Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður læknaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss segir mál Steins Jónssonar verða rætt á næsta fundi Út í bláinn að tala um hagsmunaárekstur „ÞETTA er nýtt fyrir okkur og mér finnst út í bláinn að væna Stein Jónsson um að sýna spítalanum ekki hollustu eða bera á hann hags- munaárekstur," segir Sverrir Berg- mann, formaður læknaráðs Land- spítala - háskólasjúkrahúss, er hann var spurður um þá ákvörðun forstjóra spítalans að afturkalla ráðningu Steins sem sviðsstjóra kennslu og fræða. Segir forstjórinn hagsmunaáreksturinn felast í því að Steinn hafi unnið að undirbúningi einkarekins sjúkrahúss jafnframt því sem hann eigi að helga sig upp- byggingu kennslu og ft-æða meðal lækna. Læknaráð spítalanna voru sam- einuð fyrir nokkrum vikum og Sverrir kjörinn formaður þess. Hann segir málið verða tekið upp á næsta fundi læknaráðs næstkom- andi mánudag. Hann kveðst hafa tekið málið upp á sviðsstjórafundi á þriðjudaginn var og viljað vita hvort rætt hefði verið við Stein en ekki fengið afgerandi svör. Læknar alltaf hollir spítalanum „Þetta er harkalegt og ég vildi vita hvort farið hefði verið að mál- inu með eðlilegum hætti, rætt við Stein og málin skýrð og að því loknu tekin ákvörðun sem hann væri hluti af og honum gefinn kostur á því að gera upp við sig hvar hann vildi vera,“ sagði Sverrir ennfremur og sagði að eftir atvikum væri unnt að veita mönnum óopinbera áminningu og skýra fyrir þeim stöðu þeirra. Sverrir segir sviðsstjóra ekki hafa verið ráðna eftir auglýsingar heldur hafi menn verið valdir í störfin af framkvæmdastjórum við- komandi sviða. Segir hann læknaráð hafa lagt til að störfin hefðu verið auglýst. „Læknai' hafa alltaf verið hollir Landspítalanum og öðrum vinnu- stöðum sínum og ég þekki vinnu- framlag lækna við lækningar, kennslu og rannsóknir. Eg tel að þeir hafi allir staðið sig mjög vel og sinnt starfi sínu af trúmennsku. Þegar ég lít til baka þá höfum við ekki mikið gagnrýnt vinnustaðinn en gagnrýnt mikið heilbrigðiskerfið en mér skilst að tilefnið í tilfelli Steins sé gagnrýni hans á spítalann og þá hafi verið brugðist svona við. En hann er talinn nógu tníverðugur til að gegna stöðu sinni ,yið spítalann og mér finnst þetta því stangast á,“ segir Sverrir en Steinn er sérfræð- ingur í lungnalækningum og hefur síðustu árin starfað á Landspítala í Fossvogi (áður Sjúkráhúsi Reykja- víkur) og þar áður á Landakotsspít- ala. „Ég sé enga hagsmunaárekstra í þessu og þeir eru þá búnir að vera fyrir hendi öll þau ár sem ég hef starfað hér,“ segir Sverrir og eru það frekar áratugir en ár. „Steinn er í rauninni að ræða um breytt fyr- irkomulag á þeirri miklu sérfræði- þjónustu sem fram fer utan sjúkra- húsa, að þar eigi sér stað einhver samvinna og samtenging en.það er langt því frá að þetta sé komið á eitthvert spítalastig. Hann er einn þeirra sem taka þátt í þessari um- ræðu ásamt fjölda annarra sem einnig tengjast spítalanum. Ég sé alls ekki að þetta séu slíkir hags- munaárekstrar að þeir réttlæti svona. Ég er handviss um að Steinn hefði sinnt þessu starfi mjög vel og verið mjög trúr í því. Það eru engir hagsmunaárekstrar gagnvart þessu embætti. Hann er þar að taka þátt í skipulagi og uppbyggingu fræðslu fyrir lækna og það eru menn alveg jafn færir um að gera í fullum trún- aði þótt þeir tali fyrir betra skipu- lagi á þjónustu sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Enda eru líkalega um 70% sjúkrahússlækna að einhverju leýti þátttakendur í slíkri þjónustu og rík og löng hefð er fyrir.“ Ekki rætt í starfsmannaráði Einar Oddsson, formaður starfs- mannaráðs Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, segir ráðið ekki hafa fjallað um málefni Steins Jónssonar enda taki það ekki mál einstakra starfsmanna fyrir. Formaðurinn kveðst hins vegar gera ráð fyrir að málið verði rætt í víðu samhengi á næsta fundi ráðsins sem ekki hefur verið dagsettur. „Það er málfrelsi í landinu og það er ekki gott ef menn roega ekki tjá sig,“ segir Einar og kveðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig um málið, það væri á forræði for- stjóra spítalans og hann hefði svar- að ágætlega fyrir það. Tap SÍF í Noregi talið nema Ósló. Morfnnibladid. í NORSKA viðskiptablaðinu Dag- ens Næringsliv er greint frá þeirri ákvörðun SÍF að draga úr umsvif- um sínum í sjávarútvegi í Noregi og því haldið fram að SIF hafi tap- að a.m.k. 650-750 milljónum ís- lenskra króna á rekstrinum í Nor- egi Dótturfélag SIF í Noregi, Mar- Nor var skv. DN rekið með u.þ.b. 290 milljóna króna tapi á síðasta ári og fram kemur að útlitið fyrir þetta ár sé svipað. Greint er frá því að markaðs- verðmæti SÍF hafi minnkað veru- lega undanfarið ogJ að óánægðir hluthafar í íslenska fyrirtækinu krefjist endurskipulagningar á rekstrinum. Astæðan fyrir erfiðum rekstri sé að saltfiskframleiðendur, bæði norskir og íslenskir, eigi í sí- fellt meiri vandræðum með að út- vega hráefni þar sem æ stærri hluti aflans sé frystur og seldur á alþjóð- legum markaði. Eins og greint hef- ur verið frá hefur SIF þegar selt tvö af fiskvinnslufyrirtækjum sínum í Noregi og mun líklega leita eftii- kaupanda að þriðja fyrirtækinu, Loppa Fisk. Fram kemur í DN að SÍF hafí hingað til forðast að selja Loppa Fisk en blaðið bendir aftur á móti á nokkra hugsanlega kaup- endm- að fyrirtækinu. f því sam- bandi er nefnt fyririækið Dáfjord Laks og hefur DN eftir heimilda- mönnum sínum að viðræður þess fyrirtækis og SÍF hafi þegar farið fram. Annar mögulegur kaupandi að Loppa Fisk er Fjord Seafood. Bæði fyrirtækin reka laxeldisstöðv- ar m.a. í Norður-Noregi. Morgunblaðið/Ásdís Piparkökuhús KEPPENDUR í hinni árlegu pip- arkökuhúsakeppni Kötlu hafa stillt piparkökuhúsum sínum upp i Kringlunni. Eins og sjá má eru húsin mörg hver skrautleg mjög og af öllum stærðum og gerðum. Þau verða til sýnis fram á sunnu- dag. Formaður Læknafélags íslands Fráleitt að hefta málfrelsi fólks „ÞAÐ að hefta málfrelsi fólks hjá þessari stofnun finnst mér fráleitt og ávísun á eitthvað verra sem ég vil ekki nefna,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, spurður um afturköllun ráðningar Steins Jónssonar sem sviðsstjóra. Sigurbjörn kvað Læknafélagið ekki hafa tekið málið fyrir en myndi gera það ef leitað yrði eftir því. Sigurbjörn kvaðst hafa upplýsing- ar sínar um málið úr fjölmiðlum og kæmi þar fram að höfuðástæðan fyrir því að ráðning Steins hefði ver- ið afturkölluð væri sú að hann hefði gagnrýnt spítalann. Hann kvaðst tjá sig sem einstaklingur en væri ekki að viðra álit Læknafélagsins. „Ég tel fulla ástæðu til að líta þetta mál mjög alvarlegum augum. Þetta er spurning um það hvort starfsmaður sjúkrahússins hefur tjáningarfrelsi um þessa hluti. Spít- alastjórnin nálgast þetta eins og hugsanlega myndi gerast í fyrir- tækjum sem væru á hörðum sam- keppnismarkaði. Það er hins vegar fráleitt að líta á Landspítalann sem slíkt fyrirtæki, hann situr nánast einn að verkefnum sínum og að- stöðu. Ennfremur hefur því verið lýst yfir margsinnis að heilbrigðis- þjónustan sé ekki samkeppnismai'k- aður. Því finnst mér fráleitt að nota sömu rök og notuð eru í einkafyr- irtækjum og hefta málfrelsi fólks á þennan hátt.“ ,★★★★★ af fjórum mögulegum (^oldvaipon sem hver stól ó tmusmn a henn ÞÍSwnhn Eldjárn hefur þýtt barnabókina Moldvarpan sem vildi vita hverskeit á hausinn á henni. Dag einn, þegar litla moldvarpan stakk hausnum upp úr jörðinni til að sjá hvort sólin væri komin upp, gerðist dálítið hneykslanlegt, að mati moldvörpunnar. Óvenjuleg og stór- skemmtileg bók fyrir unga sem aldna. 3 Í0 VAKA- HELGAFELL Tsjetsjenski flóttamaðurinn í hungurverkfall Vill knýja á um að hann fái hór dvalarleyfí ASLAN Gilaevs, sem kveðst vera tsjetsjenskur flóttamaður, hefur haf- ið hungurverkfall. Aslan sagði í sam- tali við Morgun- blaðið í gær að hann hafði ekkert borðað frá því á þriðjudag og hann muni halda verk- fallinu áfram þar til hann fái dvalarleyfi hér á landi. „Ég borða engan mat en ég drekk vatn. Ef ekkert hef- ur breyst á mánudag mun ég einnig hætta að drekka vatn,“ sagði Aslan. „Þetta er afleiðing verka dómsmála- ráðuneytisins. Þeir vilja að ég fari en þá mun ég deyja. Það er eins gott að þeir sjái hvað muni gerast. Ég vil sýna þeim að þetta er enginn leikur heldur eru mannslíf í húfí,“ segir Aslan. Hann bætir við að sér hafi verið lofað svari frá dómsmálaráðuneytinu um miðjan desember en enn hafi ekkert svar borist. Hann segir óvissuástandið óþolandi og það hafi bitnað mjög á fjölskyldu hans. Enn unnið innan þeirra tíma- marka sem ráðuneytið gaf sér Aslan kom hingað til lands í lok júní frá Noregi og sótti um pólitískt hæli. í byrjun september kvæntist hann íslenskri konu. í lok nóvember hafnaði Útlendingaeftirlitið beiðni hans um pólitískt hæli á þeirri for- sendu að hann hefði ekki getað fært sönnur á hver hann væri eða frá hvaða ríki. Þá hefði hann gefið upp mismunandi nöfn og fæðingardaga. Úrskurður IJtlendingaeftirlitsins var kærður til dómsmálaráðuneytis- ins. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra sagði þá að búast mætti við endanlegri nið- urstöðu einhvern tímann í desember. Ingvi Hrafn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að málið væri enn í í vinnslu og ekki lægi fyrir ákvörðun í málinu. Enn væri unnið innan þeirra í tímamarka sem menn gáfu sér í upp- hafi. V? ... ------3BBM■ Aslan Gilaevs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.