Morgunblaðið - 31.10.2000, Page 2

Morgunblaðið - 31.10.2000, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningar um 25 þúsund launþega að renna út KJARASAMNINGAR nær allra aðildarfélaga Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Bandalags háskólamanna renna út í dag. Eitt stéttarfélag hefur boðað verkfall, en það er Félag framhalds- skólakennara sem hefur boðað verkfall 7. nóvember hafi samning- ar ekki tekist. Framhaldsskóla- kennarar í Verslunarskóla íslands vísuðu kjaradeilu sinni til ríkis- sáttasemjara sl. föstudag, en þeir hafa enn ekki boðað verkfall. Innan raða BSRB eru um 18 þúsund félagsmenn og í félögum BHM eru á sjöunda þúsund félags- menn. Þá eru ótaldir framhalds- skólakennarar og ýmsar fámennar starfsstéttir sem sömdu til þessara mánaðamóta. Gera má ráð fyrir að samningar um 25 þúsund launa- manna renni út í dag. Meðal starfsstétta sem nú eru með lausa samninga má nefna sál- fræðinga, náttúrufræðinga, félags- ráðgjafa, meinatækna, röntgen- tækna, bókasafnsfræðinga, iðju- þjálfa, sjúkrahúslækna, ljós- mæður, hjúkrunarfræðinga, lög- reglumenn, sjúkraliða, tollverði, þroskaþjálfa, flugumferðarstjóra, starfsmenn RUV, starfsmenn rík- isins og sveitarfélaga á lands- byggðinni, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Starfs- mannafélag ríkisins. A morgun renna einnig út kjara- samningar blaðamanna og MAT- VÍS. Auk þess eru rafiðnaðarmenn sem starfa hjá RARIK með lausa samninga, en þeir runnu út 30. september. Ennfremur er ósamið við Bifreiðastjórafélagið Sleipni og sjómenn, en samningar þeirra runnu út 15. febrúar sl. Um áramót renna úr gildi kjara- samningar grunnskólakennara, leikskólakennara, póstmanna og símamanna. Ekki verkfall í V erslunarskólanum Framhaldsskólakennarar í Verslunarskóla íslands vísuðu sl. föstudag kjaradeilu sinni og við- semjenda sinna til ríkissáttasemj- ara og hefur hann boðað fund í dag. Sáttatilraun hjá sáttasemjara er forsenda boðunar verkfalls og því er ljóst að kennarar í Verslun- arskólanum boða ekki verkfall 7. nóvember eins og félagar þeirra í öðrum framhaldsskólum. Ekki hafa verið greidd atkvæði um verkfall í Verslunarskólanum. Hlíf í Hafnarfirði vísaði einnig á föstudaginn til sáttasemjara kjara- deilu félagsins vegna starfsmanna á sjúkrahúsum og umönnunar- heimilum. Farmannafélagið, MAT- VÍS og Félag bryta hefur einnig vísað til sáttasemjara kjaradeilu vegna félagsmanna á farskipum. Fundað verður í þessum tveimur kjaradeilum á morgun. Morgunblaðið/Áskell Örn Kárason Aldis Rún Lárusdóttir hefur staðið sig best í íslensku kvenna- sveitinni til þessa. Karlasveit- in með sjö og hálfan vinning KVENNASVEITIN á ólympíuskák- mótinu í Tyrklandi tapaði í þriðju umferð fyrir ítölum með hálfum vinningi gegn tveimur og hálfum. Karlasveitin sigraði Portúgala með þremur vinningum gegn einum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir töpuðu sínum skákum en Aldís Rún Lárusdóttir náði jafntefli. Kvennasveitin hefur einn og hálfan vinning af níu mögu- legum. gjá karlasveitinni gerðu Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson jafntefli en Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunnarsson unnu sínar skákir. Karlasveitin hefur núna sjö og hálfan vinning af tólf möguleg- um. ■ Karlasveitin/12 Ljósmynd/Tómas Tómasson Alls voru fjórar steypudælur notaðar við framkvæmdirnar í Smáranum á laugardag og er þetta einn af stærstu steypuáföngum sem ráðist hefur verið í hérlendis. Mikið steypt í Smáralind Slökkvitæki ónothæft þegar eldur kom upp í skátaskála í Bláfjöllum Skátar leita tilboða í brunavarnir í alla skála ÞRIÐJA og síðasta steypuáfanga við byggingu verslunarmiðstöðv- arinnar í Smáralind í Kópavogi lauk síðdegis á laugardag. Að sögn Kolbeins Kolbcinssonar, verkfræð- ings og staðarstjóra hjá ístaki, er þetta ein stærsta steypufram- kvæmd sem ráðist hefur verið í hérlendis. Alls fóru um 2.100 rúmmetrar af steypu í lokaáfanga verksins og tók vinnan ellefu klukkustundir. Um 350 bílfarma af steypu þurfti til að ljúka verkinu en það jafngild- ir um 30 förmum á klukkustund. Að sögn Kolbeins voru notaðir 1.100 rúmmetrar af steypu í fyrstu tveimur áföngunum eða rúmlega 2.200 samanlagt. Með þriðja áfang- anum sem lauk á laugardag hafa því alls verið notaðir rúmlega 3.300 rúmmetrar af steypu. LITLU munaði að illa færi þegar eld- ur kom upp í skátaskálanum Gilitrutt í Bláfjöllum um helgina. Þar voru á ferð 23 skátar úr skátafélaginu Landnemum í Reykjarík á aldrinum 11-14 ára, ásamt tveimur fararstjór- um. Eldur frá kerti læsti sig í gardínu og þegar skátamir ætluðu að grípa til slökkvitækis í skálanum virkaði það ekki. Áður en meira tjón hlytist af tókst skátunum að slökkva eldinn með því að skvetta vatni á gardínuna. Engan sakaði við slökkvistarfíð, sem tók ekki meira en mínútu. Við skoðun á slökkritækinu kom í ljós að það hafði síðast verið yfirfarið árið 1991, eða fyrir níu árum, og kvoðan þrí löngu útrunnin. Fyrir fá- einum vikum fékk skátafélagið yfir- ráð yfir skálanum en hann hafði áður verið í umsjón íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, ITR, í um áratug, fyrir hönd Bláfjallanefnd- ar. Helgi Grímsson, fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta, sagði í samtali ríð Morgunblaðið að vissu- lega væri það ámælisvert að hafa út- runninn og ónothæfan slökkríbúnað í skálum sem þessum. Öryggisátak vegna óhappsins „Þetta er eitt af þeim dæmigerðu málum þar sem menn sofna á verðin- um. Að sjálfsögðu hefðum ríð átt að athuga með slökkríbúnaðinn þegar ríð tókum ríð skálanum. Til allrar hamingju fór ekki verr í þessu tilriki. Okkar fyrstu ríðbrögð í morgun [gærmorgun] voru að hafa samband ríð fyrirtæki sem selur slökkrítæki um að fá gott tilboð til að fara með í alla okkar skátaskála. Þeir eru víðast utan alfaraleiðar og slökkrílið lengi að koma á staðinn, þannig að það er eins gott að þessir hlutir séu í lagi,“ sagði Helgi en skátaskálamir ríðs vegar um landið eru um 25 talsins. Helgi sagði að Bandalag íslenskra skáta hefði í hyggju að hrinda af stað öryggisátaki vegna þessa óhapps £ Bláfjöllum og gera umsjónarmönn- um skálanna tilboð í eldvamabúnað, þ.e. slökkritæki, reykskynjara og eldvarnateppi. Einnig að hvetja skáta til að kynna sér flóttaleiðir úr skálun- um. Að sögn Arnlaugs Guðmundsson- ar, félagsforingja Landnema, voru skátarnir að ljúka ríð hádegisverð á laugardag í setustofu skálans þegar eldurinn kom upp. Búið var að hengja upp gardínu yfir matarborðinu en þegar einn skátinn stóð upp frá borði rak hann sig í gardínuna með þeim afleiðingum að hún féll niður og í kerti á borðinu. Gardínan varð straX alelda og telur Arnlaugur handtök skátanna hafa verið snör þar sem inn- an við mínútu tók að slökkva eldinn, sem ekki læsti sig í aðra innanstokks- muni. Skildi aðeins eftir sig sót í lofti. Sérblöð í dag m&BJm...... Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili FASTEIGIVIR ízsteue íþrdttm Viktor fjórfaldur Norðurlanda- meistari í fimleikum/Bl Stór stund í evrópskri knatt- spyrnusögu/B6, B7 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.