Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 2

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kennaradeilan Arangurs- laus fundur ÞÓRIR Einarsson i-íkissáttasemjari segir að enn hafi ekkert þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu fram- haldsskólakennara og ríkisins. Ekki hefur verið boðaður fundur í deilunni um helgina, en Þórir sagðist ætla að heyra hljóðið í samningsaðilum í dag og meta í framhaldinu hvort ástæða væri til að boða þá á fund. Þórir sagði að á samningafundum í þessari viku hefðu samningsaðilar farið yfir alla hugsanlega kosti til lausnar deilunni. Þessi vinna hefði enn sem komið er ekki leitt til lausn- ar. Hann sagðist þó ekki telja að vinna síðustu vikna hefði verið árangurslaus. Aðilar hefðu rætt um alla þætti nýs launakerfis, sem báðir aðilar hefðu áhuga á að taka upp. Af- staða manna hefði skýrst og búið væri að afmarka ágreiningsefnin. Kennarar fjalla um stöðuna í samningaviðræðunum á heimasíðu sinni. „í þessari viku virtist sem skriður væri að komast á samninga- viðræður. Eftir að viðræður höfðu legið niðri í fjóra daga óskaði við- ræðunefnd FF (Félags framhalds- skólakennara) eftir því að samnings- aðilar reyndu að finna nýjan flöt á viðræðum til að koma þeim í gang á ný. Viðræðunefnd FF lagði til að að- ilar reyndu í sameiningu að komast að því hvaða áhrif ný aðalnámskrá og framhaldsskólalögin ættu að hafa á launakjör og önnur starfskjör hjá framhaldsskólakennurum í nýju launakerfi. Ákveðnar vonir glæddust um að þessi vinna myndi skila árangri en í gær [í fyrradag] varð ljóst að svo reyndist ekki vera.“ ---------------- LEIÐRÉTT Blað Samtaka hljómplöt.ufranileiðenda Rangt var farið með nafn útgefanda Plötutíðinda, sem íylgdu Morgunblaðinu í gær. Blaðið er frá Samtökum hljómplötu- framleiðenda og er beðist vel- virðingar á því. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heyrúllur áBSÍ BtJIÐ er að koma fyrir nokkrum rúliuböggum á húsi Umferðar- miðstöðvarinnar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Að sögn Odds Einars- sonar framkvæmdastjúra er þetta liður í endurbótum og breytingum á húsinu. Menn hefðu að undan- förnu verið að hressa upp á útlit þess, aðallega þó innandyra. Oddur sagði að hugmyndin væri að setja áletrun á rúllurnar, en hver hún yrði væri ekki endanlega ákveðið. Oddur sagði að sér skildist að bændur væru vel birgir af heyjum og því hefðu rúllurnar fengist á góðu verði. Hann sagði hugsanlegt að Umferðarmiðstöðin myndi selja þær aftur í vor þegar færi að þrengjast um hjá einhverjum bændum með fóður. Þetta kynni því að reynast arðbær fjárfesting. Hann sagði annars ekki ákveðið hve lengi rúllurnar yrðu á Umferð- armiðstöðinni. Þær hefðu hins veg- ar vakið mikla athygli enda væri það einmitt tilgangurinn með til- tækinu. Tillaga áhugahóps gegn spilafíkn Spilakössum verði lokað á aðventunni ÁHUGAHÓPUR gegn spilafíkn hef- ur sent þeim sem reka söfnunar- kassa og happdrættisvélar bréf þar sem mælst er til þess að kössunum verði lokað fram til jóla í þeim til- gangi að stuðla að „bærilegra jóla- haldi fyrir þá sem hafa orðið spila- fíkninni að bráð“, eins og segir í bréfinu. Svanhildur Kaaber, fulltrúi Áhugahóps gegn spilafíkn, segir að aðventan sé sá árstími sem oft verði erfiður fólki sem eigi í fjárhags- vanda. Útgjöldin séu meiri en á öðr- um árstíma og andlegt ástand þeirra sem veikir séu fyrir gjarnan verra en ella og segir hún að þetta eigi ekki síst við um einstaklinga og fjölskyld- ur þar sem tekjum heimilisins hefur verið ráðstafað í spilakössum og happdrættisvélum. Svanhildur segist vonast til þess að tekið verði tillit til þessarar beiðni Áhugahóps gegn spilafíkn, en að ýtr- ustu kröfur hans séu þær að spila- kassar verði aflagðir með öllu. Hún bendir á að spilafíkn sé mjög yfir- Morgunblaðið/Jim Smart Svanhildur Kaaber og Bjarki Már Magnússon, fulltrúar Áhugahóps gegn spilafikn. gripsmikið og alvarlegt vandamál hér á landi og að það tengist mjög víða inn í þjóðfélagið. Talið sé að um 12.000 íslendingar séu haldnir spila- fíkn og eins sé um verulegar fjár- hæðir að ræða, en fram hafi komið í fyrirspurn á Alþingi að árleg velta fjárhættuspila hér á landi væri um tveir milljarðar króna og þar af sé hagnaður af þeim um milljarður. Island verður aðili að Schengen 25. mars FORMLEG ákvörðun hefur verið tekin um það að öll Norðurlöndin verði aðilar að Schengen-svæðinu frá og með 25. mars á næsta ári. Benedikt Oddsson Vilborg Jónsdóttir Jón Rúnar Árnason Létust í umferðarslysi HJÓNIN, sem létust í umferðarslysi á Reykjanesbraut á fimmtudaginn, hétu Jón Rúnar Árnason, fæddur 19. mars 1951, og Vilborg Jónsdóttir, fædd 28. ágúst 1955. Þau voru til heimilis á Túngötu 17 í Keflavík. Þau láta eftir sig þrjá uppkomna syni. Maður, sem lést í slysinu, hét Benedikt Oddsson, fæddur 8. maí 1970, til heimilis á Greniteig 36 í Keflavík. Benedikt var einhleypur en lætur eftir sig fjögurra ára gamla dóttur, sem var með honum í bílnum þegar áreksturinn varð. Stúlkan, sem hlaut höfuðmeiðsl, er á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi og að sögn læknis er ástand hennar stöðugt. Ekki er vitað nákvæmlega hver voru tildrög slyssins, sem varð síð- degis á fimmtudaginn við Strandar- heiði, en rannsóknardeild lög- reglunnar í Keflavík er að rannsaka málið. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu, en hann sótti fund Scheng- en-ríkjanna í Brussel í gær ásamt Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra. Sólveig sagði á fundinum að um tímamót væri að ræða fyrir Norður- löndin. Akvörðunin felur í sér að persónueftirlit á landamærum Schengen-ríkjanna fimmtán verður fellt niður og fólk þarf því ekki að fara í gegnum vegabréfaskoðun sé það að ferðast á milli þeirra, fólk þarf samt að hafa með sér einhver persónuskilríki. Bjöm sagði að fyr- irkomulag tollaeftirlits yrði áfram óbreytt og að lögð yrði mikil áhersla á öfluga lögreglusamvinnu milli ríkjanna. Hann sagði að sett yrði upp öflugt upplýsingakerfi hérlend- is sem myndi nýtast sérstaklega í lögreglusamvinnunni og tollaeftir- liti. Schengen-samningurinn mun ekki koma til framkvæmda á Norð- urlöndunum fyrr en að loknum út- tektum á virkni Schengen-upplýs- ingakerfisins í ríkjunum fimm og lokaúttekt á flughöfnum, sem fyrir- hugaðar eru í janúar og febrúar á næsta ári. Rætt um samræmingu refsinga vegna smygls Með þessari stækkun Schengen- svæðisins eru þátttökuríkin orðin fimmtán, þ.e.: Finnland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, ísland, Austur- ríki, Belgía, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg, Port- úgal, Spánn og Þýskaland. Á fundinum í gær var einnig rætt um drög að reglugerð sem inniheld- ur lista yfir þau ríki sem njóta vega- bréfsáritunarfrelsis á Sehengen- svæðinu og lista yfir þau ríki sem eru áritunarskyld. Rætt var um samræmingu refsinga vegna smygls á ólöglegum innflytjendum og sam- ræmingu sekta flutningsaðila sem flytja fólk sem ekki hefur undir höndum fullnægjandi ferðaskilríki. ----------------------------- Gengi deCODE hækkaði um 27,8% GENGI deCODE, móðurfélags ís- lenskrar erfðagreiningar, hækkaði í gær á bandaríska Nasdaq-verð- bréfamarkaðnum eftir mikla lækkun undanfarna daga. Gengið hækkaði um 27,8% í gær en í fyrradag lækk- aði gengið um 18,4%. Gengið var við lokun markaðarins í gær skráð 13,5 dollarar. Nasdaq-hlutabréfavísitalan hækkaði um 47,36 stig í dag eða 1,8% og endaði í 2.645,29 stigum. Dow Jones lækkaði um 40,95 stig eða 0,39% og endaði í 10.373,54 stigum. öð í dag sfejjjn LESBÖ ■LAÐSINS • ALAUGARDOGUM Með blaðinu í dag fylgir blaðið Jólin 2000 þar sem er að finna fjölda uppskrifta og hug- mynda að jóla- skreytingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.