Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Kostnaður sveitarfélaga vegna tilflutnings þjónustu við fatlaða talinn hækka um 4,4 milljarða kr. Páll Pétursson félagsmálaráðherra kynnti tillögur nefndarinnar í gær. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tekjuskattshlutfall lækki um 1,16% og útsvarið hækki í SKÝRSLU kostnaðamefndar vegna tilflutnings þjónustu við fatl- aða til sveitarfélaga kemur fram það mat nefndarinnar að árlegur kostn- aður vegna þjónustu við fatlaða og húsnæðismála verði tæplega 4,1 milljarður kr. sem er hækkun um 565 milljónir kr. frá núverandi fjárveit- ingum til málaflokksins. Auk þess eru önnur kostnaðar- áhrif, m.a. vegna þjónustu við lang- veik börn, sem metin eru á tæpar 300 milljónir kr. Samtals áætlar nefndin því að útgjöld sveitarfélaga aukist um tæplega 4,4 milljarða kr. vegna þessara verkefna sem svarar til 1,16% af áætluðum álagningarstofni útsvars á árinu 2000. I kostnaðarmati nefndarinnar er að fúllu tekið tillit til kostnaðar við að veita þeim einstaklingum sem nú eru á biðlistum þjónustu í samræmi við þarf- ir þeirra og er kostnaður vegna þessa og nýrra lagaákvæða metinn vera 841 milljón kr. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra segir að samkomulag sé um það að eyða biðlistum. Um 0,5% af íbúum landsins þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda vegna fötlunar. Jöfnunarsjóður jafni mismun- andi útgjaldaþörf sveitarfélaga Frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga var lagt fyrir Alþingi á síðasta löggjafarþingi og verður end- urflutt á yfirstandandi þingi. Félags- málaráðherra skipaði nefnd 27. ágúst 1997 til að meta fjárhagsleg áhrif af yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða og gera tillögur um hverig sveitarfélögum verði bætt þau út- gjöld. Nefndin telur að best sé að skipta fjármunum milli sveitarfélaga með sem almennustum hætti, t.d. með því að hækka útsvarshlutfall sveitarfé- laga. Með almennri tekjutilfærslu er að hámarki unnt að skila til sveitarfé- laga um 20% fjárhæðarinnar en í skýrslunni segir að a.m.k. 80% henn- ar þurfi að renna í jöfnunarsjóð svo unnt verði að jafna mismunandi út- gjaldaþörf sveitarfélaganna. Nefndin leggur fram þrjár tillögur um hvemig staðið verði að tilfærslu fjármuna til sveitarfélaga og er gert ráð fyrir að tilfærslan komi til fram- kvæmda á nokkrum árum. I öllum til- lögunum er gert ráð fyrir að tekju- skattshlutfall ríkisins verði lækkað um 1,16% og útsvarssvigrúm sveitar- félaga hækki um 0,26%, þannig að lágmarksútsvar hækki úr 11,24% í 12,40% og hámarksútsvar úr 12,04% í 13,20%. Valkostur 1 gerir ráð fyrir að 3.432 milljónir kr., eða sem samsvar- ar 0,90% skatthlutfalli, verði lagðar í sérstakan jöfnunarsjóð í eigu sveitar- Skipting kostnaðar vegna fatlaðra á sveitarfélögin Fjöldi Kostnaður_____________sveitarfél. Enginn kostnaður 49" Innan við milljón króna 74 Innan við 5 milljónir kr. 88 Sveitarfélögin sem Hlutfall mestan kostnað bera kostnaðar Reykjavík með 41 % 5 sveitarfélög bera samtals 68% 12 sveitarfélög berasamt. 85% félaga. Fjármagn verði greitt úr sjóðnum á grundvelli fjölda og þjón- ustuþarfar miðlungs og mikið fatl- aðra einstaklinga. Kostir þessarar leiðar eru nefndir þeir að fjármagn sem rennur um mið- lægan sjóð er haft í lágmarki og sveitarfélög hækka ekki útsvarshlut- fall nema þau þurfi þess. Gallar eru hins vegar þeir að mati nefndarinnar, að hluti sveitarfélaga mun hagnast á aðferðinni í formi hærri tekna án samsvarandi útgjalda eða lægra út- svars og ekki er hægt að tryggja að tekjuskattslækkun renni að öllu leyti til félagsþjónustu. Valkostur 2 felur í sér að allir fjár- munir, 4.394 milljónir kr., eða sem samsvarar 1,16% skatthlutfalli, verði lagðar í jöfnunarsjóðinn og sveitar- félög eða þjónustusvæði með 2.000 íbúa eða fleiri fái greitt beint sem svarar 0,26% útsvarshlutfalli en fái að öðru leyti greitt á grundvelli fjölda og þjónustuþarfar miðlungs og mikið fatlaðra einstaklinga. Fjármagn til sveitarfélaga eða þjónustusvæða með færri en 2.000 íbúa verði greitt á grundvelli fjölda og þjónustuþarfar allra fatlaðra einstaklinga. Kostir þessarar leiðar eru taldir þeir að lítið verði um að sveitarfélög hagnist á aðferðinni í formi hærri tekna án samsvarandi útgjalda, tekjuskattslækkunin verður að mestu leyti notuð vegna félagsþjón- ustu og smærri sveitarfélög hafa hvata til að taka sig saman um félags- þjónustu. Valkostur 3 felur í sér að öll fjár- hæðin rennur í jöfnunarsjóðinn og greitt verði úr honum til sveitarfé- laga eða þjónustusvæða á grundvelli fjölda og þjónustuþarfar allra fatl- aðra einstaklinga. Kostir þessara að- ferðar eru þeir að þeir sömu og við valkost 2 en gallarnir helstir þeir að meta þarf þjónustuþörf allra fatlaðra einstaklinga og hætta er talin á því að sveitarfélög hafi hvata til að víkka skilgreiningar og auka þar með fjölda þeirra einstaklinga sem greiðslur byggjast á. Nefndin leggur til að stofnað verði hlutafélag til að eiga og reka fast- eignir í málaflokknum. Sveitarfélög greiði fulla leigu vegna húsnæðis enda taki kostnaðarmat tillit til slíkra leigugreiðslna. Með stofnun fast- eignafélags er stefnt að hagkvæmni og sveigjanleika í byggingu og rekstri fasteigna. Nefndin leggur áherslu á að fötluð- um verði sjálfum gert kleift að greiða húsnæðiskostnað vegna íbúðarhús- næðis í þeim mæli sem unnt er. Þann- ig verði réttur þeirra til húsaleigu- bóta rýmkaður frá því sem nú er og fötluðum í sjálfstæðri búsetu verði áfram tryggður sá hlutfallslegi stuðningur sem þeir fá nú í formi nið- urgreiðslu á vaxtakostnaði leiguhús- næðis. Lagt er til að íbúar á sambýl- um njóti húsaleigubóta sem ein- staklingar en ekki sem hópur og er kostnaðu af þessu talinn verða um 40 milljónir kr. Biðlistar úr sögunni þremur árum eftir tilfærsluna Þá leggur nefndin til að sjóður í eigu sveitarfélaganna greiði fyrir þjónustu endurhæfingardeildar Landspítala Kópavogi og sjálfseign- arstofnunum samkvæmt þjónustu- samningi, enda sé tekið tillit til þess kostnaðar við kostnaðarmat. Gert er ráð íyrir því að biðlistar eftir þjón- ustu verði úr sögunni þremur árum eftir tilfærslu þjónustunnar til sveit- arfélaga. Á biðlista nú eru 209 manns, þar af óska 134 eftir búsetu á sambýlum og 75 sem geta verið í sjálfstæðri búsetu með frekari lið- veislu. Nefndin gerði einnig sérstaka at- hugun á kostum þess að taka upp svonefndar þjónustuávísanir. Þær byggja á því að greiðandi þjónustu afhendir einstaklingum ávísun á þjónustu sem þeir geta notað til að kaupa þjónustu frá ákveðnum veit- endum. I formlegum þjónustuávísun- um felst m.a. að hið opinbera greiðir kostnað gjarnan í gegnum sérstaka greiðslustofnun, veitandi þjónustu fær ekki hefðbundna fjárveitingu og handhafa þjónustuávísunar er frjálst að velja veitanda þjónustu. Helstu kostir þjónustuávísana eru sagðir vera þeir að þær tryggja jafn- ræði milli ólíkra veitenda þjónustu og stuðla að fjölbreyttari þjónustu og sveigjanleika í framboði hennar. Þá hafa notendur meiri áhrif á þjónust- una og frumkvæði félagasamtaka og notenda er aukið. Niðurstaða athug- unar nefndarinnar á þjónustuávísun- um er sú að þetta sé athyglisverður kostur sem vert sé að kanna nánar. Ungbarn með vélindabakflæði Þurfti stöðugt að vaka yfír henni VÉLINDABAKFLÆÐI er algengur kvilli og þótt hann sé útbreiddari meðal fullorðinna geta börn og jafn- vel komaböm verið haldin honum. Vélindabakflæði orsakast af því að lokuvöðvinn í vélindanu starfar ekki eðlilega og magasýmr komast upp í vélindað, sem veldur einkennum á borð við brjóstsviða og nábít. Kolbrún Ragnhciður Kristjáns- dóttir varð tveggja ára nú í október og að sögn móður hennar, Þórdísar Finnu Aðalsteinsdóttur, hefur hún verið lialdin vélindabakflæði frá fæðingu. „Þetta lýsti sér þannig að henni svelgdist gjaman á og kom fyrir að hún stóð bókstaflega á öndinni. Hún vaknaði við að það kom upp úr henni, bæði úr munni og nefi, og svo rann það til baka.“ Þórdís Finna segist hafa farið með hana til læknis vegna þessa þegar hún var aðeins nokkurra daga göm- ul, en ekki hafi komið í ljós hvað það var sem amaði að henni fyrr en hún var orðinn nokkurra mánaða gömul. „Þá kom í ljós að hún var mjög illa hafdin af þessu. Ungböm em líka svo viðkvæm, öndunarfærin óþrosk- uð, þannig að þau ráða svo illa við þetta. Þegar kom svona upp úr henni varð ég því að snúa henni á hvolf svo að það rynni ekki ofan í lungun á henni.“ Stöðugt hrædd um að hún myndi ekki geta náð andanum Þórdís Finna segist lítið hafa sofið á nóttunni þessa fyrstu mánuði því hún hafi stöðugt verið hrædd um að að Kolbrúnu Ragnhciði myndi svelgjast illa á eða að hún myndi ekki geta náð andanum þegar bak- flæðið gerði vart við sig. „Það þurfti að vaka yfír henni og eins var fylgst vel með henni þegar hún var úti í vagni og var sett hækk- un undir höfuðið á henni til að það sem kom upp úr henni rynni ekki niður ílungu.“ Þórdís Finna segir að þegar hún hafi farið að vinna aftur eftir fæð- ingarorlofið hafi sér fundist stórt skref að setja Kolbrúnu Ragnheiði í pössun til dagmönnu. „Mér fannst erfitt að láta hana í hendumar á ókunnugri manneskju, burtséð frá því hvað hún var góð var erfitt að treysta öðmm til að vakta bamið þegar það var svona slæmt,“ segir Þórdís Finna. Hún segir að gerðar hafi verið ýmsar tilraunir með lyfjagjafir og breytingar á mataræði, en að slíkt hafi borið litinn árangur til að byrja með. „Svo var hún sett á sýmbind- andi lyf sem hjálpuðu henni nokkuð, en hún var komin með magabólgur og stundum varð hún alveg stíf af verkjum." Þroskaðist af henni og hún er orðin nánast einkennalaus Það var svo snemma á þessu ári að einkennin hættu smám saman að gera vart við sig. „Læknarnir vora alltaf að gefa mér vonir um að þetta gæti þroskast af henni, en ég var svona hálfþartinn farin að missa vonina um það. En það virðist svo hafa verið reyndin. Og í dag virðist hún nánast vera ein- kennalaus.“ Þórdís Finna segir að þrátt fyrir að hafa verið haldin þessum kvilla hafi Kolbrún Ragnheiður þrifist mjög vel. „Það sem bjargaði henni er að hún er mjög lystug og virðist vera kröft- ug frá náttúrunnar hendi. Svo það er ekki að sjá á henni að hún hafi verið veik,“ segir Þórdís Finna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.