Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Randbeit
er ráðið
Randbeit virðist vera lausnarorð í beit
reiðhesta nú til dags. Það er alkunn stað-
reynd að hesteigendur eiga oft í erfiðleik-
um með að halda reiðskjótum sínum
í hóflegum holdum yfir sumarið jafnframt
því sem beitiland er víða af skornum
skammti þar sem eftirspurnin er kannski
hvað mest. Valdimar Kristinsson hefur
ásamt fjölda annarra hestamanna nýtt
sér þetta beitarform og segir hér frá
reynslu sinni og annarra af því.
ÞEIR eru Ijölmargir hestamennirn-
ir sem ekki njóta þeirra forréttinda
að hafa hrossin nærri hesthúsum
sínum yfir sumartímann og geti með
lítiili fyrirhöfn tekið hrossin á hús til
ið tempra átið hjá þeim og þar með
'ialdið þeim í því sem kalla má reið-
nestahold. Um nokkurt skeið tíðkað-
ist að menn útbyggju sveltihólf sem
kailað er þar sem voru lítil hólf og
hrossin látin naga þau upp, nánast í
moldarflag. Slíkt fyrirkomulag er
ekki viðurkennt í dag sem vænlegur
kostur. Slík hólf skera mjög í augu
og sér í lagi fyrir þá sem telja sig
gróður- og Iandverndarmenn. Sér-
i, fræðingar mæla mjög gegn slíkri
notkun á landi og er hægt að taka
heilshugar undir þau sjónarmið.
Góður kostur ef
rétt er að staðið
Um randbeitina gegnir öðru máli,
þar er um beitarstjórn að ræða þar
sem hrossunum er skammtað einu
sinni til tvisvar á dag mjórri skák.
Nota menn léttar rafgirðingar til að
halda hestunum frá óbitna hlutanum
og skammta þeim hóflega mikið gras
hverju sinni. En það er með rand-
beitina eins og ýmsa góða hluti að
ekki er sama hvernig staðið er að
málum. I fyrsta lagi er ekki sama
hvernig land er tekið til randbeitar.
Best eru tún eða valllendisbakkar
með sterkum sverði því álagið á
landið getur verið ailnokkuð. Því
blautara sem landið er því verr hent-
ar það til randbeitar og hið sama má
segja um land í halla. Því brattara
sem það er því lakar hentar það til
hrossabeitar. Það má reyndar taka
það fram að fulltrúar Landgræðsl-
unnar vara almennt mjög við hrossa-
beit í brattlendi. Hrossin eru þung
og geta skemmt land talsvert sé
þeim beitt stíft við slíkar aðstæður.
Allt. að 100% nýting
Gömul tún henta vel fyrir randbeit
og með áburðargjöf má margfalda
afkastagetu beitarstykkjanna hreint
ótrúlega mikið og hafa margir þeir
sem stundað hafa randbeit um árabil
undrast yfir því hversu mörg hross
geta verið á ótrúlega litlu landi. Þeg-
ar hross ganga frjáls á loðnu landi
má ætla að þau rýri eða eyðileggi
stóran hluta af grasinu með traðki
og auk þess teðja þau út um allt og
víst er að þau éta ekki nærri tað-
hraukunum fyrr en verulega fer að
þrengja að. Ein meginástæðan fyrir
auknum afköstum eða kannski rétt-
ara að kalla það betri nýtingu er sú
staðreynd að ef randstrengurinn er
færður aðeins einn til einn og hálfan
metra í senn nýtist það gras sem til
boða er nánast 100%. Með því að
færa svona lítið í senn teðja hrossin
nánast einvörðungu á bitið land og
sama gildir um traðk sem gerir gras-
ið mun ólystugra.
Þetta kann að hljóma sem einhliða
áróður hestamanna sem hugsa um
það eitt að fá sem mest út úr því
beitilandi sem þeir hafa til ráðstöf-
unar án nokkurs tiilits til þess hvort
verið sé að ganga á landið þannig að
afköst þess og útlit fari versnandi ár
frá ári. En svo er nú ekki.
Randbeit kostar umhirðu
Eins og áður var getið byggist
rétt randbeit á því að rétt og vel sé
að málum staðið. Hún kaiiar á dag-
legt eftirlit og auðvitað þurfa menn
að skipuleggja hlutina eftir aðstæð-
um hverju sinni. Gæta þarf til dæmis
að því að langvarandi rigningartíð
getur skert mjög hæfni lands gagn-
vart álagi. Aðstæður geta iíka verið
þannig að girða þurfi fljótlega af það
land sem bitið hefur verið en það
hefur komið greinarhöfundi á óvart
að í flestum tilfellum er ekki þörf á
því. Ef mikið gras er á stykkinu og
færsla randarinnar hæg teðja hross-
in nokkuð þétt sem gerir það aftur
að verkum að þau eru ekkert að
rótnaga fyrir aftan auk þess sem
taðið hlífir einnig sverðinum.
Við randbeit er best að hafa
stykkið girt með rafmagnsstreng
þannig að aistaðar er hægt að ná
tengingu og ekki þarf að færa raf-
stöðina með randarstrengnum.
Gæta þarf að vera með nógu marga
plaststaura á strengnum svo hann
haldist tryggilega á lofti og ekki er
verra að vera með hæla og stög á
endastaurum til að góð strekking
haldist á strengnum. Því betri sem
strekkingin er því betur stendur
girðingin sig ef hvessir en algengt er
að svona léttar rafgirðingar hrein-
lega fjúki ef vindar eru stríðir. Að
sjálfsögðu þarf að tryggja hrossun-
um aðgang að góðu vatni og og salt-
steini og ekki er verra að hafa sand-
gryfju í einu horni girðingarinnar en
hrossum þykir sérlega gott að velta
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Með því að færa randstrenginn oft og lítið má fá betri nýlingu á beitinni
og hrossin raða sér á beitarröndina eins og rollur á garða.
Auk beitar þarf að hugsa fyrir góðu vatni og saltsteini og ekki spillir að
hafa góða sandgryfju f einu horninu því hrossum likar vel að velta sér á
slíku undirlagi.
sér við slíkar aðstæður. Þá er við
hæfi að tryggja þeim aðgang að
skjóli ef ekki er möguleiki á að hýsa
hrossin í næsta nágrenni. Veður hér
á landi geta verið með þeim hætti á
sumrin að þörf sé á góðu skjóli.
Margir kostir
Kostir randbeitar eru í fyrsta lagi
góð nýting á landsins gæðum og ef
rétt er staðið að málum getur hún
margfaldað afköst þess. Mjög auð-
veldlega er hægt að halda hrossum í
hæfilegum holdum. Þá er mjög auð-
velt að spekja hross í randbeit því
flest þeirra verða mjög hænd að
„færslumanninum“. Að randbeita
hrossum með þessum hætti er ekki
ósvipað og hafa hross á gjöf á húsi.
Gjafarinn kemur tvisvar til þrisvai- á
dag og gefur hrossunum. Þá vöktu
samskipti hrossanna athygli grein-
arhöfundar því nánd þeiiTa er mikil
hvert við annað sérstaklega þegar
verið er að fara af stað með rand-
beitina, þá getur verið frekar þröngt
á þeim. Samkomulagið virtist vera
ótrúlega gott og mjög lítið um áflog.
Eftir að áti er lokið hverju sinni
leggjast þau oft og þá gjarnan þétt
saman, sér í lagi þegar er gott veður.
Nýir hestar sem komu í hópinn voru
að sjálfsögðu útskúfaðir til að byrja
með en að fáum dögum liðnum voru
þeir meðteknir í hópinn. Að sjálf-
sögðu er alltaf goggunarröð eða
virðingarstigi til staðar í hópnum og
verður að gæta þess að hafa beitar-
röndina það langa að öii hrossin
komist að og hvert þehra hafi viðun-
andi rými.
Snyrt með hrossum
Þá er hægt að nota randbeit á
mjög skemmtilegan hátt til hreinsa
mikið gras i grennd við hús og með-
fram afleggjurum að sveitabæjum
eða sumarbústöðum. Eru þá hrossin
látin renna yfir þessa loðnu skækla
og að því loknu er mikið atriði, bæði
frá fagurfræðinni séð og eins hinu ef
á að beita aftur að ári eða jafnvel að
láta þá „slá“ tvisvar, að dreifa vel úr
taðhraukunum og má segja að það sé
góð regla að lokinni randbeit.
Að sjálfsögðu er hægt að fram-
kvæma randbeit með mismunandi
áherslum, vera kann að sumir kjósi
að veita hrossunum stærri spildu
hverju sinni en færa sjaldnar en til
þess að tryggja sem besta nýtingu á
og eins að tempra átið hjá hrossun-
um er hentugra að færa oft og lítið í
senn.
Oft ber við að menn leggi að jöfnu
randbeit og sveltihólf og telji þetta
hvoru tveggja örgustu landníðslu
sem ætti að banna en þarna er skils-
munur á. Sé rétt að randbeitinni
staðið er hún til mikillar prýði. Þá er
nokkuð algengt að fólk sem hefur
takmarkaða þekkingu á hestahaldi
telji það eitt dýraníðslu að láta hross
standa á vel slegnu landi bíðandi eft-
ir færslumanninum/gjafaranum. Má
gjarnan líkja góðri randbeit við þeg-
ar tún eru slegin, sláttuvélin rennur
yfir túnið og heyið er fjarlægt og eft-
ir standa gular spildur sem á nokkr-
um vikum breytast í fagurgrænar
breiður. Það sem randbeitin hefur
kannski fram yfir er að hún skilar
ögn af áburði (hrossataði) til baka
með þökk fyrir afnotin.
Morgunblaðið/Arnór
Subarusveitin sigraði í bikarkeppni Bridssambandsins en úrslitakeppnin fór fram um helgina. Talið frá vinstri:
Matthías Þorvaldsson, Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson og Jón Baidursson.
Subarusveitin vann bikarkeppnina
BRIDS
It r i d s h ö 11 i n
Þönglabakka
BIKARKEPPNI BRIDS-
S AMBANDSIN S
Sumarið 2000 - Undanúrslit og úr-
slit 16.-17. september.
SUBARUSVEITIN sigraði sveit
Hlyns Garðarssonar nokkuð örugg-
lega í 64 spila úrslitaleik, sem fram
fór sl. sunnudag. Lokatölur 201 gegn
117. í sigursveitinni spiluðu Jón
Baldursson, Sigurður Sverrisson,
Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn
Jörgensen og Matthías Þorvaldsson.
Sigurvegararnir hófu leikinn af
miklum krafti og skoruðu 46 stig
gegn 20 í fyrstu lotunni. Sveit Hlyns
klóraði í bakkann í annarri lotu og
vann hana 56-56 en síðan tóku Sub-
aru-spilarnir öll völd og sigruðu með
nokkrum yfirburðum. Þetta er ann-
að árið í röð sem sveitin vinnur titil-
inn en í fyrra spilaði Björn Eysteins-
son með þeim félögum og Magnús E.
Magnússon var einnig skráður í
sveitina þá. I silfurliðinu spiluðu auk
Hlyns Garðarssonar fyrirliða þeir
Helgi Bogason, Vignir Hauksson,
Kjartan Aðalbjörnsson, Kjartan
Asmundsson og Kjartan Ingvars-
son.
Undanúrslitin á laugardeginum
voru skemmtileg og spennandi. Þá
spilaði sveit Hlyns við sveit Hjördís-
ar Sigurjónsdóttur og eftir harðan
bardaga átti Hlynur og félagar 133
stig en andstæðingarnir 128. I hin-
um leiknum spilaði Subarusveitin
við Sparisjóð Keflavíkur. Þar byrj-
uðu Suðurnesjamenn af miklum
krafti og skoruðu 47 stig á móti 24 í
fyrstu lotu. Þeir töpuðu svo hinum
iotunum og leikurinn endaði 137-97.
Þessar sveitir áttust einnig við í
fyrra í undanúrslitum og töpuðu
Sparisjóðsmenn einnig þeim leik
með svipuðum mun.
Arnór G. Ragnarsson