Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hinn innri styrkur Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Sívakandi skermur býður gesti velkomna á Café9.net í Hafnarhúsinu. N etvæðing listarinnar MYNDLIST Listasafn Reykjavík- ur, Hai'nar íi iísi n u NETLIST ÝMSIR LISTAMENN FRÁ MENNINGAR- BORGUM 2000 Til 17. september. Opið daglega frá kl. 10-18, en lengur á fímmtudög- um og um helgar. HAFNARHÚSIÐ, eða Listasafn Reykjavíkur, stendur fyrir tilrauna- verkefninu Cafe9.net. Ef gengið er beint af augum frá inngangi safns- ins standa tölvurnar í tveim röðum á vinstri hönd, undir stórum varp- skermi og síbreytilegum slgá sem er hægra megin á sviði við enda salarins. Þetta er miðherbergið og hefur það verið virkjað til þessa til- raunaverkefnis sem ætlað er að tengja menningarborgimar vefleið- is. Það er eins og allar væntingarn- ar sem bundnar eru við verald- arvefinn og Netið séu hér saman komnar undir einni regnhlíf með átta samtengdum teinum. Teinarnir eru ekki nema átta því svo virðist sem netkaffihús vanti í Santiago de Compostela á Vestur-Spáni. Að vísu vantar kaffið í salarkynn- in í Hafnarhúsinu þó svo að þar sé nóg af tölvum. Hvort hinar borgim- ar hafa komið upp aðstöðu á kaffi- húsum eða söfnum skal ósagt látið, en þess skal getið að Cafe9.net í Reykjavík virkar sem meiriháttar tilraunastofa. En eins og öft vill verða þegar tækni er á frumstigi era væntingarnar mun fjálglegri en útkoman. Langmest fer fram síð- degis, en jafnframt er tölvudjamm- ið langt fram á kvöld, og jafnvel nótt, á fimmtudögum og um helgar. Greinilegt er að fiskað er eftir ákveðinni áhangendamenningu þó svo að kaffileysið sé ekki beinlínis til að trekkja þá að sem vanir era að sötra lútinn meðan þeir vafra um veraldarvefinn. Reyndar er þetta með tölvurnar og kaffið býsna merkileg samsetn- ing því hvarvetna segja sérfræðing- ar og tölvukennarar að kaffi sé eit- ur nálægt tölvum. Ekki þurfi stóra kaffislettu til að eyðileggja tölvuna og lyklaborðið. En í trássi við þessi varnaðarorð hafa sprottið upp net- kaffihús út um allan heim þar sem menn setjast við skjáinn og fara inn á draumavefinn um leið og þeir sötra kaffið sitt. Væntingar flestra í tengslum við tilraunir á borð við Cafe9.net era bundnar við gagnkvæma miðlun á Netinu. Draumar listamanna um að virkja almenning sem utanaðkom- andi afl er gæti haft óvænt áhrif á gang listaverksins era vissulega heillandi. Það er hins vegar spurn- ing hve raunhæft er að ætla al- menningi hlutverk gerandans í gagnvirku listaverki. Það er þó eitthvað sérstætt og heillandi við þær hugmyndir sem Þóroddur Bjarnason hefur unnið að á undanförnum árum og tengjast „Þingi fljótandi umræðu", tilrauna- verki sem hann setti upp fyrir tveimur áram á sýningunni „Neit- her nor“ í Nýlistasafninu. Þóroddur hefur varpað upp slóðinni discuss- ion.is, þar sem hin venjulega spjallsíða er tekin og þróuð upp á hærra og hreinlegra stig. Ef spjallsíður eru grunnurinn er discussion.is ætlað að ganga út frá sérhæfðum áhuga þátttakenda. Menn velja sér einfaldlega spjall- svið og finna sálufélaga í sérhæfing- unni. Sem fyrr er Þóroddur mjög nærri einhverju sem kallast getur gátt til ókannaðra og víðáttumikilla heima þar sem samskiptaáhugi hans fær notið sín fullkomlega. En það eru enn nokkur ljón á veginum og spurningin er hvernig listamað- urinn hugsi sér að komast klakk- laust framhjá þeim. Að stýra um- ræðunni með örvunartökkum er bráðfyndið en eilítið offarið. Þó svo að fréttasíður mbl.is og visir.is þjóni ágætlega sínum tilgangi þyrfti síða fljótandi umræðu helst að vera gagnvirk svo að menn geti ræðst við. Annað er of nærri „irkinu" ef eitthvað er. Það breytir því ekki að Þóroddur er einhver næmasti lista- maður ungu kynslóðarinnar og sá sem er tilbúinn að ganga léngst í sjálfsfórninni fyrir nýjan og óvænt- an árangur. Að því leytinu eru hug- myndir hans eins og fljótandi vatn. Hvar sem borað er sprettur það fram, ferskt og svalandi. Orðabók Katrínar Sigurðardóttur á sér einnig lengri sögu en nemur Cafe9.is. A sýningunni „Stöð til stöðvar" í Nýlistasafninu setti hún fram prótótýpu af tilrauninni. Það er eitthvað stórkostlega spennandi við hugmynd Katrínar um víðtæka orðabók sem gestir sýningarinnar geta spáð í eða bætt við, hvort held- ur það er slangur eða nýyrði, elleg- ar upplýsingar um orðanotkun. Hugmynd Katrínar byggist á gagnvirku kerfi sem auðvelt væri að setja beint inn á vefinn til að efla með málvitund og málslípun, um leið og tungumálið fengi óvæntan og hressilegan bandamann. Þegar öll kurl koma til grafar tengist orðabók Katrínar verki Þórodds nánum böndum. Orðabók hennar er ef til vill undirstaða og fyrsti vísir að því sem gæti orðið árangursrík, fljótandi umræða. Lfkt og Þóroddur skynjar Katrín mikilvægi tungunn- ar, tungutaksins og málnotkunar- innar í tæknilegum samskiptum manna á öld netvæðingar. Að öðram tilraunum ólöstuðum er í verkum beggja listamanna vísir að einhvem nýrri leið innan lista og samskipta sem spennandi verður að fylgjast með, en allt framtakið ber í sér frækorn nýrra og kraft- mikilla möguleika fyrir listheiminn. Halldór Björn Runólfsson LEIKLIST Möguleikhúsið LÓMA Höfundur: Guðrún Ásmundsdóttir. Leikstjóri: Pétur Eggerz. Leikarar: Aino Freyja Járvelá, Bjarni Ing- varsson og Hrefna Hallgrímsdóttir. Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Söngtextar: Pétur Eggerz/Guðrún Ásmundsdóttir. Möguleikhúsið við Hlemm, föstu- daginn 15. september. MÖGULEIKHÚSIÐ fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni er dagskrá þess óvenju vegleg á nýhöfnu leikári. Möguleikhúsið er eina atvinnuleik- húsið á íslandi sem sinnir ein- göngu yngsta áhorfendahópnum, börnum og unglingum. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir allt leik- húslíf í landinu að eiga slíka stofn- un, sem einbeitir sér að því að ala upp væntanlegan áhorfendahóp hinna leikhúsanna. Þetta mættu þeir sem ráða yfir því fé sem veitt er til leikstarfsemi hafa í huga, því eins og þeir Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson (tveir af stofn- endum leikhússins) benda á í við- tali við Morgunblaðið síðastliðinn föstudag situr þetta barnaleikhús „ekki við sama borð og leikhús ful- lorðinna þegar kemur að opinbera fjárveitingavaldinu". Það væri vel við hæfi á tíu ára afmæli Mögu- leikhússins að hin árlegi opinberi styrkur til þess væri að minnsta kosti tvöfaldaður, enda hafa þeir sem að því standa sýnt og sannað að starfsemi leikhússins er komin til að vera og lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu til þess að svo mætti verða. Einnig má benda TONLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Gjertsen: 3 Miniatures f. fiðlu & pfanó (2000). Sciarrino: Sónatína f. fiðlu & píanó (1976); Píanó sónata nr. 3 (1990). Clapperton: 3 etýður úr Etudes Transcendentales f. fiðlu (1999). Atli Ingólfsson: A Verso f. píanó (1990). Xenakis: Dikthas f. fiðlu & píanó (1980). Sharleen Harshenin, fiðla; James Clapperton pianó. Sunnudaginn 17. september kl. 17. UNDIR fyrirsögninni Örhátíð á M 2000 hófust hinir seinni af tvennum nútímatónleikum á sunnu- dag fyrir hálfsetnum sal Norræna hússins. Tónleikarnir voru samstarfsverkefni Caputs og Ny Musikk í Björgvin, einnar af níu menningarborgum Evrópu, og komu hingað af þessu tilefni hjónin James Clapperton og Sharleen Harshenin, bæði búsett í höfuðborg Vesturnoregs, sem svar við dans- og tónlistardagskrá Láru Stefáns- dóttur og Guðna Franzsonar þar í ágúst. Dagskráin samanstóð af sex tón- verkum fyrir píanó, fiðlu eða bæði, öll frá síðasta aldarfjórðungi og öll undir formerkjum krefjandi fram- sækinnar tónlistar. Tvö voru ítölsk, hin grískt, norskt, skozkt og ís- lenzkt. Hafizt var handa með nýj- asta verkinu, 3 Miniatures eftir yngsta tónskáldið, Ruben Sverre Gjertsen frá Noregi, sem kvað enn við nám og vera einn af fjölda efni- legra ungra tónsmiða undan hand- leiðslu hins drífandi tónsmíðakenn- ara við Grieg tónlistarháskólann í Björgvin, Mortens Eide Pedersens. Leiknar voru þrjár örmyndir af níu, og komu þessi nettu smábrot fyrir sem fágaðar hrollvekjur ann- þeim aðilum sem bera hag lands- byggðarinnar sérstaklega fyrir brjósti á að Möguleikhúsið hefur frá byrjun einnig sinnt börnum landsbyggðarinnar með leikferðum út á land sem era fastur liður í starfseminni. Möguleikhúsið hefur frá byrjun kappkostað að setja upp ný íslensk frumsamin verk eða unnið leikverk upp úr bókum fyrir börn. Þetta hefur oft á tíðum verið gert af miklum vanefnum þar sem leik- húsið hefur ekki bolmagn til þess að ráða til sín færustu skáldin á þessu sviði. I tilefni afmælisins hefur leikhúsið þó í ár ráðið reynd- an höfund til að skrifa barnaleik- rit, Guðrúnu Helgadóttur, sem ekki hefur skrifað leikrit fyrir börn síðan hún skrifaði Óvitana fyrir Þjóðleikhúsið. Síðastliðinn föstudag frumsýndi leikhúsið hins vegar eldra verk eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, leikkonu og leikskáld. Það er leikr- itið Lóma, sem er ætlað áhorfend- um á aldrinum 2-9 ára. Lóma fjall- ar um tröllastelpuna Lómagnúp úr Hrollaugsdal sem sest á skólabekk meðal mannsbarna til þess að læra að lesa, skrifa og reikna. Fljótlega verður hún fyrir barðinu á stríðni bekkjarfélaganna, eins og allir þeir sem skera sig úr hópnum á einhvern hátt eiga á hættu. Lóma ákveður að hætta í skólanum og á leiðinni heim hittir hún Fidda feita sem hefur einnig hætt í skóla af sömu ástæðu. Þau fara saman heim í Hrollaugsdal þar sem Grál- úða, móðir Lómu, tekur á móti þeim. í sameiningu ákveða þau að stofna félag gegn stríðni og félagið á að heita: „Mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að mér“ (sem einnig er undirtitill leikrits- ins). Hér fjallar höfundur á auðskilj- arlegra draumkenndra skugga- mynda af korðavæddum ævintýra- manni að skylmast við trunt, trant og tröllin í fjöllunum á bakgrunni hjarnkaldra nepjuískra tremóló- og glissandó-stroka fiðlunnar „sul ponticello" og fannsindrandi píanó- hljóma í espressífri túlkun píanist- ans, og var píanóið þó sýnu skap- heitast í bullandi hrinuinnskotum milli flæðandi samleikskafla. Eftir ítalska framúrstefnu- höfundinn Salvatore Sciarrino voru tvö verk. Fyrst var flutt Sónatína fyrii' fiðlu og píanó frá 1976, fín- gerð smíð þar sem einblínun höf- undar á efri svið hljóðfæranna kall- aði fram ægifögur en nístingsköld hugmyndatengsl við frostrósir á hallargluggum síberskrar snæ- drottningar og hélt töfrum sínum allt til loka. Óðra máli gegndi um hina njörvuðu og úthaldsfreku 3. píanósónötu Sciarrinos, sem komst, þrátt fyrir snarpa og svipmikla túlkun Clappertons, ekki hjá því að rifja upp með manni hollráð Háva- mála um að mæla þarft eða þegja, þegar seig á þriðja hlutann og flest virtist löngu sagt sem segja þurfti. Líkt og í alinlöngu verki Xenakisar í lokin beindist athyglin smám sam- an meir að hindrunarhlauparanum og hversu lengi hann skyldi endast á þessu manndrápsskeiði án þess að stórslasa sig, á kostnað grind- anna á brautinni. Skemmst er þó frá að segja, að Clapperton komst frá öllu með ósviknum glæsibrag, er hefði verðskuldað bitastæðari tónsköpun en hér var að heilsa. Andstæðan gat vart verið meiri í næsta atriði. Skotum er ekki eigin- leg málgleði suðlægari þjóða, og kom það vel fram í hinum heillandi Etýðum Clappertons fyiir fiðlu, sem frú Sharleen lék af yfirvegaðri innlifun. Fluttar voru þrjár af alls níu þátta bálki, og einkennandi fyr- ir allar þrjár var hnitmiðuð ljóðræn tilfinning fyrir blæ og framvindu, anlegan hátt um algengt vandamál sem flest börn kannast við af eigin reynslu (sem þolendur og/eða ger- endur) og lögð er áhersla á að finna sinn eigin innri styrk til að sigrast á vandanum og að leita til Guðs þegar manni líður illa. Einn- ig er lögð áhersla á að fegurðin komi innan frá en sé ekki fólgin í 1 því að vera „sætur“ hið ytra. Þótt efniviðurinn hafi alvarlegan undirtón er uppsetning Pétur Eggerz og félaga síður en svo á einhverjum þunglamalegum nót- um. Lögð er áhersla á léttleika og grín í bland við boðskapinn og at- burðarásin krydduð með söng. Leikmynd Messíönu Tómasdóttur er einföld og sniðug og búningar [ hennar eru litríkir og sérlega skemmtilegir eins og hennar var von og vísa. Þrír leikarar fara með fimm hlutverk í sýningunni. Aino Freyja Jarvelá fer með titilhlutverkið og gerði þar margt vel en var nokkuð óörugg í einsöngnum. Þar mætti hún reyna að setja meiri kraft í rödd og túlkun. Bjarni Ingvarsson leikur bæði kennarann og Fidda feita og fór hann vel með bæði j hlutverkin, sérstaklega var hann skemmtilegur í hlutverki kenn- arans. Hrefna Hallgrímsdóttir var í skemmtileg í hlutverki skólasystur Lómu og hún fór á kostum í hlut- verki Grálúðu tröllamömmu og uppskar margan hláturinn. Hér er um að ræða létta og skemmtilega sýningu með þörfum þoðskap fyrir börn og fullorðna. Vonandi fjölmenna íslenskir for- eldrar með börn sín í Möguleik- húsið við Hlemm í vetur og taka þátt í afmælishátíð þessa merki- lega leikhúss. Soffía Auður Birgisdóttir þar sem ekki aukatekinn tónn var ofsagður. A Verso, kammerverk Atla Ing- ólfssonar fyrir fiðlu og píanó frá 1990 sem varð kveikjan að O Versa hans fyrir píanó og kammersveit (1992), var nokkuð iðið við kolann líkt og ýmis önnur verk Atla fram- an af ferli, en bauð þó víða af sér góðan þokka í fáguðum flutningi þeirra hjóna. Formbygging verks- ins dró dám af bragfræðilegum pælingum, sem er fráleitt verra „konsept" fyrir tónsmíð en t.a.m. málverkainnblástur Hafliða Hall- grímssonar, og væri gaman ef ein- hvern tíma tækist að miðla slíkan strúktúr með auðskynjanlegum hætti, enda ættu bragliðahrynj- andi, ljóðstafir og jafnvel rím að geta skilað sér á tónrænum for- sendum, náskyld eins og þau eru, bæði að eðli og sögulegum upp- runa. Það sem einna helzt vakti athygli undirritaðs í lokaverki tónleikanna, Dikthas fyrir fiðlu og píanó eftir Iannis Xenakis frá 1980, var kafli einhvers staðar í miðju þar sem misör hrynmynztur þversköruðust og færðust til líkt og mislangar tímastikur að gliðna í þrívídd. Að öðru leyti kom þetta óhemju krefj- andi og oft nærri kaótíska samleik- sverk íyrir sem fram úr hófí lang- dregið, og skákaði í þeim efnum jafnvel 3. píanósónötu Sciarrinos. Maður þorði vart að hugsa þá hugsun til enda hvernig knúsuð fingurbrjótasúpa Xenakisar hefði reynzt áheyrnar í miðlungsflutningi eða þaðan af lakari. Það var þó sízt þeim hjónum að kenna hvað tíminn virtist fyrr en varði standa í stað, því gegnheil spilamennska þeirra var í alla staði fyrsta flokks, og væri vissulega gaman að heyra þau aftur í náinni framtíð við hlust- vænni viðfangsefni. Ríkarður Ö. Pálsson S Bragfræðilegar pælingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.