Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 02.12.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ 1 UMRÆÐAN Oðruvísi mér áður brá UNGLIÐARNIR í Sj álfstæðisflokknum voru duglegir við það fyrir nokkrum árum að leggja til að Húsnæðis- stofnun yrði lögð niður. Hún var of dýr í rekstri að þeirra mati. Þeim fannst að bankamir gætu vel séð um lán- veitingar til húsnæðis- mála. Húsnæðisstofnun hefur verið lögð niður og ný stofnun sett á fót í staðinn með fleira starfsfólki og 100 millj- ónum króna dýrari í rekstri en þá heyrist ekki múkk í ungliðun- um. Þeir eru reyndar sumir eitthvað eldri og sjá hlutina kannski í öðru ljósi en ætli skýringin liggi ekki frek- ar í stjómarmynstrinu; helminga- skiptastjóm íhakls og framsóknar. Þetta sýnir hins vegar að ekki er hægt að taka stuttbuxnadeildina í Sjálfstæðisflokknum mjög alvarlega. Ef þeir væra samkvæmir sjálfum sér myndu þeir gagnrýna það harkalega að með því að stofna íbúðalánasjóð í stað Húsnæðisstofnunar jókst árleg- ur rekstrarkostnaður um 100 miHjón- ir króna samkvæmt úttekt Ríkisend- urskoðunar auk þess sem syipaðri fjárhæð var varið til að stofna íbúða- lánasjóð. Heildarkostnaður við þessa aðgerð félagsmálaráðherra er því l£k- lega um 300 milíjónir króna á rúmum tveimur áram. Lái mér hver sem vill að furðast þögnina sem ríkir í þessum herbúðum. Stórhækkuð laun yfirmanna Hver var svo þörfín fyrir að skipta Húsnæðisstofnun út fyrir íbúðalána- sjóð? Svarið er auðvitað að það var engin þörf á því. Félagsmálaráðherra vai’ð hins vegar að fara þessa leið til að koma sínum mönnum að í einni undirstofnun sinni. Stjómendur Hús- næðisstofnunar vora ráðherra nefni- lega ekki að skapi og því var í lagi að greiða þeim biðlaun í heilt ár til að losna við þá. En afrek ráðherrans vora fleiri. Hann var svo ánægður með störf þeirra fimm einstaklinga sem hann skipaði í undirbúnings- nefnd fyiir stofnun Ibúðalánasjóðs að hann skipaði þá einnig í stjóm sjóðs- ins og hækkaði laun þeirra um 60% frá því sem laun stjóm- armanna í Húsnæðis- málastjórn höfðu verið. Þetta var eitt af þvi sem Ríkisendurskoðun sýndi fram á í úttekt sinni á rekstri sjóðsins. Yfirmönnum hjá íbúða- lánasjóði var einnig fjölgað samanborið við fjölda yfirmanna hjá Húsnæðisstofnun þrátt fyrir að verkefnum fækkaði. Laun yfir- stjómenda vora hækk- uð sem nam rúmlega fimmtungi. En þrátt fyrir fjölgun yfirmanna og stórhækkuð laun hefur íbúðalánasjóður nú kallað til sérstaka ráðgjafa til að yfirfara rekstur sjóðsins frá granni og það innan við tveimur áram frá stofnun. Eitthvað virðist í ólagi. Húsnæðismál * Ostjórnin í lánamálum og efnahagsmálum, segir Rannveig Guð- mundsdóttir, bitnar á fjölskyldunum með al- varlegum afleiðingum. Ef hið opinbera húsnæðislánakerfi og kostnaðurinn við það er skoðaður í stóra samhengi vekur auðvitað furðu hvemig núverandi félagsmálaráð- herra hefur haldið á þeim málum. Allt sem gat farið úrskeiðis við stofnun íbúðalánasjóðs fór úrskeiðis. Afstaða samráðherra félagsmálaráðherra í ríldssjórninni er þó líklega enn und- arlegri. Á sama tíma og fjármagn til menntamála er skorið við nögl, ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar era látnir sitja eftir samanborið viðlaunaþróun og fjárskortur háir starfsemi sjúkra- húsa - svo eitthvað sé nefnt - er í lagi að eyða 100 miHjónum króna á ári í breytingar á lánakerfi að því er virð- ist breytinganna vegna. Að ekki sé minnst á þær 100 miHjónir sem það kostaði ríkissjóð að stofna íbúðalána- sjóð. Era þá ónefndar til sögu alvar- legar afleiðingar sem lokun félags- lega húsnæðiskerfisins hefur haft í för með sér. Þegar betur er að gáð er líklegt að þetta skýrist allt með af- stöðu ungliðanna í Sjálfstæðisflokkn- um. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins era alveg eins því þegar hentar má braðla. Aukning útlána gagnrýnd Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hef- ur harðlega gagnrýnt lánastofnanir fyrir 26% árlega aukningu útlána síð- astliðin tvö ár en það er rúmlega helmingi meiri aukning en næstu tvö ár á undan. Þessi gagnrýni á í hæsta máta við um íbúðalánasjóð þar sem aukning útlána hefur verið af sömu stærðargráðu. Auk þess er íbúða- lánasjóður nú í raun farinn að veita eyðslulán þar sem afnumin var í upp- hafi þessa árs reglugerð um að láns- fjárhæð taki mið af mismun á seldri íbúð og keyptri þegar um íbúðaskipti er að ræða. íbúðalánasjóður rýmkaði greiðslumat veralega í ársbyrjun 1999. Bankarnir fylgdu í kjölfarið og notuðu greiðslumatið sem Ibúðalána- sjóður gaf út því þeir héldu að eitt- hvert vit væri í greiðslumati sjóðsins. Þegar í óefni er komið er svo gripið til þess að breyta greiðslumati í átt til fyrra horfs. En í upphafi skyldi end- inn skoða, ekki þegar skaðinn er skeður. Óstjómin i lánamálunum eins og í efnahagsmálunum bitnar á fjöl- skyldunum í landinu með alvarlegum afleiðingum. Undan þeirri ábyrgð fær Sjálfstæðisflokkurinn ekki vikist. Allt er þetta mál ein samfelld sorg- arsaga sem ber vott um fullkomið ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar. Það mistókst að draga úr kostnaði við húsnæðiskerfið. Breytingamar hafa þegar kostað skattborgarana um 300 milljónir króna. Þær höfðu aftur á móti umtalsverð önnur áhrif. í þess- um greinaflokki hefur það verið dreg- ið fram að breytingamar áttu sinn þátt í hækkun verðs fasteigna á markaði, hækkun fasteignagjalda, lækkun vaxta- og bamabóta, löngum biðlistum eftir leigmbúðum auk þess að vera umtalsverður orsakavaldur að þenslu og aukinni verðbólgu. Þróun mála staðfestir að þama vora gerð herfileg mistök sem Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur bera fulla ábyrgð á. Höfundur er þingmaður Sam■ fylkingarinnar. Rannveig Guðmundsdóttir Aðventusöfnun fyrir krabbameinssjiík börn AÐVENTAN geng- ur nú í garð. Á aðventu og jólum gefst okkur tækifæri til að staldra við og líta í kringum okkur og hugleiða hvort við höfum gengið göt- una til góðs og hugleiða hvernig heimurinn í kringum okkur lítur út. Margir hafa látið þau orð falla að aðventu- og jólahátíðin sé einungis hátíð kaupmanna nú orðið. Allur hugblær sé farinn af þessari mestu hátíð mannanna og ein- ungis sé hugsað að braðla sem mest og eyða stórfé til einskis nýtra hluta. Það er að vísu rétt að miklir fjármunir skipta um hendur í jólaundirbúningi jólahátíðarinnar. Hvað sem þessum gagnrýnisröddutn líður er það víst að aðventan og jólin era okkur mikils virði. Við hlökkum flest til jólanna þó að við látum það ekki jafn opinskátt uppi og bömin. Og víst er að fáir era þeir sem vildu vera án þessara hátíð- ar. Á jólunum færamst við nær hvert öðra. Hugurinn mildast og við látum sundurlyndi hins daglega lífs lönd og leið. Er þetta ekki nokkurs virði? Svari hver fyrir sig. Á aðventu og jólum er kjörið tæki- færi að hlúa að því góða í hugarheimi okkar. Það er hægt að gera með því að við leggjum okkar af mörk- um hvert og eitt tii að lina þjáningar fólks sem stendur höllum fæti í lífsbaráttunni. Við þurfum ekki að leita langt yfii- skammt að sjúkum eða þurfandi sem við getum lagt lið. Þörf okkar flestra fyrir samhjálp er sterk. í hávaðasömu og hörðu þjóðfélagi er oft erfitt að finna henni farveg. Á komandi aðventu hefur Caritas ísland (hjálp- arstofnun kaþólsku kirkjunnar) ákveðið að verja sinni ár- legu aðventusöfnun til krabbameins- sjúkra bama. Flestir hafa kynnst þessum illvíga sjúkdómi beint eða óbeint en átakanlegast er að horfa upp á böm og ungt fólk berjast við hann. Vandamálin sem krabbameins- sjúk böm og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir þegar verið er að berjast við þennan sjúkdóm era óbærileg og oft ríkh- mikill ótti um hver hefur betur. Þessu fylgja félags- leg og sálræn vandamál. Illu heilli bætast oft ofan á þetta óbærileg fjár- hagsleg vandamál þessara fjöl- skyldna. Caritas íslands efnir til styrktar- Caritas * Caritas Island, segir Sigríður Ingvarsdóttir, efnir til styrktartónleika í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 3. desember. tónleika í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 3. desember kl. 16.30 þar sem landskunnir listamenn koma fiam og gefa vinnu sina. Má þar nefna kór- inn „Vox Feminae“ sem nýlega hlaut silfui’verðlaun í tónlistarkeppni sem haldin var í Páfagarði. Sama sunnudag verður safnað í öllum kaþólskum ldrkjum. Einnig verða seld jólamerki Caritas í þágu þessa hóps. Söfnunin stendur út aðventuna. Við hvetjum alla sem eru aflögufærir að gefa til söfii- unarinnar. Vertu með! Reikningur Caritas ísland er í íslandsbanka við Lækjargötu nr. 202500. Caritas ísland ámar öllum lands- mönnum ánægjulegrar aðventuhátíð- ar og gleðilegra jóla. Höfundur er formaður Caritas fsland. Sigríður Ingvarsdtíttir 'i LAUGARDAiGUR 2. DESEMBER 2000 63 : Líttu inn á esso.is og skrábu barnib í jólagjafaleik jóla-Bensa! © Olíufélagið hf www.esso.is Heilsulatexdýnur og rafmagnsrúmbotnar Þegar kemur að því að velja rúm eða dýnu eru gæðin, úrvalið og reynslan okkar megin. Iðjuþjálfi veitír ráðgjöf milli kl. 11 og 15 í dag. HEIMSMYNDIR agfa ^ Heimsmyndir Lækjargötu, 5691550 • Heimsmyndir Mjódd, 5691570
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.