Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 71
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 71 ------------------------------ÍT FÓLK í FRÉTTUM Sam Wood, sitjandi til vinstri, við stjórn bestu myndar Marxbræðra, Nótt í óperunni - A Night at the Opera. Úr Klukkan kallar - For Whom the Bells Tolls, frægustu mynd Woods. Akim Tamiroff, Ingrid Bergman og Cary Cooper. * SAM WOOD EITT af furðum kvikmynda- heimsins á fimmta áratugnum var síðbúin velgengni Sams Wood. Kominn vel yfir miðjan aldur fór þessi samviskusami vinnuhestur og heldur óspcnnandi leikstjóri að gera hverja ágætismyndina á fætur annarri. Hlaut Óskars- verðlaunatilnefningu ’39 fyrir Goodbye Mr. Chips sem var enn- fremur tilnefnd sem besta mynd ársins og færði aðalleikaranum, Robert Donat, hin eftirsóttu verð- laun fyrir bestan leik í aðalhlut- verki. Wood, sem var fæddur 56 árum áður, var greinilega kominn á sitt blómaskeið þótt óvenju seint væri. Hitt er algengara að menn buni úr sér nokkrum gæðamynd- um tiltölulega snemma á ferlinum og falli síðan aftur í meðal- roennskuna. Wood var ekki á því. Árið eftir hlaut hann tilnefningu númer tvö, nú fyrir leikstjórn Kitty Foyle sem færði Ginger Rogers hennar einu Óskars- verðlaun. Þriðju og síðustu til- nefninguna hlaut hann svo ’42 fyrir Kings Row. Wood var búinn að stimpla sig inn á síður sögunn- ar. Wood kom upphaflega til Kaliforníu upp úr aldamótunum 1900 sem ungur og upprennandi fasteignasali. Varð fijótlega upp- numinn af kvikmyndaiðnaðinum og reyndi fyrst fyrir sér sem leik- ari um 1908. Flutti sig síðan um set, gerðist tökumaður, svo að- stoðarleikstjóri. Um nokkurra ára skeið var hann liægri hönd Cecils B. De MiIIe, sú reynsla varð til þess að hann fékk að spreyta sig sjálfur og stjórnaði sinni fyrstu mynd um 1920. Til að byrja með voru viðfangsefnin rútínumyndir með stjörnum De- Milles eins og Wallace Berry og Gloriu Swanson. Hún var ekki hrifin af handverki Woods sem leikstýrði henni í 9 myndum á ár- unum 1921 til 23. „Hver mynd var annarri verri, fátt breyttist annað en síddin á kjólunum mín- um og andlitin á mótleikurun- um,“ sagði frú Swanson um sam- starfið. Sjálfur gafst Wood upp á færi- bandavinnunni hjá Paramount ár- ið 1924 og hafnaði hjá MGM nokkrum árum síðar. Þar starfaði hann næstu 13 árin, þótti örugg- ur og með áreiðanlegri, fast- ráðnum leikstjórum kvikmynda- versins. Wood var gjarnan treyst fyrir stjörnum sem höfðu lifað sitt blómaskeið. John Gilbert í No Way for a Sailor (30), annarri tal- mynd stjörnunnar, og þá gerði hann nokkrar með Roman Nav- arro sem einnig var á niðurleið. Eins fékk Wood að glíma við efn- isfólk á uppleið líkt og Joan Crawford í Paid (’30); Spencer Tracy og Myrnu Loy í Whipsaw (’35). Wood og tökustjórinn Hal Rosson fóru mjúkum höndum um Jean Harlow í Hold Your Man (’33), fyrstu myndinni eftir að eiginmaður hennar, fram- leiðandinn Paul Bern, framdi sjálfsmorð (Rosson giftist henni skömmu síðar). Fyrsta stórverkefni Wood var A Night at the Opera (’95), fyrsta mynd Marxbræðra hjá MGM. Myndin fékk góða dóma og feikna aðsókn þó Groucho segði síðar að „aulinn sem leikstýrði okkur vissi ekkert í sinn haus svo hann tók hvert atriði tuttugu sinnum og vonaði að eitthvað væri brúklegt." Wood var sendur til Englands til að leikstýra Robert Donat í Goodbye Mr Chips, sem einnig státaði af Greer Garson, ungri og upprennandi stjörnu sem átti eft- ir að gera garðinn frægan. Um sama leyti rann út samningur Wood hjá MGM og varð Woods samstundis eftirsóttur starfs- kraftur hjá öllum kvikmyndaver- unum. Naut hæfileika Charles Coburn og Jean Arthur í hinni geysivinsælu The Devil and Miss Jones (’41). Kings Row vakti mikla eftirtekt, einkum sakir frá- bærrar frammistöðu hins unga Ronalds Reagan. The Pride of the Yankees (’42), færði saman stórstjörnuna Gary Cooper og Wood í fyrsta skipti, þeir áttu eft- ir að gera margar myndir í sam- einingu. Coop fór með hlutverk hafnarboltahetjunnar Lou Gehig (sem sjúkdómurinn er kcnndur við). Wood hafði kynnst litmynda- töku er hann var kallaður til að- stoðar hinnar vandasömu gerðar Á hverfanda hveli (’39), reynslan kom honum að góðu gagni er Woods var valinn til að stjórna kvikmyndagerð metsölubókar Ernest Hemingway, Klukkan kallar - For Whom the Bell Tolls. Fékk vin sinn Coop til að fara með aðallutverkið ásamt Ingrid Bergman í hennar fyrstu litmynd. Klukkan kallar varð ein sú stærsta á fimmta áratugnum, vel sótt og lofuð, en að henni lokinni fór heldur að halla undan fæti hjá Woods. Ekki dugði til þó hann fengi Coop og Bergman til að leika sama að nýju í Saratoga Sígild myndbönd A NIGHT AT THE OPERA (1935) ★★★★ Að flestra áliti besta mynd æringj- anna Graueho, Chico og Haipo Marx, Zippo er fjarri góðu gamni. Bak- grunnurinn óperuhús, hafskip, ofl., ofl. Lenda bræður í óendanlegum uppákomum af öllum stærðum og gerðum sem henta einkar vel þeirra sérstaka ærslaleik. Nokkur einkar minnistæð ólæti, t.d. þegar bræður lenda inní skáp ásamt gengilbeinum, vélstjórum, ungri konu, snyrtifræðingi, þjónum með bakkana á lofti og gott ef fleiri koma ekki við sögu þessa, kannski eftirminnilegasta atriði í öllum mynd- um þeirra. Myndin nýtur þess að ekkert var til sparað svo hún mætti verða sem best úr garði gerð, öfúgt við ilest önnur verk þessara grínsnillinga. Handritið er eftir hinn sögufræga George S. Kaufman. KLUKKAN KALLAR - FOR WHOM THE BELL TOLLS (1943) ★★★% Mikilfengleg í flestum skilningi og að mörgu leyti ásættanleg kvik- myndagerð hinnar frægu sögu Hem- ingway um Bandaríkjamanninn Robert Jordan (Gary Cooper), sem ákveður að ganga til liðs við andstæð- inga fastista í borgarastríðinu á Spáni á fjórða áratugnum. Meðal þeirra er hin undurfagra Mai’ia (Ingrid Berg- man). Hetjuóður og rómantík, sorg og gleði, er snyrtilega tvinnað saman af Wood og handritshöfundinum Dudley Nichols, sem er sögunni trúr en myndin geldur nokkuð fyrir mikla lengd (170 mín). Skáldið valdi sjálfur aðalleikarana tvo, en það er Katina Paxinou sem skyggir á alla sem hið orðljóta en úrræðagóða stórmenni, Pilar. Hún er ein ósviknasta Heming- waypersóna kvikmyndanna. GOODBYE MR. CHIPS (1939) ★★★'/2 Hárómantísk, þriggjaklútamynd um hlédrægan háskólaprófessor (Robert Donat), sem giftist heillandi konu (Greer Garson), til þess að missa hana á sorglegan hátt skömmu síðar. Ver síð- an ævinni í að undirbúa nemendur sína sem best undir lífsbaiáttuna og verður að lifandi goðsögn. Hjartnæm, í orðsins fyllstu merkingu, vel gerð og leikin en ætti sjálfsagt ekki mikla möguleika inná raunsærri og kröfuharðan markað ungs folks í dag. Engu að síður virki- lega forvitnileg kvikmyndaklassík sem færði Donat Oskarsverðlaunin og var tilnefnd í nánast öllum flokkum. Ronald Reagan var fleira til lista lagt en að sljórna Bandaríkjunum. Sýndi sterkan leik í King’s Row en annars þótti ferill hans á leiklistar- sviðinu öliu tilþrifaminni en í stjórnmálunum. Trunk (’43). Coop hjálpaði heldur ekki upp á aðsóknina að Casan- ova Brown (’44). Ivy (’47), með Joan Fontaine, var eina stórvirki Woods að lokinni síðari heims- styrjöld. Hann var samt sem áður virkur fram á síðustu stundu, sneri undir lokin aftur til MGM þar sem hann leikstýrði þremur síðustu myndunum. Stríðsmynd- inni Command Decision með Clark Gable; The Stratton Story, æfisögulegri hafnaboltamynd með James Stewart, og að lokum vestranum Ambush með Robert Taylor. Þær voru allar frumsýnd- ar ’49. Þess má geta að Wood var hliðhollur nornaveiðum kommún- istabanans Joes McCarthy undir lok fimmta áratugarins. Sæbjörn Valdimarsson l.is ALLTAT E!TTH\TA£> A/ÝT7 V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA ísiandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. NY NAMSKEIÐ FYRIR UNCLINGA | Breikdans og sEL f .? 1 hip-hop Húsie Orville Nataslia sími 551 5103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.