Morgunblaðið - 31.10.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 2i
mm
Verðbréfaþing islands tenfflst SAXESS-viðskiptakerfinu
Innganga í fjölþjóða
umhverfi hafin
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
VERÐBRÉFAÞING íslands hf.
tengdist SAXESS-viðskiptakerfinu í
gær. Þar með hófst aðild þingsins að
NOREX-samstarfinu. Kauphöllin í
Ósló bætist svo við í lok næsta árs.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, opnaði kerfið
formlega með því að senda fyrstu
íréttina frá Verðbréfaþinginu inn á
það, áður en samfelld viðskipti hóf-
ust klukkan tíu.
Tryggvi Pálsson, formaður stjóm-
ar Verðbréfaþingsins, sagði við þetta
tækifæri að með tengingu við SAX-
ESS-viðskiptakerfið hæfist inn-
ganga þingsins inn í fjölþjóða um-
hverfi og jafnframt opnist greiðari
leið fyrir erlenda fjárfesta að ís-
lenskum markaði. Hann sagði að
ástæða væri til að nefna að þó leiðin
fyrir viðskipti verði opin þurfi áfram
að vinna að því að hún verði fær. Því
muni verða nauðsynlegt að vinna
áfram að kynningu á markaðnum
hér á landi og sjá til þess að þingaði-
lar í kauphöllum samstarfsaðilanna
skrái sig hér. „Þá þurfum við að
halda áfram að ryðja úr vegi þeim
hindrunum sem eftir eru til þess að
jafnvægi komist á í fjárfestingum til
og frá landinu," sagði Ti-yggvi. „í því
sambandi vil ég nefna að stjórn
Verðbréfaþingsins hvetur stjórnvöld
til þess að afnema takmarkanir sem
eru á fjárfestingum útlendinga í ís-
lenskum sjávarútvegi.“
Tryggvi sagði að stjórn Verð-
bréfaþingsins voni að NOREX-sam-
starfið og SAXESS-viðskiptakerfið
verði til að auka viðskipti, efla fag-
mennsku og þannig styrkja íslensk-
an verðbréfamarkað og íslenskt at-
vinnulíf.
Aðlögun að alþjóðlegum reglum
Valgerður Sverrisdóttir sagði að
það væri stór viðburður að Verð-
bréfaþing íslands tengdist NOREX.
Opnun þessarar gáttar út í heim setji
miklar kröfur bæði á stjórnvöld og
markaðsaðila og nauðsynlegt verði
að laga markaðinn hér á landi að al-
þjóðlegum reglum, svo fremi það
stangist ekki á við þjóðarhagsmuni.
Hún sagði að nú væri nauðsynlegt að
fara í gegnum þá vinnu að kanna
hvort það þjóni íslenskum þjóðar-
hagsmunum að hafa sérstök ákvæði í
lögum er banna fjárfestingar útlend-
inga í sjávarútvegi hér á landi. Ef
niðurstaðan úr slíkri könnun væri sú
að svo væri ekki þyrfti að bregðast
við því. Hún sagði einnig að ef niður-
staðan yrði að ástæða þætti til að við-
halda banni við fjárfestingum út-
lendinga í sjávarútvegi þyrfti að
kanna hvort rétt sé og mögulegt að
skilja á milli veiða og vinnslu. Þetta
sé stórt mál og skipti meira máli eftir
tengingu Verðbréfaþings Islands við
SAXESS-viðskiptakerfið.
Vonast eftir auknum
fjárfestingum útlendinga
í fréttatilkynningu frá Verðbréfa-
þinginu segir að með tengingu þings-
ins við SAXESS-viðskiptakerfið geti
miðlarar nú átt viðskipti mun skil-
virkar en áður. Verðmyndun og pör-
un tilboða fari nú fram á annan hátt
en áður. Þá geti íslenskir miðlarar
fylgst með sænskum og dönskum
verðbréfamörkuðum í einu og sama
kerfinu og sótt um aðgang til að eiga
viðskipti með bréfin. Á sama hátt
geti þingaðilar hinna NOREX-kaup-
hallanna nú átt viðskipti hér á landi á
einfaldan og öruggan hátt. Þá kemur
fram í tilkynningunni að Verðbréfa-
þingið voni að erlend fjárfesting í
skráðum verðbréfum taki kipp í
kjölfar tengingarinnar við útlönd og
þar með aukist seljanleiki bréfanna
og verðmyndun skyrkist.
Kauphallirnar í Riga, Tallinn og
Vilnius hafa undirritað viljayfirlýs-
ingu um aðild að NOREX. Tryggvi
Pálsson sagði í gær að fulltrúar
Balknesku landanna muni koma til
íslands fljótlega til að kynna sér
hvernig staðið var að undirbúningi
hér á landi, en undirbúningurinn hér Stokkhólmi í kauphöllina í Lundún-
þyki almennt hafa tekið óvenju um. Fyrstu viðskiptin í SAXESS-
skamman tíma. Hann bætti við að viðskiptakerfinu í gegnum Verð-
ekki væri víst að NOREX-samstarf- bréfaþing íslands áttu sér stað
ið myndi verða bundið við Norður- klukkan rétt liðlega tíu í gærmorgun
löndin og Balknesku löndin er fram er Verðbréfastofan hf. keypti hluta- Valgerður Sverrisdóttir opnar SAXESS-viðskiptakerfið. Henni til aðstoðar
líða stundir og vitnaði í því sambandi bréf í Búnaðarbanka íslands hf. af er Gunnar I. Halldórsson lyá Verðbréfaþingi Islands. Tryggvi Pálsson for-
í tilboð eigenda kauphallarinnar í Búnaðarbankanum Verðbréfum.
maður stjórnar Verðbréfaþingsins, fylgist með.
wm
HMMtJ
*
Fallegt og stílhreint NORDEN bor&stofuborð
úr gegnheilu, glærlökkuðu birki. Stærb 220x100 cm.
(266x 100 cm með stækkun, aukaplata geymist undir borðplötul.
HENRIKSDAL stólor úr gegnheilu birki meó
100% bómullaróklæói sem taka mó af og þvo.
VÁRDE skenkur úr gegnheilu birki. Stæró 176 x 90 cm
Varde línan hefur fengió gæðaverðlaun fyrir hönnun