Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Miög gott skíða-
færi í Hlíðarfjalli
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli við
Akureyri er opið almenningi í dag
laugardag og á morgun, sunnu-
dag, frá ki. 10-16. Töluvert hefur
snjóað 1 fjallinu síðustu daga og
þar er nú mjög gott skíðafæri.
Stólalyftan og lyfturnar í Hjalla-
brekku og Hólabraut verða opnar
í dag og þá er stefnt að því að
opna lyftuna í Strýtu á morgun,
sunnudag. Þá er einnig kjörin
aðstaða fyrir skiðagöngufólk í
HliðarQalIi. Þessi ungi skiða-
brettamaður á myndinni fékk
mjúka lendingu, þar sem hann var
ásamt félögum sínum að stökkva
fram af palli í nýfallinn snjóinn í
vikunni.
Félag háskólakennara á Akureyri
Kennurum færð peninga-
gjöf í verkfallssjóð
Morgunblaðið/Kristján
Ólafur Jakobsson formaður Félags háskólakennara á Akureyri og Elna
Katrfn Jónsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara í verk-
fallsmiðstöð kennara á Akureyri í gær.
ÓLAFUR Jakobsson, varaformað-
ur Félags háskólakennara á Akur-
eyri, afhenti Elnu Katrínu Jóns-
dóttur, formanni Félags
framhaldsskólakennara, hálfa mil-
ljón króna í verkfallssjóð í verk-
fallsmiðstöð kennara á Akureyri í
gærmorgun, en miðstöðin er í fé-
lagsheimili Þórs, Hamri við
Skarðshlíð.
Ólafur sagði að fram hefði
komið tillaga á félagsfundi um
miðjan nóvember um að sýna
kennurum í verkfalli táknrænan
stuðning í baráttu þeirra fyrir
bættum kjörum. Kvaðst Ólafur
hafa trú á því að stór þögull hóp-
ur fólks hefði skilning á þeim
skaða sem skólastarfi væri unninn
með núverandi láglaunastefnu.
Ólafur afhenti Elnu Katrínu féð
með þeim orðum að óskandi væri
að verkfallinu lyki sem allra fyrst.
Elna Katrín sagði um ómetan-
legan stuðning að ræða í þeirri
hörðu og erfiðu kjaradeildu sem
nú stæði yfir. Hún kvaðst afar
þakklát fyrir framlagið og ekki
sist þann stuðning og þá hugsum
sem að baki lægi, það gæfi fram-
laginu sérstakt gildi. Það að Fé-
lag háskólakennara sýndi félögum
sínum úr hópi framhaldsskóla-
kennara stuðning á þessum tímum
efldi með sér þá trú að kennarar
væru ein stétt sem stæði saman.
Plastprent tók við Ako-Plastos f gær
Starfsfólkið lykilatriði
í endurreisn fyrirtækisins
SIGURÐUR Bragi Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Plastprents, átti fund með starfsfólki Ako-
Plastos á Akureyri síðdegis í gær þar sem farið
var yfir stöðu mála, en í vikunni var tilkynnt um
kaup Plastprents á ríflega 85% hlut í Ako-Plastos.
Plastprent tók við fyrirtækinu í gær, 1. desember.
„Við fórum yfir stöðuna og þá möguleika sem
fyrir hendi eru. Við vitum að staðan er erfið en
ætlum að berjast við að koma fyrirtækinu á lagg-
imar og vonum að það takist,“ sagði Sigurður
Bragi. Hann sagði að til að byrja með yrði Ako-
Plastos rekið sem sjálfstæð eining og þess vænst
að tækist að rétta úr kútnum.
Starfsfólkið er lykilatriðið
Framtíðarstefna fyrirtækisins væri að draga
úr yfirbyggingu og hagræða í rekstri. Sigurður
Bragi sagði að sameinuð væru fyrirtækin betur í
stakk búin að keppa við innflutning, en benti á að
t.d. hollenskt fyrirtæki, sem þau hefðu mikið
keppt við, væri eftir sameiningu íslensku fyrir-
tækjanna tveggja enn tífalt stærra en það. „Helst
þyrftum við að stækka enn meira, þetta er afar
fjárfrekur rekstur, vélamar em dýrar og því mik-
ilvægt að ná út úr þeim góðri nýtingu. Stórar ein-
ingar í þessum iðnaði skipta því máli,“ sagði Sig-
urður Bragi.
Hann sagði starfsfólk fyrirtækisins lykilatriði
þegar að því kæmi að ákvarða framtíð þess og ef
vel gengi fyrir norðan ætti ekkert að standa í veg-
inum fyrir því að flytja verkefni að sunnan norð-
ur. „Við greindum starfsfólkinu frá því að þessi
sameining fyrirtækjanna væri það besta í stöð-
unni og vonum að vel takist til með að endurreisa
félagið. Við væntum þess að í ljós komi að þessi
eining fyrir norðan reynist hagkvæm," sagði
hann.
Ein stór og sterk
eining er framtíðin
Sigurður Bragi sagði ekki spurningu um hvort
rekin yrðu eitt, tvö eða þrjú fyrirtæki í plastiðnaði
á íslandi, heldur hvort yfirleitt yrði rekið slíkt
fyrirtæki í landinu því samkeppnin við innflutn-
ing væri afar hörð. Fyrirtækin tvö, Plastprent og
Ako-Plastos, hefðu á síðustu tveimur til þremur
ámm tapað um hálfum milljarði króna, „og það
tekur tíma að vinna það upp á ný. Við þurfum að
hugsa til framtíðar og þá sjáum við fyrir okkur
eina stóra sterka einingu sem staðist gæti sam-
keppni við innflutning,“ sagði Sigurður Bragi.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa síðustu daga
farið yfir ýmis gögn Ako-Plastos og lauk þeirri
vinnu síðdegis á fimmtudag og formlega tók
Plastprent við fyrirtækinu í gær.
Ljósin kveikt á
Randerstrénu
LJÓS verða kveikt á jólatrénu frá
Randers, vinabæ Akureyrar í Dan-
mörku, í dag kl. 15. Lúðrasveit Ak-
ureyrar leikur og kór Akureyrar-
kirkju syngur. Kristján Þór
Júh'usson, bæjarstjóri Akureyrar,
og Keld Huttel, forseti borgar-
stjórnar í Randers, flytja ávörp.
Ljósin verða tendmð kl. 15.50. Þá
skemmta jólasveinar.
Askorun um að
ljúka kjaradeilu
NEMENDUR og foreldrar fjöl-
menntu á fund í Verkmenntaskólan-
um á fimmtudagskvöld þar sem farið
var yfir stöðuna í verkfalli framhalds-
skólakennara. Á fundinum var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun: „Skorað er
á samningsaðila að ljúka þessari
kjaradeilu sem allra fyrst, þannig að
báðir aðilar megi við una. Fundurinn
krefst þess að réttur nemenda sé virt-
ur og bendir á að námsferill og framtíð
um 20 þúsund framhaldsskólanem-
enda er í húfi.“
Slökun!
StÖkunarolía
vöðvaolía.
unaðsolía,
astareldur.
SlhtttiHr á Blánwval, Grafarvogsapátefc. Heteuhúsið Kringkmni,
HeSsuhúsið Skólavörðustig, Hdsuhúsið Smáranum, Heðsubúðin Hafnarfirði, KSppihúsið,
Kópavogsblóm, Lyf og heSsa Austurstræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Kópavogi,
LyQa Setber gi, Ly§a Garðabæ, Mál og menrtng Bankastraeti, Rammagerðin, SnyrtÉtnfan Ut
Sttetoðir á laadsbffgðtatti: Akranes: Lyf og Heísa. Akureyri: Btómabarinn,
BiómaSst, Býflugan og btómið, Heisuindn, Lyi og beflsa (Qerártorgi, Hafnarstraeti, Hrisalundi).
Blönduós: Apótek Blöntkióss. Egilsstaðir: EgSsstaða Apótek. Eskifjörður: Lyfja.
Grindavlk: Lyfja, Sóldðgg. Höfn: Hafnar Apótek. Hólmavlk: Lyfsalan.
Húsavík:HúsavikurApótek. Hvolsvðllur:SnyrtistofanYlur. Heskaupstaður: Nesbaer.
Reykjanesbcr: Islenskur markaður, Keflavfloir Apótek, Suðurnesja Apótek.
Sauðárkrókur: fsold. Selfoss: ÁmesApótek. Siglufjörður: SiglufjarðarApótek.
Stykkishólmur: Stykkishólms Apótek. Vestmannaeyjar: VestmannaeyjaApótsk.
í^hrity^érbs
tx/estxA-irr, náttrtrtr/eijat' xriyrfroörut'
KIRKJU STARF
AKUREYRARKIRKJA: Hádegis-
tónleikar kl. 12 í dag, laugardag.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á
orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeyp-
is, súpa og bauð í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju eftir tónleika.
Messa kl. 11, sr. Svavar A. Jóns-
son. Sunnudagaskóli í Kjarnalundi
á sama tíma. Fræðsla og hressing í
Safnaðarheimili eftir messu. Sig-
urður Kristinsson heimspekingur
spjallar um auglýsingar, neyslu og
börn. Hádegisverður á vægu verði.
Aðventukvöld verður í kirkjunni kl.
20 á sunnudagskvöld. Fjölbreytt
tónlistardagskrá, Barna- og ungl-
ingakór Akureyrarkirkju, Félagar
úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar og
hópur akureyrskra ungmenna
koma fram. Ræðumaður verður
Björn Jósef Arnviðarson sýslumað-
ur. Biblíulestur kl. 20.30 á mánu-
dagskvöld. Morgunsöngur kl. 9 á
þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10
til 12 á miðvikudag, jólaföndur.
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.
Bænaefnum má koma til prest-
anna. Léttur hádegisverður í Safn-
aðarheimili á eftir.
GLERÁRKIRKJA: Barnasam-
vera kl. 11 á morgun, sunnudag.
Foreldrar eru hvattir til að mæta
með börnum sínum. Messa verður
kl. 14 á morgun. Kirkjukaffi kven-
félagsins Baldursbrár í safnaðarsal
að messu lokinni. Kyrrðar- og til-
beiðslustund í kirkjunni kl. 18 á
þriðjudag. Hádegissamvera verður
í kirkjunni kl. 12 til 13 á miðviku-
dag, helgistund, fyrirbænir og
sakramenti. Léttur hádegisverður í
safnaðarsal á vægu verði. Opið hús
fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á
fimmtudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laug-
ardagskvöld. G. Theódór Birgisson
safnaðarhirðir predikar. Sunnu-
dagaskóli fjölskyldunnar á morgun,
sunnudag, kl. 11.30. Allir aldurs-
hópar fá fræðslu við sitt hæfi.
Gustav Sörensen, forstöðumaður
Hvítasunnukirkjunnar í Elím í Ála-
borg, predikar. Vakningasamkoma
kl. 16.30 á sunnudag. Valdimar
Lárus Júlíusson predikar. Á sama
tíma verður samkoma fyrir 7-12
ára börn og einnig bamapössun
fyrir 1-6 ára. Fjölbreytt lofgjörð-
artónlist og fyrirbænaþjónusta.
HRÍSEYJARPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli verður í Hríseyj-
arkirkju kl. 11:00 á morgun, sunnu-
dag. Aðventukvöld verður í
kirkjunni kl. 20:00 um kvöldið.
Helgistund verður í Kirkjugarði
Hríseyjar og kveikt á leiðalýsing-
unni laugardaginn 9. desember kl.
18:00.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag, kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11. Næsta fimmtu-
dag, 7. desember, verður messa kl.
18, stórhátíð hins flekklausa getn-
aðar Maríu meyjar.
LAUGALANDSPRESTAKALL:
Sunnudaginn 3. des. kl. 20:30 verð-
ur athöfn í Munkaþverárkirkju þar
sem afhjúpuð verður stytta af Mar-
íu Guðsmóður eftir listakonuna
Sólveigu Baldursdóttur. Við at-
höfnina munu nokkrir kennarar og
nemendur Tónlistarskóla Eyja-
fjarðar syngja og leika.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Að-
ventukvöld verður annað kvöld,
sunnudagskvöldið 3. desember, kl.
20:30. Helgileikur fermingarbarna
og kirkjukórs í samstarfi við Leik-
félag Hörgdæla undir stjórn Aðal-
steins Bergdal. Kórsöngur, hljóð-
færaleikur nemenda Tónlistarskóla
Eyjaljarðar, Lúsíusöngur nemenda
Þelamerkurskóla undir stjórn Guð-
mundar Engilbertssonar og mikill
almennur söngur. Ræðumaður
verður Bernharð Haraldsson.
Mætum öll og njótum sannrar jóla-
stemmningar i húsi Guðs.