Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 6

Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Reykjavíkurhöfn kaupir húseignir, lóð og hlutabréf af Stáltaki fyrir 373 milljónir króna Morgunblaðið/Ásdís Hluti athafnasvæðis Stáltaks við Rcykjavfkurhöfn, sem höfnin hefur nú keypt fyrir 323 milljónir króna, auk 50 milljóna króna hlutafjár til viðbótar í Dráttarbrautum Reykjavíkur hf. Efna á til sam- keppni um nýt- ingu svæðisins Formaður hafnarstjórnar Reykjavíkur telur möguleika á að bæði íbúðar- og at- vinnuhúsnæði geti risið á athafnasvæði Stáltaks, sem borgin hefur nú keypt. Viðskiptin koma Stáltaki vel, sem átt hefur í fjárhagsvanda. Morgunblaðið/Kristinn Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarsljórnar Reykjavíkur, og Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Stáltaks, kynntu samkomulagið um kaup hafnarinnar á fasteignum og lóðum Stáltaks. REYKJAVÍKURHÖFN og Stáltak hf. hafa gert með sér samkomulag um að höfnin kaupi húseignir og lóðir Stáltaks við Ægisgarð og Mýr- argötu fyrir 323 milljónir króna, ásamt hlut Stáltaks í Dráttarbraut- um Reykjavíkur hf. fyrir um 50 milljónir að nafnvirði. Fyrir átti höfnin tæplega helming hluLtfjár í því félagi. Stáltak mun flytja starf- semi sína af svæðinu eftir tvö ár en fram að þeim tíma leigja húsnæðið og aðstöðuna af hafnaryfirvöldum. Það var Stáltak sem átti frum- kvæði að viðræðum við hafnar- stjórn fyrir nokkrum vikum. Vegna samkomulagsins samþykkti hafnar- stjóm Reykjavíkur í gærmorgun að fram fari hönnunarsamkeppni um nýtingu svæðisins norðan Mýrar- götu í framtíðinni, þar sem slippirn- ir em nú. Árni Þór Sigurðsson, for- maður hafnarstjómar, sagði á fundi með blaðamönnum f gær að til greina kæmi að hafa blandaða byggð á svæðinu með bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem með land- fyllingu gæti orðið 35-40 þúsund fermetrar að flatarmáli. Síðar gæti borgin selt byggingarrétt á svæð- inu, að skipulagningu lokinni, og fengið þar til baka kostnað sem höfnin hefur lagt í svæðið. „Það leikur enginn vafi á því að svæðið er þýðingarmikið fyrir þró- un borgarinnar og hafnarinnar á næstu ámm og geysilega verð- mætt. Meginhugsunin hjá okkur er að tryggja yfirráð yfir þessu svæði,“ sagði Ámi Þór en á næstu ámm munu fjölmörg þróunar- verkefni í gömlu höfninni eiga sér stað. Áformað er að tónlistar- og ráðstefnuhús rísi í Austurhöfninni, á lóð Faxaskála, og í því sambandi mun höfnin flytja hluta af sjávar- útvegsþjónustunni úr Austurhöfn í Vesturhöfn, sem kallar á frekari land- og hafnargerð í Örfirisey. Ámi Þór sagði að af þessum sök- um væri mikilvægt að sú þróun sem yrði á slippsvæðinu styddi við þró- un Vesturhafnarinnar. Um leið yrði gerð góð sátt við nánasta umhverfi, þ.e. íbúðabyggðina í gamla Vestur- bænum og miðborgarstarfsemina. Leysir fjárliagsvanda Stáltaks Að sögn Lárasar Ásgeirssonar, stjórnarformanns Stáltaks, er sam- komulagið í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að draga að hluta úr skipaþjónustu á suðvesturhom- inu, efla skipaþjónustuna á Akur- eyri og leggja aukna áherslu á al- menn verkefni í landi og verkefni tengd stóriðju á íslandi og erlendis. Lárus sagði við Morgunblaðið að salan til Reykjavíkurhafnar kæmi sér vel fyrir fyrirtækið, sem átt hef- ur í fjárhagsvanda frá samruna Stálsmiðjunnar, Slippstöðvarinnar á Akureyri og Kælismiðjunnar Frost í Stáltak fyrr á árinu. Frá þeim tíma hefur endurskipulagning á rekstrinum átt sér stað. Láms sagði frekari sölu eigna ekki fyrir- hugaða hjá fyrirtækinu. Áætlaður söluhagnaður Stáltaks í viðskiptunum við höfnina er um 300 milljónir króna. Eiginfjár- hlutfall félagsins hækkar úr 21 í um 40% og bókfært innra virði hækkar um 0,67 í rúmlega 1,4. Lárus sagði að hagræðingarað- gerðir í rekstri væru þegar farnar að skila sér. Þannig hefði afkoman í júlí og ágúst sl. verið jákvæð, sem væri viðsnúningur frá síðasta ári. Lárus sagði verkefnastöðu Stáltaks góða um þessar mundir og útlit næstu mánaða lofaði góðu. í tilkynningu frá Stáltaki segir að vegna breyttra áherslna í sjávar- útvegi hér á landi hafi þörf fyrir skipaþjónustu minnkað. Fyrirtækið hyggst mæta framtíðarþörfum flot- ans með starfseminni á Akureyri og hugsanlega í samstarfi við önnur skipaþjónustufyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu. Vegna samkomulagsins vom við- skipti með bréf Stáltaks stöðvuð á Verðbréfaþingi sl. föstudag, en opnað fyrir þau að nýju í gær. Bréf- in hækkuðu í verði um 73% en við- skipti voru aðeins ein upp á 95 þús- und krónur. Við lokun viðskipta var gengið 0,55 á föstudag en fór í 0,95 með viðskiptunum í gær. Nýr framkvæmdastjóri Auk samkomulagsins við Reykja- víkurhöfn í gær var tilkynnt um ráðningu nýs framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sern tekur við í nóv- ember. Sá er Ólafur Ililmar Sverr- isson, viðskiptafræðingur að mennt og bæjarstjóri í Stykkishólmi þar til í fyrra að hann gerðist verkefna- sljóri hjá Flugmálastjórn vegna framkvæmda við Reykjavíkur- flugvöll. Ölafur Ililmar hefur áður gegnt störfum sveitarstjóra í Grundar- firði, verið bæjarritari í Kópavogi og forstöðumaður hjá Áburðar- verksmiðjunni. Hann er 41 árs að aldri, kvæntur Ragnheiði Gunnars- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu í borgarstjórn Borgin falli frá for- kaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins leggja fram tillögu á borgarstjómarfundi næstkom- andi fimmtudag þar sem lagt er til að borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykki að falla frá forkaupsrétti að öllum félagslegum eignaríbúðum í Reykjavík, sem ekki lúta ákvæðum um kaupskyldu. I eins konar „búsetaQötrum" í greinargerð með tillögunni seg- ir að tilgangurinn með flutningi hennar sé að skapa fólki, sem á fé- lagslega eignaríbúð með áhvílandi forkaupsrétti borgarinnar, mögu- leika á að selja íbúðir sínar á frjáls- um markaði. „Vegna gríðarlegrar hækkunar á íbúðarverði í Reykjavík undanfarin misseri, svo og vegna þeirrar stað- reyndar að með nýjum lögum er ekki lengur unnt að skipta um fé- lagslega eignaríbúð innan gamla kerfisins, er óhætt að fullyrða að mörg hundruð Reykvíkingar sem búa við slíkar aðstæður séu í eins konar „búsetafjötrum“,“ segir m.a. í greinargerð tillögunnar. Róttlætismál „Við teljum að þetta sé réttlætis- mál. Það er búið að breyta lögunum frá því sem áður var. Það voru rúmlega 4.000 íbúðir í kerfinu og menn gátu skipt um íbúðir innan kerfisins á sömu kjörum og þar giltu en þegar kerfinu var lokað var girt fyrir þetta. Fólk var alveg bundið í sinni íbúð nema það vilji láta innleysa hana en innlausnar- verðið er mikið lægra en markaðs- verð,“ segir Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, borgarfulltrúi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. í greinargerð benda borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins á að með nýjum lögum um húsnæðismál frá 1998 hafi félagslega íbúðakerfinu m.a. verið breytt í félagslegt lána- kerfi og markmiðið skyldi vera að auka sveigjanleika lánakerfisins. „í 1. mgr. IV. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um húsnæðismál nr. 44/ 1998, „Sala og ráðstöfun eignar- íbúða“, segir: „Eftir gildistöku laga þessara getur eigandi félagslegrar eignaríbúðar hvenær sem er, að virtum ákvæðum um forkaupsrétt sveitarfélaga, selt íbúð sína á al- mennum markaði, greiði hann upp skuld við framkvæmdaaðila og lán sem veitt hafa verið af Bygginga- sjóði verkamanna. Forkaupsréttur sveitarfélaga skal aldrei vera lengri en 30 ár frá útgáfu síðasta afsals íbúðar. Sveitarstjórn er heimilt að stytta þann tíma hvenær sem er.“ Samkvæmt þessu ákvæði getur Reykjavíkurborg fallið frá for- kaupsrétti sínum og leyst eigendur félagslegra eignaríbúða í Reykjavík undan kvöð um innlausn borgar- innar á íbúðum sínum,“ segir í greinargerðinni. Milljóna kr. munur á innlausnar- og markaðsverði Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins benda einnig á að munur á innlausnar- og markaðsverði þessara íbúða var reiknaður út fyr- ir borgina fyrir tveimur árum. Þar kom fram að markaðsverð þriggja herbergja íbúðar var 2.355.000 hærra en innlausnarverð borgar- innar. „Þessi munur er enn meiri í dag. Hér er eitt dæmi um þá „bú- setufjötra" sem menn geta lent í. Einstæð móðir með tvo drengi keypti þriggja herbergja félagslega eignaríbúð fyrir 12 árum. Kaup- verðið var kr. 3.558.000. Hún fékk 90% lán og þurfti því að greiða út 10% eða kr. 355.800. Nú eru dreng- irnir orðnir stálpaðir og hún vill bæta við einu herbergi. I júlí sl. lét hún reikna út hjá Húsnæðisskrif- stofu Reykjavíkurborgar innlausn- arverð íbúðar sinnar. Þá kom í ljós að hún á aðeins kr. 233.397 í íbúð- inni skv. innlausnarverði. Hún hef- ur alltaf staðið í skilum með greiðslur af henni. Skv. reglum Reykjavíkurborgar um beitingu forkaupsréttar er eiganda félags- legrar eignaríbúðar einungis heim- ilt að selja hana hafi hann átt hana samfellt í 25 ár. Afnám forkaups- réttarins gerir það að verkum að ofangreindur einstaklingur getur selt íbúðina á almennum markaði og keypt aðra íbúð sem getur hent- að viðkomandi fjölskyldu," segir * greinargerð. Jóna Gróa Sigurðardóttir segir að ómældur fjöldi fólks hafi átt í miklum erfiðleikum vegna þessa fyrirkomulags og nefndi hún annað dæmi, af efnalitlum fuliorðnum hjónum, sem hafa búið í fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í stiga- húsi undanfarin 20 ár. Hjónin eru bæði orðin fótafúin og vilja gjarnan minnka við sig en geta það hins vegar ekki við núverandi aðstæður þar sem þau fengju varla tveggj8 herbergja íbúð á markaði fyrir innlausnarverð íbúðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.