókn og ráðgjöf ferðaþjónustunnar
hefur umsjón með verkefninu hér
á landi en Iðnþróunarfélag Norð-
urlands vestra er samningsaðili
hér á landi.
Rögnvaldur Guðmundsson verk-
efnisstjóri sagði að mikil aukning
væri á komu erlendra ferðamanna
hingað til Iands og í ár stefnir í að
erlendir gestir verði um 300 þús-
und. „Ef fram fer sem horfir verð-
ur fjöldi erlendra ferðamanna orð-
inn ein milljón innan 15 ára. Það er
ljóst að erfítt verður að mæta þess-
um mikla fjölda eingöngu með
náttúrutengdri ferðaþjónustu og
því er mikilvægt að efla náttúru-
tengda ferðaþjónustu.
Verklok á næsta ári
Rögnvaldur kynnti markmið
verkefnisins en þau eru að flokka
og skrá menningarauðlindir sem
nýst geta við nýsköpun í ferðaþjón-
ustu, útbúa fræðsluefni og nám-
skeið í þróun menningarferðaþjón-
ustu og loks að gera niðurstöðum
verkefnisins skil á heimasíðu á
Netinu. Vinna við verkefnið er
langt komin en áætluð verklok eru
snemma á næsta ári.
Rögnvaldur sagði að verkefni
sem þetta hefði ýmis jákvæð áhrif
önnur en bein markmið verkefnis-
ins sjálfs. „Auk markmiða verkefn-
isins sjálfs hafa í tengslum við það
verið settar upp sýningar, mikil
skráningarvinna hefur verið unnin,
ráðstefnan hér á Hólum, rannsókn-
ir í ferðamálum og ýmsar hug-
myndir hafa vaknað að menningar-
tengdri ferðaþjónustu. Höfuðatriði
er að ekki sé tjaldað til einnar næt-
ur og að verkefnið sé þannig unnið
að niðurstöður þess komi til með
að nýtast áfram eftir að verkefninu
sjálfu lýkur formlega.
Fulltrúar samstarfslanda íslands
í verkefninu, þau Michael Quinlan
frá Limerick, Irlandi, Szilvia Gyim-
óthy frá Bornholm, Danmörku og
Anna Maria Di Giovanni frá Bari á
Itali'u kynntu hvernig unnið er að
því að byggja upp menningar-
tengda ferðaþjónustu á stöðunum
með það að markmiði að efla
fcrðamannaiðnaðinn.
Vaxtarbroddur í ferðaþjónustu
Guðrún Helgadóttir, starfsmað-
ur Byggðastofnunar og Hólaskóla,
sagði í erindi sínu að menning væri
byggðamál og kanna þyrfti betur
gildi hennar sem atvinnugreinar.
Hún sagði jafnframt að menning-
artengd ferðaþjónusta væri einn
helsti vaxtarbroddur ferðaþjónustu
á Islandi og því væri ljóst að menn-
ing og ferðaþjónusta ætti mikla
samleið.
„Fjármagn til menningar eru
styrkir til ákveðinnar grunnþjón-
ustu sem ferðaþjónustan getur síð-
an reitt sig á. Þrátt fyrir að menn-
ingaratburðirnir sjálfir séu ekki að
skila hagnaði þá eru margfeldis-
áhrifin mikil og öll þjónusta í kring
nýtur góðs af menningunni.
Skúli Helgason fjallaði um sam-
starf Reykjavíkur - menningar-
borgar og sveitarfélaga víðs vegar
um landið en Skúli sagði að sam-
starfið hafi verið ákaflega árang-
ursríkt. Þijátíu sveitarfélög voru
með atriði á dagskrá menningar-
borgarinnar og flest endurspegl-
uðu þessi verkefni náttúru og
menningu heimamanna. Skúli
sagði að 68.000 manns hefðu sótt
þau 25 atriði sem lokið er og velta
þeirra verið 75-80 milljónir króna.
„Ég tel æskilegt að reynsla
þessa verkefnis verði skoðuð til að
efla menningu á landsbyggðinni.
Það er nauðsynlegt að virkja frum-
kvæði heimamanna því þeir þekkja
betur möguleikana sem fyrir hendi
eru hvort sem er í náttúru eða
menningu.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,
deildarsljóri ferðamannabrautar
Hólaskóla, fjallaði um aukinn
áhuga ferðamanna á menningu og
hvað hefði verið gert á svæðinu til
að efla þessa þjónustu. Gudrun
Kloes, ferðaþjónustubóndi á
Brekkulæk, fjallaði um möguleika
menningartengdrar ferðaþjónustu
í íslenskum sveitum að vetri og
Sigr/ður Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Byggðasafns Skagfirð-
inga, fjallaði um starfsemi safna og
þýðingu þeirra fyrir ferðaþjónustu.
Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmað-
ur og framkvæmdarsfjóri Þjóð-
lagahátíðar á Sigluflrði, fjallaði um
ferðaþjónstu á listrænum nótum.
Að lokum var haldið í hestaréttir
í Staðarrétt þar sem Þorsteinn
Broddason, framkvæmdastjóri
Hestamiðstöðvar Islands, kynnti
starfsemi miðstöðvarinnar.
Gagnagrunnur mennta-
málaráðuneytis
mikilvægur þáttur
Á FUNDI fulltrúa úr samninganefnd
Félags framhaldsskólakennara með
fjármálaráðherra í byrjun síðustu
viku kom meðal annars fram að kenn-
arar líta til vinnu í menntamálaráðu-
neytinu við gerð gagnagrunns um
starf kennara sem mikilvægs þáttar
sem gæti skipt máli í kjarasamning-
um. Menntamálaráðuneytið hefur
unnið að uppbyggingu gagnagrunns-
ins þar sem er að fínna mikilvægar
talnalegar upplýsingar. Á fundininn
með fjármálaráðherra var einnig, að
sögn Elnu Katrínar Jónsdóttur, for-
manns Félags framhaldsskólakenn-
ara, farið ítarlega yfir sjónarmið fé-
lagsins.
„Við verðum vör við aukinn áhuga í
menntamálaráðuneytinu á málum
sem tengjast kjarasamningum sem
birtist meðal annars í því að þarna er
verið að vinna við uppbyggingu
gagnagrunns sem ég álít að samn-
ingsaðilar geti haft mikið gagn af,“
sagði Elna Katrín.
„Við eigum gott samstarf við
menntamálaráðuneytið um faglega
stefnumörkun og um þennan gagna-
grunn sem við teljum að geti nýst
prýðilega við að skoða ýmsar stærðir í
kjarasamningum," sagði Katrín Elna.
Eftir fundinn með fjáramálaráð-
herra var óskað eftir samningafundi
af þeirra hálfu. Elna Katrín segir þó
að ekkert nýtt hafi komið fram og
framhaldsskólakennarar sakni efnis-
legrar viðræðu um meginatriðin. Við-
brögð hafi verið lítil og samningavið-
ræður gengið treglega hvað
innihaldið varðar.
Viðræðuáætlun var undirrituð 30.
júní sl. Framhaldsskólasamningamir
renna út 31. október nk. en þetta eru
samningar sem varða kennara, náms-
ráðgjafa og skólastjómendur í fram-
haldsskólum að frátöldum skóla-
meistumm. Samkvæmt viðræðu-
áætluninni er gert ráð fyrir að það
verði skoðað 2. október nk. hvort
ástæða sé til að vísa málinu til ríkis-
sáttasemjara.
Lára Margrét Ragnarsdóttir í sér-
legri sendinefnd Evrópuráðsþingsins
Kannar stöðu
mannréttinda-
mála í Tsjetsjníu
LÁRA Margrét Ragnarsdóttir al-
þingismaður tekur þátt í för sérlegr-
ar sendinefndar Evrópuráðsþingsins
til Moskvu og Norður-Kákasushér-
aðsins dagana 18. til 22. september.
Fyrr á árinu var Lára Margrét til-
nefnd í sendinefndina sem einn
þriggja fulltrúa stjómmálanefndar
Evrópuráðsþingsins, en hún er jafn-
framt einn varaforseta þingsins.
Er þetta í annað sinn sem hin sér-
lega sendinefnd Evrópuráðsþingsins
heldur til Rússlands vegna átakanna
í Tsjetsjníu með það að markmiði að
ræða við þarlend stjórnvöld og afla
gagna um ástand mannréttindamála.
Munu niðurstöður farar sendinefnd-
arinnar liggja til grundvallar um-
ræðu Evrópuráðsþingsins síðar í
september um áframhaldandi aðild
Rússlands að Evrópuráðinu, að því
er segir í frétt frá Alþingi.
Þar kemur fram að tilgangur far-
arinnar sé fyrst og fremst að afla
gagna um ástand mannréttindamála
í tengslum við átökin í Tsjetsjníu, en
Evrópuráðsþingið samþykkti til-
mæli um þau á fundi í Strassborg í
upphafi árs. Þar var meðal annars
farið fram á að almenn mannréttindi
yrðu virt á svæðinu, að tafarlaust
yrði bundinn endi á árásir rússneska
hersins gegn saklausum borgurum
og að fjölmiðlum og hjálparsamtök-
um yrði veittur óheftur aðgangur að
svæðinu.
Á fundi Evrópuráðsþingsins í apr-
íl var samþykkt að mæla með því við
ráðherranefnd Evrópuráðsins að
hafinn yrði undirbúningur að brott-
vísun Rússlands úr Evrópuráðinu ef
mannréttindaumbætur í Tsjetsjníu
yrðu ekki greindar hið fyrsta. Á
fundi Evrópuráðsþingsins dagana
26. til 30. júní var því fagnað að rúss-
nesk stjómvöld hefðu sýnt veruleg
merki um umbótavilja en raunveru-
legar umbætur þóttu þó engan veg-
inn nægjanlegar til að draga til baka
fyrri tilmæli þingsins.
f frétt Alþingis segir að gert hafi
verið ráð fyrir að sendinefndin yrði í
Tsjetsjníu í gær og í dag og myndi
hún þar meðal annars eiga fund með
sérlegum mannréttindafulltrúa for-
seta Rússlands í héraðinu. Niður-
stöður sendinefndarinnar verða
ræddar á haustþingi Evrópuráðsins í
Strassborg dagana 25. til 29. septem-
ber.
Athugasemd frá
veður stofustj óra
EFTIRFARANDI athugasemd
hefur borist Morgunblaðinu frá
Magnúsi Jónssyni veðurstofu-
stjóra:
„Vegna ummæla formanns út-
varpsráðs, Gunnlaugs Sævars
Gunnlaugssonar, í Mbl. sl. sunnu-
dag þess efnis að „veðurfréttir séu
ekki fréttir heldur veðurlýsing og
spá“ vill undirritaður taka eftirfar-
andi fram:
1. Líklega er ekkert eitt efni oft-
ar í fréttum en veður nema ef vera
skyldi fréttir af efnahagsmálum í
breiðri merkingu þess orðs.
2. Sjaldan hafa rökþrotin orðið
hlægilegri en að halda því fram að
eitthvað sé ekki frétt vegna þess
að það sé lýsing og spá. Hvað með
ástand og horfur í efnahagsmálum,
stöðu og spár um gengi hlutabréfa,
verðbólgu, ástand fiskistofna og
spár um þróun þeirra eða ástand
og horfur í þróun ok'uverðs á
heimsmarkaði, svo fátt eitt sé
nefnt, sem er algengt fréttaefni?
Stór hluti af fréttum almennt eru
einmitt „spáfréttir" þ.e. fréttir af
einhverju sem ekki hefur enn átt
sér stað en er spáð að geti gerst.
3. í nærri þrjátíu ár voru veður-
fregnir hluti af fréttum í Sjónvarp-
inu og eru það raunar enn í 10-
fréttum þess. Er það álit formanns
útvarpsráðs að Sjónvarpið hafi
flutt fréttir af efni sem ekki er frétt
allan þennan tíma? Ljótt, ef satt
væri.
4. Vonandi eru til haldbærari
rök fyi-ir kostun veðui-fregna en
þau sem sáust í áðurnefndu viðtali
við formann útvarpsráðs."
Morgunblaðið/Arnór
Tvær bifreiðar rákust
saman á grænu ljósi
HARÐUR árekstur varð á milli
jeppa og fólksbíls á mótum Lækjar-
götu og Reykjanesbrautar upp úr
kl. 20 á sunnudagskvöld.
Fólksbíllinn var á leið yfir
Reykjanesbraut í stefnu suður
Lækjargötu en jeppanum var beygt
af Lækjargötu til vinstri inn á
Reykjanesbraut og voru báðir bíl-
arnir á grænu ljósi þegar þeir skullu
saman. Sjúkrabíll flutti fjóra á
sjúkrahús en meiðsli reyndust
minniháttar. Bílarnir eru hins vegar
mikið skemmdir.