Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Veröld ný og góð
með slíku fólki
LEIKLIST
Egg-leikhúsið,
IV ý I i s t a s a l n i ð o g
L e i k f é I a g í s I a n d s
SHOPPING & FUCKING
Höfundur: Mark Ravenhill. Þýð-
andi: Bjarni Jónsson. Leikstjóri:
Viðar Eggertsson. Dramatúrgar:
Bjarni Jónsson og Hrafnhildur G.
Hagalín. Tónlist: DJDarri
Lorenzen. Utlitshönnuður: Sonný
Lísa Þorbjörnsdóttir. Rýmisverk í
risi: Darri Lorenzen. Ljósahönnun:
Sigurður Kaiser. Leikarar: Agnar
Jón Egilsson, Atli Rafn
Sigurðarson, Hjalti Rögnvaldsson,
Nanna Kristín Magnúsdóttir og
Ólafur Darri Ölafsson.
Mánudagur 18. september.
BAKGRUNNUR persónanna í
þessu verki er ólíkur þó að þær lendi
á endanum á sama stað. Þær eru
handan stéttarskilgreininga á botni
samfélagsins. Krónískt peningaleysi
vegna atvinnufælni og fíknar af
ýmsu tagi mótar gildismat þeirra.
Allt er til sölu nema tilfinningar
þeirra og þess vegna verður að gera
skýran greinarmun á milli ástar og
væntumþykju annars vegar og
mögulegrar söluvöru eins og kynlífs
og félagslegra samskipta hins veg-
ar. Ástin þýðir missir á sjálfsá-
kvörðunarrétti og hana ber því að
forðast og (stundar)hamingjan er
fólgin í pillum og dópi. Frelsi frá eða
skortur á hefðbundnu gildismati los-
ar um allar hömlur. Maðurinn verð-
ur einungis til sem neytandi og allir
hlutir verða að mögulegri neyslu-
vöru. Peningar til að fullnægja fíkn
eða neysluþörf er aflað með hvaða
hætti sem er, löglegum eða glæp-
samlegum, og engar hefðir eru virt-
ar í kynlífi sem er klæðskerasniðið
að þörfum hvers neytanda um sig.
Þessar forsendur endurspeglast í
mismunandi persónugerðum og
málsniði. Málið sem tjáningarmiðill
er verkfæri hvers og eins til að
koma óskum sínum á framfæri og til
að fá aðrar persónur til að beygja
sig undir vilja sinn. Málsniðið er
markað af bakgrunni, fyrirætlunum
og tjáningarþroska, þar sem orðin
eru fengin að láni, stæld eða stolin
og slett framan í persónur og áhorf-
endur í stanslausri baráttu við að fá
sínu framgengt.
Þetta gæti á vissan hátt verið lýs-
ing á hversdagslegri tilveru okkar
allra nema hvað flest okkar reyna að
láta líta svo út sem við fylgjum
reglum þjóðfélagsins. Persónur
leikritsins láta sér slíkan leikara-
skap í léttu rúmi liggja og þess
vegna verða samskipti þeirra jafn
ýkt og miskunnarlaus og raun ber
vitni. Heimur sem hampar hreinsk-
ilni og sannleika en forðast hann svo
eins og heitan eldinn hefur gott af
því að sjá verk á borð við þetta þar
sem persónurnar svífast einskis í
hreinskilni sinni og sannleiksleit.
Orð hins breska leikskálds Williams
Shakespeares þar sem hann lýsir
tilfinningum Míröndu þegar hún
fær loks að sjá hóp dusilmenna sem
stormurinn hefur skolað á land á
eyðieynni sem hún byggir og notuð
eru hér sem fyrirsögn eiga vel við.
Hægt er að leggja þau í munn full-
trúa sakleysisins sem trónir yfir
sviðinu og fylgist jafn áhugalaus
með áhorfendum og leikurunum
sem hann hefur séð leika sama leik-
inn ótal sinnum áður. Hann fram-
kallar bara hljóð firringarinnar eins
Morgunblaðið/Gólli
Helgur gripur í höndum Nönnu
Kristínar Magnúsdóttur.
og persónugervingur sakleysisins í
verkinu sjálfur, sem aldrei sést en
heyrist bara í af spiluðu myndbandi.
I verkinu eru sagðar litlar sögur
þar sem persónurnar spegla sjálfs-
mynd sína í viðbrögðum sínum og
annarra við frásögninni. Einu sinni
voru sagðar stórar sögur sem allir
trúðu - þ.e. einu sinni voru til viður-
kennd sannindi sem þjóðfélagið
byggði grundvöll sinn á. Það eimir
eftir af þessari trúgirni í frásögnum
föðurins sem hefur skipt út ritning-
unni fyrir teiknimynd. Föðurímynd-
in gegnir mikilvægu hlutverki í
verkinu og gegnumgangandi þráður
er faðirinn sem tákn um vald sem
meiðir og misnotar.
Þetta er bara eitt lítið dæmi um
endalausa möguleika í túlkun og
skýringu leiktexta og -túlkunar. Yf-
ir öllu ríkir andi fjarlægðar milli
áhorfenda og persóna sem virðast í
fyrstu of frábrugðnar meðalmannin-
um til að hægt sé að samsama sig
þeim auk þess sem það er skrifað
fyrir aðra þjóð í öðru landi og að í
þýðingunni mistekst oft að halda
jafnvægi milli stirðnaðs bókmáls og
lifandi slettna. En að vel athuguðu
máli eru þessar leikpersónur bara
ýkt mynd af nútímafólki helteknu af
firringu og úreltu gildismati sem er
að syngja sitt síðasta. Ef verkið seg-
ir okkur ekki sannleikann um hver
við erum þá segir það okkur að
minnsta kosti hvert við stefnum.
„Taktu fyrst við peningunum“ verða
upphafsorð hinnar nýju ritningar.
Einungis með peninga í höndunum
ertu til sem neytandi; þú ert aðeins
til ef þú kaupir. Að vera er að kaupa.
Verkið er sett upp í Nýlistasafn-
inu í tengslum við önnur listaverk.
Ef til vill vakir fyrir aðstandendun-
um að undirstrika að hér er á ferð-
inni framsækin list en ekki fyrst og
fremst neysluvarningur í fallegum
umbúðum eins og flestar uppfærsl-
ur eru orðnar á þessum síðustu og
verstu tímum. En neysluhyggjan er
löngu búin að hertaka herbúðir list-
arinnar og þessi tilraun verður ekki
annað en pótemkín-tjöld um sýn-
ingu sem mest mun seljast út á of-
beldi og kynlíf. Það er kannski
mesta hættan við þessa uppfærslu
að neytendurnir muni ekki sjá skóg-
inn fyrir trjánum og taka ekki eftir
listaverkinu bak við lætin.
Sýningin er að sjálfsögðu mögn-
uð, enda á hópur útvalinna aðstan-
denda mikið hrós skilið fyrir árang-
urinn. Það mætti kalla sjónarspilið
fjölleikahús, enda spilað á alla
strengi mannlegra tilfinninga. Leik-
lausnirnar eru hver annarri snilld-
arlegri, leikstjórinn nær því besta
fram hjá frábærum leikurunum,
sem íklæddir hverfulum táknum
tísku okkar tíma, lýstir upp af mis-
kunnarlausri skjannabirtu og um-
vafðir firrtum hljóðheimi keppast
við að ganga fram af okkur með ein-
beittum ofsa.
Hinn seki áhorfandi á sér hvergi
skjól gegn hreinskilni þeiri’a og
sannleiksást - nema kannski í rým-
isverki Darra Lorenzen uppi á
hanabjálkalofti Nýlistasafnsins þar
sem hægt er að hjúfra sig saman
einn í litlu hosilói og draga upp stig-
ann til að varna umheiminum og
raunveruleikanum inngöngu.
Sveinn Haraldsson
Kaupgleði og kynlíf
MYNDLIST &
LEIKVERK
Nýlistasafnið,
Vatnsstfg 3b
BLÖNDUÐ TÆKNI
Asa Heiður Rúnarsdóttir, Dam
Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir,
Jóhannes Hinriksson, Magnús Sig-
urðarson, Sara Björnsdóttir. Til 1.
október. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 14-18. Einnig er sýn-
ingin opin þegar leiksýningar Egg-
leikhússins standa yfir og geta leik-
hússgestir séð myndlistar-
sýninguna fyrir leiksýningu og í
hléi.
ÓNEITANLEGA setur að gest-
um hroll frammi fyrir þeim nötur-
lega veruleik sem brugðið er upp í
Nýlistasafninu. í viðbót við sýning-
una Klisjan er hin endanlega tjáning
-The Cliché is the Ultimate
Expression - hefur Egg-leikhúsið
sett upp sýningu í gryfjunni á hinu
umdeilda leikverki Shopping and
Fucking eftir breska leikskáldið
Mark Ravenhill. Þannig er gerð
merkileg tilraun til að flétta saman
myndlist og leikhús með því að hafa
leikhúsið sem hluta af mynd-
listarsýningunni.
Um leið eru myndlístarmennirnir
sex - sjö ef með er talin Ásdís Sif
Gunnarsdóttir sem tekur þátt í
mýndbandi Ingibjargar Magnadótt-
ur - settir í þá aðstöðu að fylgja
leiksýningunni úr hlaði eða vera
nokkurs konar inngangur, eða um-
gjörð um það sem síðar fer fram á
sviðinu. Það er ekki öfundsvert að
þurí'a að standa í slíkri skreytilist
enda má hún ekki vera nein bein
leikskreyting, en hún verður að vera
mátuleg forstofa að stykkinu.
Bangsar Ásu Heiðar Rúnars-
dóttur sátu út um allt gólf SÚM-
salarins. I baksýn er stiginn upp
í Risathvarf Darra Lorenzen.
Sexmenningunum tekst þetta
bærilega og sum verkin eru sláandi.
Kostur sýningarinnar er hve lista-
mennirnir eru ólíkir hver öðrum. Þá
er myndbandavarp einstaklega
heppilegur inngangur að frekara
sjónarspili. Barátta Söru Björns við
límbandaskóg sem hún reynir að
þokast í gegnum og sigrast á - verk-
ið kallar hún Draumaveiðar - er líkt
og gamalt minni úr ævintýi-um.
Söguhetjan verður að sigrast á óyfir-
stíganlegri þraut áður en hún nær
fangi sínu. Með gagnsæi límband-
anna fær áhorfandinn betri tilfinn-
ingu fyrir því að þrautin sé huglæg;
ósýnileg og ef til vill hugarburður.
Ingibjörg Magnadóttir er hinn út-
vörður sýningarinnar með Drauga-
sónötu sinni á pallinum. Um leið og
Draugurinn er kátbroslegur þegar
hann er skoðaður er ljósmynduð
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Draugur Ingibjargar Magna-
dóttur ásamt andlitsmynd lista-
konunnar.
sjálfsmynd hennar á veggnum í
bakgrunni öllu alvöiuþrungnari. Óp
og stunur fylgja áhorfandanum um
allt húsið og undii'strika mótsagna-
kennt - tragikómískt - áreiti verks-
ins. I hliðarsalnum hefur hún sett
upp myndband með speglum þar
sem hún slæst við vinkonu sína upp á
líf og dauða þótt endrum og eins ber-
ist hlátrasköll frá þessum sér-
kennilegu slagsmálahundum.
Til hliðar er annað myndbands-
varp eftir Jóhannes Hinriksson,
spinniverk þar sem umhverfið
hringsnýst og kallast á við Harakiri,
annað verk eftir hann í gryfjunni þar
sem leiksýningin fer fram. Hér er ef-
laust reynt að lýsa hugarheimi hins
ráðvillta, enda eru áhrifin til þess að
æsa upp ógleði um leið og þau lýsa
slíku angistarástandi. Þessi mynd-
varpsrús vísar síðan áhorfandanum
upp í SÚM-salinn þar sem Magnús
Sigurðarson, nakinn á ljósmynda-
veggspjaldi, hermir heiti mynd-
listarsýningarinnar: the Cliché is the
Ultimate Expression. Á súlunni í
salnum eru handklæðabunkar með
ísaumuðum titli leikverksins: Shopp-
ing and Fucking.
Ki'akkar, sláandi skipan Ásu
Heiðar Rúnarsdóttur, er stráð um
allt gólfið í salnum. Þetta eru sitj-
andi tuskudýr með sama barnsand-
litinu fjölfölduðu með tvíræðu brosi.
Þetta eru leikföng til að kaupa enda
er innkaupakarfan í bakgrunni, en
um leið eru áhrifin fráhrindandi,
skuggaleg og minna okkur á þá stað-
reynd að veruleiki sá sem brugðið er
upp í leikritinu í gryfjunni er síst
óhuggulegri en staðreyndir málsins.
Á sama tíma og fréttir berast af
barnaþrælkun í asískum verksmiðj-
um sportvörufyrirtækisins Nike -
nafnið er auðvitað í höfuðið á grísku
sigurgyðjunni - eru afföll af íþrótta-
mönnum á Ólympíuleikunum í Sydn-
ey í algjöru hámarki. Heilu landslið-
unum af þessum nútímahetjum er
skilað heim vegna ólöglegrar lyfja-
og steranotkunar þeirra.
Er nokkuð annað eftir en hjúfra
sig uppi á Rislofti Darra Lorenzen,
að vísu köldu og ljóslausu og bíða
þess að dagur rísi og sendi sálar-
geisla sína niður um þakgluggann?
Þannig virkar myndlistarleg um-
gjörð leikritsins í hvívetna og sendir
okkur á Ijúfsárum nótum Darra frá
fylgsni hans á háaloftinu í hreiður
hans í gryfjunni þar sem hann bland-
ar saman tónlistinni og effektunum
eins og fæddur tölvuplötusnúður.
Og þar með er ekki annað en óska
öllum til hamingju með vel heppnað
tiltæki, tilhlýðilega umgjörð utan um
átakanlega en ógleymanlega sýn-
ingu undir dyggri stjórn Egg-leik-
hússtjói'ans vökula Viðars Eggerts-
sonar.
Halldór Björn Runólfsson
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Jóhann Ó. Ingvason, Hljóðfæra-
húsi Reykjavíkur, og Sigurður
Flosason.
Listamanns-
samningur
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ og Sigurð-
ur Flosason saxófónleikari hafa
undimtað listamannssamning um
notkun og kynningu á Yamaha
hljóðfærum.
Sigurður mun verða talsmaður
Yamaha tréblásturshljóðfæra á
íslandi og mun hann fá til afnota
Yamaha flautur, klarinett og saxó-
fóna af nýjustu og bestu gerð i
stað núverandi hljóðfæra sinna.
Heildarsöluverðmæti nýju hljóð-
færanna er um 2,7 milljónir kr.
----------------
Netbækur
• Verkefni í rekstrarhngfræði er
eftir Ágúst Einarsson, prófessor við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands.
Bókin hefur nú verið gefin út í 4.
útgáfu en nýlunda er að bókin er nú
eingöngu gefin út á Netinu. Bókin
var fyrst gefin út árið 1990.
í bókinni á Netinu eru verkefni á
sviði framleiðslu, kostnaðar, eftir-
spurnar, framboðs, teygni, verð-
myndunar, verðaðgreiningar, fjár-
mála, fjárfestinga og óvissu.
Verkefnin era 85 talsins og eru
lausnimar einnig birtai' í bókinni.
Þetta er önnur bókin sem höfund-
ur gefur út á Netinu, en í fyrra kom
út bókin Þættir í rekstrarhagfræði
II. Vefslóð þeirrar bókar er http://
www.hi.is/~agustei/rh_b/bookcover-
htmlHöfundurinn, Ágúst Einarsson,
hefur skrifað fjölbreytilegt kennslu-
efni í rekstrarhagfræði og verið
fi-umkvöðull í útgáfu kennslubóka á
Netinu hérlendis.
Bókin er 117 bls. og er aðgangur
að henni ókeypis. Vefslóðin er
http://www.hi.is/~augstei/rh_b/-
verkefnicover.html
----------------
>£jVI-2000
19. september
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR-
HÚS KL. 16
cafe9.net
ídag taka gestgjafar á móti fólki frá
kl.16. Heimsækiö cafe9.net ÍHafn-
arhús eða á heimasíöu.
www.cafe9.net
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
------*-*-*------
Tónleikaröð
Selfosskirkju
ORGANISTINN í Hveragerði, Jörg
Sondermann, verður við orgelið í
Selfosskirkju í kvöld, þriðjudag, kl.
20.30.
Á efnisskránni eru eingöngu verk
eftir meistara Johann Sebastian
Bach, en nú eru 250 ár frá láti hans.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.