Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 40

Morgunblaðið - 02.12.2000, Side 40
40 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 UIKU MORGUNBLAÐIÐ 4 L K Vísindavefur Háskóla íslands Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á íslandi? VISINDI Segja má að svifið hafi verið hátt og ferð- ast langt síðastliðna viku á Vísindavefn- um. Svör hafa birst um norðurljós, af hverju ekki er hægt að standa á skýjunum, loftskipagas, vatn á öðrum plánetum og Ijósár og jafn- framt ýmislegt sem tengist trúmálum, svo sem um stærðfræðinám barna strangtrúaóra gyðinga, Amish-fólk, Marteinsmessu, fyrsta sunnudag í aðventu, engla og heilagan anda. Við misstum þó ekki alveg jarðsambandið og fjölluðum einnig um gróður- og jarðvegs- eyðingu, kolefnisbindingu í gróðri á íslandi, misvísun áttavita, eitr- aðar plöntur, dýrategundir á íslandi, meðaltekjur í ýmsum löndum, alþjóða-og fjölþjóðafyrirtæki, þumalputtareglu Canakaris, rúpíur, leikjafræði, minnstu risaeðluna, upptök svartadauða, Wankel-vél, J-ferii, birtingu á íslenskum reglugerðum, lögfræðilega skilgrein- ingu á líkamsárás, hvort hægt sé að myrða mann sem er ekki í þjóðskrá, vöðvaslensfár, breddur, mynd mánaðarins, fyrsta forseta íslands og hvort hlutir geti dottið alla leið í gegnum jörðina. Við vonum að vefgestir hafi soflð rótt þrátt fyrir umfjöllun um mörur. www.opinnhaskoli2000.hi.is sandfoki og frekari gróðureyðingu á nærliggjandi svæðum þegar aðflutt efni kæfa gróður á nýjum stað. Jafn- þykkt gjóskulag kann að hafa lítil áhrif á skóg og kjarrlendi þar sem eru tré og runnar sem standa upp úr. Botngróður deyr en hávaxnari gróður heldur að gjóskunni og kemur í veg fyrir að hún fari að fjúka, og skapar auk þess betri skil- yrði fyrir uppvöxt botngróðurs á nýjan leik. Þöra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í líffræði við HÍ. Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á íslandi? SVAR: Gróður- og jarð- vegseyðing er að mati margra fræðimanna al- varlegasti umhverfísvandi Is- lendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við land- nám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari fljót- lega eftir að land byggðist. Frjókornarannsóknir hafa sýnt að láglendi var að miklu leyti skógi eða kjarri vaxið við landnám. Land- ið hefur því tapað nær öllum sínum skógum og kjarri og hugsanlega meira en helmingi gróðurþekju sinnar á síðastliðnum 1100 árum. Víða í byggð virðast umskipti frá skógi eða kjarri í nær skóglaust land hafa verið snögg og ef til vill aðeins tekið einn til tvo mannsaldra. Jarð- vegur breyttist einnig. Jarðvegur myndaður eftir landnám er víða grófkornóttur með lélega samloðun, hann er ljósari og með miklu meira af áfoksefnum en jarðvegur frá því rofinn hvort heldur er af vindi eða vatni. Einkum hefur vindurinn verið afkastamikill. Verstu uppblásturs- skeiðin er ekki hægt að kalla annað en náttúruhamfarir. Dæmi er hinn hamslausi uppblástur sem geisaði í Landsveit og Rangárvöllum og náði há- marki undir lok 19. aldar og sem hefði getað lagt stóran hluta Rang- árvallasýslu í eyði. Gróður eyddist annars vegar við uppblástur þannig að vindurinn reif burt jarðveg þar til ekkert varð eftir nema jökulurðin undir en hins vegar við það að þau ógrynni sands sem losnuðu og bárust but með vindi, lögðust yfir gróður annars staðar og kæfðu hann. Þetta tvennt, tíð eldgos og vinda- samt veðurfar, var vissulega til fyrir landnám en olli þó ekki verulegum skaða á gróðurþekju. Eldgos hafa ekki verið tíðari eftir landnám en næstu árþúsund þar á undan. Sig- urður Þórarinsson benti t.d. á að út- breiðsla skóga á Suðurlandi benti ekki til þess að eldgos væru frumor- sök að eyðingu skóga: helstu skóg- arleifar er þvert á móti að finna í ná- grenni virkustu eldfjallanna: Bæjarstaðarskógur er nálægt rót- um Öræfajökuls, Næfurholtsskógur og Galtalækjarskógur eru í næsta nágrenni Heklu og í Skaftártungum, skammt austan Kötlu, er talsvert kjarr. Merki um staðbundinn upp- blástur munu finnast í jarðvegi frá því fyrir landnám en þau eru fá. Meira að segja feiknarleg gjósku- gos, miklu stærri en komið hafa eft- ir landnám, virðast ekki hafa valdið verulegrijarðvegseyðingu. Hún hófst ekki fyrr en þriðji þátturinn bætist við með umsvifum mannsins. Því er stundum haldið fram að jarðvegseyðingu megi rekja til kóln- andi loftslags. Fátt bendir til þess að svo sé. Uppblástur hófst skömmu eftir landnám og áður en veðurfar tók að kólna að ráði nálægt 1200. Þorleifur Einarsson taldi til dæmis að á þeim tíma hafi holtin umhverfis Reykjavík verið orðin gróðurvana og uppblástur þar um garð genginn. Annað sem mælir á móti því að frumorsök hnignandi gróðurfars hafi verið kólnandi loftslag er að skógar virðast víða hafa haldist lengst inn til landsins, á mörkum byggðar og óbyggða sem sést til dæmis á breyttum skógarítökum kirkna. Þar hefðu þeir þó átt hörfa fyrst vegna kólnandi loftslags. Litla ísöldin hefur þó lagst á sveif með eyðingaröflunum og haft áhrif, til dæmis í stærri jökulfljótum sem brutu gróið land, meiri jökulhlaup- um og í framskriði jökla sem skildu Af hverju stafa noröur- og suðurljósin? Harry S. Truman seinna eftir sig gróðurvana auðnir og báru oft einnig fram finkornótt efni sem farið gat á flakk. Það sem líklega skipti sköpum og hrinti af stað vítahring jarðvegs- eyðingar eftir landnám er að gjóskufall hefur miklu afdrifaríkari afleiðingar fyrir gróður á skóglausu landi. Nokkurra tuga sentimetra gjóskufall getur kæft gróður á gras- lendi og þar sem beit eða sláttur hefur tekið ofan af gróðri, og náð að drepa allar plönturnar sem flestar hafa sína vaxtarbrodda neðanjarð- ar, í sverði eða rétt ofan við yfir- borð. Þá liggur gjóskan óvarin fyrir vindi og vatni og verður upphaf að SVAR: Þetta er einnig svar við spurning- unum „Hvað, hvernig og hvers vegna eru norðurljós og sjást þau bara á norður- og suðurhveli jarð- ar?“ Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögn- um frá svo þær streyma umhverfis hana eins og vatn um kjöl. En í kringum segulpólana (áttaviti bend- ir á segul-norðurpólinn) sleppur lít- ill hluti þessara agna inn í segulsvið jarðar. Svæðið þar sem flestar agn- irnar sleppa inn myndar kraga utan um segulpólana. Þær hlöðnu eindir sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hraða eftir gormlaga brautum kringum segulsviðslínurnar milli segulskautanna. Rafeindir og róteindir streyma þannig í átt að segulpólunum og þegar nær dregur pólunum rekast eindirnar á lofthjúpinn, oftast í milli 100 og 250 km hæð. Orkan í rafeind- unum og róteindunum örvar sam- eindir og frumeindir í lofthjúpnum en þær senda aftur á móti frá sér orkuna sem sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós eða suðurljós eftir því við hvorn pólinn þau sjást. Litirnir sem við sjáum oftast eru fyrir landnám. Jarðvegs- breytingarnar sýna hversu þétt uppblásturinn fylgdi í kjölfar skóga- eyðingarinnar. Nýlega kom út fyrsta heildaryfir- lit um jarðvegsrof á íslandi, unnið af Ólafi Arnalds og samstarfsmönnum hans. Það sýnir glöggt hversu slæmt ástandið er; aðeins ríflega 11% landsins eru flokkuð með lítið eða ekkert rof. Gróður- og jarð- vegseyðing á borð við þá sem orðið hefur hér á landi er nánast óþekkt í löndum með svipað loftslag. Hlið- stæður má helst finna í heitu og þurru loftslagi, einkum þar sem beitarálag er mikið. Saga umhverf- isbreytinga við Miðjarðarhaf og í Norður-Afríku minnir að sumu leyti á það sem gerst hefur hér á landi. En hvers vegna varð þessi eyðing á fslandi? Orsökin er ekki ein heldur liggur hún í samspili nokkurra þátta. í fyrsta lagi er í sland eitt virkasta eldfjallaland í heimi. Hér hafa orðið gos að meðaltali á um 5 ára fresti frá landnámi. Gosunum fylgir gjóska sem sest í jarðveginn og ljær honum óvenjulega eiginleika, bæði eðlis- fræðilega og efnafræðilega. Gjóskan er eðlislétt - allir vita hve léttur vik- ur er. Vindur og vatn ná því að hreyfa og flytja kornin auðveldlega til. Þykk öskulög mynda lög í jarð- veginum sem auðveldlega grefst undan eða fýkur burt þegar gróður- hulan verndar ekki lengur. í öðru lagi er ísland ákaflega vindasamt land. Sé gróðurþekjan fjarlægð er jarðvegurinn mjög auð- Konan er draumur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns PERSÓNUR o g leikendur draumsins eru sumir hverjir fastráðnir í draum- inn líkt og hjá draumaleikhúsum vök- unnar en aðrir snapa sér hlutverk hér og þar. Af þeim fastráðnu eru nokkrar kvenpersónur sem birtast oft á svið- inu og eru ávallt í veigamiklum hlut- verkum. Ein þeirra er Animan (ígildi sálarinnar) sem kemur fram í draum- um beggja kynja en gerir sig heima- komnari í draumum karla og leikur þar áberandi hlutverk leiðbeinanda; persónu sem veit og vill vel en er um leið metnaðarfull. Onnur kona öllu dularfyllri er sú sem er nefnd hefur verið „Skugginn“ (ímyndin gæti verið Sherlock Holmes draumanna), sú hlédræga sem skannar allt sviðið frá einþáttungum til stórbrotinna drama- tískra verka eins og „Hver er ég?“, í uppfærslum þekktra meistara. Hún getur verið í hlutverki karlmanns eða öfugt eftir hlutverkaskipan hvers verks því kynið er ekki höfuðatriði. Þriðja persónan í þessu sjónarspili draumsins er kona sem kölluð hefur verið „Stóra mamma" (The Great Mother). Hún er margþætt í eðli sínu og leikur mörg ólík en stór hlutverk á draumasviðinu, allt frá sjálfri móður Jörð til prinsessunnar á bauninni. Þessi margbrotna og kraftmikla kona sem fer hamskiptum um draumana frá heimsins íburðarmestu upp- færslum á lífsins stóru bók, niður í saggafullar kjallaraholur smáleikhús- anna að túlka konu sem gætir hænsna er ein af svokölluðum erkitýpum eða frummyndum draumsins sem Jung nefndi svo og býr í vitund allra. ímynd Stóru mömmu er ímynd heildar, mynd fullkomnunar, einhvers sem býr í öllum, er í öllum en fáir eru sér með- vitandi um þetta merka afl innra með sér og leika öðrum skjöldum. Þegar „Stóra mamma“ þarf að koma ákveðn- um skilaboðum á framfæri fer hún í leikhúsið og velur sér eitt af hlutverk- unum sjö sem henni er áskapað að nota á sviði draumsins og klæðir sig upp. Hlutverkin sjö eru: Móðirin með barnið, prinsessan með gull í mund, drósin tælandi, skjaldmeyjan, veiði- maðurinn, presturinn og nornin. Hlut- verk sem hafa ákveðinn staðal eru til þess gerð að skapa manninum heims- mynd eða grind að lífinu sem sett er upp honum til handa og þar „fyllir“ „Stóra mamma“ upp í gloppótt götin með tilþrifamiklum leik svo að heimur mannsins taki á sig mynd og skýrist. nostraði ég við þetta ókunnuga bam, skipti á því og knúsaði það og gekk með það úti, við vorum aldrei innan- dyra, að mér fannst. Var alsæl með hlutskiptið og bamið virtist ánægt (ég vissi ekki hvors kyns það var, það skipti ekki máli). Svo dimmdi um kvöldið þar sem ég gekk um götur með bamið í kerrunni og þá rankaði ég við mér og hugsaði: Hvað er ég eig- inlega að gera? Einhver gæti haldið að ég hefði vísvitandi stolið þessu bami. Ef til vill er lögreglan að leia að því. Og foreldramir, hvemig skyldi þeim líða að vita ekki hvar barnið er? Nokkrum dögum seinna dreymdi mig annan draum um bam. Þá var ég stödd hjá fyrrverandi kunningjafólki mínu sem virtist vera að flytja og/eða mála húsakynni. Þar var lítið bam á svipuðum aldri og í fyrri draumnum en ekki eins rólegt. Eg tók mig af þessu barni og sinnti en hafði áhyggj- ur af því hvað ég dvaldi lengi hjá þess- um hjónum því þau vora í önnum. Bamið var alltaf ergilegt þegar ég ætlaði að fara svo mér dvaldist lengur í þessu húsi en mér hugnaðist í raun. Það er þó ekki alltaf augljóst eða skýrt því sjálfið eða „ég“ kann þá list að dulbúa sig í ótrúlegustu gervi. Snilld þess felst í því að vera áberandi en svo vel falið að þú „sérð ekki skóg- inn fyrir trjánum". Draumar þínir snúast um sjálfið, langanir þess og þrár. í báðum draumunum sem eru eins og einþátt- ungar kemur það fram sem bam og leikur aðalhlutverkið. Sá fyrri gefur í skyn að sjálfið (þú) sé á vissan hátt einmana og sú kennd sé ásköpuð vegna trega gagnvart því að halda áfram göngunni fram um veg en fest- ast í „nostalgíu“-þönkum um að allt hafi verið svo gott hér áður (vinir, kunningjar og umhverfi). Síðari hluti draumsins gefur þó í skyn að þú látir brátt af slíkri vitleysu enda ekki eftir neinu að slægjast á þeim bæ. Seinni draumurinn er svo raun- gerving á þeim fyrri og sýnir „hvar hundurinn liggur grafinn“ og hvernig þú lýkur sýningunni. ,Nóru“ dreymdi Ráðning Mér fannst ég vera á gangi með 1-2 ára bam í kerra, barnið hafði ég fund- ið einhversstaðar. Daginn langan Af þeim táknum sem draumurinn leikur með á draumasviðinu er „sjálf- ið“ oftast inni og virkt í leik sínum. * Þeir lesendur sem vilja fá drauma sínn birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardcgi og ári ásamt heimilisfangi og dulncfni til birt- ingar tU: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík cða á heimasíðu Draumalandsins http://www.drcamland.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.