Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 44
i4 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 VIKU ini/ MORGUNBLAÐIÐ L\) l\ Skiptar skoðanir um hvort farsímanotkun geti verið ógnun við heilsu fólks Upplýsingar skortir Bresk farsímafyrirtæki gagnrýnd fyrir að beina auglýsingum sínum að börnum og ungmennum Associated Press Upplýsingar skortir um eitt helsta boðtæki upplýsingabyltingarinnar. Lundúnum. Reuters. The Daily Telegraph. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um hugsanleg áhrif notkunar far- síma á heilsu fólks og sýnist sitt hverjum. Ekki er að undra að al- menningur sé heldur ráðvilltur í þessum efnum; vísindamenn greinir einfaldlega á um hvort hér ræði um raunverulega ógnun. Fram til þessa hafa ekki verið lagðar fram óhrekjanlegar niður- stöður í þá veru að GSM-símar geti kallað fram æxli í heila og önnur veikindi en rannsóknir hafa leitt í ljós að vera kunni að svo sé. Þá telja sumir vísindamenn að þessi búnaður geti, sökum geislunar, or- sakað minnistap, höfuðverki og krabbamein. Á dögunum voru tvær greinar birtar í læknatímaritinu The Lancet þar sem lagðar voru fram ólíkar niðurstöður rannsókna á áhrifum GSM-síma. Hættan mest í umferðinni Dr. Kenneth Rothman, sem starfar við Epidemiology Resourc- es Inc. í Boston í Bandaríkjunum, segir er að enn sé ekki komin nægileg reynsla á notkun GSM- síma til að unnt sé að kveða upp dóm um hugsanleg áhrif þeirra á heilsu notenda. Hann telur hins vegar að sjálf notkunin feli í sér hættu þar eð líkur á slysum aukist til mikilla muna. Að sögn hans hafa rannsóknir leitt í ljós að þeir sem lengst ganga í notkun GSM-síma eru meira en tvöfalt líklegri til að farast í bílslysi en þeir sem nota þennan búnað sparlega. „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum handbærar er Ijóst að aðalógnunin við heilsu almennings er fólgin í árekstrum í umferðinni,“ segir dr. Rothman. Jafnvel þó að vísinda- menn sýni fram á tengsl notkunar GSM-síma og krabbameins í heila kveðst hann þeirrar skoðunar að hættan á óhöppum í umferðinni verði ávallt meiri. Ahrif geislunar á efni í heila Gerard Hyland, lífeðlisfræðingur, sem starfar við Warwick-háskóla í Bretlandi og Alþjóðlegu lífeðlis- fræðistofnunina í Neuss-Holzheim í Þýskalandi, er á öndverðri skoðun. Hann telur að GSM-símar geti hafi áhrif á heilsu manna á þann veg að bylgjur þær sem þeir gefa frá sér geti verið skaðlegar með ýmsu móti Vísindamenn greinir á um hvort farsímar geti verið ógnun við heilsu manna en almennt sýn- ist ríkja sátt um að upp- lýsingar skorti um hugs- anleg áhrif búnaðarins. og haft áhrif á líkamsstarfsemina. Áhrif geislunar á dópamín í heilan- um geti framkallað höfuðverki og komið hafi í ljós að svefntruflanir standi í samhengi við áhrif geislun- ar á melatónín í heila. Hann telur hins vegar að erfitt kunni að reyn- ast að færa fram óyggjandi gögn þessu til staðfestingar einkum sök- um þess að menn virðist vera mis- næmir fyrir þessum áhrifum. Vísbendingar, ekki sannanir Dr. Philip Dendy, fyrrum yfir- læknir við Addenbrookes-sjúkra- húsið í Cambridge á Englandi skrifar fylgigrein með vísindagrein- unum tveimur í The Lancet. „Fram hafa komið vísbendingar sem vissu- lega krefjast þess að þeim sé veitt athygli en þær geta ekki talist tæmandi sönnunargögn," sagði hann í viðtali við Reuters-frétta- stofuna. „Það er ekki til algildur mælikvarði á öryggi. Kjarni máls- ins er sá að enn er ekki nógu mikið vitað um þær hættur sem kunna að fylgja notkun GSM-síma.“ Viðvörun í Bretlandi Sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda á Bretlandi að framvegis skuli við- vörun fylgja með hverjum þeim GSM-síma sem seldur er þar í landi er í anda þessarar niðurstöðu dr. Philips Dendy. Líklegt er talið að þessi viðvörun verði í formi sérstaks bæklings sem framvegis muni fylgja með hveij- um nýjum farsíma sem seldur er í Bretlandi. Stefnt hafði verið að því að bæklingur þessi yrði tilbúinn áð- ur en jólaverslunin mikla ríður yfir af fullum þunga en ljóst er nú að það verður ekki fyrr en á næsta ári. í yfirlýsingu sem heilbrigðis- ráðuneyti Bretlands birti í vikunni sagði: „Sá ótti er enn til staðar að notkun GSM-síma geti haft skaðleg áhrif.“ Börn og farsímar í bæklingnum verður vakin at- hygli á því að fullnægjandi upp- lýsingar skorti um langtímaáhrif notkunar GSM-síma og verður sér- staklega vísað til þess að hún geti ógnað heilsu bama. I framhaldi af þessu var deilt á farsímafyrirtæki í Bretlanai í vikunni fyrir að beina auglýsingum sínum að börnum og unglingum. Sir William Stewart, fyrrum yfirvísindaráðgjafi ríkis- stjórnar Bretlands, sagði söluað- ferðir sumra fyrirtækja áhyggju- efni þegar börn og ungmenni væru annars vegar. Sir William fór fyrir opinberri nefnd sem rannsakaði farsíma og áhrif þeirra á heilsu fólks á þessu ári. Niðurstaðan var sú að engar sannanir væru fyrir því að notkun þess háttar búnaðar gæti haft áhrif á heilbrigði viðkomandi. Hins vegar ráðlagði nefndin að börn notuðu farsíma aðeins í neyðartilvikum þar sem óþroskaðir heilar þeirra kynnu að vera næmari fyrir skaðlegum áhrifum en þegar um fullorðna væri að ræða. Dr. Gerard Hyland tók undir þetta á miðvikudag er hann sagði að börn undir 18 ára aldri væru í meiri hættu en aðrir þegar farsímanotkun væri annars vegar sökum þess að ónæmiskerfi þeirra réði síður við áreitið. „Við vitum að geislun hefur áhrif á heilastarfsem- ina og að börn eru sérstaklega næm fyrir henni. Þau áhrif sem ör- bylgjur úr farsíma hafa minna um sumt á truflanir í útvarpstæki. Bylgjumar hafa áhrif á stöðugleika frumna í líkamanum. Áhrifin eru mest á taugarnar og valda höfuð- verkjum, minnisleysi og svefntrufl- unum. Ef farsímar væru fæðuteg- und væri einfaldlega ekki leyft að selja hana vegna þeirrar óvissu sem ríkir um hvort óhætt er að nota þá.“ TENGLAR The Lancet www.theiancet.com Fréttasíða breska heilbrigðisráðu- neytisins: www.doh.gov.uk/ newsdesk/lndex.html Umfjöllun tímaritsins New Scientist um farsíma: www.newscientist.com Skýrsla óháðrar rannsóknarnefnd- ar:www.iegmp.org.uk/ Umfangsmikil könnun stendur yfír í Bretlandi á viðhorfum fólks til vísinda s Ottast misnotkun erfða- Caritas á íslandi Styrktartónleikar vegna krabbameinssjúkra barna í Kristskirkju, Landakoti sunnudaginn 3. desember kl. 16.30 Á efnisskrá eru verk eftir: T. Albinoni, Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Cantus Diversi, J. Eccard, Zoltan Kodaly, Orlando di Lasso, Maria Theresia von Paradis, Frans Schubert, Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sigurbjörnsson. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir, sópran, Gunnar Kvaran, sellóleikari, Daði Kolbeinsson, óbóleikari, Úlrik Ólason, orgelleikari, Vox Feminae, kvennakór. Margrét J. Pálmadóttir, stjórnandi. fræðilegra upplýsinga Reuters Almenningur á Bretlandi telur raunverulega hættu á því að erfða- fræðilegar upplýsingar verði misnotaðar og eru tryggingafélög sér- staklega nefnd til sögunnar. The Daily Telegraph. EINN af hverjum þrem Bretum telur að erfðafræði sé ósiðleg og Qölmargir hafa áhyggjur af því að upplýsingar um erfðalykla (DNA) verði misnotaðar af tryggingafélögum. Kemur þetta fram 1 niðurstöðum könnunar sem ráðgjafanefnd bresku ríkis- stjórnarinnar (Human Genetics Commission) hefur birt. Þá kom einnig fram í könnun- inni að 70% aðspurðra fannst þau hafa fengið of lítið af upp- lýsingum um stjórnun á þróun lífvísinda og svipað hlutfall kvaðst hafa litla sem enga trú á því að reglum og reglugerðum yndi fram með sama hraða og vísindalegri þróun. Formaður ráðgjafanefndar- innar sagði: „Fólk áttar sig á því að framfarir í erfðafræði mannsins munu hafa mikil áhrif á líf okkar. En við erum flest kvíðin og óviss um hvert tæknin kann að stefna og þau hugsan- Iegu vandamál er kunna að koma upp varðandi verndun einkalífs og þagnarskyldu." Ósammála aðgangi tryggingafélaga Ráðgjafarnir eru að kanna viðhorf almennings til notkunar erfðafræðilegra upplýsinga. Um- ræðuplagg þeirra var birt í byrjun vikunnar og er þetta hluti af víðtækri athugun á við- horfi fólks til vísinda. I könnuninni kom líka fram, að 90% aðspurðra telja að þróun í erfðafræði muni leiða til þess að Iækning finnist við mörgum sjúkdómum. En töluvert stór minnihluti, 30%, telur að með erfðafræðirannsóknum sé verið að „grípa fram í fyrir náttúr- unni“ og því séu þær siðleysi. Sjötíu og sex af hundraði að- spurðra voru ekki sammála því að tryggingafélög ættu að hafa aðgang að niðurstöðum erfða- rannsókna, sem sýna fram á hverjum sé hætt við sjúkdómum, til þess að geta ákveðið hvort ið- gjöld skuli hækkuð eða lækkuð. Þá kom fram skýr andstaða við að erfðaupplýsingar væru notaðar til þess að athuga hvort starfsfólk væri líklegt til að veikjast oft eða fara snemma á eftirlaun (71-72% voru andvíg). Aftur á móti voru 64-70% fylgj- andi notkun slíkra upplýsinga til þess að athuga hvort starfsfólk væri viðkvæmt fyrir einhveiju, eins og til dæmis efnablöndum, á vinnustað. TENGLAR Human Genetics Commission: www.hgc.gov.uk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.