Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 14.12.2000, Síða 61
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 14. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN Til allra sem hafa gengið í skóla ÉG er nemandi í Kennaraháskóla ís- lands. Þessa dagana er ég að læra undir próf. A hveijum morgni, áð- ur en ég hef lesturinn, fæ ég mér morgunmat og glugga í Morgun- blaðið. Eg lít yfir sem flestar aðsendar grein- ar því að á þann hátt finnst mér ég geta fylgst með hitamálum í þjóðfélaginu. Þessa dagana eru mörg hitamál en eitt sem snertir mig mest og það er verkfall fram- haldsskólakennara. Ég þakka fyrir að vera ekki ein af þeim nemum sem er vísað af vinnustað sínum um óákveðinn tíma. Því lengra sem verkfallið er því oftar spyr ég mig spurningarinnar sem brennur á svo mörgum kennaranemum: Hvað er ég að gera í Kennaraháskólanum? Ég fór að velta því fyrir mér hvað það var sem fékk mig til að vilja verða kennari. Mjög margir hafa lát- ið í Ijós undrun sína yfir þessari ákvörðun minni að ætla að leggja á mig þriggja ára háskólanám fyrir ömurleg laun. Meira að segja kenn- arar hafa látið slík orð flakka. En ég veit mínu viti, eða það hélt ég að minnsta kosti. Ég vil velja mér þá fagstétt þar sem ég get verið góður starfskraftur og skilað samfélaginu sem mestu. En undanfarið hefur mér virst sem ég skili samfélaginu ekki neinu með því að verða kennari. Samfélagið virðist ekkert þurfa á vel menntuðum og góðum kennurum að halda. Að minnsta kosti segir al- mannarómur svo. En ástæðan fyrir því að ég vil verða kennari er einfald- lega sú dýrmæta reynsla sem ég hef af kennurum. Grunnskólakennarinn minn átti stóran þátt í að móta mig og eflaust öll bekkjarsystkini mín líka. Hún kenndi af áhuga og var allt- af ánægð að sjá árangurinn. Það er m.a. henni að þakka að mér tókst að fara í gegnum framhaldsskóla og er komin í háskóla. Svo er mér hugsað til kennaranna sem kenndu mér á unglingastigi og í framhaldsskóla. Þar voru mismunandi kennarar í mismunandi fögum og langflestir lögðu sig alla fram við að vekja áhuga okkar á náminu. Allt þetta fólk hefur átt stóran hlut í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. En þegar ég hugsa til þess að þetta fórnfúsa fólk hefur ekki fengið þau laun sem það á skil- ið fyrir frábær störf verð ég öskureið. Ég spyr ráðherra og þing- menn: Hafið þið hugsað til kennaranna sem kenndu ykkur? Hafið þið hugsað út í hvar þið væruð ef kennaramir ykkar hefðu ekki verið vel menntað fólk sem gerði allt sem í þess valdi stóð til að gera ykkur að betri og menntaðri einstakling- um? Væruð þið í ykkar Halla stöðu í dag ef þið hefð- Gunnarsdóttir uð ekki haft góða kenn- ara? Ég bið ráðherra og þingmenn og landsmenn alla að horfa til baka og sýna háttvirtum kennurum þá virðingu að meta starf Kennarar Hafíð þið hugsað til kennaranna, spyr Halla Gunnarsdóttir, sem kenndu ykkur? þeirra til fullnustu. Það er fleira varðandi kjarabar- áttu kennara sem mig langar að minnast á. Ég hef heyrt mikið um að kennarar vinni svo lítið og séu í svo löngu sumarfríi að þeir eigi ekkert betri laun skilið. Þeir sem þessi sjón- armið hafa virðast miða vinnu kenn- ara algjörlega út frá veru þeirra í kennslustundum. Ég man þegar ég var í fyrsta bekk í framhaldsskóla og við fengum það verkefni að fara nið- ur í Alþingishús og kynna okkur starfsemina í þingsalnum. Þegar ég kom þama inn fylltist ég undrun. Inni í þingsalnum voru örfáar hræð- ur að hlusta á ræðumann tala um sjávarútvegsmál. Einn áheyrandinn var að teikna, annar að lesa Morg- unblaðið og svo voru þrír til viðbótar að hlusta. Ég spyr þingmenn þessa lands: Get ég út frá þessari reynslu fullyrt að þingmenn hafi ekkert að gera? Þegar þingmenn fóru svo fram á launahækkun var hún undireins samþykkt án þess að nokkur velti fyrir sér veru þeirra í þingsölum eða löngu sumarfríi. Það er eitt enn sem hefur verið að angra mig. Það eru talsmenn mark- aðshyggjunnar sem vilja markaðs- væða skólastarfið. Þeir halda á lofti hugtökum eins og samkeppni, fram- boði, eftirspurn, gæðastjómun og ár- angurstengdum tekjum. Þetta finnst mörgum svakalega spennandi enda allt í samræmi við hin heilögustu markaðslögmál. En mér virðist stundum sem þessi hugsun sé aldrei hugsuð til enda. Margir telja að með árangurstengingu launa fáist rétta fólkið í störfin. Hingað til hefur rétta fólkið sótt í þessi störf. Nefnilega vel menntað fólk sem hefur brennandi áhuga á kennslu og samskiptum við fólk. Hins vegar er þetta fólk smám saman að flýja kennarastéttina enda verða flestir kennarar leiðir á að byggja afkomu sína á maka sínum eða taka að sér ýmiss konar auka- vinnu. Kennarastéttin þarf ekki á há- launuðum ofursnillingum að halda. Kennari þarf að vera mannlegur. Svo er það hitt sem mér er ómögu- legt að skilja: Hvernig í ósköpunum ætla markaðshetjurnar að mæla ár- angur kennara? Með einkunnum nemenda? Hvað verður þá um nem- endur sem eiga erfitt með nám, t.d. lesblinda nemendur? Vill nokkur kennari hafa nemendur sem skila ekki góðum árangri? Ekki hefði ég viljað að annars ágætur sögukennari minn og fjölskylda hans hefðu þurft að h'ða fyrir áhugaleysi mitt á mann- kynssögu. Eða á e.t.v. að mæla ár- angur kennarans með mati frá nem- endum? Myndir þú vilja að böm eða unglingar hefðu vald yfir afkomu þinni? Launin þín myndu jafnvel lækka af því að nokkrum nemendum finnst ilmvatnslyktin þín ekki góð. Góður kennari þarf að hafa allt of margt til að bera til að hægt sé að mæla gæði hans á einhvem hátt. Góður kennari hefur nefnilega ýmsa mannlega kosti sem em ómælanleg- ir. Ég skora á alla íslendinga að hugsa hlýlega til þeirra góðu kenn- ara sem hafa mótað okkur öll. Svo skulum við öll standa saman í því verkefni að endurreisa virðingu fyrir kennarastéttinni. Börnin okkar em ekki markaðsvara. Við eignumst ekki börn eftir framboði og eftir- spurn. Okkur þykir vænt um bömin okkar og þau eiga alveg jafngott skil- ið og við, jafnvel betra. Um leið vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim góðu kennumm sem hafa átt stóran hlut í að gera mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Höfundur er nemiwdi í (rrunnskólaskor við Kennaraháskóla Islands. Nýkomin sending af sófasettum Vandað Mantelassi sófasett ii - i ' + M/leðri aðeins kr. Litir dokkkoniaksbrunt op Ijóskoníaksbrúnt r :læði í fjórum litum. M/áklæði aðeins kr. 198.000.- 178.000.- VönJuðgæðalifagögn ágóðuverði! ■ ; ■ Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðBamningar ávísun á staðgreiðBlu I usqoqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 H ^Öm2SÍ88^^ rri fyrir elskuna þína.. mágkonu’ öl«u frænkii Úrval af fallegum gjafakörfum og settum. Munið gjafakortin vinsælu. Á www.fondra.is finnur þú tilboð og gjafakörfur. Unáhollsvejur 111 SídI568 659« www.fondra.is REDDING Kynning Ráðgjafi kynnir JHERI REDDING hársnyrtivörurnar í apótekinu fimmtud. 14.12. frá kl. 14.oo-18.oo 20% kynningar- afsláttur OPIB LL VIKUNNAR TIL KL 21.00 HMNCBRAUr 119. -VIO |L MÚSIB, SÍMIsSM 50 70 ifc Ekta jólagjöf ÚTILÍF GLÆSIBÆ Slml 545 1500 • www.utilif.is Veður og færð á Netinu vf>mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.