Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR + Kristín Evlalía Þorkelsdóttir (Dídí) fæddist í Reykjavík hinn 3. maí 1936. Hún Iést á heimili sínu Eyja- bakka 22, Reykja- vík, hinn 11. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bergþóra Kristinsdóttir frá Patreksfírði, f. 14. júní 1907, d. 11. "í'ebrúar 1976, og Þorkell Ásmunds- son, trésmiður frá Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi, f. 25. apríl 1902, d. 18. júní 1997. Systkini Kristínar eru þau Guð- björg, f. 26. september 1929, bú- sett í Vestmannaeyjum, gift Páli Guðjónssyni og eiga þau fjögur börn, Kristín Evlalía f. 12. febrúar 1931, dáin 31. júlí 1934, Ásmundur, bú- settur í Garðabæ, f. 10. júlí 1932, kvæntur Hrafnhildi Kristins- dóttur og eiga þau tvö börn; Ellen, bú- sett í Garðabæ, f. 5. september 1933, gift Gunnari Kristinssyni sem lést 1. júlí 2000, og eiga þau einn son; Helga Ingibjörg, bú- sett í Reykjavík, f. 18. september 1942, gift Guðmundi H. Har- aldssyni og eiga þau þrjú böm; Guðmundur Valdimar, búsettur í Reykjavík, f. 12. febr- úar 1945, kvæntur Jónu S. Sig- urðardóttur og eiga þau tvö börn. Kristín giftist Kristjáni Sam- úelssyni (Bibbi) frá Akureyri hinn 4. maí 1957. Kristján hefur starf- Elsku mamma, bara ef maður gæti vaknað á morgun og þetta væri allt saman draumur. En svona er lífið ekki. Þegar þú ert kölluð frá okkur svona skyndilega er erfítt að sætta gig við almættið, en innst í hjarta dfíkar vitum við að þér líður miklu betur á þeim stað sem þú ert núna. Söknuður okkar er mikill en við getum alltaf yljað okkur við minning- arnar um þig. Þú varst okkur ætíð svo góð og reyndist okkur svo vel í öllu. Með þessu ljóði viljum við senda þér okkar síðustu kveðju. En þú verður alltaf partur af okkur og átt þinn stað í hjarta okkar. Elsku pabbi, megi Guð og allar góðar vættir styrkja þig í sorg þinni. Sameiginlega skulum við taka á þeim eriiðu tímum sem eru framundan. Mamma Kallið það er komið, komin kveðju stund. Kristur hefur boðið þig ásinndýrðarfund; Þótt hugur fyllist söknuði og trega, er trúin brúin, - mín móðir elskulega. Mamma! Hveijum ber að þakka, öðrum meirenþér. Þakkaástogelsku, þakka kærleiks störfin; Þakka allt ervarstu bömunum og mér þakka að alltaf varstu þar sem mest var þörfm. Mamma! Jarðnesk augu sjá ekki sólarhvelið þitt. En þú sérð okkur hér, sem heimasitjum. Þunn er hulan sem hylur sviðið þittogmitt; Hverveitþástund erþangaðnæstiflytur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. [ + Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar og ömmu, GYÐU ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Kleifárvöllum, Vesturgötu 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavik. Björg Sæberg Hilmarsdóttir, Júlían Hilmar Garza. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR N. GUÐJÓNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkr- unarfólki á deild 4B á Landsþítalanum, Foss- vogi. Elsa Vilbergsdóttir, Pétur H. Pétursson, Guðjón Vilbergsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Jóhanna M. Sveinsdóttir, Siggeir Vilhjálmsson, Sævar Már Sveinsson, Gunnar Már Sveinsson, Kristján Geir Guðjónsson, Juliana Scombatti Martins, Margrét Kristín Guðjónsdóttir, María Kristín Guðjónsdóttir. að hjá Flugleiðum áður Flugfé- lagi Islands síðustu 49 árin. For- eldrar hans voru Svava Sigurðardúttir, f. 7. júlí 1901, d. 7. júlí 1994, frá Ystu-Vík í Grýtu- bakkahreppi og Samúel Ásbjörns- son, rafvirkjameistari frá Stapa- seli í Stafholtstungum, f. 4. oktúber 1901, d. 21. júnf 1972. Synir Kristínar og Kristjáns eru Bergþúr Kristjánsson, f. 22. ágúst 1957, sambýliskona hans er Val- dís Gestsdúttir frá Húlmavík, f. 2. september 1946; Björn Kristjáns- son, f. 3. núvember 1959, kvæntur Sigríði Lindbergsdúttur frá Nes- kaupstað, f. 15. oktúber 1963, og eiga þau tvö börn, Kristján Lind- berg, f. 14. desember 1984, og Önnu Karen, f. 6. júní 1989. Kristín vann við verslunarstörf á yngri árum, en valdi að vera heima meðan drengirnir úlust upp. Kristín vann í Dún- og fiður- hreinsuninni um ára skeið eða þar til að henni var ráðlagt að hætta störfum vegna heilsu sinnar. Útför Kristínar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mamma! Kristur er kærleikans ljósið sanna kristur er konungur allra manna ílífiogdauða. Við biðjum að Meistarinn Meistaranna megi þig blessa elsku mamma. Bergþúr og Björn. Margs er að minnast. Söknuður og tregi fylla hjarta mitt. Minningar streyma um hugann, hugsanir læð- ast að mér og ég á erfitt með að sætta mig við orðinn hlut. Fagur fugl er floginn, á vit foreldra sinna og skyld- menna, þangað sem við öll einhvern tímann fljúgum. Elsku Dídí, þetta bar brátt að, við vorum svo full af bjartsýni, nú ætluðum við að vinna bug á meinum sem höfðu hrjáð þig. En engin veit sína ævina fyrr en öll er. En þú færð bata og þú þarft ekki að líða sársauka meir. Eg veit að við munum hittast hinum megin, einhver tíma í framtíðinni. Við höfum átt margar góðar stundir saman. Hlegið og grátið. Þú varst mér góð tengdamóðir. Um- burðariyndi þitt var mikið og ekki vildir þú vera baggi á herðum neins. Þakka þér fyrir það að hafa sýnt mér skilning og kennt mér þolinmæði. Þakka þér fyrir að hafa tekið mér sem þinni eigin dóttur. Þakka þér fyrir að ég fékk að kynnast þér. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja þig og þakka þér fyrir að hafa verið börnunum mínum blíð og góð amma. Bibbi, guð gefi þér styrk til að tak- ast á við sorgina, sem er svo stór. Þín tengdadóttir, Sigrfður. Elsku amma, það eru erfiðir tímar hjá okkur núna, söknuður sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Við vilj- um bara geta sent þér okkar síðustu kveðju. Þakka þér fyrir alla þá ást sem þú hefur gefið okkur. Þú sagðir við okkur að við værum rík á meðan við hefðum hvort annað, en í dag vit- um við að við vorum ennþá ríkari af því að við höfðum þig. Minningarnar höfum við þó ennþá. Þú munt ætíð vera í okkar huga og hjarta, þar átt þú heima. Það síðasta sem við getum gert fyrir þig er að segja heiminum hversu góð þú varst við alla, þolin- móð við okkur og hversu hlýlega þú alltaf tókst á móti okkur þegar við komum í heimsókn til ömmu og afa á Eyjabakka. Við skulum veita afa all- an þann stuðning sem við getum veitt, því við hefðum ekki getað verið heppnari með ömmu og afa en ykkur tvö. Hvíl þú í friði meðal engla í para- dís. Þín barnaböm, Kristján Lindberg og Anna Karen. Elsku Dídí okkar, það er erfitt að setjast niður og rita þessar fáu línur til minningar um þig, það er margs að minnast, þú varst kölluð svo snöggt frá okkur öllum, enginn var viðbúinn þessari ferð þinni svona snöggt yfir móðuna miklu. En við vit- um að nú líður þér betur og allar þjáningar að baki. Þú varst svo lán- söm að hafa Bibba, Bjössa og Siggu hjá þér, þú varst ekki ein eins og þú varst svo oft, þú varst í þeirra hönd- um þegar þú kvaddir þennan heim. Það á eftir að taka okkur langan tíma að átta okkur á því að þú sért farin. Við vitum að mamma, pabbi og systkini okkar sem áður eru farin taka vel á móti þér, svo er líká svo stutt síðan að Gunni mágur fór frá okkur, ég veit að hann á eftir að vísa þér leiðina um þann dýrðarheim sem þið eruð nú í. Við munum öll hugsa vel um fjölskyldu þína og gæta henn- ar fyrir þig. Megi góður guð varðveita þig, elsku Dídí systir, og gefa Bibba, Begga, Valdísi, Bjössa, Siggu og barnabörnum þínum Kristjáni Lind- berg og Önnu Karen, styrk til að komast yfir sorgina. Guð leiði þig, en líkni mér sem lengur má ei fylgja þér En ég vil fá þér englavörð míns innsta hjartans bænagjörð Guðblessiþig. (M. Joch.) Ástarkveðja frá systkinum þínum og fjölskyldum þeirra. Elsku Dídí mín. Ég vil fá að kveðja þig með þessari litlu bæn. Vertu Guð faðir faðir minn ífrelsaransJesúnafni 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ■■—— i im ■ n.1.1.i ■ hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H.Pét.) Guð varðveiti þig. Þín frænka, Anna Kristinsdóttir, Seljahlíð. Okkur vinkonunum var illa brugð- ið er við fréttum andlát Dídíar, okkar bestu vinkonu. Við höfðum fylgst með veikindum hennar síðustu árin og þrautagöngu. En þá kom kallið, hið ótímabæra andlát hennai’ bar að eins og hendi væri veifað. Vinátta okkar stóð traustum fót- um jafnt í meðlæti og mótlæti alla tíð. Heist vildum við vera þrjár saman þá leið okkur best. Þetta skildu ekki all- ir en það skipti okkur engu máli. Við minnumst Dídíar sem einstaks gleðigjafa allt frá unglingsárum, við vorum óaðskiljanlegar. Við vorum svo heppnar að eiga heima ekki langt hver frá annarri. Ogleymanlegar eru minningarnar um heimili hennar á Grettó, þar sem saman komu vinir elstu systkinanna, þeirra Ása, Ellen- ar og Dídíar. Oft var þröng á þingi og líf í tuskunum þegar við vorum öll saman komin, frú Tóta stjórnaði öllu með stóískri ró, eiginlega með aug- unum einum saman, en húsbóndinn kímdi. Iðulega þegar við komum til Dídí- ar síðdegis á laugardegi, hafði dag- blöðum verið raðað yfir nýþvegin gólfin. Þá sögðum við: Já, hún hefur verið að skúra og bóna núna, en Dídí datt í hug það snjallræði að setja dagblöð yfir gólfin þegar hún var búin að ræsta, og vei þeim sem skiptu sé af því. Þegar betur var að gáð var þetta auðskilið því þarna bjó sjö manna fjölskylda og að auki var mikill gestagangur. Þó ekki væri um að ræða fjöl- breytni í skemmtanalífi, gátum við ailtaf fundið eitthvað til að gera; fór- um í bíó og á kaffihús ef efnahagur leyfði. Eftir að við fórum allar að vinna, gátum við leyft okkur ýmis- legt. Um miðja öldina þegar tísku- verslanir spruttu upp, var hún vin- kona okkar í essinu sínu. Eitt sumarið keypti hún sér for- láta dragt með stuttkápu utan yfir, lítinn hatt, háhælaða skó og tösku í stíl. Hún var afar glæsileg í þessum búningi og minnti helst á sýningar- stúlku. Við gengum niður Laugaveg- inn, eins og oft áður, en allt í einu stoppar hún vinkona okkai’ og segir: Ég get ekki látið sjá mig við hliðina á ykkur. Síðan stikar hún yfir götuna í fínu fötunum sínum, en það má kannski segja að við vorum ekki neitt augnayndi, með slæður bundnar undir kverk. Við horfðum undrandi á vinkonu okkar, en allt í einu snýr hún sér við, kemur skellihlæjandi yfir götuna og segir, - þetta var mátulegt á ykkur. Við skildum að hún hafði nokkuð til síns máls. En svo kom Bibbi til sögunnar. Bibbi og Dídí voru rétt um tvítugt þegar þau giftu sig, en okkar sam- band hélst eftir sem áður, því ennþá áttum við heima rétt hjá hver ann- arri. Þegar hún eignaðist eldri son- inn, vorum við mættar á svæðið. Hvernig ætlaði hún að hugsa um barn? Hún var bara stelpa eins og við. En þá sáum við að eitthvað hafði hún lært við umönnun yngri systk- ina. Móðurhlutverkið reyndist henni mjög auðvelt enda var henni margt til lista lagt. Arin liðu og við hittumst við ýmis tækifæri, helst þrjár, og héldum upp á stórafmæli okkar með því að fara saman út að borða. Við eigum eftir að sakna þess að nú heyrist ekki lengur í símanum ró- leg rödd, sem segir: Hæ, þetta er bara ég! Við þökkum ijúfa samfylgd sem aldrei bar skugga á. Megi Guð styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda og leggja líkn með þraut. Elsku Bibbi, þú stóðst alltaf eins og hetja við hlið konunnar þinnar í veikindum hennar. Við látum nú staðar numið, en brosum báðar í gegnum tárin og munum minnast hennar, sem gleði- gjafans okkar. Blessuð sé minning Dídíar vin- konu okkar. Ellen og Edda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.