Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 17 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ larus á sérstöku afmælistilboði Stærstu framkvæmd- inni lokið BESSASTAÐAHREPPUR hefur lokið við stærstu framkvæmd, sem sveitarfélagið hefur lagt í, en það er bygging nýs list- og verkgreinahúss Alftanesskóla, sem var vígt við upp- haf skólaúrsins. Nýbyggingin er á tveimur hæðum en gert er ráð fyrir að þriðju hæðina megi byggja síðar. Einnig er gert ráð fyrir að húsið verði lengt til norð- urs. Stærð þess hluta byggingarinn- ar sem nú var skilað ftillbúnum er um 1.300 fermetrar. Um miðjan næsta mánuð verður lokið við sal skólans og nýtt móttökueldhús, sam- tals liðlega 400 fermetra. Heildar- kostnaður við framkvæmdir og bún- aðarkaup er áætlaður um 260 milljónir króna. í nýja skólahúsinu eru fjórar al- mennar bóknámsstofur, mynd- menntastofa, smíðastofa, raun- greinastofa, hússtjórnarstofa, hann- yrðastofa og tölvustofa ásamt ýmsum minni rýmum sem tilheyra skólastarfmu. Með lengingu hússins til norðurs síðar fást fjórar almennar bóknámsstofur í viðbót. Með tilkomu list- og verkgreinahúss Alftanes- skóla nú skapast ýmsir möguleikar fyrir aukna fjölbreytni í skólastarfi, að sögn Gunnars Vals Gíslasonar sveitarstjóra. Til dæmis verður hægt að opna skólann enn frekar og halda námskeið af ýmsum toga, auk þess sem samkomusalur og bætt félags- aðstaða gefur færi á að setja upp margs konar menningarviðburði. íslenskir aðalverktakar hf. önnuð- ust framkvæmdir við húsið en arki- Merk skólasaga tektastofan Gláma-Kím, Jón Guð- mundsson verkfræðingur og Raf- tæknistofan sáu um hönnun þess. Verkfræðistofan VSÓ-Ráðgjöf ehf. hafði umsjón með útboði og eftirlit með framkvæmdum. Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur G. Gunnarsson tók við lyklum nýbyggingar Álftanesskóla úr höndum Páls Poulsens, varaformanns byggingarnefndar. Bessastaðahreppur á Alftanesi Bessastaðahreppur SKÓLAHALD á Álftanesi á sér langa sögu en á 19. öld var þar helsta menntastofnun þjóðarinnar, Bessastaðaskóli. Fyrsti barnaskóli hreppsins tók til starfa 1914 en það var barna- skólinn á Bjarnastöðum þar sem skrifstofa sveitarfélagsins er nú til húsa. Áður hafði barnafræðsla í hreppnum farið fram í litilli skóla- stofu á Bessastöðum, sem Grímur Thomsen hafði upphaflega lánað til þeirra þarfa, samkvæmt upp- lýsingum frá Bessastaðahreppi. Næsta stóráfanga í skólastarfi í Bessastaðahreppi var svo náð árið 1978 þegar nýr skóli, Álftanesskóli, tók við af Bjarnastaðaskólanum sem þá hafði sinnt sínu hlutverki í 64 ár. Álftanesskóli hefur síðan þá verið stækkaður í nokkrum áföng- um með ört vaxandi sveitarfélagi. Árið 1993 hóf hreppsnefnd Bessastaðahrepps undirbúning að uppbyggingu Álftanesskóla til þess að mæta auknum kröfum nýrra grunnskólalaga en með þcim var ábyrgð á grunnskólanum flutt á herðar sveitarfélaga. Fyrst var byggð stjórnunarálma við skólann, með bókasafni og tveimur bók- námsstofum á árinu 1997, fram- kvæmdum vegna einsetningar lauk haustið 1998 og nú hefur nýja list- og verkgreinahúsið verið tekið í notkun. í næsta áfanga er ráðgert að stækka skólahúsið í norður og bæta þannig við fjórum almennum bóknámsstofum. Taktu bessa töflu. alvarlega, r ÞegarKIA Clarus Wagon erborínn saman við aðra station-bíla sem eru íboði á íslenskum markaði kemur í Ijós að þú færð meira fyrir peningana hjá KIA. Það er sama hvar boríð er niður i samanburðartöfluna hér að neðan - hvergi er snöggan blett að finna hjá KIA Clarus. Það er okkurþví sérstök ánægja að geta boðið þennan bíl á afmælisverði sem enginn leikur eftir - Það er jú heilt ár síðan KIA Clarus var kynntur fyrír íslendingum... KIA Clarus Wagon á sérstöku afmælistilboði aðeins 1490000 Sjálfskiptur 1.550.000 * Samanburðartatta sem margborgar sig að skoða veff KIA Toyota Opel Nissan Peugeot vw Clarus Avensis Vectra Prímera 406 Wagon Wagon Wagon Wagon Wagon Wagon Verð 1.490.000 1.739.000 2.015.000 1.960.000 1.799.000 1.925.000 Vélarstærð 2,0 1,6 2,0 2,0 2,0 1,8 Hestöfl 133 110 136 140 135 125 Heildartengd (mm) 4750 4570 4490 4579 4736 4669 Heildarbreidd (mm) 1785 1710 1840 1715 1765 1740 Heildarhæð (mm) 1440 1500 1490 1450 1460 1498 Lægsti punktur (mm) 177 155 160 137 110 Farangursrými (lítrar) 560 530 460 430 430 495 Eigin þyngd (kg) 1298 1240 1335 1375 1404 1325 Heildarþyngd (kg) 1864 1730 1890 1815 2070 1920 Eldsneytistankur (litrar) 60 60 60 60 70 62 ABS Já Já Já Já Já Já Spólvöm (TCS) Já Nei Já Nei Nei Nei Rafdrifnar rúður Já Já Að framan Já Að framan Já Geislaspilari (CD) Já Nei Já Nei Nei Nei Loftpuðar Já Já Já Já Já Já Fjarstýrðar samlæsingar Já Já Já Já Já Nei við Komdu við hjá okkur í KIA ÍSLANDI að Flatahrauni 31 og mátaðu KIA Clarus Wagon 'g og fjölskylduna. KIA ÍSLAND FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 www.kia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.