Morgunblaðið - 31.10.2000, Side 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69II00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3MO,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RI7STJtSMBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
PRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Vilja loft-
púðaskip
og ferða-
" menntil
Surtseyjar
FJÖLMARGAR hugmyndir um efl-
ingu atvinnulífs í Vestmannaeyjum
komu fram á ráðstefnunni Eyjar
2010, sem haldin var sl. iaugardag.
Meðal þeirra hugmynda sem fram
komu var notkun loftpúðaskips til
flutninga á milli Eyja og Bakkafjöru
og afnám friðunar Surtseyjar, a.m.k.
að einhverju leyti, þannig að hægt
yrði að bjóða ferðamönnum upp á
ferðir til Surtseyjar.
j Verði fremstir í öllu
sem varðar sjávarútveg
Einnig var stungið upp á því að
Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum yrði
fyrsta einkavædda sjúkrahúsið í
landinu.
Ráðstefnan fór að miklu leyti fram
í hópstarfi og lagði hópur sem fjallaði
um atvinnumál og viðskiptatækifæri
til að Vestmannaeyingar ættu að
stefna að því að vera fremstir í öllu
þvl sem lyti að sjávarútvegi, enda
væri óvíða á landinu að finna jafn-
mikla sérþekkingu í sjávarútvegi.
'W -fBjóða þyrfti upp á nám og efla
rannsóknir með hjálp innlendra og
erlendra háskóla. Nefndu sumir að
Keiko yrði væntanlega ekki eilífur í
Klettsvíkinni, þar væri upplögð að-
staða yfir fiskeldi.
Þjónusta við fatlaða til sveitarfélaga
Biðlistum
verði eytt á
þremur árum
KOSTNAÐUR sveitarfélaga vegna
tilflutnings þjónustu við fatlaða til
sveitarfélaga og vegna annarra
breytinga á lögum um félagsþjón-
ustu sveitarfélaga er talinn nema
um 4,4 milljörðum kr. Þetta er
hækkun um 841 milljón kr. miðað
við núverandi kostnað.
í kostnaðarmati nefndar um til-
flutninginn er að fullu tekið tillit til
kostnaðar við að veita þeim ein-
staklingum sem nú eru á biðlistum
þjónustu í samræmi við þarfir
þeirra og er kostnaður vegna þessa
og nýrra lagaákvæða metinn vera
841 milljón kr. Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra segir að sam-
komulag sé um það að eyða biðlist-
um.
Gert er ráð fyrir því að biðlistar
eftir þjónustu verði úr sögunni
þremur árum eftir tilfærslu þjón-
ustunnar til sveitarfélaga en sam-
kvæmt frumvarpi til laga um fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga er gert
ráð fyrir þjónustan verði færð til
sveitarfélaganna frá og með 1. jan-
úar 2002.
Á biðlista nú eru 209 manns, þar
af óska 134 eftir búsetu á sambýl-
um en 75 geta verið í sjálfstæðri
búsetu með frekari liðveislu.
■ Tekjuskattshlutfall/13
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
um félagslegar eignaríbúðir
Morgunblaðið/Golli
Borgin falli frá
forkaupsrétti
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð-
isflokksins leggja fram tillögu á
borgarstjórnarfundi næstkomandi
fimmtudag þar sem iagt er til að
Reykjavíkurborg falli frá forkaups-
rétti að öllum félagslegum eignar-
íbúðum í Reykjavík, sem ekki lúta
ákvæðum um kaupskyldu.
Möguleiki á sölu
á frjálsum markaði
í greinargerð með tillögunni segir
að tilgangurinn með flutningi hennar
sé að skapa fólki, sem á félagslega
eignaríbúð með áhvflandi forkaups-
rétti borgarinnar, möguleika á að
selja íbúðir sínar á frjálsum markaði.
„Vegna gríðarlegrar hækkunar á
íbúðarverði í Reykjavík undanfarin
misseri, svo og vegna þeirrar stað-
reyndar að með nýjum lögum er ekki
lengur unnt að skipta um félagslega
eignaríbúð innan gamla kerfisins, er
óhætt að fullyrða að mörg hundruð
Reykvikingar sem búa við slíkar að-
stæður séu í eins konar „búsetafjötr-
um“,“ segir m.a. í greinargerð tillög-
unnar.
■ Borgin/6
Landhelgisgæslan kærir línubát fyrir meint smáfískadráp
Telja helming afl-
ans undir mörkum
Haust-
verkin
MEÐAL haustverkanna er að sðpa
saman laufunum sem fjúka af trján-
um þar sem veturinn er kominn.
Veðurstofan spáir rigningu eða
slyddu norðan- og austanlands í
dag en yfirleitt þurru veðri sunnan-
og vestanlands. Búast má við kúln-
andi veðri næstu daga, slyddu og
síðan snjókomu um norðanvert
landið en að þurrt verði syðra.
LÍNUBÁTUR var af skipverjum
varðskipsins Óðins tekinn að
meintum ólöglegum veiðum á Vest-
fjarðamiðum í síðustu viku. Skip-
verjar línubátsins eru sakaðir um
brottkast á smáfiski þar sem við
mælingar reyndist nærri helming-
ur aflans undir leyfilegum mörkum
Hafrannsóknastofnunar. Landhelg-
isgæslan lagði inn kæru hjá sýslu-
manninum í Bolungarvík og er hún
þar til meðferðar. Litið er á málið
sem prófmál.
Við sama tækifæri var veiði-
svæðinu lokað með skyndilokun frá
Hafrannsóknastofnun. Landhelgis-
gæslan hefur ekki áður kært ís-
lenskt veiðiskip innan landhelginn-
ar vegna brottkasts á smáfiski en
einu sinni lagt fram álíka kæru
vegna veiða rækjubáts.
Varðskipsmenn gerðu athugun á
afla, veiðarfærum, búnaði og
skráningu umrædds línubáts. Á
meðan varðskipsmennirnir voru
um borð við mælingar á afla urðu
þeir vitni að því að skipverjar báts-
ins köstuðu talsverðu af undirmáls-
fiski fyrir borð. Við lengdarmæl-
ingu á 200 þorskum reyndust 48%
þeirra vera undir viðmiðunarmörk-
um sem eru 55 sentímetrar. Leyfi-
legt hlutfall smáþorsks undir 55 cm
er 25% þannig að nærri helmingur
af aflanum var undir leyfilegum
mörkum. Ýsan, sem lengdarmæld
var um borð, var rétt yfir mörkun-
um.
Á meðan mæling fór fram voru
um 50 stykki af þorski slegin af lín-
unni eða kastað frá borði áður en
náðist að lengdarmæla, samkvæmt
upplýsingum frá Landhelgisgæsl-
unni. Var það um 20% af þeim
þorski sem var á línunni, miðað við
hausatölu. Enginn fiskur reyndist
selbitinn, sýktur eða skemmdur en
lög kveða á að um leyfilegt sé að
henda slíkum fiski frá borði.
Hert eftirlit með brottkasti
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni er verið að
herða eftirlit með brottkasti þessa
dagana og hafa varðskipin það að
augnamiði á ferðum sínum innan
landhelginnar.
■ Fjölmargar hugmyndir/20
Tilnefningar
til Edduverðlauna
Englar, 101
r> Reykjavík
og Islenski
draumurinn
KVIKMYNDIRNAR Englar
alheimsins, 101 Reykjavík og
íslenski draumurinn hafa verið
tilnefndar til Eddunnar, ís-
lensku kvikmynda- og sjón-
varpsverðlaunanna, í flokknum
„besta myndin“.
Tilnefningarnar voru
ákveðnar í gær og eru verð-
launaflokkarnir tólf talsins.
Kosningin fer fram dagana 13.
! ^til 17. nóvember en niðurstöður
1 — verða kynntar á Edduhátíðinni
hinn 19. nóvember.
■ Hin útvöldu/37