Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 13 Hörð andstaða við hugsanlega sölu á eignarhlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hörð andstaða við hugmyndir um sölu Orkubús VestQarða kom fram á almennum borgarafundi á ísafirði í gær. Viðræður um sölu eru hafnar við ríkið Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa skipað nýja nefnd til að ræða við ríkið um hugs- anlega sölu á Orkubúi Vestfjarða. Fram kom hörð andstaða við söluna á almennum ✓ borgarafundi á Isafírði í fyrrakvöld, sem Helgi Bjarnason fylgdist með. Aftur á móti kom fram að sveitarstjórnarmenn eru í erf- iðri stöðu vegna fjárhagserfíðleika bæj- arfélagsins og að til umræðu hefði komið við gerð fj árhagsáætlunar á Isafírði að segja upp 20-30 bæjarstarfsmönnum. UMRÆÐAN um sölu eignarhlutar ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vest- fjarða er það mál sem hæst hefur borið í bæjarmálaumræðunni að undanfömu. Bima Lámsdóttir, for- seti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar, lagði á það áherslu í upphafi almenns borgarafundar sem bæjarstjórnin hélt um málið á þriðjudagskvöld, að veigamikil rök væru á móti sölunni en út frá sjónarhóli sveitarstjómar- manna væri einnig nauðsynlegt að íhuga önnur rök og vísaði þar til fjár- hagsvanda sveitarfélagsins. Sagði hún nauðsynlegt að taka upp form- legar viðræður við ríkið um söluna, væri það vilji sveitarstjórnanna. Skipa viðræðunefnd Færra fólk var á borgarafundin- um sem ísafjarðarbær efndi til um Orkubúsmálið í stjórnsýsluhúsinu í fyrrakvöld en var á fundi sem áhuga- menn efndu til um sama mál fyrir nokkru. Á fundinum flutti Helgi Bjamason, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, erindi um starfsumhverfi orkufyrirtækja eftir gildistöku nýrra orkulaga, Gylfi Guðmundsson, innkaupastjóri Orku- búsins, gerði grein fyrir viðhorfum starfsmanna, og Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri, fjallaði um fjár- hagslega stöðu ísafjarðarbæjar og breytingar á henni ef af sölu á hlut bæjarins í Orkubúi Vestfjarða yrði. Á eftir vom almennar umræður. Öll sveitarfélögin tólf sem eiga samtals 60% hlut í Orkubúi Vestfjarða á móti ríkinu hafa samþykkt breytingu á félaginu úr sameignarfélagi í hluta- félag. Til þess að sú breyting nái fram að ganga þarf samþykki allra eigendanna. Sum sveitarfélögin settu skilyrði fyrir samþykki sínu, meðal annars um að hugsanleg sala Grkubúsins yrði ekki liður í lausn á vanda sveitarfélaga vegna félagslega íbúðakerfisins en sú tenging hefur fram til þessa vakið mesta andstöðu. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur nú skipað nefnd til að ræða við ríkið um ýmis þau mál sem upp hafa komið í umræðum í sveitarstjómum og meðal íbúanna og átti hún sinn fyrsta fund með fulltrúum ríkisins í fyrradag. Að sögn Halldórs Hall- dórssonar, bæjarstjóra á ísafirði, mun nefndin hitta fulltrúa ríkisins fljótlega aftur. Enn hefur ekki verið efnt til fulltrúafundar í Orkubúinu vegna breytingar á félagsforminu. Góð þátttaka var í umræðum á fundinum á Isafirði. Þrettán tóku til máls, íyrir utan framsögumenn og forseta bæjarstjómar, og lýstu tíu þeirra yfir andstöðu við hugmyndir um sölu Orkubúsins, einn mælti beinlínis með sölunni en Sighvatur Björgvinsson alþingismaður og Ragnheiður Hákonardóttir bæjar- stjórnarfulltrúi reifuðu málin án þess að lýsa beinni afstöðu. Fram kom á fundinum að ísafjarð- arbær á í miklum fjárhagsörðugleik- um, svo miklum að erfiðleikum er bundið að koma saman fjárhagsáætl- un. Kom það skýrt fram í máli bæj- arstjórans og forseta bæjarstjómar á fundinum. Miðað við núverandi frumvarp að fjárhagsáætlun aukast skuldir Isafjarðarbæjar á næsta ári um 9 milljónir kr. þótt fram- kvæmdafé sé skorið mjög við nögl, eða niður í 60 milljónir þótt þörfin sé 300-400 milljónir, að mati Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra. Málið liti allt öðmvísi út ef hlut- urinn í Orkubúinu yrði seldur ríkinu fyrir 1.428 milljónir eins og staðið hefur til boða og söluandvirðið óvaxtað á besta hátt. Þá yrðu eftir 190 milljónir til greiðslu afborgana og ijárfestinga. Ef allri fjárhæðinni yrði varið til að lækka skuldir yrði minni afgangur á hverju ári vegna þess að hluti lána bæjarins er með lágum vöxtum. Fram kom hjá Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, að Isafjarðar- bær væri mikilvægur vinnuveitandi og þyrfti að geta staðið undir út- gjöldum sínum. Staðan væri svo erf- ið að við fjárhagsáætlunargerð hafi komið fram hugmyndir um að segja upp 20-30 starfsmönnum. Það hafi ekki verið ákveðið, bæjarfulltrúar þekktu vel slæmt atvinnuástand og þyki á það bætandi. Halldór lagði á það áherslu að ekkert sveitarfélag hefði enn lýst yfir áhuga á sölu, nema Vesturbyggð, og sveitarfélögin hefðu gert marga fyrirvara við til- boði ríkisins. En hann lagði jafn- framt áherslu á að staðan væri eins og erfið og hann hefði lýst og ekki yrði hjá því komist að breyta henni. Að pissa í skóinn sinn í máli fundarmanna komu fram spumingar og efasemdir um að sal- an á Orkubúinu myndi verða varan- leg lausn á íjárhagsvanda ísafjarð- arbæjar. Sölunni var meðal annars líkt við það að pissa í skóinn sinn, það myndi hlýja í bili en ekki lengi. Jón Fanndal lagði áherslu á að Orkubúið yrði að vera í höndum heimamanna ef ekki ætti illa að fara og vísaði til reynslunnar af fyrirtækjum á Vest- fjörðum sem komist hefðu í eigu ann- arra. Krafðist Jón almennrar at- kvæðagreiðslu meðal íbúanna um sölu Orkubúsins, ef til hennar ætti að koma. Almenn atvinnumál á Vestfjörðum komu inn í umræðuna. Magnús Reynir Guðmundsson gagnrýndi bæjarstjóm harðlega fyrir sofanda- hátt og aðgerðarleysi á meðan grafið hefði verið undan gmnni byggðar- innar, rekstri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja, með þeim afleið- ingum að átta skuttogarar hefðu verið seldir í burtu og rekstri margra frystihúsa hætt. Nú þegar búið væri að taka frá Vestfirðingum aðgang þeirra að fiskinum undan ströndinni ætti einnig að taka orkuna. Salan á Orkubúinu væri til- ræði við byggðina, einn líkkistunagl- inn í viðbót. Gunnar Þórðarson lýsti yfir stuðn- ingi við sölu Orkubúsins. Hann sagði að ísfírðingar hefðu misst stjóm á fjármálunum og gætu ekki haldið uppi nauðsynlegri þjónustu við íbúana. Lagði hann áherslu á að mik- ilvægara væri að koma lagi á fjár- málin en að eiga í raforkufyrirtæk- Efasemdir um efndir Ioforða Fram kom í ræðum starfsmanna Orkubúsins að orkuverð myndi hækka við söluna og hætta væri á að starfsemi orkufyrirtækisins myndi dragast mjög saman við sameiningu við önnur orkufyrirtæki. Sveitar- stjómannenn sögðu að ríkið væri tilbúið til að halda óbreyttum rekstri fyrst í stað og Birna Lámsdóttir sagði að I viðræðum við ríkið væri lögð áhersla lá að efla starfsemina á Vestfjörðum í kjölfar sameiningar, til dæmis að höfuðstöðvar RARIK í hinu nýja Vesturkjördæmi yrði á Vestfjörðum, eða að minnsta kosti höfuðstöðvar einhvers tiltekins þátt- ar í starfsemi sameinaðs fyrirtækis. Fram komu á fundinum miklar efa- semdir um að slík loforð stæðust. Vitnað var til loforða sem gefin hefðu verið um jöfnun skulda við samein- ingu sveitarfélaga en þau hefðu verið svikin og sömuleiðis svikinna loforða við eigendaskipti og sameiningu sjávarútvegsfyrirtækj a. Sighvatur Björgvinsson þingmað- ur vakti athygli á því að með nýjum orkulögum yrði enginn virkjanarétt- ur í höndum Orkubúsins, nema sá sem því kynni að hafa verið veittur með lögum frá Alþingi, og öllum yrði frjálst að virkja á Vestfjörðum. Þá vakti hann athygli á því að árið 2002 yrði tekið upp nýtt raforkukerfi og þá þyrfti að breyta verðlagningu raf- orku, burt séð frá þvi hvort Orkubúið yrði í eigu sveitarfélaganna eða ekki, og vitnaði til þeirra ummæla Helga Bjamasonar skrifstofustjóra fyrr á fundinum að reiknað væri með að raforkuverð til Vestfjarða yrði ná- lægt landsmeðaltali. Sighvatur sagði einnig að til lítils væri unnið með að laga skuldastöðu sveitarfélaganna með kaupum ríkisins á Orkubúi Vestfjarða ef ábyrgðin á innlausnarí- búðum félagslega íbúðakerfisins yrði áfram hjá sveitarfélggunum og skuldastaðan kæmist í sama horf eft- ir nokkur ár. Botninum náð? Halldór bæjarstjóri sagði í svari við fyrirspum að ef undanhald yrði á öðmm sviðum bæjarlífins yrði áfram undanhald hjá bæjarsjóði. Hins veg- ar kvaðst hann vonast til að botn- inum væri náð og hægt yrði að horfa fram á veginn. Salan á Orkubúinu væri leið sveitarstjórnarmanna til þess. Undir lok fundarins vakti Bima Lárusdóttir enn athygli á bágri fjár- hagsstöðu Isafjarðarbæjar og sagði að það væri eina ástæða þess að sveitarstjórnarmenn hefðu ljáð máls á sölu Orkubúsins. Sagði hún frá fjárhagsáætlunargerð og sagðist vera orðin leið á því að binda á sig gatslitna skó en líkti söluandvirði Orkubúsins við nýja sóla sem hún gæti gengið á aðeins lengur en tók jafnframt fram að ekki væri hægt að lofa neinni varanlegri lausn. PRINSESSUR Orðið „bamaníðingur“ er nýtt í íslenskri tungu. Þessi bók er byggð upp eins og ævisaga ógæfu- manns. Sjá nánar: www.jolabok.is Opnunartími í desember Virka daga til kl. 21.00 Laugardaga til kl. 21.00 Lokað á sunnudögum Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.