Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 14.12.2000, Blaðsíða 82
82 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ANTÍGÓNA eftir Sófókles Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus. jT HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne Fös. 29/12. Smíðaverkstæðið kl. 16.00; MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones Frumsýning lau. 30/12, örfá sæti laus. GJAFAKORT í ÞJÓOLEIKHÚSIB - GJÖFIN SEM UFNAR VIÐ! www.leikhusid.is midasala@leikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan eropin mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20. Leikfélag íslands Gjafakort í Leikhúsið — skemmtileg jólagjöf sem lifir ^sTaÍNm 55Z 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 örfá sæti 2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda 3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda fðs 5/1 kl. 20 C&D kort gilda SJEIKSPÍR EING 0G HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 20 Kvikleikhúsið sýnir: BANGSIMON sun 17/12 kl. 15.30 530 3030 JÓLAMÁLSVERÐUR 0G SÝND VEIÐI fös 15/12 kl. 19 lau 16/12 kl. 19 SÝND VEIÐI fös 29/12 kl. 20 LEIKHÓPURINN PERLAN Perlujó! í Iðnó sun 17/12 kl. 17 TRÚÐLEIKUR fös 5/1 kl. 20 sun 7/1 kl. 20 fim 11/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is 16. desember kl. 15.00 Jólatónleikar Fjölbreytt efnisskrá fyrir alla fjölskylduna. Örfá sæti laus. Næstu tónleikar. Vínartónleikar 4., 5. og 6. janúar (Z)UEXU5 IHéskólaWó v/Hagatorg Sími 545 2500 Miöasala alla daga kl. 5-17 Opiö laugardag frá kl. 13 www.sinfonia.is SINFÓNÍAN Rauð jól, jólavaka Hugleiks í kvöld, fim. 14.des. kl. 21.00 sun. 17.des. kl. 21.00 Missa Solemnis eftir Kristiinu Hurmerinta Innlegg Kaffileikhússins tii jólanna, helgi- og kyrrðarstund fyrir alla fjölskylduna I önn jó- laundirbúningsins. Helgileikur sem vekur frið og eindrægni, leikinn (ró við kertaljós og helgistemningu. Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir Leikstjóri: Kristiina Hurmerinta Búningar og leikmynd: Rannveig Gyifadóttir Sýningarstjóri: Karólína Magnúsdóttir Frumsýning sunnudaginn 17.12. kl. 17.30 Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00 Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00 MIÐASALA I SIMA 551 9055 DDAUMASMIÐ3AN &ÓBAR HÆGWR efttr Auðt Haralds Aukasýning fös 29/12 kl. 20 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningin er á leiklistaffiátíðinni Á mörkunum Hföapantanif í Iónö í síma: 5 30 30 30 BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar BORGARLEIKHÚSIÐ OPNAR HJARTA SfTT! JÓLABOÐ - aðgangur ókeypis, léttar veitingar og ailir velkomnir! Lau 16. deskl.14-17 Atriði sýnd úr Móglf á stóra sviði, Abigail heldur partí á litla sviði og Skáldanótt I anddyri. Boðið verður upp á skoðunarferðir um húsið, leiklestra úr verkum í æfingu, jólasöng, óvæntar uppákomur og jólasveinar sprella með bömunum. MÓGLf e. Rudyard Kipling Þri 26. des kl. 14 FRUMSYNING FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLl, ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TIL- VALIN (JÓLAPAKKA YNGSTU FJÖL- SKYLDUMEÐLIMANNA! Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason Fös 29. des kl. 20 Lau 30. des kl. 20 tJEILL HEIMUR f EINU UMSLAGI! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT Á LEIK- SÝNINGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU GLÆSILEGJÓLAGJÖF. HRINGDU (MIÐA- SÖLUNA OG VIÐ SENDUM ÞÉRJÓLA- GJAFIRNAR UM HÆL! HÁTfÐARTILBOÐ Á GJAFAKORTUM FYRIR JÓLINI Leikhúsmiði á aðeins kr. 1.490! Opin 10 miða kort á kr. 14.900. Þú sérð sýn- ingarnar sem þú vilt sjá þegar þú vilt sjá þær! Miðasala: 568 80001 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu I sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka | daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is I www.borgarleikhus.is HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ 1 Símonarson Svninqar hefiast kl. 20 Aukasýn. fim. 28. des., laus sæti Jólasýn. fös. 29. des., örfá sæti Jólaandakt Litla stúlkan með eldspyturnar eftir H.C. Andersen Sun. 17. des. kl. 14, laus sæti mán. 18. des., örfá sæti laus Miðasalaísfma S5S 2222 og á www.vislr.ls M Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-16 www.mbl.is FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR O0OOO Valdís Gregory fjallar um nýjustu plötuna með Backstreet Boys sem heitir Black and Blue. ★★★★☆ Þroskaðn Backstreet Boys BLACK AND Blue nefnist nýjasti diskm- þeirra Brians, Nieks, AJ, Kev- ins og Howies sem eru betur þekktir sem Backstreet Boys. Backstreet Boys eru búnir að vera saman í rúm átta ár. Backstreet Boys eru örugg- lega best þekkta strákahljómsveit í heimi og ein fyrsta hljómsveitin með þetta „strákasveitarútlit". Lögin sem Backstreet Boys syngja eru eigin- lega öll eins - og eru búin að vera það síðan þeir gáfu út fyrsta diskinn sem heitir einfaldlega Backstreet Boys. Ég var mjög mikill aðdáandi þeirra þegar fyrsti diskurinn þeirra kom út en dálitlu eftir það hætti ég að vera aðdáandi þeirra. Svo þegar ég fékk Black And Blue hélt ég að ég væri að fara að skrifa um eitthvað ömurlegt en svo er ekki. Backstreet Boys hafa þroskast mjög á þessari plötu, þeir eiga allir kærustur og konur nema einn (þegar þessi grein er skrifuð er Howie á lausu). Umslagið er ekkert sérstakt, sem er mjög skrýtið vegna þess að þeir hafa alltaf haft það mjög flott. Núna er það bara svart og blátt, ekkert meira. Aftan á er mynd af þeim þar sem þeir eru í jakkafötum og mjög alvarlegir. Backstreet Boys hafa tekið út þroska að mati Valdísar. Öll lögin eru mjög góð og ýmist ró- leg eða hröð. Pað hafa örugglega allir heyrt lagið „Shape Of My Heart“ sem er mjög rólegt en rosa flott. Myndbandið er líka geðveikt. Það er allt blátt og þeir eru að syngja og svo er par á sviðinu sem er að túlka það sem þeir eru að syngja. í lögunum syngja þeir allir, sem er ekki algengt hjá popphljómsveitum eins og West- life, ’N Sync, 98° og fleirum. Lagið „The Call“ er mjög skemmtilegt. Það byrjar á símtali milli AJ og einhverrar stelpu þar sem hann er að segja við stelpuna að hann verði seinn þangað sem þau ætluðu að hittast. Og lagið er mjög hressilegt og þeir eru að syngja um símtalið. Lagið „Get Another Boyfriend" er líka mjög skemmtilegt en það er mjög líkt laginu „The Call“. Það er eins og það sé sama undirspil en bara annar texti. Þar eru þeir að tala um að sambandið gangi ekki upp og hún ætti bara að finna sér annan kærasta. En Backstreet Boys hafa oftast verið að syngja lög um að halda í stelpu og elska hana til eilífðar þannig að ég bjóst ekki við svona lagi. Lagið „Yes I Will“ er eitt af uppá- haldslögunum mínum á þessari plötu en þar eru þeir örugglega að syngja til kærustna sinna, vegna þess að í textanum eru þeir að tala um að þeir vilji stofna fjölskyldu með þeim. „How Do I Fall In Love With You“ er rosa skemmtilegt en það er mjög rólegt og ekkert nema söngur, píanó og strengjahljóðfæri. Það eru mjög fá lög sem mér finnst leiðinleg á þessum diski. „Shining Star“ finnst mér þó ofboðslega leið- inlegt lag vegna þess að það er ekki vel sungið og þetta lag fer bara rosa- lega í taugamar á mér. Lagið „I Promise You“ er ekki skemmtilegt. Það er eins og lélegt Eurovisionlag. Það er rólegt og svo er gítar og alls ekki skemmtileg lag- lína. Black And Blue inniheldur 13 lög, bæði róleg og svo líka hröð. Það er aðeins meira af rólegum lögum en í heild er þessi diskur frábær. Eftir að hafa hlustað á hann er ég aftur orðin Backstreet Boys-aðdáandi. Ég var alltaf meira fyrir ’N Sync, sem eru með mjög lík lög og Backstreet Boys, en þessi diskur sannar að Backstreet Boys geta gert góð lög og geta sung- ið. Black And Blue á heima hjá öllum sönnum poppaðdáendum. Heimasíða Backstreet Boys er www.backstreet- boys.com. Þar getið þið séð textana og fleiri upplýsingar um þá. Hrátt, þungt og afar hratt TOJVLIST Geisladiskur FORGARÐUR HELVÍTIS Forgarður helvítis, samnefnd safn- plata Forgarðs helvítis sem inni- heldur Helvíti Sessions (1999), Burn Churches demo (1995) og Messiarse demo (1993). Upptöku- maður á tveimur elstu upptökunum var Sigurður Ingi en hann fékk að- stoð frá Finni frænda við upptöku á nýjasta efninu. 33,28 mín. For- garður helvítis gefur út. ÞAÐ er leitun að jafn „rosalegri“ sveit og Forgarði helvítis hérlendis. Lagasmíðar þeirra félaga leita til öfg- anna, sérstaklega hvað hraða viðkem- ur, og oft er eins og trommutakturinn renni saman í eitt langt suð, svo dæmalaust ör er hann. Að fara á tón- leika með Forgarði helvítis er einstök upplifun en þar leggur sveitin sig alla fram, orkan og ástríðan er alger. Forgarðurinn hefur nú verið starf- andi í tíu ár og fer starfsemin kirfilega fram neðanjarðar. Sveitin hefur þó átt lög á fjöl- mörgum útgáfum er- 1 lendum og efni með 1 sveitinni heíúr komið út í ' jafnólíkum löndum og Bandaríkjunum, Belgíu, Svíþjóð, Portúgal, Tékk- landi, Þýskalandi, Hol- landi, Japan, Austurríki og Ítalíu. Þó að nafnið og tónlistin gefi til kynna svama djöfla- dýrkendur og vitleysinga er raunin nokkuð langt frá því. Hljómsveitin var stofnuð af sunnlenskum frændum sem flestir eiga ætt sína að rekja til bæjarins Holts í Stokkseyrarhreppi og eru nú flestir ráðsettir fjölskyldu- menn. Söngvarinn, Sigurður Harðar- son, er ljóðskáld og menntaður hjúkr- unarfræðingur og hefur látið til sín taka á undanfömum árum á hinum ýmsu sviðum mannréttinda- og menningarmála. Utgáfumál Forgarðsins, líkt og tónleikar, hafa verið í fátækara lagi Ljósmynd/Björg Svemsdottir Forgarður helvítis á hljómleikum: Hér eru þeir að spila á Glundroða- tónleikunum sem fram fóru í Grafarvogi 10. nóvember síðastliðinn. hérlendis. Árið 1995 kom út hljóm- snældan Brennið kirkjur en einnig átti sveitin þrjú lög á safndiskinum Suðurlandsskjálftinn sem út kom árið 1993. Öll þau lög em hér sam- ankomin ásamt árs- gömlum upptökum f sem ekki hafa litið dagsins ljós áður, fyr- ir utan að sex þeirra hægt að finna á safnplötunni Pönk- ið er dautt sem út kom í sumar. Er Forgarðurinn kom fram á sjónarsviðið var íslenska dauðarokksbylgjan í algleymi. Sveitin skar sig nokkuð úr flóknum dmnum dauðarokkaranna og lagði sig eftir svokölluðu mulningsþungarokki (e. grindcore) hvers einkenni er hraði mikill og hráleiki fremur en haglega samsettar frasafléttur dauðarokks- ins. Þessari stefnu hefur sveitin fylgt æ síðan og ekki er að greina mikinn mun á lögunum hér þótt misgömul séu. Mulningsrokkið er einkennandi en einnig má greina áhrif frá pönki sem svartmálmsrokki. Krafturinn og keyrslan er ótrúleg á stundum og tón- listin er sannarlega útrásarvæn þeim sem þreyttir og þjakaðir era eftir er- ilsaman dag. Söngstíll Sigurðar er einkar eftir- tektarverður. Rammpólitískir text- arnir fjalla um ýmis þörf þjóðfélags- efni og margvísleg mannúðarmál en þó er vart smuga á að greina stakt orð í lögunum sem bera titla eins og „Guð er stærsta lygi í heimi“, „Hey tussa“, „Gelding óskhyggjunnar", „Hóra“, „Kjöt með gati“ og „Eðlileg hegðun er hundleiðinleg". Áhugasamir hneykslunarsinnar geta nú notað tækifærið og fordæmt tónlist sveitar- innar sem heilalaust þvaður. Sann- leikurinn er hins vegar sá að í text- unum er að finna upplýsta og heil- næma gagnrýni á samfélagið. Afstaða sem ber að lofa en ekki lasta. Heimildargildi téðs hljómdisks er ótvírætt. Gott dæmi um kosti geisla- diska en tilkoma þeirra á sínum tíma ýtti undir stafræna varðveislu á efni sem ella hefði týnst. Fagnaðarefni fyrir aðdáendur Forgarðsins en ekki síst fyrir þá sem vilja kynna sér rokk- tónlist í sínu ýktasta og öfgakennd- asta formi. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.