Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR 51. ársþing Landssambands hestamannafélaga MorgunblaðiðA'aldimar Fjölmargir hafa hlotið gullmerki LH og var stór hluti þeirra á þinginu en þau eru frá vinstri talið Ingimar Sveinsson, Kári Arnórsson, Sveinn Guðmundsson, Hreinn Ólafsson, Hjalti Pálsson, Elísabet Þórólfsdóttir, Leifur Jóhannesson, Ásgeir Guðmundsson, Jón M. Guð- mundsson, Guðmundur Ólafsson, Þorkell Bjarnason, Sveinbjörn Dagfinnsson, Friðþjófur Þorkelsson, Skúli Kristjónsson, Páll A. Pálsson, Egill Bjarnason og Arni Guðmundsson. Það var létt yfir nýkjörinni stjórn LH í lok þingsins enda staða samtakanna býsna góð en stjórnina skipa Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Haraldur Þórarinsson, Sigurður Ragnarsson, Páll Dagbjartsson, Sigrún Ólafsdóttir, Sigfús Helgason, Jón Albert Sigurbjörnsson for- maður, Sigurður Steinþórsson, Ómar Antonsson, Einar Ragnarsson og Sigurður E. Ævars- son en fjórir síðasttöldu eru varamenn. Á myndina vantar Oddnýju Jónsdóttur sem einnig er í varastjórn. Þinghald á mettíma Skipting Islandsmóta var helsta spennumál 51. ársþings Landssambands hestamanna- félaga sem haldið var í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ um helgina. Móta- hald og keppnisreglur voru fyrirferðar- mestar í störfum þingsins og þykir mörgum orðið nóg um þessar eilífu keppnisreglna- breytingar, eins og einn þingfulltrúa orðaði það. Valdimar Kristinsson sat þingið og tín- ir hér til það helsta sem þar bar á góma. Ármann Magnússon veitti viðtöku hinum eftirsótta unglingabikar fyrir hönd Freyfaxa, en formaður LH, Jón Albert Sigurbjörnsson, afhenti honum gripinn. UM nokkurra ára skeið hafa þing- fulltrúar á þingum hestamanna reynt að fá þingin til að samþykkja slíka breytingu á mótunum en það ávallt verið blásið af. En tæpt var það að þessu sinni því 51 þingfulltrúi samþykkti breytinguna en 49 voru á móti. Ef einn þeirra sem samþykkti tillöguna hefði greitt atkvæði á móti hefði hún fallið á jöfnum atkvæðum. Það kom verulega á óvart þegar oskað var eftir boðum í þau tvö Islandsmót sem væntanlega verða haldin á næsta ári að aðeins var boð- ið í mót yngri flokkanna og voru tvö félög sem buðu fram svæði sín, Sörli og Hörður, en tillagan er frá því síð- arnefnda komin. Öfugt við það sem reiknað hafði verið með kom ekkert formlegt boð í íslandsmót í opnum flokki og ungmennaflokki en þegar átti að hefja atkvæðagreiðslu gáfu Harðarmenn eftir sitt boð en létu þau orð fylgja með að félagið væri alvarlega að hugsa um að taka að sér mót opins flokks og ungmenna. Samþykktin gildir aðeins til eins árs og verður væntanlega tekin ákvörð- un að ári í Ijósi þeirrar reynslu sem fæst af þessari tilraun. En mótunum í sumar verður sem sagt skipt þann- ig að meistaraflokkur, opinn flokkur og ungmennaflokkur verður saman og börn og unglingar á sama mót- inu. Fáksmenn buðust hinsvegar til að taka að sér íslandsmót 2002 og jafn- framt að sjá um ársþing samtak- anna það árið. Þar sem samþykktin um skiptingu íslandsmótanna er að- eins til reynslu í eitt ár er ekki ljóst hvort Fákur muni halda mót fyrir alla flokka eða hvort haldin verði tvö mót í framtíðinni. í lok þings lýsti fulltrúi Storms á Vestfjörðum áhuga þeirra Vestfirð- inga á að halda næsta ársþing sam- takanna á ísafirði og vakti það mikla athygli. Þar hefur þing aldrei verið haldið og mátti glöggt greina ferðaglampa í augum sumra þing- fulltrúa. Tölvukerfi í sjónmáli Dýrásta tillaga þingsins var án efa frá tölvunefnd þar sem nefndin Jagðí til að ráðist yrðií kaup á forriti . fyrir mótahald. Tillágan var sam- þykkt samhljp.ða en í henni segir að þingið heimili stjórninni að ráðast í þetta verkefni hafi hún tryggt fjár- magn í verkefnið og henni gert að sækja um styrk til Hestamiðstöðvar Islands og átaksverkefnis í hrossa- rækt. Tekið er fram að kerfið skuli vera í eigu LH. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 3,5 milljónir króna og verður það unnið á þremur árum en skal þó verða tilbúið til notkunar í einhverri mynd næsta vor. Forrit þetta mun nýtast við framkvæmd hestamóta við skráning á mót, úr- vinnslu einkunna og röð keppenda meðan á móti stendur. Þá mun nið- urstaða mótanna ásamt móta- skýrslu fara sjálíVirkt inn á gagna- banka samtakanna og verði aðgengilegt á Netinu, á stöðluðum heimasíðum hestamannafélaganna. Þá mun kerfið sækja upplýsingar inn á Feng, gagnabanka Bænda- samtákanna, og skila þangað aftur niðurstöðum mótanna. Ljóst er að með þessu verkefni mun skapast af- ar áhugaverður og gagnlegur gagnagrunnur með margháttuðum upplýsingum. Sem dæmi má nefna að auk upplýsinga um árangur ein- stakra hrossa verða aðgengilegir listar yfir árangur knapanna. Allnokkrum tillögum var vísað til milliþinganefnda sem sumir vildu kalla að þær væru sendar til svæf- ingar. Þar væri oft um að ræða rót- tækar breytingar sem þingheimur væri ekki tilbúinn að kalla yfir sig. En auðvitað má um það deila hvort verið sé að senda tillögur til með- ferðar eða í svæfingu. Ein af þeim tillögum sem vísað var til milli- þinganefndar var tillaga frá And- vara þar sem lagt var til að spyrnt verði fótum gegn frekari fjölgun hrossa á landsmótum og jafnvel fækkað í sumum greinum. Þá var í tillögunni lagt til að gjörbreyta fyr- irkomulagi á vali þátttakenda í A- og B-flokki gæðinga á mótinu. I til- lögunni er gert ráð fyrir að hvert fé- lag fái að senda einn hest að lág- marki í hvorn flokk en síðan verði haldnar staðlaðar úrtökur víða um land þar sem öllum skuldlausum fé- lögum verði heimil þátttaka. Auk þessa verði sett lágmarkseinkunn til þátttöku í landsmótinu. Með þessu móti væri verið að tryggja að aðeins úrvalsgóð hross og öll þau bestu á landinu mættu til leiks en byggða- stefnuformið sem nú er viðhaft þyk- ir ekki tryggja að öll bestu hrossin séu með. Tillagan vakti sterk við- brögð en það sem gerði líklega út- slagið eru áhrif þessara breytinga ef fram næðu að ganga á fjárhag sam- takanna. Formaðurinn Jón Albert Sigurbjörnsson tók til máls og benti á að ef núverandi kerfi yrði lagt til hliðar, þar sem fjöldi félagsmanna ræður hversu marga hesta viðkom- andi félag má senda á landsmót, myndi fækka stórlega í hesta- mannafélögum og slíkt gæti haft ófyrirséðar afleiðingar á fjárhag samtakanna með ýmsum hætti. Þingið á Varmá mun vafalaust teljast með rólegri þingum til þessa, ef ekki það rólegasta. Málefnaleg stáða samtaka hestamanna virðist með þeim hætti að ekki sé tilefni til átaka eða skarpra skoðanaskipta. Ef litið er yfir farinn veg undan- farna tvo áratugi má glöggt sjá að mikið hefur verið únnið í að koma málum í góðan farveg. Það er þó eitt atriði sem nokkuð var rætt á þing- inu aðallega með veggjum en einnig komu nokkrir þingfulltrúar inn á þá hluti og er þá verið að tala um þess- ar eilífu breytingar á keppnisregl- um eins og það var orðað. Þótti mörgum nú keyra um þverbak því af 36 tillögum sem lágu fyrir þinginu upphaflega fjölluðu 27 þeirra um keppni og mótahald og þar af voru 12 þessara tillagna frá einu félagi. Ingimar Sveinsson á Hvanneyri kvartaði undir liðnum önnur mál yf- ir því að ekki skuli meiri tíma varið í umræður um ýmis innri málefni samtakanna. Þingstörf væru svo hart keyrð áfram að ekki væri tími til annars en að fjalla um tillögurn- ar. Líklega var sett met í tímalengd því þingið hófst klukkan 13 á föstu- dag en hingað til hafa þau verið sett klukkan 10. Þá var þinginu slitið á slaginu 16 á laugardag sem hefur líklega aldrei gerst áður og nefndir höfðu lokið störfum fyrir klukkan 22 á föstudagskvöld. Það er því hægt að fullyrða að þetta sé stysta þing hestamanna sem haldið hefur verið til þessa. Endurskoðunar þörf En þrátt fyrir góða málefnastöðu eru hestamenn meðvitaðir um að ekki má sofna á verðinum. Á þinginu fóru fram umræður um mótahald og keppni en þar þykir mönnum stefna í óefni og þörf sé á að fara ofan í saumana í þeim hlutum. Þessi um- ræða er að vísu ekki ný af nálinni því það hefur lengi verið ljóst að hesta- mót er mörg hver of löng, þau draga almennt of fáa áhorfendur að og mótin svo að segja öll illa sniðin fyr- ir sjónvarp. Þá virðast menn flestir hverjir sammála um að huga þurfi frekar að styrkleikaflokkakerfinu sem verið hefur við lýði í nokkur ár. Það má því ætla að framundan sé endurskoðun á mótahaldi og keppn- ismálum hestamanna. Fram kom á þinginu uppástungu um að halda málþing um þessi efni í vetur sem gæti þá orðið undanfari víðtækrar endurskoðunar. Fjórir kunnir hestamenn og fé- lagsmálajaxlar fengu gullmerki LH, þau Ejísabet Þórólfsdóttir, And- vara, Ásgeir Guðmundsson, Gusti, Guðmundur Jónsson, Herði og Hreinn Olafsson, Herði. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa unnið ötullega að málefnum hestamanna um langa tíð, bæði á vettvangi LH og eins inn- an sinna féiaga. Töluverður fjöldi gullmerkishafa samtakanna mætti á þingið bæði sem fulltrúar félaga sinna en aðrir sem áheyrnarfull- trúar og greinilegt að eldri kynslóð hestamanna hefur sterkar taugar til samtakanna þótt sumir þeirra hafi dregið sig til hlés í framlínunni. Röleg-heit í stjórnarkjöri Stjórnarkjörið á þinginu var mjög tilþrifalítið. Fjórir stjórnarmenn sem út áttu að ganga gáfu allir kost á sér til endurkjörs og voru kjörnir með lófaklappi. Þeir voru: Jón Al- bert formaður, Páll Dagbjartsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sig- urður Ragnarsson. Öll varastjórnin gaf kost á sér til endurkjörs en stungið var upp á tveimur þar fyrir utan. Kjör hlutu Sigurður Ævars- son, Oddný Jónsdóttir, Sigurður Steinþórsson, Ómar Antonsson og Einar Ragnarsson sem kemur nýr inn. Ekki var annað að sjá en að ánægja væri með frammistöðu stjórnar LH á árinu. Undir lok þingsins var afhentur hinn svokallaði unglingabikar LH sem veittur er því félagi sem þykir1 bera af í æskulýðsstarfi á árinu. Bikarinn kom að þessu sinni í hlut Freyfaxa á Héraði og veitti Armann Magnússon, stjórnarmaður í félag- inu, honum viðtöku. Sagði Armann að öflugt æskulýðsstarf hafi lengi verið rekið hjá Freyfaxa. I sumar var þar haldið veglegt æskulýðsmót fyrir ungt hestafólk á Austurlandi og var það í annað sinn sem slíkt mót er haldið og tókst mjög vel til að sögn Ármanns. Árangur af þessu blómlega starfi sagði Ármann hafa endurspeglast í góðum árangri unga fólksins að austan á landsmótinu í sumar og það væri mikil og góð hvatning að fá þessa viðurkenningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.