Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, hefur fundað daglega með starfsfólki ísfélagsins. Starfsfólk ísfélagsins hefur fengið andlegan stuðning frá starfsfólki Rauða krossins og kirkjunnar Margir eiga erfitt með j ólaundirbúninginn Vesimannaeyjum. Morgunblaðið. JÓLAUNDIRBUNINGURINN er erfiður hjá mörgu starfsfólki Is- félagsins í Vestmannaeyjum, en í kjölfar brunans á laugardaginn ríkir mikil óvissa á meðal fólksins um framtíðina. Lóa Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi sálrænnar skyndihjálpar hjá Rauða krossins í Vestmannaeyjum, hefur ásamt sr. Kristjáni Bjömssyni veitt Þakplötur fuku af húsi ísfélagsins ÞAKPLÖTUR fuku af húsi ís- félagsins í Vestmannaeyjum í miklu hvassviðri í gærmorgun. Ekkert tjón varð vegna óhappsins en fljótlega voru vinnumenn fengnir til þess að binda allt lauslegt á svæðinu enda mikið af ýmiss konar drasli þar eftir brunann á laug- ardaginn. Fjöldi fólks er við hreinsun- arstörf í húsnæðinu þessa dag- ana og í gær var unnið að því að saga gat á austurgafl hússins fyrir vörubfi þannig að hægt yrði að aka honum inn og hlaða á hann drasli og auðvelda þann- ig hreinsunarstörf inni í húsinu. fólki andlegan stuðning á þessum erfiðu tímum. Lóa sagði að það væru margir sem ættu erfitt með að undirbúa jólin, þar sem mikið tómarúm hefði mynd- ast í lífi þeirra eftir brunann, samt sagði hún að fólkið hefði í raun sýnt ótrúlega mikinn styrk og að það hefði komið sér mjög á óvart. „Þetta fólk hefur unnið mjög lengi saman og þetta er ofsalega sterkur hópur, þar sem allir styðja mjög vel hvor við annan og það hefur auðveld- að okkar starf,“ sagði Lóa. „Það fólk sem er eitthvað veikt fyrir og hefur kannski áður orðið fyrir einhverjum áföllum er það fólk sem við þurfum að fylgjast með og veita stuðning. Þetta er fólk sem kannski sefur illa og á erfitt með að takast á við dag- legt líf vegna þess að þessi atburður stjómar alfarið lífi þeirra.“ Vandamálin eiga jafnvel eftir að aukast í janúar Lóa sagði að það hefði verið haft samband við hana og sr. Kristján um leið og ákveðið hefði verið að hafa miðstöð fyrir starfsmenn ísfélagsins í Alþýðuhúsinu. Hún sagði að auk þess að ræða við fólkið og veita því stuðning þá benti hún þeim sem ættu hvað erfiðast á að fara til læknis og fá hjálp þar. Hún lagði ríka áherslu á mikilvægi Alþýðuhússins sem mið- stöðvar fólksins. „Það er mjög mikilvægt að fólkið geti komið saman og spjallað og ver- ið í því félagslega umhverfi sem það er dags daglega, því það hefur mynd- ast svo mikið tómarúm og ríkir svo mikil óvissa. Hér er farið í göngutúr á morgnana og sú líkamlega áreynsla hefur mjög góð áhrif þegar manni líður illa sálarlega. Ég held því að þetta starf sem unnið er hér í húsinu skipti öllu máli, fólkið er ekk- ert að gera heima hjá sér, það vantar þetta félagslega að koma saman og fara í vinnuna og þetta kemur í stað- inn fyrir það. Ég held að vandamál þessa fólks eigi jafnvel eftir að aukast í janúar, sérstaklega ef það verður ekki komið í vinnu þá. í janúar þarf fólk að fara að borga VISA-reikningana sína og það er kannski ekkert annað fram- undan en atvinnuleysisbætur." Sterk samkennd Að sögn Lóu eru nokkur tilfelli þar sem hjón unnu hjá ísfélaginu og jafnvel fjölskyldan öll. „Það eru þó nokkur svoleiðis dæmi og eins hafa margar einstæðar mæð- ur aðeins unnið hjá ísfélaginu enda hefur það verið mjög stöðugur vinnustaður og mikið til sama fólkið sem hefur unnið þar um árabil.“ Lóa sagði að þrátt fyrir erfiðleikana væri þetta á heildina litið mjög sterkur hópur. „Þvflíkur styrkur og stuðningur sem það hefur af hvert öðru - þessi sterka samkennd er eitthvað sem maður hefur aldrei upplifað." Um 600 tonn af frystum físki voru í frystigeymslum þegar húsið brann 100 milljóna króna verð- mæti metin SKOÐUNARMENN frá Nýju skoð- unarstofunni og fulltrúi Trygginga- miðstöðvarinnar voru í gær að meta gæði þeirra frystu afurða sem voru í húsnæði Isfélagsins í Vestmannaeyj- um, þegar það brann á laugardaginn. Jón Ólafur Svansson, rekstrarstjóri hjá Isfélaginu, sagði að um væri að ræða 600 tonn af pökkuðum frystum fiski, mest sfld og þorskflökum, og að verðmæti hans væri um 100 miHjónir króna. „Strax á sunnudaginn var fiskur- inn fluttur í frystigáma úti á bryggju alveg óháð því í hvaða ástandi hann var,“ sagði Jón Ólafur. „Núna er ver- ið að fara í gegnum þessa vöru og meta hversu miklu er hægt að bjarga, en það má búast við því að það taki tvær til þrjár vikur að fara í gegnum allan fiskinn." Jón Ólafur sagði að þeim afurðum sem væru í lagi yrði pakkað aftur en þeim sem komist hefðu í snertingu við reyk og sót yrði hent. Það má ekki taka neina áhættu Að sögn Jóns Ólafs verða menn að passa sig á því að vera ekki að taka neina áhættu í þessu, þar sem um matvöru er að ræða. Hann sagði að það væri enginn þrýstingur frá ís- félaginu um að bjarga sem mestu enda hefðu afurðimar verið tryggðar. „Við viljum ekki vera að skemma okkar orðstír á mörkuðunum með því að selja kannski skemmdan fisk.“ Jón Ólafur sagði að þar sem um mikil verðmæti væri að ræða hefði Trygg- ingamiðstöðin ákveðið að láta skoð- unarmenn meta allan fiskinn. Hann sagðist skilja það og treysta skoðun- armönnunum fullkomlega til þess. Um 12 til 15 manns eru að vinna við umpökkunina og aðstoða skoðunar- mennina. Isfólkið hefur fengið 600 þúsund að gjöf STARFSMANNAFÉLAG ísfélags- ins, sem nefnist Isfólkið, hefur fengið samtals um 600 þúsund krónur í gjöf frá ýmsum fyr- irtækjum, en í gær gaf Félag kaup- sýslumanna í Vestmannaeyjum því 300 þúsund krónur og verslunin Vöruval gaf 100 þúsund krónur. Guðný Óskarsdóttir, fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Snótar, sagði að einnig hefði borist 22 þúsunda króna gjöf frá starfs- mönnum íslensku auglýsingastof- unnar í Reykjavík, en starfsmanna- félag þeirra heitir einnig ísfólkið. „Okkur veitir ekkert af því að eiga einhvern pening í janúar," sagði Guðný og lýsti yfir miklu þakklæti fyrir þá góðvild sem fyr- irtæki og einstaklingar hefðu sýnt starfsfólkinu. „Þessar atvinnuleys- isbætur eru nú engin ósköp og duga ekki til þess að borga reikninga." Auk peningagjafanna hefur starfsfólkið fengið ýmsar aðrar gjafir t.d. gaf verslunin 11-11 öllum starfsmönnum hangikjötslæri og konfektkassa. Guðný sagði að um 20 starfs- menn ísfélagsins hefðu ekki látið rokið í gærmorgun neitt á sig fá heldur tekið daginn snemma og farið í gönguferð um bæinn til þess að tæma hugann og auka mat- arlystina. Um klukkan 9.30 um morguninn bauð Skeljungur öllum starfsmönnum ísfélagsins upp á morgunkaffi og með því, randalín- ur, kleinur og piparkökur. Alþýðuhúsið verður opið í janúar Eftir hádegi voru nemendur í skólum bæjarins með tónlistar- atriði i Alþýðuhúsinu ásamt fleirum og sagði Guðný að þetta væri allt liður í því að létta fólki lundina. Þá væri ráðgert að halda jólaball í næstu viku. Að sögn Guðnýjar hefur verið tekin ákvörðun um það að hafa Al- þýðuhúsið opið fyrir starfsfólk fram að jólum og einnig í janúar. „Það voru margir búnir að spyija um það hvort það yrði opið eftir áramót,“ sagði Guðný.„Það er óvist með atvinnu ijanúar, loðnuvertíðin hefst ekki fyrr en í febrúar eða mars og því má búast við því að fólk hafi litið að gera í janúar." Smárakvartettinn frá Akureyn F«st eiogóngu í vershifmœ Penwms Eymunússon Saman í fallegri gjafaöskju: Geisladiskur með 26 lögum og söngbók, þar sem einnig er rakinn ferill Smárakvartettsins. Heimild skortir fyrir greiðslu kauptryggingar Ein milljón króna í sjóð fyrir þá verst LAGAHEIMILD skortir til þess að ísfélag Vestmannaeyja geti greitt starfsmönnum sínum kauptryggingu og fengið fulla endurgreiðslu á henni frá Vinnu- málastofnun. í fréttatilkynningu frá Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja, Verkakvennafélaginu Snót og ísfélaginu er lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa niður- stöðu hins opinbera. Þar sem fallið hefur verið frá greiðslu á kauptryggingu sem hefði haft ákveðinn kostnað í för með sér hefur stjórn ísfélagsins ákveðið að leggja eina milljón króna í sjóð, sem verður í vörslu sóknarprestanna í Vestmanna- eyjum og eru fjármunirnir ætl- aðir til að hjálpa þeim starfs- mönnum í frystihúsi ísfélagsins, sem verst eru staddir. Vildu leita leiða til að fólkið fengi kauptryggingu Verkalýðsfélögin og ísfélagið vildu leita leiða til þess að þeir starfsmenn í frystihúsinu, sem misstu vinnu sína eftir brunann á laugardaginn, gætu fengið bætur samkvæmt kauptryggingar- ákvæðum en ekki atvinnuleysis- settu bætur. „Þar með þyrftu þeir, í viðbót við að fá hærri bætur, ekki að standa í því að skrá sig atvinnulausa nú rétt fyrir hátíð- arnar og í upphafi þeirra hörm- unga sem yfir þá hafa dunið,“ segir í tilkynningunni. „Til að einfalda þennan framgangsmáta og gera hann ódýrari var Isfélag- ið tilbúið til að láta starfsmenn á skrifstofu sinni annast útreikning á kauptryggingunni og greiða hana út. Síðan var reiknað með að full endurgreiðsla á kaup- tryggingunni kæmi frá Vinnu- málastofnun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.