Morgunblaðið - 31.10.2000, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/ Halldór B. Runólfsson
Verk á sýningn Jóns Bergmann í gallerí@hlemmur.is.
Vafasöm sigurmerki
MYJVDLIST
gallerí@hlcmmur.i.s
MÁLVERK-
JÓN BERGMANN
KJARTANSSON
(ANAND RANSU)
Til 5. nóvember. Opið fimmtudaga
til sunnudaga frá kl. 15-18.
JÓN Bergmann, sem kallar sig
jafnframt Anand Ransu - Sæla,
eða Sá sem færir gleði á hinni
fornfrægu sanskrít - sökum þess
að hann er um þessar mundir læri-
Forsýningar
í Borgar-
leikhúsinu
í VETUR mun Borgarleikhús-
ið taka upp þá nýbreytni, að
bjóða fólki upp á að sjá forsýn-
ingar þeirra verka sem langt
eru komin í æfingu og eiga
skammt eftir i frumsýningu.
Aðgangseyrir á forsýningu
verður 1.000 krónur.
sveinn - Sanyas - meistara í frum-
skógum Costa Rica, á sér stuttan
en athyglisverðan feril sem málari.
Það sem gerir Jón Bergmann svo
áhugaverðan sem raun ber vitni er
gróskumikil pæling hans f nútíma
málaralist í tengslum við sögulega
þróun hennar.
í gallerí@hlemmur sýnir hann
raðir af málverkum sem hanga tvö
og tvö saman. Þetta eru einkennis-
merki, eða logo framleiðendanna
tveggja, Nike og Adidas, sem fest
eru á strigann með harðsoðnum
litatilbrigðum sem óneitanlega
minna á Peter Halley, sennilega
vegna þess að sumar rendurnar í
Adidas-merkinu eru málaðar með
sjálflýsandi lit. Það er ekki laust
við að áhorfandanum bregði við að
sjá þessi alþekktu merki svo mjög
er búið að tala um barnaþrælkun í
tengslum við þessi heimsins
stærstu framleiðendur á íþrótta-
varningi.
En það er eflaust annað sem
vakir fyrir Jóni Bergmann en bein
tilvitnun í þennan skuggablett á
fyrirtækjunum tveim. Hann hefur
ritað mikinn formála í sýningar-
skrána þar sem hann lýsir þróun
málverksins frá Barnett Newman,
þess heimsfræga bandaríska
abstrakt-expressjónista, til rand-
anna í Adidas-merkinu. í þeim
samanburði er vert að geta að eitt
af fremstu verkum Newman hét
Vir heroicus sublimis - Hinn hug-
rakki, göfugi/stórbrotni karlmaður
- sem í sjálfu sér hljómar ekki svo
óíþróttalega þegar öllu er á botn-
inn hvolft.
Spurningin er sú hvort ekki sé á
ferðinni íronísk hugmynd um list-
ina sem spili á tvíræðnina gagn-
vart íþróttunum. Er listin orðin að
íþrótt þar sem allt gengur út á að
toppa metin sem sett voru með því
að einhver var sleginn út úr
keppni? Hver er munurinn á bar-
áttunni innan listanna - sem tákn-
uð eru með íþróttamerkjunum
tveim, svo ólikum en þó svo skyld-
um.
Þau eru eins og andstæður lýr-
ískrar abstraktlistar við hlið geom-
etrískrar reglufestu. Eru þessar
andstæður ef til vill orðnar að inn-
antómri samkeppni án annars tak-
marks en að andstæðingurinn
falli?
Hvar væri listin í þeim darrað-
ardansi? Sýning Jóns Bergmann
er ekki stór en hún er áleitin og
spurul. Verk hans eiga brýnt er-
indi við þá sem spyrja sig spurn-
inga um stöðu lista - og íþrótta - í
okkar afgerandi úrvalsheimi.
Halldór Björn Runólfsson
_ ... £«//"
I
J
I
1
Stllljlifl
)anshátíð Menningarborga Evrópu
Borgarleikhúsinu 31. október - 2. nóvember. Miðasala 568 8ooc
Vorhænan ljúfa
„ÞAÐ var einu sinni í
Grindavík...“ Margar
af sögunum í smá-
sagnasafni Guðbergs
Bergssonar Vorhæn-
an og aðrar sögur
byija einhvern veg-
inn svona. Flestar
gerast þær í þorpinu
þessu en sumar ann-
ars staðar, á fæðing-
ardeild, f lest á milli
Portúgal og Spánar.
En um allar gildir að
atburðir og skynjanir
sálarinnar eru hinn
stærsti vettvangur.
Guðbergur fer inn í
persónur sínar úr
óvæntum áttum og uppgötvar nýja
áður ókannaða punkta i manninum.
Útsýnisskífur sem fáum dettur í
hug að merkja með bláu skilti.
Guðbergur, hver er staða rithöf-
undarins í dag?
„Staða hans er að liggja flatur
fyrir lesendum. Og útgefendum,
ekki má gleyma þeim.“
Sögurnar í Vorhænunni og aðrar
sögur eru dæmisögur, grínsögur,
minningar, tregasögur, sálfræði-
legar sögur, ljóðrænar. Einhvers
konar huldusögur tilfínningalífs-
ins.
„Ef þú segir það þá hlýtur það að
vera rétt.“
Hvert ertu að fara með þessari
bók?
„ Ætli ég sé ekki að fara sömu
leið og maður fer venjulega með
bækur, til lesenda og til þjóðarinn-
ar, hvorki meira né minna.
Þetta eru gamlar sögur sem ég
hef átt á lager. Ég á sæg af smásög-
um á lager. Þetta er svona þriðj-
ungurinn eða fjórðungurinn af lag-
ernum. Ég ákvað að hreinsa út og
selja þær saman í bók. Ætli ég eigi
ekki smásögur í tvær eða þrjár
bækur. Hér á ég við óbirtar smá-
sögur.“
Hefurðu þá alltaf skrifað smá-
sögur jafnt og þétt?
„Ég skrifa alltaf smásögur og
yrki ljóð líka en ég hef ekki gefið út
Ijóð í áratugi því ég á í vandræðum
með undirstöðuna og
samhengið. Ég vil ekki
gefa út sundurlausa
ljóðabók eða vera með
samtining eins og oft vill
verða í íslenskum ljóða-
bókum. Þar sem ljóð eru
sett á blað án þess að
tengja þau. Án þess að
láta undirstöðuna vera
trausta."
Að lokum: Hver er
staða smásögunnar í
dag?
„Staðan er svipuð og
hún hefur alltaf verið. Að
vera fullkomin skáldsaga
en í lítilli mynd.“
Að endingu tökum við
niður í einni sögunni í bókinni sem
fjallar um föður sem gefur sonum
sínum litað sykurvatn með ávaxta-
bragði á lokadaginn, þegar vertíðin
er á enda:
ið þetta skaut Jesúbarninu
upp í mér, ekki ljúf löng-
un til að deyja fyrir
mannkynið, heldur fyrir
föðurinn svo þetta stóra barn leyst-
ist undan þeirri kvöl að hafa fæðst
munaðarlaust og lenda síðan í því að
geta af sér haugaletingja. Mig lang-
aði að fórna mér fyrir hann en vildi
aldrei taka bróður minn með mér,
kannski af þeirri eigingirni að vilja
standa einn að göfugu athöfninni.
Mig langaði til þess af því ég hafði
þegar fengið reynslu af kvöl ein-
semdar og tilfinningalegs ráðleysis.
Hún er svo gríðarleg að hún nær yf-
ir lífið og getur búið til í okkur þörf-
ina fyrir heimsenda. Þess vegna var
það þennan vordag að þrátt fyrir un-
aðinn yfir bragðinu langaði mig ekki
lengur að gæða mér á drykknum.
Það að sötra hann af stút var að
drekka dýrðina frá manni sem hafði
aldrei í æsku fengið dropa af lituðu
sykurvatni með ávaxtabragði en var
í staðinn gefin mjólkursýra að
drekka kvöldið sem hann var rifinn
frá móður sinni, saklaus af að hafa
nokkurn tímann viljað fæðast og
vera til.
(Úr sögunni Litað sykurvatn með
ávaxtabragði.)
Nijinsky heiðraður
í ORSAY-safninu í París stendur
þessa dagana yfir sýning sem til-
einkuð er rússneska ballettdans-
aranum Vaslav Nijinsky, sem hér
sést í bakgrunni myndarinnar.
Nijinski kom fyrst fram á sviði í
Sankti Pétursborg í Rússlandi ár-
ið 1907, en hann var einnig dansa-
höfundur og á heiðurinn af mörg-
um þekktum danshlutverkum,
m.a. í Petrúska, Síðdegi fánsins
og Sacre du Printemps. Geðræn
vandamál bundu síðan skyndilega
enda á dansferil Nijinskys árið
1919, sem lést sextugur að aldri
árið 1950.