Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 51 ........ ....... ^ MINNINGAR + Ragnheiður Böðvarsdóttir fæddist á Laugar- vatni 7. nóvember 1899. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 10. september síðastliðinn. Foreldr- ar Ragnheiðar voru Böðvar Magnússon, bóndi og hreppstjóri á Laugarvatni, og kona hans Ingunn Eyjólfsdóttir hús- freyja. Systkini Ragnheiðar sem upp komust voru ellefu, tíu systur og einn bróðir. Af þeim eru fjórar systur á lífi, þær Hlíf, Lára, Auður og Svanlaug. Ragnheiður giftist 20. nóvember 1920 Stefáni Diðrikssyni, f. 15. desember 1892, d. 18. janúar 1957, kaupfélagsstjóra, bónda og odd- vita á Minniborg í Grímsnesi. Börn Ragnheiðar og Stefáns eru: 1) Böðvar f. 2.1. 1924, fyrrv. skóla- stjóri Ljósafossskóla, kona hans var Svava Eyvindsdóttir frá Utey í Ragnheiður ólst upp á heimili for- eldra sinna, sem var í röð betri bændaheimila um menningu og myndarbrag. Skólaganga hennar var ekki önnur en bamafræðsla að Laug- arvatni og einn vetur í Reykjavík vet- ui'inn 1916 á hússtjórnarnámskeiði Kvennaskólans. Fjölhæfar gáfur hafa nýst henni vel í þeim fjölbreyttu störfum sem hún tók að sér. Mér er í minni ferðalag sem fjöl- skyldur okkar tveggja tengdasona fóru norður í land ásamt henni fyrir nokkrum árum. Þá var Ragnheiður í essinu sínu. Nærri hvem bæ á okkar leið þekkti hún með nafni þó að hún hefði aldrei farið um þessar byggðir áður. Þetta fannst okkur undravert þó að við vissum að hún var ákaflega víðlesin. Árið 1919 ræðst Ragnheiður til starfa að kaupfélagi Grímsnesinga að Minni-Borg en kaupfélagsstjóri þar var þá Stefán Diðriksson frá Vatns- holti í sömu sveit. Ráðning þessi var örlagarík því þau felldu hugi saman og giftu sig í nóvember næsta ár og hófu búskap þar. Ragnheiði og Stef- áni varð m'u bama auðið en misstu stúlkubam nokkurra mánaða gam- alt. Stefán maður Ragnheiðar hafði með höndum margvísleg störf fyrir sveit sína og sýslu. Hann var barna- kennari, kaupfélagsstjóri, oddviti, fulltrúi Ámessýslu á aðalfundi Stétt- arsambands bænda frá stofnun þess og gegndi fjölmörgum öðmm trúnað- Laugardal. Svava lést 1994. Synir þeirra eru þrír. Böðvar býr nú með Arnheiði Helga- dóttur. 2) Ingunn Erla, f. 3.1. 1925, gift Guðmundi Jónssyni vélstjóra, og eru börn þeirra flmm. 3) Ólöf, f. 22.2. 1927, gift Einari Einarssyni rafvéla- virkjameistara, og eiga þau fjögur börn. 4) Erla, f. 26.1. 1926, d. 10.6. 1926. 5) Ás- laug, f. 18.6. 1928, giftist Sigurði Vigfús- syni forstöðumanni sem lést 1986. 6) Diðrik Hörður, vélvirkjameist- ari, f. 15.3. 1930, kvæntur Hall- dóra Haraldsdóttur, þau eignuð- ust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. 7) Sigrún Olöf, f. 9.8. 1931, gift Halldóri J. Einarssyni fyrrv. lögregluþjóni. Þau eiga þrjú börn. 8) Hulda Sigurlaug f. 2.6. 1933, hún á einn son. 9) Kristrún, f. 26.3. 1937, gift Sigurþóri Sigurðssyni vélstjóra. Þau eiga þijú börn. Fóst- arstörfum. Þau höfðu auk þess póst- og símaþjónustu í tugi ára. Ragn- heiður var bókavörður sveitarinnar. Það leiðir af sjálfu sér að við svona aðstæður kemur mikil aukavinna í hlut konunnar, fyrir utan erilsöm heimilisstörf á barnmörgu heimili. Það er því undravert hvað hún kom miklu í verk á þessum kreppu- og fá- tæktarárum. Stefán lést 18. janúar 1957 eftir langvarandi og erfiðan sjúkdóm. Tólf dögum seinna brann bærinn að Minni-Borg til kaldra kola. Við þær aðstæður mætti ætla að flestar konur hefðu hætt búskap en svo var ekki með Ragnheiði. Hún hófst handa um byggingu á nýju íbúðarhúsi sem var með því full- komnasta sem gerðist í sveit á þeim tíma. Þetta framtak hennar vakti al- menna aðdáun þeirra sem til þekktu. Ári seinna 1958, varð hún að bregða sér í uppeldishlutverkið á ný, því ör- lögin höguðu því svo að hún varð að taka nýfæddan dótturson sinn að sér. Tíu ár bjó hún á Skjóli og mat mikils þann hlýhug sem starfsfólkið sýndi henni. Ég þakka tengdamóður minni ó- rofatryggð sem varað hefur í 54 ár. Blessuð sé minning þín. Guðmundur Jónsson. Þegar ég var 17 ára gamall í Menntaskólanum í Reykjavík setti dönskukennarinn nemendum það fyrir að skrifa ritgerð um ógleyman- ursonur Ragnheiðar og Stefáns var Tómas Halldór Jónsson, f. 16.10. 1921, d. 22.1. 1994. Hann var kvæntur Sigríði Cristíansen, og eignuðust þau fimm dætur, fjórar á lífi. Barnaböm Ragnheið- ar era 22, langömmuböm era 52 og langalangömmubörn 9. Ragnheiður Böðvarsdóttir var húsfreyja og póst- og símstöðvar- sljóri á Minniborg í Grímsnesi f 56 ár, organisti við Stóruborgar- kirkju í 35 ár, var í mörg ár um- sjónarmaður með lestrarfélagi UMF Hvatar f Grímsnesi og auk þess virkur félagi í Kvenfélagi Grímsneshrepps. Einnig var hún ritari á fundum Sambands sunn- lenskra kvenna fyrr á áram og í stjórn UMF Laugdæla. Hún var heiðursfélagi allra þessara félaga og eftir að hún flutti úr Grímsnes- inu var hún kjörin heiðursborgari Grímsneshrepps. Ragnheiður lærði orgelleik í heimahúsum undir leiðsögn Jó- hannesar Erlendssonar, auk stuttrar skólagöngu í barnaskóla sótti hún námskeið í hússtjómar- deild Kvennaskólans í Reykjavík veturinn 1916-17. Kveðjuathöfn fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30, jarðsett verður frá Slóruborgarkirkju klukkan 15. lega manneskju. Ég valdi að skrifa um Ragnheiði ömmu. Ég vissi það þá þegar að hún var stórmerk kona og mér ógleymanleg. Ég vissi einnig að fjölmargir aðrir voru sama sinnis. Þegar kennarinn skilaði ritgerð- inni vék hún sér að mér og sagði eitt- hvað á þessa leið: „Ritgerðin er góð, en mest um vert er þó að hún Ragn- heiður skuli vera amma þín.“ Síðan eru liðin um 33 ár og ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ragnheiði ömmu betur og fá að umgangast hana lengur en mig ór- aði fyrir. Allan þann tíma, allt þar til síðustu vikurnar, var hún svo ótrú- lega em, svo skýr í hugsun, svo minn- isgóð, að ég kom jafnan undrandi og glaður af hennar fundi. Samskiptin voru mjög gefandi og í flestum efnum var það hún sem gaf, en ég var þiggjandinn. Hugurinn leitar einnig til bemsku- áranna þegar ég var langdvölum í sveit á Minniborg og einnig um tíma á Stómborg. Allur er sá tími ljúfur í endurminningunni. Á fullorðinsárum átta ég mig á því hvemig hún leitað- ist við að koma mér til þroska með því að fela mér krefjandi verkefni og efla ábyrgðartilfinningu mína. Hún áttaði sig fljótt á því að mér féllu bet- ur verkefnin sem byggðust á huga- rafli en hin sem byggðust á handafli. í samræmi við það lét hún mig snemma byija að hjálpa sér við rekstur símstöðvarinnar, bæði við símsvöran og við yfirferð og hreinskrift yfirlitanna sem gjaldtak- an byggðist á. Á hundrað ára afmæli hennar sagði ég að meðal þeirra eiginleika hennar sem ég vonaðist til að geta til- einkað mér og jafnframt gefið böm- um mínum og bamabörnum væri hinn brennandi áhugi á mönnum og málefnum h'ðandi stundar. Ég er þess fullviss að þetta gerir lífið skemmtilegra og ég trúi því að þetta hafi einnig lengt líf hennar og átt sinn þátt í að hún náði svo háum aldri. En áhugi hennar var þó að vissu leyti einhliða: Hún hafði fyrst og fremst áhuga á hinu jákvæða. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana tala illa um annað fólk og víst var að henni dvaldist ekki við það sem af- laga fór. Hún var auðvitað ekki sam- mála öllu sem aðrir gerðu eða sögðu, en hún beindi spjótum sínum ekki að persónunum sjálfum, að ég muni. Mér þótti, eins og fjölmörgum öðr- um, skaði að því að hún fékkst ekki til að skrásetja endurminningar sínar eða veita ýtarleg viðtöl svo neinu næmi. Hún hafði slíkt minni og gat lýst löngu liðnum atburðum svo ljós- lega að ég gat hlustað langtímum saman og spurt hana um ýmis atriði. En þótt frásagnir hennar verði ekki skrásettar lifir eftir minning mín um ógleymanlegar stundir með ógleym- anlegri konu, Ragnheiði ömmu. Eftir að hún lést fékk ég aftur í hendur gömlu dönskuritgerðina sem ég hafði gefið henni á sínum tíma. Ég sé að dönskukunnáttan mín var fá- tækleg en dugði þó til að koma því á framfæri sem ég vildi sagt hafa. Mér finnst þessi minningargrein einnig vera fátækleg, en ég vil, eins og forðum daga, líta svo á að það sé ekki ritsmíðin sem sé aðalatriðið: Mest um vert er að hún Ragnheiður skuli hafa verið amma mín. Stefán Halldórsson. Elsku amma. Það er margt sem leitar á hugann á tímamótum sem þessum. Árin á Minniborg era þar dýrmætust. Þú tókst virkan þátt í uppeldi okkar bamabamanna. Strax og skólinn var búinn á vorin voram við mætt til að hjálpa til við sveita- störfin. Þú tókst ætíð á móti okkur opnum örmum og af mikilli hlýju. Þú hafðir alveg einstakt lag á börnum. Þú varst ákveðin og stjómsöm, það veitti okkur aga enda oft mikið fjör þar sem mörg systkinabörn koma saman. Við áttum hka dýrmætar stundir saman á Laugarvatni eftir að ég var orðin fullorðin og komin með mína eigin fjölskyldu. 1 eitt skiptið þegar við voram á leiðinni á Laugar- vatn tilkynntir þú hátíðlega að nú ætlaðir þú ekki að skipta þér af neinu, við áttum algjörlega að fá að ráða hvernig vikan yrði, þú ætlaðir aðeins að fylgja okkur eins og gestur. Þegar við voram nýlögð af stað hafð- RAGNHEIÐUR BÖÐVARSDÓTTIR REGINN ÖRN HARÐARSON + Reginn Örn Harðarson var fæddur í Reykjavík hinn 21. júlí 1972. Hann lést hinn 7. september síðastlið- inn. Foreldrar hans vora Hörður Ingólfs- son kennari sem lést 7. júli' 1996 og Birna Ágústsdóttir klæð- skeri. Systkini hans: Hörður Ágúst. og Inga Rún. Útför Regins fór fram íkyrrþey. lega. En ég á minning- amar í huga mér sem ljósgeisla í myrkrinu. Guð blessi góðan dreng, minn son. Sofðuungaástinmín, -útiregniðgrætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi ogvöluskrín. Við skulum ekki vaka um dimmarnætur. Það er margt, sem myrkr- iðveit, minnerhugurþungur. Oft ég svarta sandinn leit Elsku drengurinn minn er dáinri eftii- erfiða lífsgöngu sem varð honum um megn að lokum. Hann var yndislegt bam, ljúfur og blíður. Hugulsemin og gjafmildin fylgdu honum alla tíð þó að úr litlu væri að spila. Heimsókn mín á Hóla- brekku síðastliðið sumar bar því vitni. Þá lumaði hann á pökkum ef mamma og Inga Rún kæmu nú í heimsókn. Það verður nú tómlegt á jólum að hafa ekki Regin í heimsókn eins og venju- svíða grænan engireit í jöklinum hljóða dauðacjjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæða kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennimir elska, missa, gráta og sakna. Móðir. Elsku frændi okkar hann Reginn er nú kominn til Guðs. Það var alltaf jafn gaman þegar hann kom að heim- sækja okkur til Danmerkur. Hann hafði tima til að setjast niður með okkur, spila á spil, tölvuleik eða bara að spjalla. Við eigum eftir að sakna hans frænda mikið en huggum okkur við að núna líði honum vel hjá Guði og afa. Sveinn Valur, Alexander og Telma. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt Kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Þessi litla bæn sem kennd er við æðraleysi lætur ekki mikið yfir sér, en getur verið okkur góðm- fóranaut- ur í daglegu lífi. Einkum við úrvinnslu þeirra verkefna sem við þurfum að takast á við og til að hjálpa okkur að skilgreina afstöðu okkar til Guðs og manna. Æðruleysisbænin er líka styrkur og hjálp er við stöndum frammi fyrir dauðanum, ráðþrota og sorgbitin. Þannig hefur okkur, ætt- ingjum og vinum Regins Amar, verið innanbrjósts síðustu daga. Reginn kom til dvalar hingað í Hólabrekku fyrir rúmu ári. Hann tók strax þátt í daglegu starfi hér og féll vel inn í hóp heimilisfólksins. Hann var í eðli sínu samviskusamur, sinnti vel þeim verkum sem honum var trúað fyrir. Eitt af verkefnunum var að hugsa um kanínumar. Það var leyst vel af hendi, með ánægju og um- hyggju. Honum féll það því mjög þungt þegar á dögunum, fyrir mis- skilning, kom skipun um að farga þyrfti þeim öllum vegna sjúkdóms. Það vora mikil gleðitíðindi fyrir hann þegar sá misskilningur leiðréttist. Fleiri góðir kostir prýddu far hans, heiðarleiki og velvild í garð annarra. Hann vildi engum mein gera og þótt hann ætti sitt skap vildi hann ekki láta aðra hafa af því óþægindi. Oft gerði hann að gamni sínu og kom okk- ur hinum oft til að hlæja. Hann kunni svo sannarlega að gleðja aðra. Mér verður hugsað til síðustu verslunar- ferðar okkar allra á Höfn fyrir nokkra. Þá keypti hann rauða rós og færði mér með þessum orðum: „Þetta gerir maður fyrir vini sína, hún er til ykkar Ara.“ Honum var annt um sína nánustu og rækti vel samband sitt við móður sína og systkini. Reginn var snyrtilegur í umgengni og lagði sig fram um að hafa herberg- ið sitt hreint og notalegt. Þar hafði hann sitt athvarf, sat þar löngum og hlustaði á tónlist, sem var hans aðal- áhugamál. Hann átti ekki mikið af húsgögnum eða skrautgripum til að raða upp í kringum sig en „æðraleys- isbænin“ hékk á veggnum yfir rúm- inu. Reginn kom stundum til mín og bað ir þú orð á því að það væri gaman að versla í kaupfélaginu á Selfossi, svo við lögðum þá leið okkar þangað. Þar sprangaðir þú um hin ánægðasta og bentir á allt sem þér fannst gott. Það var að sjálfsögðu keypt. Þegar vikan var á enda og við hugsum til baka þá varst það þú sem hafðir völdin og skipulagðfr matseld, gönguferðir, bíltúra og spilamennskuna á kvöldin. Þú varst stjórnandi í eðli þínu en þú varst aldrei ranglát og sýndir þínu fólki mikla hlýju. Mér finnst ég vera rík að hafa fengið að kynnast þér svona náið. Minning þín mun fylgja mér alla tíð. Ástarþakkir fyrir allt. Þín Ragnheiður Sigurþórsdóttir. . ■>. Þeir era ekki margir Islendingam- ir sem hafa náð því að halda upp á 100 ára afmæli sitt og enn færri eru þeir sem halda allri sinni andlegu reisn á þeirri stundu. Sl. haust fögnuðu ætt- ingjar og vinir aldarafmæli Ragn- heiðar og þama sat hún tignarleg eins og drottning, með glettnislegt blik í augum. Hún hafði verið mikið veik nokkru áður og óvíst var með af- mælishald, en eins og svo oft áður var henni gefinn einhver andlegur kraft- ur og afmælið var haldið með mikilli reisn. í þeim ræðum sem fluttar vora henni til heiðurs kom glöggt fram hversu mikil áhrif hún hafði á sam- ferðamenn sína. Það var einnig Ijós^p- hve börn hennar, tengdaböm og barnabörn vora henni hugstæð og í ávarpi hennar komu enn fram heil- ræði sem hún óskaði að öll börn fengju í veganesti. Það var einnig gleðilegt að sjá hve bamabörnin mátu ömmu sína mikils er þau af- hentu henni innbundin í bók þau handskrifuðu ijóð sem Ragnheiður hafði skrifað eftir minni, þá 99 ára gömul. Þar er að finna margt sem fá- ir kunna og hefur með þessum hætti verið bjargað frá glötun. Ragnheiður var með fyrstu íbúum á hjúkranarheimilinu SkjóLi. Það kom strax í Ijós að hún bjó yfir hafsjó af margvíslegum fróðleik og hún var stálminnug á menn og málefni. Á skemmtunum okkar var oft leitað til hennar og kunni hún heilu ljóðabálk- ana utan að og fór vel með. Líkamleg heilsa hennar fór þverr- andi á síðustu áram, en hún var af þeirri kynslóð að fyrst var reynt til þrautar áður en hjálpin var þegin. Síðustu vikur var ljóst að hveiju stefndi og víst hefur Ragnheiður ver- ið hvíldinni fegin. Hún skilur eftir sig virðingu samferðamanna sinna og góðar minningar og þakkir fær hún frá okkur í Skjóli fyrir allan þann fróðleik og frásagnir sem hún lé^. okkur í té. Börnum og ættingjum öllum send- um við samúðarkveðjur. Rúnar Brynjólfsson. mig að eiga við sig orð. Þá var hann stundum í vandræðum með eitthvað sem við leystum úr í sameiningu. Við leiðarlok era mér efst í huga orðin í eftirfarandi bænaversum sem ég beini til Guðs, Regin til handa. Ég fel í forsjá þína Guðfaðirsálumína þvínúerkominnótt Um Ijósið lát mig dreyma ogijúfaenglageyma öll bömin þín, svo blundi rótt (M.Joch.) Nú legg ég augun aftm- Ó Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt Ævirstmigaðþértaka méryfirláttuvaka þinn engil svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Okkur heimilisfólkinu í Hóla- brekku þótti mjög vænt um Regin og munum öll sakna hans. Við erum þakklát fyrir samverastundimar og við Ari viljum þakka sérstaklega un^ • hyggjuna sem hann bar fyrir dýran- um okkar- og vináttuna við okkur öll. Ég sendi móður hans, systkinum og öðram aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ég bið Guð að styðja þau í sorginni og gefa þeim æðraleysi til að sætta sig við það sem enginn fær breytt. Anna Egilsdóttir. .« -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.