Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000
'?------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sýning tileinkuð Cliff Richard og The Shadows frumsýnd í Broadway á föstudaginn
Iskugga
Shadows
og Sir Cliff
Næstkomandi föstudag verður sett upp
sýning í Broadway byggð á frægðarferli
The Shadows og Cliff Richard. Þar munu
þrír gítarleikarar skiptast á að túlka goðið
hornspengda, Hank Marvin, á meðan hinn
góðkunni dægursöngvari, Eyjólfur Krist-
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Eins og glöggt má sjá eru þátttakendur sýningarinnar klárir í slaginn.
jánsson, bregður sér í hlutverk hins
sjarmerandi lávarðar, Cliff Richard. Arnar
Eggert Thoroddsen var leiddur um
skuggastræti af mönnum sem vel til þekkja.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hvernig fór Svenni Guðjóns (Iengst til vinstri) að því
að troða sér inn í Shadows?
ALLIR íslenskir unglingar sem
gældu eitthvað við gítarinn á árun-
um 1960 til 1962 lögðu sig í líma við
að stæla hið einstaka lag sem Hank
Marvin, sólógítarleikari Shadows,
hafði á hljóðfærinu og á tímabili
varð ekki þverfótað fyrir íslenskum
Shadows-sveitum sem spruttu upp
um allt land eins og gorkúlur.
^ Fimm sinnum á Young Ones
Sveinn Guðjónsson, blaðamaður
og tónlistarmaður, sem lék í eina tíð
ineð sveitum eins og Roof Tops og
Haukum, segir Shadows hafa verið
mikla áhrifavalda í hans lífi. „Þegar
ég var krakki fór ég fimm sinnum að
sjá myndina The Young Ones með
Cliff Richard sem sýnd var í Tóna-
bíói,“ staðhæfir Sveinn. „Þar tóku
Shadows ansi eftirminnileg dans-
spor og voru með alveg rosalega
flott gítarlög. Þá var stefnan strax
tekin á að verða gítarleikari eins og
Marvin.“ Bítlaæðið sem fylgdi í
kjölfar Shadows-æðisins fór því öf-
ugt ofan í Svein, allavega til að byrja
með. „Shadows voru það mikil
átrúnaðargoð að lengi vel strögglaði
maður við að samþykkja Bítlana þó
að á endanum hafi ég einfaldlega
gefist upp, það var auðvitað ekkert
annað hægt.“
Vilhjálmur Guðjónsson, allra-
handamaður hvað hljóðfæraleik
varðar, er einn af þeim gítarleikur-
um sem kemur til með að túlka sjálf-
an Hank Marvin í sýningunni. „A
sýningunni verðum við með gamla
Vox-magnara, og endurkaststæki
(e. ,,echo“) sem var vörumerkið hans
Hank Marvin, allt gert til þess að ná
rétta hljómnum,“ segir Vilhjálmur.
„Þessi sýning er mér hjartans mál
enda var ég sjálfur í Shadows-bandi
í gamla daga - komst aldrei í neina
Bítlahljómsveit af því að ég var kall-
aður Villi Shadow! Ég er búinn að
kappkosta við að ná rétta tóninum
undanfarið og verð því vopnaður
rauðum Fender Stratocaster sem
var einkennisgítar Hank Marvin."
Með tennisspaða
uppi í rúmi
Jón Þór Hannesson, forstjóri
Saga Film, var í einni af fyrstu
Shadowssveitunum hér á landi,
Tónum. „Á árunum 1960-1962
spruttu upp Shadows-sveitir um alla
Evrópu og Island var þar engin
undantekning," segir Jón. „Hank
Marvin hefur auðvitað haft gífurleg
áhrif sem gítarleikari og það má vel
greina þau hjá seinni tíma gítargoð-
um eins og Mark Knopfler og Eric
Clapton. Eg held ég hafi spilað
fyrstu Shadowsplötuna alveg í gegn
og maður setti sig í stellingar uppi í
rúmi með tennisspaða í hönd,“ segir
Jón skellihlæjandi.
Magnús Eiríksson, gítarleikara
og lagasmið er óþarft að kynna, en
hann varð eins og flestir af hans
kynslóð, fyrir skuggalegum áhrifum
af Shadows. „Fyrir okkur var þetta
sambærilegt við Bítlaæðið sem á
eftir kom og það voru Shadowsbönd
vaðandi uppi úti um allt,“ segir
hann. „Sjálfur var ég mikill aðdá-
andi Hank Marvin og hann hafði
mikil áhrif á mig sem gítarleikara."
Eyjólfur Kiástjánsson, fyirum
Bítlavinur, nú Shadowsvinur, mun
syngja hlutverk Cliff Richard í sýn-
ingunni en Shadows þjónuðu oft
sem undirleikarar hjá popparanum
slunga. „Ég komst inn í Cliff fremur
seint á hans ferli,“ segir Eyjólfur.
„Það var í kringum 1980 þegar lög
eins og „We dont talk anymore"
urðu vinsæl. Ég verð nú samt að við-
urkenna að ég varð fyrir meiri áhrif-
um frá Shadows sem slíkum frekar
en Cliff. Titillagið úr „Deer Hunter“
er mér til dæmis afar hugleikið."
Dagskráin er annars þannig upp
byggð að um helmingur laganna
verður sungin en í hinum helmingn-
um fá Marvinistarnir þrír, Gunni
Þórðar, Árni Jörgensen og Vil-
hjálmur Guðjónsson að láta ljós sitt
skína. Nýtt Shadows-æði? Eða
hvað?
Hinn goðmagnaði
gítarómur
Shadows í árdaga. Hank Marvin er annar frá vinstri.
ÁÐUR en Bítlarnir tóku sig til og
trylltu heimsbyggðina voru Shad-
ows málið. Að hluta til sveit sem sá
um undirspil fyrir poppstirnið ei-
lífa Cliff Richard - að hluta til
brautryðjendur í rokkgítarleik
sem hafa haft ómæld áhrif á þess
háttar listiðkun.
Eins og eldur í sinu
Rætur Shadows má rekja til árs-
ins 1958 er tveir ungir gítarleikar-
ar frá Newcastle, Hank Marvin og
Bruce Welch, voru ráðnir í hljóm-
sveitina The Drifters sem var í
þann mund að lcggja í tónleika-
ferðalag með Cliff Richard sem þá
var heitasta poppstjarna Bret-
lands.
Nafninu Drifters var svo fljót-
lega breytt í The Shadows eftir
lagalegan þrýsting frá samnefnd-
um sönghópi frá Bandaríkjunum
sdkm þá naut töluverðra vinsælda.
Um það leyti höfðu Shadows hafið
útgáfu á sungnum smáski'fum án
Richard, en þeim var fálega tekið.
Það var ekki fyrr en þeir skrúfuðu
niður í hljóðnemunum að þeir
slógu í gegn með laginu „Apache",
en það sat á toppi breska vinsælda-
listans sex vikur í röð. I kjölfarið
-breiddust vinsældir sveitarinnar
eins og eldur í sinu út um alla
Evrópu, og á árunum 1960-1962
var varla til það bæjarfélag í álf-
unni sem státaði ekki af einni til
tveimur „Shadows“-sveitum.
Einhverra hluta vegna náðu
Shadows þó aldrei að hasla sér völl
handan Atlantsála, en þar var fyr-
ir sterk hefð „sönglausra" gítar-
sveita, Ventures þeirra þekktust,
en hún er ekki síður áhrifamikil
sveit með tilliti til gítarvísinda.
Shadows hætta
Gullöld bresku gítarsveitanna
leið þó óhjákvæmilega undir lok er
Bítlaæðið upphófst, hvar megin-
áherslan, allavega í blábyrjuninni,
var á orku og æði fremur en fág-
aðan hljóðfæraleik. Sveitir eins og
Shadows, þar sem megináherslan
var hins vegar á sjálfa tónlistina
fremur en klæðaburð og önnur
ámóta tískubákn, féllu því fljót-
Iega í „skuggann" ef svo mætti að
orði komast.
Ferillinn hélt þó ótrauður áfram
og unnu þeir m.a. með Cliff
Richard að hinum ýmsu kvikmynd-
um, eins og til dæmis Summer
Holiday og The Young Ones en
þessar söngva- og gleðimyndir
þykja í dag vera hinir verðugustu
fánaberar þeirrar dægurmenning-
ar Bretlands sem tröllreið fyrri
hluta sjöunda áratugarins.
Árið 1968 hættu Shadows svo
störfum og meðlimir hófu að sinna
ýmsum viðfangsefnum í kjölfarið;
Hank Marvin og trommuleikarinn
Brian Bennet gáfu til dæmis báðir
út einleiksskífur stuttu eftir sam-
starfsslitin. Þekktasta verkefni
Shadowsmeðlima utan móður-
sveitarinnar er þó líkast til tríóið
Marvin, Welch & Farrar sem fóst-
bræðurnir Hank Marvin og Bruce
Welch ráku á fyrst.u árum áttunda
áratugarins í samstarfi við söngv-
arann og gítarleikarann John
Farrar en þar einbeittu þeir sér að
samsöng í anda Crosby, Stills og
Nash fremur en gítarleik.
Hinn eini sanni hljómur
Ekki leið þó á löngu þar til Hank
og félaga fór að klæja í gítar-
fíngurna og Shadows hafa komið
margsinnis saman aftur eftir að
sveitin hætti fyrst opinberlega,
ýmist einir og sér eða ásamt gamla
félaganum Cliff.
Kjarni Shadows hefur ávallt
verið gítarleikararnir Hank Marv-
in og Bruce Welch ásamt trommu-
undrinu Brian Bennett og það cr
þetta þríeyki sem borið hefur
hróður Shadows á bökum sér til
þessa dags. Hank Marvin er rétti-
lega talinn vera með áhrifamestu
rokkgítarleikurum sögunnar og
vopnaður fáguðum og stálhreinum
einkennishljómnum galdraði hann
fram ómótstæðilegar melódíur á
mektarárum sveitarinnar. Síðasta
áratug hefur verið heldur hljótt
um sveitina, einna helst að Marvin
hafi verið iðinn við að gefa út plöt-
ur undir eigin nafni en áhrifum
Shadows er hins vegar framhaldið
á fullu af sterkum og stórum hópi
aðdáenda og fjöklinn af starfandi
hermisveitum er sláandi. Dýrkun-
in á Hank Marvin nálgast trúar-
brögð, til eru klúbbar víðsvegar
um heiminn tileinkaðir honum og
hefur einn þeirra staðið að útgáfu
geislaplatna sem bera yfirtitilinn
UB Hank eða Vertu Hank þar sem
hægt er að spila gítarlínur Hank
Marvin við undirspil.
Heilu ritgerðirnar hafa og verið
skrifaðar með þeim tilgangi að
komast að því hvernig hann nái
þessum eina sanna „hljómi". Það
er kannski að Gunni Þórðar og fé-
lagar nái að svipta hulunni af því
leyndarmáli næsta föstudag?