Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 288. TBL. 88. ÁKG. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörð átöká Gslzsl- svæðinu Jerúsalem. Reuters, AP. AÐ MINNSTA kosti fimm Palest- ínumenn, þar af fjórir lögreglumenn, biðu bana í átökum við ísraelska her- menn á svæðum Palestínumanna í gær. Palestínsku lögreglumennimir féllu í sjö klukkustunda skotbardaga á Gaza-svæðinu og íbúar svæðisins lýstu honum sem einum af hörðustu bardögunum frá því að átökin hófust fyrir ellefu vikum. ísraelskir hermenn skutu einnig Palestínumann til bana fyrir utan verslun hans í Hebron á Vesturbakk- anum. Læknar sögðu að hann hefði fengið þrjú skot í bringuna. Islömsku samtökin Hamas sögðu að maðurinn hefði verið í skæruliða- hreyfingu þeirra og hermennimir hefðu myrt hann að yfirlögðu ráði. Að minnsta kosti 318 manns hafa nú látið lífið í átökunum, þar af 280 Palestínumenn og ísraelskir arabar. Þingið styður lagabreytingu Blóðsúthellingarnar í gær draga úr líkunum á því að Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, takist að ná friðarsamkomulagi við Palestínu- menn fyrir kosningar til forsætisráð- herraembættisins sem búist er við innan tveggja mánaða. Barak varð fyrir öðm áfalli í gær þegar þing Israels lagði blessun sína yfir fram- varp, sem myndi gera hægrimannin- um Benjamin Netanyahu, fyrrver- andi forsætisráðherra, kleift að bjóða sig fram í forsætisráðherrakjörinu. Þingið þarf að samþykkja framvarp- ið þrisvar til viðbótar til að það verði að lögum. 67 þingmenn af 120 greiddu atkvæði með frumvarpinu, 35 á móti og þrír sátu hjá. Netanyahu er nú vinsælasti stjórn- málamaður Israels ef marka má skoðanakannanir. Samkvæmt nú- gildandi lögum getur hann ekki boðið sig fram til forsætisráðherraembætt- isins þar sem hann á ekki sæti á þinginu nema efnt verði tii þingkosn- inga samhliða forsætisráðherrakjör- inu. A1 Gore ákveður að hætta baráttunni fyrir endurtalningu í Flórída George W. Bush á leið í Hvíta húsið Washington. AP, Reuters. AL GORE, varaforseti Bandaríkj- anna og forsetaefni demókrata, ákvað í gær að hætta baráttunni fyr- ir endurtalningu atkvæða í Flórída og greiða fyrir því að repúblikaninn George W. Bush yrði lýstur 43. for- seti Bandaríkjanna. Gore tók þessa ákvörðun tólf klukkustundum eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað með fimm atkvæðum gegn fjórum að hafna frekari endurtalningu í Flór- ída. Bush fær nú það erfiða verkefni að sameina þjóðina eftir rúmlega fimm vikna deilur demókrata og repúblikana um úrslit kosninganna. Gore hugðist flytja ávarp klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma og tveir af helstu ráðgjöfum hans sögðu að hann myndi tilkynna að hann hefði dregið sig í hlé. „Baráttunni er lok- ið,“ sagði annar ráðgjafanna eftir fund með Gore. „Við erum hættir.“ Bush hugðist flytja ávarp klukkan George W. Bush, ríkis- Demókratar í Tallahassee í Flórída mót- stjóri Texas. mæla niðurstöðu kosninganna. þrjú í nótt og ráðgjafar hans sögðu ar hafa valdið. Einn af helstu ráð- að forgangsverkefni hans væri nú að gjöfum Bush sagði að hann vildi eiga græða þau sár sem kosningadeilum- fund með Gore til að freista þess að Reuters Mikill mannfjöldi safnaðist saman 1 miðborg Belfast til að fagna Bill Clinton Bandaríkjaforseta í gær. sætta demókrata og repúblikana. William Daley, kosningastjóri vara- forsetans, sagði að Gore hefði gefið nefnd, sem hann skipaði til að berj- ast fyrir endurtalningunni, fyrir- mæli um að hætta störfum. Gore hafði krafist endurtalningar í Flórída í von um að vinna upp 537 at- kvæða forystu Bush og hreppa þar með 25 kjörmenn ríkisins, en þeir ráða úrslitum í kosningunum. Að kjörmönnum Flórída meðtöldum fékk Bush alls 271 kjörmann, einum fleiri en nauðsynlegt var, og Gore 267. Kjörmennimir koma saman á mánudaginn kemur til þess að kjósa næsta forseta formlega og atkvæði þeirra verða talin 6. janúar. Bush var í Texas í gær og hafði sig lítið í frammi til að gera Gore kleift að draga sig í hlé með reisn. Dick Cheney, varaforsetaefni repúblik- ana, var í Washington til að ræða myndun næstu stjórnar við Dennis Hastert, forseta fulltrúadeildar þingsins, og fleiri þingmenn. Blökkumenn boða fjöldamótmæli Hastert og fleiri forystumenn repúblikana lögðu áherslu á nauðsyn þess að sætta þjóðina eftir flokka- drætti síðustu fimm vikna. Nokkrir demókratar létu hins vegar í ljósi gremju vegna niðurstöðu hæstarétt- ar Bandaríkjanna. Demókratinn Patrick Leahy, sem á sæti í laga- nefnd öldungadeildarinnar, sagði að meirihluti hæstaréttar hefði greitt „dómstólnum þungt högg með ákvörðunum sem margir Banda- ríkjamenn telja pólitískar fremur en lagalegar“. Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson sagði að Gore ætti ekki að játa sig sigraðan og krafðist rann- sóknar á ásökunum um að þúsund- um blökkumanna hefði verið meinað að greiða atkvæði í Flórída. Hann boðaði „friðsamleg fjöldamótmæli" í borgum Bandaríkjanna á degi Mart- ins Luthers Kings um miðjan janúar. Harðlínumenn gagnrýna friðarumleitanir Clintons Belfast. AP, AFP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lauk viðræðum við stjómmálaleiðtoga Norður-írlands í Belfast í gær en fátt benti til þess að þær hefðu borið veru- legan árangur. Harðlínumenn úr röðum mótmæl- enda gagnrýndu friðaramleitanir forsetans þegar hann heimsótti þinghúsið í Belfast og sökuðu hann um að draga taum kaþólska minnihlutans. Clinton ræddi við David Trimble, forsætisráð- herra heimastjórnar Norður-írlands, Seamus Mallon, æðsta ráðherra kaþólikka í stjórninni, og Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, stjómmála- flokks írska lýðveldishersins (IRA). Hann átti einnig fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Forsetinn lýsti því yfir eftir viðræðumar að Bandaríkjamenn, Bretar og írar myndu herða baráttuna gegn hermdarverkum. Þingmenn stærsta flokks mótmælenda, UUP, fögnuðu Clinton þegar hann kom í aðalsal þing- hússins í Belfast. Þingmenn Lýðræðislega sam- bandsflokksins (DUP), sem er andvígur friðar- samningnum frá 1998, umkringdu hins vegar forsetann og létu í Ijósi óánægju með friðarumleit- anir hans. Sakaður um að kynda undir hermdarverkum Tveir af helstu forystumönnum DUP, Nigel Dodds og Ian Paisley, afhentu Clinton formlegt mótmælabréf. Cedric Wilson, einn af þingmönnum DUP, kvaðst hafa sagt Clinton að hann hefði sýnt hermdarverkamönnum linkind og visaði til þess að 200 liðsmönnum IRA hefur verið sleppt úr fang- elsi og Sinn Fein fengið aðild að heimastjórninni eins og kveðið er á um í friðarsamningnum. „Hann varð frekar æstur og reiður," sagði Wil- son. „Þegar hann gekk í burtu leit hann reiðilega um öxl og sagði: „Þú ert þá að saka mig um að kynda undir hermdarverkum." „vUveg rétt, herra forseti," svaraði ég. Þannig lauk þessu. Engin faðmlög, engir kossar.“ Talsmaður Clintons, P.J. Crowley, sagði að ekki hefði verið búist við neinu tímamótasamkomulagi í viðræðunum. Gore hvetur þjóðina til að sameinast Ráðgjafar varaforsetans sögðu að hann hygðist hringja í Bush, líklega áður en hann flytti ræðuna. Trún- aðarvinur Gore sagði að hann hygð- ist hvetja Bandaríkjamenn til að sameinast á bak við næsta forseta og skora á demókrata og repúblikana að vinna saman í þágu þjóðarinnar. Gore hygðist ekki gagnrýna dómara hæstaréttar en útskýra aftur á móti hvers vegna hann hélt baráttunni áfram í fimm vikur eftir kosningam- ar og árétta að telja bæri sérhvert atkvæði. ■ Rsður úrslitum/46 MORGUNBLAÐH) 14. DESEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.