Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Flottur og líka á sinn hátt innilegur TQ]\LIST H1 j ó m d i s k a r ... KRISTJÁN JÓHANNS- SON / HAMRABORGIN Upptökur á söng: Sveinn Kjart- ansson. Söngur hljóðritaður í Saln- um, tónlistarhúsi Kópavogs. Undir- leikur: Royal Philharmonic Orchestra, London. Sijórn hjjóm- sveitar: Karstein Andersen. Útsetn- ingar: Jón Þórarinsson. Upptökur: Mike Ross-Trevor. Upptaka undir- leiks fór fram í London undir stjórn Björgvins Halldórssonar. Undir- leikur í Augun bláu og Hamraborg- inni, útsetningar Jón Sigurðsson: íslenskir tónlistarmenn undir stjórn Bemharðs Wilkinson. IÐUNN EINS OG íslenska þjóðin og heimurinn vita er Kristján Jó- hannsson stórsöngvari, draumur Garðars Hólm holdi klæddur. Um þetta vitnar enn einu sinni nýjasti hljómdiskurinn, Hamraborgin, með undirleik (í flestum lögunum) hvorki meira né minna en Royal Philharmonic Orchestra undir stjórn hins heimsþekkta Svía, Karstein Andersen. Þetta er eins og þegar ævintýrin gerast í raunveruleikanum. Og hljómsveitin spilar í London með- an Kristján syngur í Salnum - nánar tiltekið í Kópavogi. í raun og veru þyrfti þessi umfjöllun ekki að vera lengri enda margt verulega flott og stórkost- legt á diskinum, svo sem Hamra- borgin sjálf sem er síðasta lagið. Sennilega hefur maður ekki heyrt hana sungna með meiri tilþrifum frá upphafl til enda. Og svo er um fleiri lög þó að undirrit- uðum flnnist þau ekki öll rétt sköpuð fyrir slíkan flutning. Til dæmis hefur lag Þórarins Guðmundssonar (nr.l á diskinum) alltaf vafist fyrir mér með tilliti til textans, sem fjallar um lítið stúlkubarn en ekki konu á óvissum aldri, þó skildi maður eitthvað „intímt" og saklaust á síðustu tón- unum. En Kristján syngur lagið með svipuðum hraða og stíl og við eig- um að venjast og kannski var það þannig meint af tónskáldinu. En ég hef þó einu sinni heyrt það flutt hægar og á innilegum nótum allan tímann, og þá varð lagið ekki að- eins fallegra: maður skildi um hvað það snerist. Og það má deila um aðferð og túlkun á þessum lögum, sem flest eru gersemi, líka túlkun og söng Kristjáns er ber þess samt vitni að honum þykir mjög vænt um það sem hann flytur okkur, sem er fyrir mestu, enda á hann sína hrífandi takta í flestum þeirra. Manni kemur í hug Sofnar lóa (Sigfús Einarsson), Til skýsins (hið magnaða lag Emils Thoroddsens), ís- lenskt vögguljóð á hörpu (Jón Þórarinsson) og Draumalandið (Sigfús Einarsson). Raunar mætti minnast á öll lögin. Þetta er semsé ekki ljóðasöngur ljóða- svöngvara. Þetta er ljóðasöngur óperusöngvara. Flottur og líka á sinn hátt innilegur. Undirleikur hljómsveita konung- lega fílharmónískur, bæði hjá þeirri ensku undir stórn Karsteins Andersen og íslensku undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Og upptök- ur auðvitað fínar, hreinar og klár- ar, en ekki tiltakanlega hlýjar. Oddur Björnsson Kristján Jóhannsson Söngtón- leikar í Víðistaða- kirkju Aðalheiður Elín Péturs- dóttir messó- sópran heldur tónleika í Víðistaða- kirkju, Hafn- arfirði, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Aðalheiður stundar söngnám á Ítalíu og hefur nýlega sungið óperuarí- ur inn á geislaplötu sem gefin var út á Italíu. Á dagskránni eru m.a. jóla- lög eins og: Ó, Helga nótt, Have yourself a merry little christmas, Heims um ból, Ave Maria og fleiri. Undirleikari er ítalski pí- anóleikarinn Patrizia Berne- lich. Miðaverð er 1.000 krónur. Hefðbundnir jólatónleikar TOJVLIST Langholtskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveitin Fflharmonía flutti jóla- söngva frá ýmsum löndum. Ein- söngvari: Þóra Einarsdóttir. Ein- leikari: Einar Jónsson. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Sljómandi: Bernhard Wilkinson. Sunnudaginn 10. desember. TRÚLEGA eru þeir fáir hátíðis- dagar kristinnar kirkju, nema ef vera skyldu páskar, sem jafnmikið hefur verið fjallað um og jólin, í alls konar listaverkum, og í æ ríkari mæli hafa starfsmenn íslenskrar þjóð- kirkju gert sér grein fyrir mikilvægi listiðkunar, fyrir trúarstafsemi og þá sérstaklega á sviði tónlistar. Þó er enn, að tónlistarstofnanir utan kirkj- unnar, einkum kórar, sem auðga að- ventuna með fögrum söng og er Söngsveitin Filharmonía einn þeirra kóra, sem hafa haldið aðventutón- COUNT TRAMP í bókinni Ferð um ísland 1809 ijallar höfundurinn, William Jackson Hooker, um íslenskt þjóðlíf og ís- lenska ffamámenn. Ber hann þeim vel söguna. Þar sem fjallað er um Trampe greifa, hefur höfundurinn valið að stytta nafh greifans og nefnir hann Count Tramp, en eins og menn vita myndi tramp á enskri tungu þýða umrenningur á íslensku. Því verður aldrei svarað hvort Hooker hefur með þessu verið að gera lítið úr greifanum, en óneitanlega hvarflar það að lesandanum. Sjá nánar: www.jolabok.is leika í mörg ár. í ár verða þrennir að- ventutónleikar og þeir fyrstu voru haldnir í Langholtskirkju s.l. sunnu- dagskvöld. Á fyrsta hluta efnisskrár voru lög frá Noregi, Þýskalandi og Englandi sungin en þegar kom að ítölsku lagi, Si suoni la tromba, eftir Alessandro Scarlatti, komu á svið Þóra Einars- dóttir, söngkona, Einar Jónsson trompettleikari og í „continuo" und- irleiknum voru Bryndís Björgvins- dóttir á selló, Richard Korn á kontra- bassa og Guðríður St. Sigurðardóttir á orgel. Flutningur þessa lags tókst nokkuð vel og var trompettleikur Einars sérstaklega glæsilegur. Vakna Síons verðir kalla var sungið tvisvar, íyrst kórallinn án undirleiks og á þýsku en síðan í kóralforspils- gerð, eftir meistara J.S. Bach og þá við íslenskan texta. Það var töluvert bragð að þessari uppfærslu en til við- bótar við continuo sveitina mætti strengjasveit undir forustu Rutar Ingólfdsóttur. Eftir smálag eftir Mendelssohn var fjöldasöngur og þá síðan frumflutningur á söngverki eftir Oliver Kentish, við Máríuvísur Jóns Helgasonar. Það er einkenni- legt hvernig texti getur verið kröfu- harður um blæbrigði, sérlega ef hann er vel ortur og þó margt væri vel gert í þessu verki Olivers, var Bóker besta gjöfin Bókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra bókaútgefenda í „Syng barnahjörð“ GOSPELSYSTUR Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox Feminae halda sameiginlega að- ventutónleika undir heitinu „Syng bamahjörð". Haldnir verða þrennir tón- leikar, í kvöld, fimmtudagskvöld og nk. þriðjudagskvöld í Grafar- vogskirkju og miðvikudagskvöld- ið 20. desember í Hallgrímskirkju. Allir tónleikamir hefjast klukkan 20.30. Stjórnandi kóranna er Margrét J. Pálmadóttir en hún á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir. Efnisskráin verður marg- vísleg, sígildar jólaperlur, lof- söngvar til Maríu Guðsmóður og annað sem hjálpar til við að inn- leiða friðhelgi jólanna. Einnig mun Vox Feminae sem nýlega vann silfurverðlaun í alþjóðlegri kórakeppni í Róm syngja keppn- islagið „Regina Coeli“ eftir Pal- estrina. Einsöngvari á tónleikunum er Björk Jónsdóttir og hljóðfæraleik annast Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó/orgel, Kristján S. Steffen- sen á óbó og Eiríkur Örn Pálsson á trompet. Miðar verða seldir hjá kórfélög- um og við innganginn. Miðaverð er 1.500 krónur. Jólavaka söngnema í Garðabæ SÖNGDEILD Tónlistarskóla Garðabæjar heldur jólavöku í sal skólans að Kirkjulundi 11, annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Nemendur og kennarar flytja efni sem tengist jólum. Kennarar við deildina em Margrét Óðins- dóttir og Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir. Gestir deildarinnar á jólavök- unni eru Söngsveitin Drangey sem syngur undir stjórn Snæbjargar, en píanóleikari er Agnes Löve. Áðgangur er ókeypis og öllum heimill. þama eitthvert ósætti textans og lagferlisins, sem má vera að máist burt við frekari hlustun. Næstu við- fangsefni vora, Virga Jess floruit, eftir Brackner og Drottinn er minn hirðir, úr óratóríunni Immanúel, eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson og voru bæði þessi verk vel flutt en túlkunin í heild nokkuð hlutlaus. Þessum hluta tónleikanna lauk með fjöldasöng á vöggukvæði Sigvalda Kaldalóns við hið fagra jólakvæði Einar Sigurðs- sonar, Nóttin var sú ágæt ein. Ég vil lofa eina þá, er gamalt helgi- kvæði, er Bára Grímsdóttir tón- klæddi á svolítið skondinn hátt og jafnvel utangátta við innihald text- ans en þar eftir söng kórinn, Jesú mín morgun stjarna (Bj. Þorst.) og vantaði kyrrðina og íhugunina í þessa fögru raddsetningu Jóns Þór- arinssonar. Sú gleði sem einkennir mörg ensku jólalögin kom vel fram í Make we joy now in this fest í útsetn- ingu Waltons og sömuleiðis í sérlega fallegu lagi Tryggva M. Baldvinsson- ar, Jólakvöld, við kvæði eftir Davíð Stefánsson. íslenska jólaviðlagið Hátíð fer að höndum ein, sem Jó- hannes úr Kötlum jók við, var þokka- lega sungið við undirleik hljómsveit- ar og flautueinleik kórstjórans. Let the bright Seraphim, úr óratoríunni Samson, eftir Hándel, var glæsilega flutt af Einari og Þóra og í Ave Marí- unni, eftir Sigvalda Kaldalóns, var söngur Þóra mjög góður. Tónleikun- um lauk með Nóttin helga, eftir A.C. Adam, er var vel flutt bæði af Þóru og kómum en því miður er þetta eitt af mest þvældu jólalögunum og þarf að vera yfirþyrmandi vel flutt til að gleðja áheyrendur. Tónleikunum lauk svo með laginu Friður, friður Frelsarans, eftir Mendelssohn, sem sungið var í fjöldasöng. I heild var söngur kórsins þokkalegur og blátt áfram og sömuleiðis leikur hljóm- sveitarinnar en mest bragð var að trompettleik Einars Jónassonar. Má vera að nokkru valdi, að efnisskráin var einum of hefðbundin, að mestu samansett af svo nefndum „stand- ard“ jólalögum, sem kórfólkið hefur sungið í mörg ár. Bestu lög kórsins, sem stjórnandinn, Bernhard Wilkin- son, náði að móta mjög vel og tókust best í söng, vora, I will praise thee, o Lord, eftir Nystedt, Forunderligt at sige, eftir Nielsen, Vakna Síons verð- ir kalla, eftir J.S. Bach, Jólakvöld, eftir Tryggva M. Baldvinsson, og út- setning Waltons á Make we joy. ......... Jón Ásgeirsson. Nýjar plötur • ÚT er komin geislaplatan Dans- ar dýröarinnar með Pétri Jón- assyni og Caput. Á diskinum era flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þor- kel Sigurbjöms- son og Hafliða Hallgrímsson. í fréttatilkynn- ingu segir: „Pét- ur Jónasson vakti mikla at- hygli með ein- leiksplötu sinni Máradansi fyrir tveimur áram. Á Dönsum dýrð- arinnar kveður við annan tón en á plötunni birtist gítarinn í nýstár- legum og heillandi hljóðheimi fjög- urra hljóðfæraleikara úr Caput hópnum.“ Útgefandi er Smekk- leysa. Japis dreiGr plötunni. Verð: 2.199 krónur. • ÚT er komin geislaplatan Elektr- ónísk stúdía eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. í fréttatilkynn- ingu segir: „Segja má að Magnús Blöndal sé fyrsta íslenska raftónskáldið enda markaði hann alger tíma- mót í íslenskum tónsmíðum á sín- um tíma. Geislaplatan Elektrónísk stúdía er sú fyrsta sem tileinkuð er verkum Magnúsar og era hér á ferð- inni upptökur á verkum hans frá sjö- unda áratugnum. Tónlist Magnúsar er æði framtíð- arleg, hefur staðist tímans tönn með ólíkindum vel og stendur algerlega á sporði margs þess sem gengur og gerist í framúrstefnulegri raftónlist í dag.“ Verð: 2.199 krónur. Útgefandi er Smekkleysa. • ÚT er komin geislaplatan Drott- inn er minn hirðir með Þorvaldi Halldórssyni. Sextán íslensk gospel-lög af ýmsum hljóm- plötum og snældum Þor- valdar Halldórs- sonar era á þessum safn- diski, en allt þetta efni hefur verið ófáanlegt árum saman. Meðal annars era lög á þessum nýja safndiski af hljómplötunni Föðurást og Án skilyrða. Þekktasta lag þessa safndisks er án efa lagið Drottinn er minn hirðir eftir Margréti Scheving. Þorvaldur Halldórsson er lands- þekktur söngvari en síðustu árin hefur hann sungið gospel-tónlist, meðal annars í Laugarneskirkju í Reykjavík undir stjóm Gunnars Gunnarssonar organista og jasspí- anista. Geislaplatan fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, og í öllum helstu hljómplötuverslunum um allt land og kostar 1.800 krónur. Þorvaldur Hallddrsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.