Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 60

Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 60
/ÍO ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tryggingarákvæði eðlilegt í ljósi reynslunnar AF UMRÆÐU undan- farinna daga í fjölmiðlum mætti draga þá ályktun að helstu forystumönn- um innan raða opinberra starfsmanna sé með öllu ókunnugt um það á hverju samningar Flóa- bandalagsins síðastliðið vor byggðust. Þannig -ri^.fa talsmenn félaga op- inberra starfsmanna við- haft ummæli í þeim dúr að samningamenn Flóa- bandalagsins hafi lagt línurnar í kjarasamning- um fyrir annað launafólk þar á meðal opinbera starfsmenn. Einnig má skilja ummæli talsmanna atvinnu- rekenda þeirra á sama veg. Þessi skilningur byggist á rangtúlkunum á markmiðum tryggingarákvæða kjarasamningsins eins og hér verð- ur rakið á eftir. Um hvað snerist stefnan? Rétt er af þessu tilefni að rifja ■jJpp um hvað stefnumörkun Flóa- bandalagsins í síðustu samningum snerist. Meginmarkmiðið var að hækka lægstu launin í landinu mest og tryggja kaupmátt launa og stöð- ugleika í þjóðfélaginu. Það er gert með áformum um að hækka lægstu laun um rúmlega 30% á samnings- tímanum en lágmarkshækkunin í samningnum var 12,71%. Einnig fylgdi ákveðin tekjutrygging samn- ingnum þar sem á sama hátt er sér- staklega reynt að tryggja kaupmátt lægri launa. Kjarasamningurinn er Sigurður Bessason mjög hagstæður þeim sem eru á lægstu laununum. Fyrir þá sem ekki þekkja til skal minnt á að kjara- kröfurnar voru mót- aðar eftir víðtæka könnun sem var gerð meðal félags- manna þar sem mikill vilji kom fram um að hækka lægstu launin veru- lega umfram önnur laun. Þessi sterki vilji kom ekki síður fram hjá þeim sem voru á hærri laun- um. Jafnframt kom fram á öllum fundum með félagsmönnum að þeir vildu fá tryggingu gegn verðbólgu og tryggt yrði að aðrir launahópar gætu ekki samið á baki almenna launafólksins um betri kjör í trausti stöðugleika sem fólk á almennum vinnumarkaði hefði lagt grunninn að. Það hefur aldrei komið fram að forystumenn opinberra starfs- manna væru á móti þessari stefnu félaganna innan Flóabandalagsins og ASI að hækka lægstu laun um- fram önnur laun. Þeir tapa mestu í hækkandi verðbólgu Tryggingarákvæðin sem nú hafa komið með nýjum hætti inn í um- ræðuna af hálfu forystumanna op- inberra starfsmanna voru sett að kröfu félagsmanna í stéttarfélögun- Kjarasamningar Þessir félagsmenn hafa dapra reynslu af því að bera einir uppi stöðug- leikann í þjóðfélaginu, segir Sigurður Bessason. Þess vegna kom það aldrei til greina að félagsmenn Flóabandalagsins stæðu einir að því að tryggja stöðugleikann. um innan ASÍ. Þessir félagsmenn hafa dapra reynslu af því að bera einir uppi stöðugleikann í þjóðfé- laginu. Þess vegna kom það aldrei til greina að félagsmenn Flóa- bandalagsins stæðu einir að því að tryggja stöðugleikann. Því var gerð krafa um opnunarákvæði. Annars vegar opnunarákvæði gagnvart verðbólgu og hins vegar þannig að ef aðrir hópar launafólks velja að taka ekki þátt í að tryggja stöðugleika, þá yrði Fló- inn leystur undan því einnig. Fyrir okkur hefur það allan tímann verið mjög skýrt að þeir sem eru á lægstu laununum tapa mestu í hækkandi verðbólgu þar sem svig- Microsoft Office 2001 Stafabrengl heyrir fortíðinni til þegar tveir heimar mætast Nú er hann kominn Office 2001 pakkinn frá Microsoft. /mX' Eitthvað sem allir Macintosh notendur verða að eignast Verðlaunaður pakki með nýju notandaviðmóti í sönnum Apple stfl. Inniheldun Excel, Word, Power Point og nýtt tölvupóst- og skipulagsfomt, Microsoft Entourage. Mácc ; sco rúm þess hóps er mun minna en annarra. Eðlileg krafa í ljósi reynslunnar Því miður virðst sem forystu- menn opinberra starfsmanna séu að falla í þá gryfju að líta á Flóa- bandalagið og fólk innan ASÍ sem einhvern höfuðóvin sinn. Svo er að sjálfsögðu ekki. Stéttarfélög opin- berra starfsmanna eru að lenda í nákvæmlega sömu stöðu og Flóa- bandalagið var við síðustu samn- inga og félögin innan ASÍ hafa jafn- an verið. Umsamin launahækkun stórra hópa flæðir að jafnaði yfir þjóðfélagið allt. Samningar snúast því ekki aðeins um laun og réttindi viðkomandi hópa, heldur um kaup- mátt alls launafólks. Opnunar- ákvæði Flóans miðast við að verja kaupmátt. Ef niðurstaða stéttarfélaga opin- berra starfsmanna og launanefnda ríkis og bæja er sú að svigrúm til launahækkana sé meira en það sem um var samið á almennum vinnu- markaði, þá mun launafólk innan ASÍ gera kröfu um sambærilegan hlut af því svigrúmi á grundvelli tryggingarákvæða í samningi sín- um. Þannig voru tryggingarákvæðin ekki sett til höfuðs einum né nein- um heldur felast í þeim sjálfsögð og eðlileg viðbrögð byggð á dómi reynslu þessara félaga undanfarin ár. Við viljum minna á samkomulag ASI við ríkisvaldið sem gengið var frá í tengslum við Flóasamninginn kemur opinberu félögunum ekki síður til góða. Má þar t.d. nefna barnabætur en þar var samið við ríkisvaldið að settar yrðu 1.500 milljónir króna til þess að laga stöðu barnafólks. Þetta er komið til framkvæmdar og kemur öllum til góða hvort sem félagsmenn eru innan ASI eða félaga opinberra starfsmanna. Það er trúa okkar að þegar launamál séu skoðuð í heild sinni geti félög opinberra starfsmanna verið okkur sammála um að sérstök ástæða sé til þess að hækka lægstu launin í samfélaginu umfram aðra hópa og í því átaki eigum við sam- leið. Lægstu laun verða hinsvegar aldrei hækkuð sérstaklega ef allir aðrir líta á þann hóp sem stökkpall til verulega meiri hækkana fyrir sig. Höfundur er formadur Eflingar-stéttarfélags. Isnámurnar hugsaðu I skapaðu | upplifðu SkaftahKð 24 - Slml S30 1800 • Fax 830 1801 • www.apple.la/offlce JÖKLAR eru ísnámur, þaðan sem hinar „endm-- nýjanlegu orkulindir" falla - jökulfljót - fall- vötn. Vatnsvirkjanir hér á landi síðastliðin 30 ár og orkustöðvar fá orku sína úr fallvötnum - jökulfljót- um - vatninu er safnað í lón á hálendinu. Nú áætl- ar núverandi ríkisstjórn og framkvæmdaaðili, Landsvirkjun, að efna til 60 ferkílómetra lóns á meira og minna friðlýstu svæði - Kringilsárrana og um leið á að kaffæra innri hluta Dimmugljúfra - Hálslón. Samkvæmt „margs konar rann- sóknum“ Verkfræðiskrifstofu Sig- urðar Thoroddsens - VST „ bendir allt til þess að það taki um 400 ár að fylla lónið“ Hálslón - Morgunblaðið 23. september sl. Yfirskrift þessarar fréttar er „Litlar breytingar verða á strönd Héraðsflóa." Þessi staðhæfing er sögð byggð á reiknilíkönum og rannsókn Susan Tonkin de Vries, „sem hefur verið hér í sumar til að rannsaka og meta áhrif Kára- hnjúkavirkjunar á strönd Héraðs- flóa“. Susan Tonkin de Vries er tal- in breskur sérfræðingur. Engar breytingar á strönd Héraðsflóa og Hálslón fyllist á 400 árum, það hefur verið reiknað út af VST. Þessar áætlanir og reiknilíkön sem þau byggjast á bjóða upp á stórgróða af virkjanaframkvæmd- um fyrir enn ábatasamara selstöðu- álver á Reyðarfirði. En hér koma þessi 400 ár til sög- unnar og hvemig hitastigið verði hér á landi næstu 400 árin. VST tel- ur sýnilega að ísnáman þaðan sem jökulvatnið fellur við bráðnun nám- uíssins verði svipað og í dag. Vatna- jökull muni vera óbreyttur eftir 400 ár. En því miður bendir margt til þess að ísnáman hjaðni fremur en haldist óbreytt, eins og VST gerir ráð fyrir. ísnáman eða Vatnajökull er að dómi VST ein hinna „endur- nýjanlegu orkulinda". Ef jöklar hér á landi hafa minnkað allt um það bil um helming síðastliðin hundrað ár - eins og rannsóknir benda til - og ef hitastig næstu áratuga fer ört hækkandi á jörðinni, hvað verður þá eftir hundrað ár ef svo heldur fram sem horfir? Því bendir margt til þess að ísnáman Vatnajökull bráðni örar en hingað til sem þýðir meira vatnsmagn og aur og að Hálslón fyllist á mun skemmri tíma en 400 árum. Ef til vill nokkrum áratugum. Og önn- ur lón á hálendinu? Meginhluti ork- unnar til rafmagns- framleiðslu er bræddur jökulís og Siglaugur meginhluti virkjan- Brynleifsson legrar vatnsorku hér á landi eru jök- ulfljót. Lónagerðir og stíflugerðir á há- lendinu marka Landsvirkjun sem mestu umhverfissóða íslandssög- unnar og þeir ætla ekki að láta Forðabúr Meginhluti orkunnar til rafmagnsframleiðslu, segir Siglaugur Brynleifsson, er bræddur jökulís. staðar numið eins og áætlanir um Kárahnjúkavirkjun vottar og nú eru uppi áætlanir hjá þessari stofnun að sökkva Þjórsárverum, því lífsvon stofnunarinnar er framhald stíflu- gerða og rafmagnsframleiðslu fyrir selstöðuálver. Síðustu misseri hefur dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, Landvernd, unnið að „sáttum“ um sóðaskapinn og er beitt ýmsum ráð- um til þess að villa á sér heimildir með t.d. þjóðgarðafjasi, sem á að draga athyglina frá umhverfissóð- uninni norðan Vatnajökuls. Sé til lengri tíma litið lítur heldur illa út fyrir nýtingu „endumýjan- legra orkulindá' hér á landi ef loft- mengun eykst með stórhækkandi hitastigi. Ef ísnámur eða jöklar hér á landi hjaðni svo við aukna bráðn- un að sögu þeirra ljúki sem „endur- nýjanleg orkulind" þá hlýtur Landsvirkjun að leita sér „sóknar- færis“ á erlendri grundu, einkum þar sem stjómvöld em miklir „nátt- úrunýtingarsinnar" og áldrauma- menn. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.