Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Mikil fjölgun nemenda í grunnskólunum á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Nemendur 10. bekkjar SGI í Sandvíkurskóla í kennslustund. Selfossi - Veruleg fjölgun nemenda hefur verið í grunnskólum Árborgar á Selfossi undanfarin ár. Arið 1998 var nemendafjöldinn í grunnskólun- um tveimur, Sandvíkurskóla og Sól- vallaskóla, 784 nemendur. Árið 1999 voru grunnskólanemar samtals 819 og í ár eru þeir 857. í fréttatilkynn- ingu frá fraeðslustjóra Árborgar kemur fram að aukningin hafí verið jöfn og þétt eða 4,6% milli ára. Á Eyrarbakka og Stokkseyri er nemendafjöldinn í meira jafnvægi en þó sveiflur milli árganga. Þrátt fyrir verulega fjölgun nemenda eru bekkj- ardeildir jafnmargar og þær voru 1998. Þetta kom meðal annars fram á kynningarfundi Þorláks Helgasonar fræðslustjóra nýlega um skólamál í sveitarfélaginu Árborg. Vel gekk að ráða kennara Að sögn Þorláks gekk vel að ráða kennara til starfa í skólum Árborgar. Kennarar eru nú 95 við störf, þar af 82 með full réttindi og sex í réttind- anámi. „Við erum stolt af því að ástandið í þessu efni er betra en það var 1998 og 1999,“ sagði Þorlákur. Hann sagði að sveitarfélagið hefði eflt til muna viðbótarmenntun kenn- ara og annars starfsfólks og að mikil áhersla væri lögð á upplýsingataekn- ina í kjölfar gríðarlegrar uppbygg- ingar, öllu starfsfólki byðist viðbót- armenntun á því sviði. Þorlákur sagði að í skólastarfinu væri reynt að mæta auknum kröfum með því meðal annars að auka val nemenda í efri bekkjum og með þró- unarverkefnum sem efldu færni og gæfu nemendum færi á að vaxa og dafna á eigin forsendum. Hið sama gilti um kennara. „Til okkar leitar vel menntað starfsfólk sem vill setjast að í sveit- arfélaginu," sagði Þorlákur. í fararbroddi í upplýsingatækni Þorlákur sagði sveitarfélagið í far- arbroddi varðandi upplýsingatækni í skólunum. Barnaskólinn á Eyrar- bakka og Stokkseyri varð þróunar- skóli í upplýsingatækni og virkar sem móðurskóli í því efni. Grunnskólamir í sveitarfélaginu eru allir nettengdir og örbylgju- samband og fjarfundabúnaður auka möguleika skólanna á samvinnu. Hann nefndi og að sérstakur skóla- þróunarsjóður væri starfræktur í sveitarfélaginu fyrir leikskóla og grunnskóla og hefði hann veitt ýms- um brautargengi og opnað leiðir fyr- ir kennara að fást við örvandi verk- efni. Afraksturinn af því birtist meðal annars í nýju námsefni. Á Selfossi er starfandi samstarfs- hópur undir heitinu Brúum bilið og er það verkefni leikskóla og grunn- skóla. í starfshópnun eru fulltrúar beggja skólastiga og starfið í góðum farvegi að sögn Þorláks. Auk þessa eru í gangi nemendasamningar í bamaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri og í Sólvallaskóla á Sel- fossi em samningarnir teknir upp jafnóðum og nemendur innritast. Þorlákur sagði að nemendasamn- ingarnir hefðu verið tilnefndir til Evrópuverðlauna. „Eg tel að þeir geti nýst okkur vel í skólastarfi, veitt okkur betri upplýsingar um nemend- ur og aðstæður þeirra og styrkt nem- endurna um leið,“ sagði Þorlákur. Af öðram atriðum tengdum skóla- starfinu kom fram á kynningarfundi fræðslustjóra að starfræksla skóla- vistunarinnar Bifrastar á Selfossi hefði gefið góða raun en þar hefur orðið 50% aukning. Rekstur Bifra- star hefur verið til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög sem koma þangað í kynnisferðir. Á Stokkseyri verður gerð tilraun með aðstoð við yngstu nemendurna við heimanám. Af öðram þáttum í starfsemi grunnskólans nefndi Þorlákur að aukið frelsi við töku grannskólaprófs kallaði á aukið fjármagn og sveigjan- leika í skólastarfinu auk þess sem stöðug fjölgun íbúa þrýsti mjög á ákvarðanir um aukið húsnæði. Samarin gegn brjóstsviða! Samarin kemur maganum í lag og losar þig við brjóstsviða! ] : í Þessar verslanir selja Samarin: Nóatún, Bónus, Hagkaup, Nýkaup, Fjarðarkaup, KÁ verslun, Samkaup og öll apótek. skrefi framar oroblu@sokkar.is www.sokkar.is Haust-/vetrarlínan 2000-2001 er komin Kynning í dag kl. 14-18. 20% afsláttur af öllum ORÖBLU sokkabuxum. ■ Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 563 1020. Morgunblaðið/Sigurgeir Viðurkenningar fyrir garða og hús Vestmannaeyjum - Fyrr í sumar völdu félagar í Rotary-klúbbi Vest- mannaeyja álitlegustu garða og fasteignir í Vestmannaeyjum, einn- ig mátu og skoðuðu nemendur og flokkstjórar vinnuskólans á annað hundrað fyrirtæki og voru niður- stöður þessar hafðar til hliðsjónar við lokaskoðun og cndanlegar ákvarðanir. Eftirtaldir aðilar lentu í úrtaki: Ásavegur 1 og 7, Bessa- hraun 23, Hólagata 33,35 og 41 og Strembugata 24. Viðurkenningu fyrir fegursta garðinn fengu Aðal- heiður Óskarsdóttir og Þorleifur Sigurlásson, Hólagötu 41. Fegursta fyrirtækið þótti íslandsbanki. Fegursta húscignin var valin Helgafellsbraut 23, bygg- ingaverktakar Steini og Olli. Sérstaka hciðursveitingu fékk Gaujulundur, skrúðgarður sem hjónin Guðfinna Ólafsdóttir og Er- lendur Stefánsson hafa komið upp á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum og hefur vakið óskipta athygli fjöl- margra ferðamanna sem þangað koma á hverju ári. Morgunblaðið/Sigurgeir Margt var um manninn þegar Eyjavefurinn var opnaður á mánudag. Við opnun Eyjavefjar EYJAVEFURINN var opnaður í liðinni viku. Hann er samstarfsverk- efni Vestmannaeyjabæjar, Land- Mats ehf., Mannfræðistofnunar Há- skóla Islands og Rannsóknarsetursins í Vestmanna- eyjum auk þess sem fleiri aðilar hafa komið að verkinu. Gísli Pálsson, Davíð Bjarnason og Frosti Gísiason hafa leitt verkefnið, sem hefur m.a. verið styrkt af Sparisjóði Vest- mannaeyja, Vestmannaeyjabæ og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Eyjavefurinn byggir á gagnvirk- um kortum tengdum gagnagrannum og samþættu hringmyndunarhverfi. Á vefnum er unnt að finna upplýs- ingar um ýmsa þætti tengda lífinu í Eyjum, sögu, menningu, auðlinda- nýtingu og lýsingu á staðháttum. Á vefnum er öflugt kortaviðmót og þar má finna kort af bænum, götum, hús- um og jarðfræði eyjanna svo fátt eitt sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.