Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 16

Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Áformaður flutningur 7. bekkjar Laugarnes- skóla í Laugarlækjarskóla 2002 Osáttir foreldrar boða til fundar Laugarnes Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þannig var umhorfs í iðnaðarhverfínu í Mosfellsbæ í gær, þegar ljósmyndari fór þar um. Þreyttir á aðgerða- leysi bæjarins Mosfellsbær FORELDRAR barna í Laug- amesskóla eru ósáttir við áform um að frá haustinu 2002 eigi nemendur í 7. bekk að flytjast úr skólanum og í unglingadeild Laugarlækja- skóla, ári fyrr en verið hefur. „Við erum að reyna að stemma stigu við að börnin okkar verði fullorðin fyrir ald- ur fram og komist of snemma í kynni við unglingasamfélag- ið og eiturlyfjavandamál og fleira. Gagnvart þeim rökum finnst mér það röng ákvörðun og ekki í takt við þróunina í þjóðfélaginu að flytja 7. bekk yfir á unglingastigið," segir Jórunn Frímannsdóttir, móð- ir tveggja drengja í Laugar- nesskóla og meðlimur í for- eldraráði skólans, sem leggst gegn flutningnum. Gengur gegn stigskipt- ingu skólakerfísins Eldri sonur Jórunnar er í þeim árgangi sem fyrstur á að flytjast yfir í Laugarlækjar- skóla 12 ára að aldri. Jórunn segir að grunn- skólakerfið sé þannig upp byggt að skólanum sé skipt í þrjú stig og byggist sú skipt- ing á þroska barnanna; BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að hækka aðgangseyri í Arbæjarsafni um 25%, eða úr 400 kr. í 500 kr. Borgarráð staðfesti sam- þykkt menningarmálanefndar þessa efnis á fundi sínum á þriðjudag. Akvörðuninni til grundvall- ar liggur greinargerð írá Guð- nýju Gerði Gunnarsdóttur, borgarminjaverði, þar sem segir að ástaeðan fyrir beiðn- inni sé aukinn kostnaður við leiðsögn og gæslu í safninu en á undanfömum árum hafi sýn- ingarhúsum á safnsvæðinu fjölgað og séu þau nú 22 tals- ins. „Á þessu ári hafa bæst við þrjú sýningarhús, Kjöthúsið, yngsta stig sé í 1.-4. bekk, miðstig í 5.-7. bekk og ungl- ingastig í 8.-10. bekk. Jórunn segist ósátt við að þessari skiptingu eigi skyndi- lega að breyta til að leysa vandamál í Laugalækjar- skóla, en fram hefur komið að með flutningnum sé annars vegar ætlunin að styrkja starf Laugalækjarskóla og hins vegar að draga úr þörf fyrir viðbyggingar við Laugarnes- skóla. „Það er ekki verið að hugsa um börnin þarna,“ seg- ir Jórunn og segir að það eigi ekki að bitna á börnunum að leita þurfi leiða til að auka fjölbreytni í starfi Laugalækj- arskóla. Foreldraráð skólans hefur mótmælt áformunum en Jór- unn segir að foreldrafélagið geri ekki athugasemdir við breytingarnar og kveðst ósátt við komu forsvarsmanna þess að málinu. Hún segii' að kann- að hafi verið meðal foreldra barna í Laugarnesskóla varð- andi flutninginn og viðbygg- ingarnar þar sem bárust um 280 svör, en nemendur era 560 og var niðurstaðan að sögn Jórunnar eindregin and- staða við áformin. Hún segir að borgin hafi hafnað þessari könnun og telji hana ómark- Litla bílaverkstæðið og Líkn og þar voru opnaðar nýjar sýn- ingar í sumar. Auk þess var opnuð sýning um sögu Reykja- víkur í húsinu Lækjargötu 4 og þar er nú þörf á aukinni gæslu og leiðsögn. Til að gæsla og leiðsögn á safnasvæðinu verði viðunandi, bæði hvað varðar öryggi safngripa og þjónustu við safngesti, þarf að bæta við þremur leiðsögumönnum og verða þeir þá 15 talsins. Kostn- aður við það er áætlaður kr. 1.700.000 og miðað við sömu aðsókn og í ár munu tekjur hækka um kr. 1.250.000. Þær tekjur koma til móts við hækk- un launakostnaðar en kostnað- ur umfram það verður greidd- ur af rammafjárveitingu safns- ins,“ segir í bréfi borgar- minjavarðar. tæka vegna lítillar svörunar en Jórunn segist telja víst að lítil þátttaka í hlutfalli af nem- endafjölda skýrist annars vegai' af því að spurt hafi ver- ið um eitthvað sem ætti að gerast eftir 3 ár og foreldrar barna í 6. og 7. bekk, sem hafi séð fram á að málið snerti ekki þeirra börn, hafi ekki svarað og eins þurfi að taka tillit til þess að margir for- eldrar eigi fleiri en eitt barn í skólanum. Að teknu tilliti til slíks hafi svörunin verið mikil og niðurstaðan marktæk. Þá segir Jói-unn að haldinn verði fundur í hverfinu á þriðjudagskvöld í næstu viku til þes að fá fram viðhorf for- eldra í hverfinu og leita leiða til að hnekkja ákvörðuninni um flutning. Þar mæti sál- fræðingur og tali um börn á þessum aldri og einnig sé stefnt að því að fá borgarfull- trúa frá meirihluta og minni- hluta til að mæta. Einnig stefni foreldraráðið að því að gangast fyrir nýrri könnun á vilja foreldra í hverfinu um miðjan nóvember. Þá verði eingöngu kannaðui' vilji for- eldra sem muni eiga böm í skólanum haustið 2002. Deilur ekki hollar Egill Heiðar Gíslason, for- maður foreldrafélags Laugar- nesskóla, sagðist í samtali við Morgunblaðið kannast \ið kurr meðal foreldra í hverfinu en óánægjuraddirnar væru ekki háværar. Hann sagði að foreldrafélagið hefði á sínum tíma barist gegn flutningun- um og lýst efasemdum um það og stjóm þess hefði hvorki ályktað af eða á um málið. Eftir að ákvörðunin lá fyrir kvaðst hann hins vegar sjálfur hafa hvatt foreldra til að líta svo á að málinu væri lokið og að menn ættu að sætta sig við niðurstöðuna. „Eg sá ekki flöt á að hringla með þetta fram og til baka og ég sé ekki fyrir mér að þessi ákvörðun meiri- hlutans verði tekin aftur,“ sagði Egill Heiðar. Hann sagði að menn væm þegar farnir að vinna að undirbún- ingi flutningsins. „Ég held að það sé ekki skólastarfinu hollt að standa í illdeilum vegna þessa og betra sé að horfa fram á veginn og gera gott úr þessu, úr því sem er komið.“ ATVINNUREKENDUR í iðnaðarhverfinu í Flugumýri, Grænumýri og Lágumýri í Mosfellsbæ segjast vera orðn- ir langþreyttir á aðgerðaleysi bæjaryfirvalda varðandi bætta umgengni á því svæði. Þess er skemmst að minn- ast, að í lok júni sl. var í Morg- unblaðinu haft eftir bygging- arfulltrúa Mosfellsbæjar, að yfimöld væra að undirbúa að- gerðir gegn nokkram um- ráðamönnum atvinnu- og þjónustufyrirtækja í bænum, einkum í Grænumýri og öðr- um götum í hverfinu milli Ulf- arsfells og Lágafells, til að knýja fram bætta umgengni og frágang á lóðum þeirra. Væri stefnt að því að málinu yrði komið í viðunandi horf á þessu ári, og það væri sitt mat, að allur frestur væri lið- inn og tími aðgerða hafinn. „Bæjaryfirvöld eru búin að samþykkja að gera áták og fara nú að fylgja byggingar- reglugerðinni, en ekkert hef- ur enn verið gert. Þetta er búið að vera barátta í 4-5 ár. En þegar kaupendur eru farnir að setja hverfið fyrir sig út af sóðaskap, þá er manni farið að ofbjóða," sagði einn atvinnurekendanna í samtali við blaðamann. Fyrir nokkrum mánuðum rituðu þessir sömu atvinnu- rekendur bæjarstjórn, at- vinnu- og ferðamálanefnd, skipulagsnefnd, bygginga- nefnd og umhverfisnefnd bréf, og buðu fram aðstoð og samstarf um þetta mál, en því bréfi var aldrei svarað. Ný- lega rituðu þeir svo annað bréf, þar sem boðið er ítrekað. í því kemur fram, að ekkert lát sé á óþrifnaði og lélegri umgengni á nefndu iðnaðar- svæði og að atvinnurekendur séu orðnir „þreyttir á yfirlýs- ingum og öllu tali um um- hverfissjónarmið, þegar allt virðist leyfilegt fyrir suma en ekki fyrir aðra“. Krefjast þeir svara frá bæjaryfirvöldum innan 30 daga um það a) hvort Staðardagskrá gildi fyrir of- annefnt svæði eða ekki, b) hvort bæjaryfirvöld séu til- búin að fylgja sínum eigin yf- irlýsingum eftir, eða hvort beri að líta á þær yfirlýsingar um umhverfi og umgengni sem marklaust hjal, og c) hvort bæjaryfirvöld séu til- búin að efna gefin loforð og yf- irlýsingar varðandi þetta mál. Segja bréfritarar að það sé brýnt að lagfæra iðnaðar- svæðið sem allra fyrst, og að þeir muni fylgjast vel með framvindu mála og hvernig yfirvöld bregðist við núna; dapurlegt væri ef Mosfells- bær yrði þekktur fyrir að líða brot á reglugerðum um meng- unarvarnir og eigin yfirlýs- ingum. Lofa betrun en efndir vantar „Þetta bréf segir nú ansi margt. Á umræddu svæði er mjög slæm umgengni, því verður aldrei neitað," sagði Ásbjörn Þorvarðarson, bygg- ingarfulltrúi Mosfellsbæjar, þegar málið var borið undir hann í gær. „Það era margir umráðendur lóða og fyrir- tækja sem eru óánægðir með ástandið þarna. Við heilbrigð- isfulltrúinn erum búnh' að reyna að taka á þessu frá ýms- um hliðum og það hefur orðið mismikill árangur en sumu hefur þó miðað í rétta átt. Það sem við hugðumst gera var ekki talin sú leið sem myndi skila þeim árangri sem við ætlumst til að náist. Það sem hægt er að segja um stöð- una eins og hún er í dag er ein- faldlega það, að lögmaður okkar er að skoða með hvaða hætti best er að taka á þessu svo að við fáum staðið rétt að málinu og viðkomandi aðilar verði að grípa til úrbóta, eða m.ö.o. að þetta verði skilvirkt. Það er búið að ræða við menn persónulega um þessi mál og þeir lofa jafnan bót og betran, en efndirnar vantar, því miður,“ sagði Ásbjörn að lokum. ÁTVR í ráðhúsið Gardabær ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins hyggst hefja rekstur vínbúðar við Garðatorg 7 í Garðabæ, þar sem era m.a. skrifstofur bæjarstjórnarinn- ar. í fundargerð bæjarráðs kemur framað kynnt hafi ver- ið bréf frá ÁTVR um rekstur vínbúðar í húsinu og gerir bæjarráðið fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við staðsetn- inguna. Hærra gjald og bætt leiðsögn fbúar við Vatnsenda ósáttir við breytingatillögur bæjaryfírvalda „Þetta eru sj ónhverfingar “ Kópavogur „VIÐ lítum alls ekki svo á að við höfum unnið sigur með þessum breytingum. Þetta era sjónhverfingar," sagði Rut Kristinsdóttir, talsmaður íbúa við Elliðavatn, þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða hennar við yfirlýsing- um bæjaryfirvalda í Kópa- vogi um að gera þær breytingar á skipulagstillög- um, sem nú eru til meðferð- ar, að fresta áformum um byggingu 6 og 4 hæða fjöl- býlishúsa á svokölluðum F- reit í Vatnsendalandi, hætta við leikskólabyggingu neðan vegarins og fresta áfoimum um að afgreiða samtímis breytt deiliskipulag og aðal- skipulag á svokölluðu svæði milli vatns og vegar. Ibúarn- ir hafa óskað eftir að full- trúar þeiira fái að koma að skipulagsvinnunni og segir Rut að vel hafi verið tekið í beiðnina. Rut sagði að íbúarnir hefðu aðeins haft tök á að kynna sér breyting- arnar, sem bæjaryfirvöld kynntu á föstudag, í gegnum fjölmiðla. „Því miður virðist ekki tekið tillit til megininn- taks þeirra athugasemda og ábendinga, sem gerðar vora. Við vorum aðallega að mót- mæla þéttri og háreistri byggð nálægt vatninu, en þéttingin er sú sama eftir sem áður, fyrir utan eitt hús og einn leikskóla, sem var reyndar svo fáránlega stað- settur að það var auðséð að hann þyi'fti að flytja. “ Rut sagði að þótt stærstu fjölbýlishúsunum væri frest- að virtist sem einungis væri ætlunin að endurskoða hversu há þau yrðu. Eftir stæði að íbúðarhús fjöl- skyldu, sem er þar sem blokkirnar eiga að koma, yrði rifið. Þá sagði hún að eftir stæði að þarna kæmu þriggja hæða fjölbýlishús milli vatnsins og vegarins og þar mundi byggjast upp 250 manna byggð. Þótt bæjar- stjórnin legði áherslu á set- tjarnir, sem forða myndu mengunarslysum við vatnið, væru þeirra tjarna ekki getið á þeim skipulagstillögum, sem nú era til meðferðar, en ættu kannski að koma seinna þegar komin væri um 5.000 manna byggð á svæðinu. Vissulega væri það hið besta mál að veita skólpi í ræsi í stað rotþróa en ekkert hefði verið gert til að koma í veg fyrir hugsanlega mengun frá ofanvatni á þessu stigi. „Öðru vísi getum við ekki lesið í þau gögn sem við höf- um í höndunum í dag,“ sagði Rut. Hún sagði að íbúar við Vatnsenda hefðu sent inn beiðni til bæjaryfirvalda um að fulltrúar íbúa fengju að koma að skipulagningu á svæðinu þannig að hægt yrði að vinna málið í betra sam- starfi en verið hefur. „Við viljum fá að hafa skoðun á þessu og teljum okkur geta komið með gagnlegar ábend- ingar,“ sagði Rut og sagði að tekið hefði verið vel í beiðn- ina og skipulagsnefnd bæjar- ins hefði hana til umfjöllun- ar. I athugasemdum, sem áhugahópurinn „sveit í borg“ hefur sent frá sér um breyt- ingatillögur bæjaryfirvalda, segir að breytingarnar séu því miður fátt annað en blekkingarleikur og lítið hafi verið tekið tillit til þeirra at- hugasemda sem gerðar vora við upphaflegar skipulagstil- lögur. Enn sé þéttleiki byggðar á F-reit um 2-3 sinnum meiri en gert er ráð fyrir í núverandi aðalskipu- lagi Kópavogs og enn eigi að rísa á reitnum fjölbýlishús sem ekki falla að umhverf- inu. Þá sé þéttleiki byggðar á reitnum milli vatns og vegar óbreyttur sem og hæð húsa. Ekki hafi verið hætt við byggingu háhýsanna á F- reit, aðeins frestað skipu- lagningu. „Þar munu rísa nýbyggingar því gert er ráð fyrir að íbúðarhúsnæði sem fyrir er á svæðinu eigi að víkja. Húsnæði þetta er Vatnsendablettur 165, heimili fjögurra manna fjölskyldu, sem hlýtur að þurfa að flytj- ast af svæðinu verði fasteign hennar, sem ranglega hefui' verið nefnd „sumarhús með heilsársleyfi“ jöfnuð við jörðu. Enn hafa ráðamenn Kópavogsbæjar ekki tamið sér að spyrja áður en þeir skjóta út skipulagstillögum til auglýsingar á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir að yfu'- völdum hafi verið bent á að fyrirhugaðar skipulagstillög- ur geri ráð fyrir að farið sé yfir hús, hesthús eða gróður í einkaeign á svæðinu, hafa yfirvöld ekki svo mikið sem spurt handhafa þessara eigna um álit þeirra á fyrir- hugaðri ráðstöfun."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.