Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 51 bein. En hún sagði þetta allt svo hlý- lega að maður gat ekki annað en brosað og glaðst. Petta sem og svo margt annað kallar fram minningar sem gleðja og hugga á degi sem þessum. Onnur orð sem kalla fram hugljúfar minningar eru orð eins og mannakorn, bænastundir, heim- sóknir, trúmennska, fyrirmynd, sálmar, ljóð, sögur, hlátur og traust. Fyrir þá sem þekkt hafa hana ömmu kalla þessi orð eflaust fram hafsjó minninga sem lifa munu um allan aldur. En amma var leikin með orð, og sjaldan ef nokkurn tímann varð hún orðlaus. En ef einhver orð, öðr- um framar lýsa henni ömmu, þá er þau að fínna í hennar uppáhaldsbók, Biblíunni í Filippíbréfmu 2:3. En þar segh-, „Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður“. Amma mat sannarlega hag barna sinna, barnabarna og svo ótal margra meira en sjálfa sig og lagði sinn vilja svo oft til hliðar til að létta öðrum lífið. Ég og fjölskylda mín vorum í þeim forréttindahópi sem naut þess. En þeir sem nutu þess láns að kynnast henni ömmu hafa mikið misst. Peim votta ég samúð mína og bið góðan Guð að blessa og styrkja. Kristinn P. Birgisson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar. Amma var einn af þessum föstu punktum tilverunnar sem ég reikn- aði aldrei með að breyttust neitt. Amma var ekki nein venjuleg kona. Allt hennar fas og framkoma end- urspeglaði þann sanna lífskraft sem hún hafði meðtekið frá skapara sínu. Amma átti hræsnislausa trú á Guð og Biblían var hennar uppáhalds- bók. Einn af höfundum bókarinnar var Jakob bróðir Jesú og hann sagði meðal annars : „Verðið gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður.“ (Jak 1:22) Þetta vers, eins og reynd- ar alla bókina, tók amma alvarlega. Hvar sem amma kom var hún góður vitnisburður skapara síns og öllum kringumstæðum mætti hún af festu og í staðfastri trú á Drottinn sinn og frelsara. Hún vissi að Guð átti lausn á öllum vanda og hún var óspör á að benda samferðafólki sínu á þann sannleika, án þess að þröngva skoð- un sinni upp á neinn. Oftast benti hún öðrum á verk Guðs með sínu eigin líferni. Þegar ég hugsa til ömmu koma í hug mér orð sem oft- ast eru kennd við heilagan Frans frá Assisi: „Predikaðu látlaust - ef nauðsyn krefur, notaðu orð. “ Amma var lágvaxin og fíngerð í öllum vexti. Þegar ég minnist henn- ar minnist ég hins vegar stórmennis. Það er sagt að lítilmenni geri kröfur til annarra en stórmenni geri kröfur til sjálfra sín. Amma var stórmenni sem gerði miklar kröfur til eigin heiðarleika og lífernis. Allt hennar innlegg í líf barna sinna og barna- barna lituðust af þessum einkenn- um. Ommu var mikið í mun að fólkið hennar kæmi vel fram við aðra og „gætti tignar sinnar" eins og hún sagði svo oft. Það var svo margt gott sem amma kenndi mér og allt mitt persónulega trúarlíf er svo samofið bænastundum og ráðleggingum ömmu. Heimili hennar var alltaf op- ið fyrir alla sem þangað vildu koma. Eins og flestar ömmur átti hún alltaf nýbakaðar jólakökur eða annað góð- gæti fyrir gestina sína, enda fram- úrskarandi gestrisin kona. En það var ekki það sem maður sótti mest í heldur bænirnar hennar. Þær voru ófáar heimsóknir mínar og seinna okkar hjónanna til ömmu til að fá fyrirbænir hennar. Þannig hafa margar af mikilvægustu ákörðunum lífs míns verið teknar eftir bæna- stund hjá ömmu. Þegar ég lít til baka sé ég að amma var leidd af Guði sjálfum þegar hún gaf góð og holl ráð. Ég minnist þess einu sinni sem unglingsdrengur að ég fór í Vesturbergið til ömmu. Eitthvað var ég illa fyrir kallaður og einhver fór „í taugai-nar“ á mér. Amma fyllti eldhúsborðið af kræsingum og sagði eins og svo oft „Kláraðu þetta nú svo að hægt sé að vaska upp.“ Hún hef- ur eflaust séð að eitthvað var að angra mig því hún spurði hvort eitt- hvað væri að. Ég sagði henni hvern- ig mér leið og hún brosti sínu breið- asta og sagði svo: „Ég kann ráð við því. Fylltu bara taugarnar af Jesú og þá kemst ekkert annað fyrir þar. Það geri ég alltaf.“ Guð hefur gefið sínum fylgjendum mörg fyrirheit. Eitt þeirra er að finna í 5. Mós 28:13 og hljóðar svona: „Drottinn mun gjöra þig að höfði og eigi að hala, og þú skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast nið- ur á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, til þess að þú varð- veitir þær og breytir eftir þeim.“ Amma hlýddi orði Guðs og fékk að upplifa uppfyllingu fyrirheitanna. Ömmu skipti vegsemd manna engu máli, hún hafði aðeins áhuga á að þjóna frelsara sínum. Sem slík var hún sannarlega andlegur leiðtogi fjölskyldu sinnar og höfuð á meðal samferðafólks síns. Orð Guðs kennir okkur þetta í Hebreabréfinu: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fýrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og Uk- ið eftir trú þeirra.“ Amma átti trú sem er þess vert að líkja eftir. Reyndar er allt líf hennar þess vert að líkja eftir því. Orð fá ekki lýst hve þakklátur ég er fyrir ömmu og þann arf sem hún skildi eftir í hjarta mínu og fjölskyldu minnar. Sá arfur verð- ur aldrei metinn til fjár, þetta er arf- ur sem hefur eilífðargildi. Nú er amma farin þangað sem hún setti stefnuna sem ung stúlka. Hún hefur “...barist góðu baráttunni, hefur fullnað skeiðið, hefur varðveitt trúna.“ (2 Tím 4:7) Amma átti afar auðvelt með að tjá sig í bundnu máli. Þó að ég standi henni langt að baki í þeim efnum langar mig að kveðja ömmu með þessum orðum: Eg þakka þér minn góði Guð gjöfina sem gafst þú mér í ömmu minni auðævin mér endist ekki öll æfin að telja upp og minnast hér. Staðfóst stóð hún sterk og bein Stína amma og trúin hrein kennt mér hafa lærdóm þann Sem heimur þessi ekki kann að óttast aðeins skaparann. Eg líta vil líf þitt elsku amma líkja eftir þinni trú flytja frelsis boðskap til allra manna fyrirdæmið settir þú fyrirmynd mín hreina og sanna. (T.B) Ég kveð hana ömmu í djúpri virð- ingu og þökk fyrir allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. G. Theodór Birgisson og fjölskylda. Mjólk og jólakaka, að vakna við bænaklið á morgnana og sögur, óteljandi sögur sem áttu við um hvert það atvik sem orðið gat í lífi lítillar stelpu. Allt er þetta svo óend- anlega sterkt tengt við minninguna um ömmu. Amma var alltaf að segja sögur og hún sagði þær á þann hátt að sögusviðið lifnaði við í huga manns og fyrr en varði var maður orðinn þátttakandi í lífi fólksins sem hún sagði frá. Amma var líka alltaf að biðja. Ég man óteljandi morgna þar sem ég vaknaði í ömmu rúmi og heyrði til hennar þar sem hún kraup við gula stólinn sinn frammi í stofu og bað fyrir okkur öllum með nafni. Það var alveg sama hversu snemma maður vaknaði, alltaf var amma komin fram og byrjuð að biðja. Og seinna þegar ég var orðin fullorðin og völundarhús lífsins varð flóknara og auðveldara varð að villast í því var svo gott að vita að bænirnar hennar ömmu vörðuðu leiðina á rétta stefnu. Oft kom ég til ömmu með ýmis málefni sem þurfti að fá úr skorið. Þá sat amma með krosslagða fætur og hlustaði af athygli uns ég hafði lokið máli mínu og sagði svo þessu dýrmætu orð sem ég vissi að báru svarið í sér: við skulum biðja Ella mín. Og í augum ömmu var ekkert eðlilegra því hún vissi af langri reynslu að í bæninni lá svarið við öllum okkar málefnum, hún átti þetta einlæga traust til frelsarans. Amma predikaði fram á síðasta dag, hún gerði það þó oftast ekki í orðum heldur með lífi sínu og því hvernig hún kom fram við fólk. Hún átti óendanlega uppsprettu kærleika og gaf af henni hvar sem hún kom. Hún sagði líka oft: „Það gagnast betur að tala við Guð um þig en að tala við þig um Guð.“ Ég held líka að amma hafi næst- um kunnað Biblíuna utan að. Það var eiginlega sama um hvað maður spurði hún vissi svarið, það sama er að segja um Passíusálmana þá fór hún með við öll tækifæri. Ég minnist morgnanna hjá henni þar sem hún sagði manni sögur úr Biblíunni og andlit hennar ljómaði þegar hún sagði manni frá máttarverkum frels- arans. Amma vissi hvert hún stefndi og þangað hélt hún ótrauð og ekkert hélt aftur af henni þegar hún fylgdi sannfæringu sinni. Þessa arfleifð skilur hún eftir hjá okkur, arfleifð sem aldrei fellur úr gildi. Ein er sú minning sem hefur leit- að á huga minn undanfarna daga. Það var eitt kvöldið í haust að við mamma fórum til ömmu þar sem hún lá veik heima í Vesturberginu. Við sátum þarna við rúmið hennar og spjölluðum við hana og þá bað hún okkur að syngja fyrir sig ein- hverja sálma. Við drógum fram sálmabók okkar hvítsynninga og fórum að syngja gömlu sálmana sem ömmu voru svo kærir. Eftir svolitla stund þurfti mamma eitthvað að bregða sér frá en ég hélt áfram að syngja. Andlitið á ömmu ljómaði þegar hún heyrði þessa sálma sem fjölluðu um Drottin hennar og frels- ara. Það var einn sálmur sem hún lét mig syngja fyrir sig aftur og aftur þetta kvöld. Hann heitir Ég á him- neskan arf og það átti amma svo sannarlega. Viðlagið segir: Ó, hann elskar mig heitt þegar önd mín er þreytt, inn við krossinn ég hugsvölun linn. (Filippía Kristjánsdóttir.) Og þetta kvöld var amma þreytt en hún vissi hvert átti að leita og þegar ég söng þetta viðlag ljómaði hún upp og hvíslaði með mér: inn við krossinn ég hugsvölun finn. Þegar ég lít til baka sé ég að þetta var heil- ög stund og kannski sú stund sem ég kvaddi ömmu hvað best. Síðasta versið í sálminum góða hljóðar svo: Ó, hve gott er að leggja í lausnarans hönd lífið þar til ég heim fara má. Héðan eygi ég dýrðleg og ljómandi lönd, þar er löngun mín uppfyllt og þrá. (Filippía Kristjánsdóttir.) Og fyrir okkur sem sitjum eftir með skarð sem er svo stórt að það verður ekki fyllt og svo djúpan sökn- uð að við vitum ekki hvernig við eig- um að takast á við hann, er svo gott að vita að núna hefur amma litið þessi dýrðlegu og ljómandi lönd. Hún hefur litið auglit frelsara síns sem hún lifði fyrir og Hann hefur sjálfur uppfyllt langanir hennar og þrár. Elsku mamma, frændur mínir og frænkur, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og veita ykkur þann frið sem er æðri öllum skilningi. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt, við sjáumst seinna. Ella og Ketill. Það er erfitt að setjast niður með það markmið að skrifa minningarorð um jafnmerka persónu og tengda- ömmu mína, Kristínu Jónsdóttur. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Stærsti vandinn er að skera niður þar sem svo margt fer um hugann. Kristín var stór karakter í litlum lík- ama. Hún var ein þeirra persóna sem setja mark sitt á samferðafólk sitt með áhrifum sínum. Ég er einn þeirrra sem naut leiðsagnar og fyr- irbæna Kristínar. Okkar samferð spannar 25 ár sem er langur tími af einni mannsævi. Efst eru mér í huga árin eftir 1990 þegar íslenskt efnahagslíf hafði tekið kollsteypu og við tóku hálfgerð kreppuár, alltént hjá okkur hjónun- um þar sem við höfðum misst rekst- ur okkar í gjaldþrot. A þeim tímum var Kristín sem bjargvættur okkar. Ekki með fjármunum heldur því sem miklu dýrmætara er, brosinu sínu breiða, ómældri vináttu og um- hyggju sem hún sýndi í verki með símhringingum og fyrirbænum. Vin- áttan verður nefnilega dýrmætari þegar reynslan kennir manni hvað lífið er fallvalt og veraldlegir hlutir ganga ekki alltaf eins og maður ætl- ar. „Mennirnir áætla en Guð ræð- ur“. Alltaf, hvenær sem var, stóðu dyr hennar opnar til að geta veitt af því sem hún átti mest af, kærleika Krists. Þær voru ófáar ferðirnar okkar hjónanna í Vesturbergið þeg- ar blákaldur veruleikinn þrengdi að huga og önd og uppgjöf var auðveld- asti kosturinn. Nær án undantekn- inga enduðu þær heimsóknir með nýja von og uppörvun í hjarta sem Kristínu einni var lagið að veita. Fyrirbænaþjónusta hennar var ein- stök. Einnig var hún okkur hjón- unum til ómældrar blessunar á fyrstu skrefum trúargöngu okkar. Éndalausum spumingum mínum um Guð og öllu um andleg málefni virtist henni auðvelt að svara og langt út fyrir það. Þekking hennar á Guðsorði var einstök og mér er einn- ig í minni hvemig hún gat farið með Passíusálmana utanbókar án þess að hika á einu orði. Oft undraðist ég stóram hversu ótrúlegt minni hún hafði. Gilti þá einu hvort talað var um reynslusögur hennar, lesið efni eða ljóð. Bænastundirnar á heimili hennar era mér í dag sem dýrastu perlur sem ég mun alltaf geyma í safni minninganna, alltaf saknað aldrei gleymt. Þegar ég h't um öxl og skoða hvað hæst stendur þá er það þessi hreina og kristaltæra trú og sannfæring um Guð og góðu englana eins og hún nefndi það sjálf sem ég vil líkja eftir. Reyndar er ekkert það í fari Kristínar sem ekki er öðram til eftirbreytni. Stór orð en meint eins og þau era skrifuð. Ég er Guði þakklátur fyrir árin sem ég fékk úthlutað í samveru þessarar yndislegu konu sem með bænum sínum og áhrifum er orðin hluti af lífsmynstri mínu og órofinn j hluti af trú minni á Guð í dag. Ég hneigi höfuð mitt í mikilli virð- ingu fyrir göfugri konu, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, og kveð hana með söknuði og stolti fyrir að hafa fengið að vera samferðamaður hennar þessi ár. Eftirlifandi ættingjum og vinum votta ég innilegustu samúð mína. Erling Magnússon. Kristín systir mín, alltaf kölluð Stína, yfirgaf þetta jarðneska líf að- faranótt fyrsta dags aðventu, 3. des- i ember. Hún hafði verið lasin í nokk- um tíma, en versnaði síðasta dag nóvember. Stína var fimm áram eldri en ég og leit ég ætíð upp til hennar. Við höfum alltaf verið góðir vinir og á okkar yngri áram unnum við á sama stað um tíma við að búa til leikföng, en Stína var mjög lagin við að mála þau og skreyta. Þegar foreldrar okkar fluttu til Reykjavík- ur 1931 var í fyrstu erfitt að fá vinnu. Eldri systur mínar urðu þó fljótt eftirsóttar í vinnu, því þær vora mjög duglegar og laghentar. Þær unnu aðallega við saumaskap, en í þá daga gengu stúlkur í hús og saumuðu. Stína vann síðan nánast alla tíð við fatasaum, jafnframt því • að sjá um heimilið og öll börnin sín. Stína var mjög trúuð kona og bænheit, en foreldrar okkar vora einnig mjög trúaðir og kenndu okk- ur margar fallegar bænir og að biðja frá eigin bijósti. Stína var ætíð eins og blíður blær, því hún vildi öllum gott gera, var ljúf, hlý í viðmóti og góð. Hún eyddi miklum tíma í að biðja fyrir fólki, bæði sínum nánustu og öðram. Þegar Stína var ung kona réð hún sig eitt sumar í kaupavinnu að Salt- vík á Kjalarnesi. Þar vann einnig * ungur og myndarlegur ekkjumaður sem hét Pétur Pétursson, kenndur við Skrauthóla. Hann hafði misst konu sína frá fjórum ungum börnum þeirra og varð hann þá að setja þau í fóstur. Kynni Péturs og Stínu leiddu til hjónabands og eignuðust þau sjö börn, en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu. A heimili þeirra var trúar- líf mikið iðkað og tengdi það þau sterkum böndum. Pétur dó fýrir nokkram áram og ' uveð ég Stínu og þak''-i henni samfylgdina og bic Guð að leiða haua í æðri heima. Þinn bróðir Jón. Í UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störíum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. ,Sverrir ,*«:*■ Eimrsson úlfamrstjóri, Wffi M slmi 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. I Baldur I Frederiksen ■ , útfararstjóri, tKJDsími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is c i Þegar andlát ^ ' ± ber að höndum " ^ Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns Prestur Kistulagning Kirkja með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Vesturhlíð 2 með þjónustu allan Kistuskreytingar Dánarvottorð Fossvogi V sólarhringinn. Erfidrykkja Sími 551 1266 \ J ÚTFARARSTOFA KIRKJUCARÐANNA EHF. www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.