Morgunblaðið - 02.12.2000, Page 56

Morgunblaðið - 02.12.2000, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ . 56 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 MINNINGAR ► + Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Grænatúni 18, Kópavogi, fyrrv. bóndi á Víðivöllum, lést fimmtudaginn 30. nóvember. Gísli Sigurðsson, Kristján Sigurðsson, Lilja Sigurðardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Jai Ramdin. Bjami Kristjánsson, Karl M. Krístjánsson, Halldór Kristjánsson, Kristrún Kristjánsdóttir, Valdimar Kristjánsson, Unnur Jónsdóttir, Helga Einarsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Axel Snorrason, Brenda Kristjánsson, Guðmundur Kristjánsson, Jónína B. Olsen. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGMARS HJÁLMTÝS JÓNSSONAR, sem lést í Bergen, Noregi, þriðjudaginn 21.nóvember sl., fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 5. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Már Sigmarsson, Margrét Ragna Kristinsdóttir, Stefnir Öm Sigmarsson, Valdís Eyjólfsdóttir, Sævar Þór Sigmarsson og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG ÓLAFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Hokinsdal í Arnarfirði, til heimilis í Háagerði 43, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 30. nóv- ember. ................ - Útförin auglýst síðar. Guðríður Kristinsdóttir, Kristinn Kristinsson, Elínborg Kristjánsdóttir, Lilja Kristinsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR GÍSLASON, Grundargerði 12, Reykjavík, lést af slysförum fimmtudaginn 30. nóvem- ber. Kristín Sveinsdóttir, Gísii Pétur Gunnarsson, Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir, Lára Lilja Gunnarsdóttir, Bjarni Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir minn og sonur okkar, bróðir og barnabarn, BENEDIKT ODDSSON, Greniteig 36, Keflavík, lést af slysförum fimmtudaginn 30. nóvember sl. Aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, HALLDÓRS JÚLÍUSAR MAGNÚSSONAR bifreiðastjóra, Borgarbraut 65, Borgarnesi. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Halldórsdóttir, Jónasína Halldórsdóttir. HALLDOR ÁGÚSTSSON + Halldér Ágústs- son fæddist 29. júlf 1924. Hann lést á heimili sínu 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Elías Ágúst Hálfdánarson, f. 1. ágúst 1894, d. 13. október 1968, bóndi á Hesti í Hestfirði og síðar Eyri í Seyð- isfirði og kona hans Rannveig Rögn- valdsdóttir hús- freyja, f. 10. ágúst 1884, d. 31. janúar 1981. Systkini Halldórs eru Ein- ar Ágústsson, f. 15. apríl 1923, og Sigurborg Ágústsdóttir, f. 7. febrúar 1926. Hálfbróðir Hall- dórs í föðurætt var Friðgeir Ágústsson, f. 10. apríl 1918, d. 19. nóvember 1998. Fóstursystir Hall- dórs er Halldóra Ólafsdóttir f. 5. júní 1928 Halldór fæddist á Hesti í Hestfirði, en fluttist ungur með foreldrum sfnum yfir í næsta fjörð til Eyrar þar sem hann bjó æ sfðan. Þar ólst hann upp við hefðbundin sveitastörf þess tíma og eftir lát föður síns tók hann alfarið við búinu. Útför Halldórs fer fram frá Eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. í örfáum orðum langar mig að minnast móðurbróður míns, Hall- dórs Ágústssonar, bónda á Eyri í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp. Eyri á stóran sess í hjarta mínu, og tengist Dóri frændi óneitanlega minningu minni um Eyri. Sú minn- ing er ljúf. Varla hefur liðið það sumar að ég hafi ekki heimsótt Dóra á Eyri. Ég var ekki há í loftinu er Dóri trónaði á toppnum sem minn upp- áhalds frændi. Ég minnist frænda míns fyrst og fremst fyrir hvað hann var kátur og skemmtilegur maður er ég sem barn og ungling- ur var svo heppin að fá að dveljast öll sumur á Eyri. Óhætt er að segja að Dóri hafi lifað tímana tvenna. Frá því að búa í fjölmennum firði, á einni fjár- stærstu jörð Vestfjarða, yfir í að búa hin síðari ár einn í firðinum á fjárlausri jörð. Það setti mark sitt á þrek hans er hann veiktist af sykursýki, sem síðar átti stóran þátt í því að hann lagði niður búskap. Aldrei var Dóri fullsáttur við þá breytni að bregða búi. íslenskur landbúnaður var honum hugleikinn og átti hann erf- itt með að sætta sig við þær við- horfsbreytingar sem landbúnaður- inn og sveitasamfélagið almennt hefur gengið í gegnum. Dóri frændi bjó yfir miklum fróðleik og hafði mikinn áhuga á bókalestri. Mér er sérstaklega minnisstætt hve minni hans var gott er ég vann að lokaverkefni mínu við Háskól- ann varðandi örnefni og breytt mannvistarlandslag í Súðavíkur- hreppi. Þá kynntist ég ennþá betur hve nátengdur hann var jörð sinni. Hann þekkti þar hverja þúfu og allar sögurnar á bak við þær. Er ekki laust við að sú hugsun læðist að huga manns hve mikill fróðleik- ur, reynsla og vitneskja hverfur með genginni kynslóð. Eftir að synir mínir komu til sögunnar var það áfram fastur lið- ur í sumarkomunni að fara vestur og heimsækja Dóra frænda á Eyri. Dóri sýndi sonum mínum ræktar- semi og það hefur verið gefandi að fylgjast með því hvað þeir hafa tengst staðnum. Fyrir þeim, sem og mér, var Dóri frændi órjúfan- legur hlekkur við Eyri. Ég vil þakka frænda mínum fyr- ir allar ljúfu minningarnar og óska sálu hans blessunar á nýjum leið- um. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Rannveig. Þá hefur þú kvatt þessa tilvist Dóri minn. Mig langar að þakka þér samverustundirnar sem voru alltof fáar. Þegar ég var strákur og þvældist fyrir þér, - ötulum bónda á Eyri, - varst þú mér góður og man ég vel glaðvært bros þitt þeg- ar spurningum mínum um hitt og þetta ætlaði aldrei að linna. Og svo liðu árin. Vegalengdir og hvunndagsannir komu í veg fyrir að fundum okkar gat borið saman. En þá greip almættið inní. Óveður ætlaði útí sjó með blessaða kirkjuna okkar á Eyri. Það varð að sjálfsögðu að stöðva. Þú og við, nokkur systkinabörn þín, fórum að endurbyggja þessa merku bygg- ingu sem fyrir löngu var komin á húsminjaskrá Hófust þá kynni okk- ar að nýju eftir aldarfjórðungshlé. Sumar eftir sumar kom ég til þín og smátt og smátt tók kirkjan að klæðast þeim skrúða sem hún eitt sinn bar svo glæsilega og átti fylli- lega skilið. Því fór fjarri að þú værir alltaf dús við ráðsmennsku okkar borgarbarnanna en með gaman- seminni gerðir þú alltaf gott úr öllu. Mínar bestu stundir á Eyri voru við stofuborðið þar sem þú sast við endann og við ræddum um heima og geima. Aldrei fórst þú í launkofa með skoðanir þínar og aldrei varð þér orða vant. Viðhorf þín voru rótföst í hinni harðbýlu ís- firsku sveit. Ég sá hlutina sem von- legt var öðrum augum. Sjötíu vetur við ísafjarðardjúp búa til mæli- kvarða á menn og málefni sem strákur að sunnan kann ekkert á. Ég fór alltaf ríkari aftur suður eft- ir dvölina hjá þér. Fyrir þetta vil ég þakka þér frændi kær. Ég mun alltaf minnast þín, - með kankvísan svip og glettni í augum. Far vel á fund þinna forfeðra og ástvina. Ásgeir Friðgeirsson. Kallið kemur á hvaða tíma sem er, kveðjustundin er óumflýjanleg og stundum án fyrirvara. Ég set þessi orð á blað sem kveðju til frænda míns Halldórs Ágústssonar bónda frá Eyri í Seyðisfirði. Sem barn var ég í sveit að Eyri í Seyðisfirði hjá frændfólki mínu Rannveigu afasystur, Ágústi ömmubróður mínum og Dóra sem nú er kvaddur. Annað heimilsfólk var Dóra ( Halldóra Ólafsdóttir) og Bogga (Sigurborg Ágústdóttir) og Guðmundur Halldórsson vinnu- maður á Eyri. Heimilið var mannmargt þessi ár, 1953-1955, sem ég var á Eyri. Það voru góðar stundir og margs er að minnast. Algengt var að við værum saman þrír til fimm krakk- ar og að auki barnabörn yfir sum- artímann og allir höfðu nóg fyrir stafni. Sérstaklega lærdómsríkt var að kynnast mjög gömlu búskaparlagi sem Ágúst viðhafði. Til að nefna dæmi voru öll tún nema Traðirnar slegin með orfi og ljá. Fyrir kom að tað væri malað í kvörn og því ausið á afmarkað þúfnatún sem einnig var slegið. Mjög mikil vinna var við hey- skap þar sem á fjalli var talið 1200 fjár, þar af 100 sauðir. Sennilega var þar um síðasta sauðabúskap að ræða á íslandi í einhverjum veru- legum mæli. Þá voru einnig þrjár til fjórar kýr í fjósi og einnig nokkrir hestar því baggar voru fluttir frá Uppsölum, ættarjörð undirritaðs, á hestum eftir slóða í fjörunni. Dóri var verkstjóri búsins og annaðist allan vélakost. Má þar nefna að ein sláttuvél var á bæn- um, dráttarvél, ljósavél og trillu- báturinn Hvítingur. Dóri var mjög laginn við þessar vélar sem voru vandasamar í með- förum í samanburði við það sem þekkist nú á tímum varðandi um- gengni við vélar. Frændrækni og uppeldishlut- verk gagnvart okkur krökkunum var einstök. Þess var gætt að við öll værum vel haldin, ekki gert upp á milli okkar, verkum skipt jafnt og þó strangt væri haldið að okkur vinnu þá fékk sérhver umbun. Það þurfti ekki að hvetja til hróss eða að beita aga, það var gert eftir því sem við átti. Þegar við ræddum saman síðast við frændi minn Halldór Ágústsson vildi hann ekki gera mikið úr þessu frekar en öðru en samþykkti þó að allir þeir sem voru í sveit á Eyri hafi komst vel til manns og verið til gagns í þjóðfélaginu. Halldór hafði mjög ákveðnar skoðanir á málum almennt. Honum þótti að við alþingismenn værum ekki sérlega sterkir að geta ekki komið því í kring að leggja raf- magn að Eyri, og margt af því sem landsmenn almennt eru að aðhaf- ast óráðsía og vitleysa. Dóra fannst kvótakerfið eins og það er í framkvæmd vera ólög svo var um margar aðgerðir og fram- kvæmdir sem honum þótti ekki mikið til um. Frænda mínum varð að ósk sinni að þurfa ekki að yfirgefa Eyri. Hann hafði þó samþykkt að vera á ísafirði í vetur, hafði gert til þess ráðstafanir og var að undirbúa sig þegar kallið kom. Ég þakka vinsemdina og góðar móttökur þau skipti sem ég kom að Eyri á liðnum árum. Far þú í friði frændi, þakka þér og þínum. Éyrir hönd fjölmargra í fjöl- skyldunni og þeirra sem voru í sveit á Eyri. Gísli S. Einarsson. Vér biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd. I nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma þín göfga minning okkur heilög er. (GEW) Elsku Dóri frændi, við viljum þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við fengum að eiga með þér, Káti og Vasa á Eyri. Við ætlum áfram að biðja mömmu að fara með okkur til Éyrar og skul- um við hugsa um Eyrina fyrir þig. Arnúlfur og Hallþór Jökull. Mig langar hér í örfáum orðum aðminnast frænda míns Halldórs Ágústssonar bónda á Eyri. Fyrsta skiptið sem ég man eftir mér á Eyri var ég 10 ára gömul. Ég lærði þar strax hjá Dóra að gras væri ekki bara gras heldur hefði það fjölda nafna. Þá var hey- skapurinn í fullum gangi og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að raka gras, þarna var nóg af heyi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.